Íslendingur - 29.11.1963, Qupperneq 2
Úr Fljótum. Miklavatn til vinstri. (Ljósmynd: K. Hjaltason.)
Sauðfjáralurðir aldrei
lélegri en í haust
Fréttabréf úr Fljótum
Kirkjudagur í Húsavlk
Saurbæ í Fljótum 15. nóv.
Vorið s. 1. var hér í Fljótum
fannlaust eftir einn þann mild-
asta vetur, sem elztu menn
muna hér, en það var fremur
kalt með smáhretum. Fénaður
gekk vel fram og fór til fjalla
í það góðu ásigkomulagi, að
menn gátu búizt við miklum
afurðum af honum, en það fór
á annan veg. Sumarið reýndist
ei vorinu hlýrra, — er eitt það
kaldasta, er menn muna. Hey-
fengur varð þó góður víðast.
Mun hann yfir meðallagi hér í
Fljótum. Það, sem því hjálpaði
var, að þó kalt væri, spratt
snetnma á sinulandi og fyrir
fannleysi hægt að dreifa áburði
fyrr á tún en oft áður. Ef um
úrfelli var að ræðá á slættin-
um, var það alltaf hríð, sem
bleytti minna tún og engjar en
ausandi vatnsveður gera. Það
var því neyðarlaus heyskapar-
tíð hér fram til leita. Úr því
náðust þau hey, sem þá voru
úti, bæði seint og illa. Um háai'-
heyskáp var ekki að ræða, enda
ekki nýttur vegna sprettuleys-
is nema á örfáum bæjum.
Leltir fóru fram hér 23. og
24. september, fyrri daginn í af-
bragðs veðri, sem hélzt fram
undir dögun þann 24. Þá fór að
snjóa, og var komin blindhríð
um hádegi. Þó var réttað á
Stíflurétt, og komust menn með
fé á milli Olafsfjarðar og Fljóta,
en bílar sátu fastir í Stífluhól-
um og víðar hér um sveitina.
Munu þessar leitir og þetta hret
vera einsdæmi nú um tugi ára.
Þessi hríð hélzt óslitin hér í 4
sólarhringa. Þegar upp birti var
svo til jarðlaust. Fé hefði þá
þurft að takg á gjöf, en til þess
voru lítil tök, þar sem slátrun
var þá rétt að hefjast. Þegar
fyrri umferð var frá, voru þau
lömb, sem þá voru eftir, tekin á
gjöf mjög víða. Tjónið, sem
þetta veður olli hér, er gífur-
legt. Fé fór í skurði og krapa-
flár, þó það væri fátt af flest-
um bæjum og einstaka heimili
slyppi við það. Hins vegar slapp
ekkert heimili við afurðatjónið
af því, sem í sláturhús komst.
Jafnaðarvigt dilka í sláturhús-
inu á Haganesvík er nú rösk
12 kg. Er það lægsta jafnaðar-
vigt í því húsi frá því það tók
til starfa.
Nautþemngur fór hér inn í
þessári stórhríð og ekki út aft-
ur. Fuílorðið fé hefur gengið
víðast gjafalitið fram til þessa
tíma, en arðinn af þeirri fjár-
mennsku eiga menn eftir að
hirða seinna í vetur og vor, því
að frá því um leitir hefði þurft
að gefa fé hálfa gjöf og stund-
um fulla. Svo hefur hagleysi
fyrst eftir þessa leitahríð, síðan
misviðri og sölnun jarðar þjarm
að að sauðfé. Nú þegar þetta er
skrifað, er fé í húsum eftir hríð
í rúma viku, komin hér kafa-
fönn, samgöngur stöðvaðar bíl-
um og öðrum dráttartækjum en
snjóbeltavélum.
Á þessu ári hefur einn og
sami maður unnið hér í Fljót-
um og nágrenni 33 minka og
með sama hundi óg áður. Hafa
þær veiðar gengið með eindæm
um vel, síðan hundur var feng-
inn til þeirra árið 1959. Þrátt
fyrir það virðist minkurinn
auka kyn sitt það ört hér í Fljót
um og nærliggjandi sveitum, að
mjög erfitt mun reynast að upp
ræta hann, enda lífsskilyrði fyr-
ir hann hér hin beztu. Mjög
.
margir þeirra minka, sem unnir
liafa verið hér á undanförnUm
árum, hafa náðzt við æðarvörp
eða í þeim. Hættulegastir þeiin
eru karlminkar um goítíma.
Það hefur reynsla sýnt hér og
sarmað.
Tófur héldu sig hér s.I. vor
og lögðu í 3 grenjum. Vann Al-
freð Jónsson bóndi á Reykjar-
hóli þar 20 dýr. Veðrátta var
hér mjög óhagstæð á grenja-
vinnslutímanum, úrfelli og kafa
þokur. Varð því vinnslan taf-
söm og erfið. Virðist tófan
halda sig hér með meira móti
nú. Sést mikið af slóðum eftir
þær, en ekki hafa þær bitið svo
vitað sé.
Á þessu ári lét af búskap Jón
Gunnlaugsson bóndi í Mjóafelli
í Stíflu og fór Mjóafell í eyði,
en þar hefur sama ætt búið síð-
an 1898 að þremur árum und-
anskildum (1921—24), og senni
lega hefur jörðin verið í ábúð
þessara ættmenna frá 1871—83.
Mjóafell er góð fjárjörð, bæði
landgóð og heygóð. Þar er raf-
magn, sími og sæmileg húsa-
kynni. Jón Gunnlaugsson var
búinn að vera sýslunefndarmað-
ur fýrir Höltshrepp frá 1942 og
hreppsnefndaroddviti frá 1946.
í því starfi var hann duglégur,
réttsýnn, samvinnuþýður og vin
sffill. Er ekki ofmælt, þótt sagt
sé, að sveit þessi hefur mikils
misst í því að tapa honum frá
þeim störfum. Jón er nú stárfs-
maður hjá Samvinnufélagi
Fljótamanna á Haganesvík.
Við oddvitastarfi tók Sveinn
Þorsteinsson á Berglandi. Munu
flestir óska honum heilla í því
vandasamá starfi.
Á liðnu sumri lézt að heimili
sínu, Melbreið í Stíflu, Hannes
Hannesson, fyrrverandi barna-
skólakennari, 75 ára að aldri.
Hannes vár mjög farsæll kenn-
ari og virtur í því starfi að verð
leikum. Fræðimaður var hann
einn hinn mesti, er hér hafa
þekkzt. Átti hann glæsilegt
bókasafn, að mestu leyti fræði-
bækur. Einnig átti hann í hand-
ritum geysimikinn fróðleik, sem’
vonandi kemur fyrir sjónir al-
menniíigs þótt síðar verði. —
Það voru ánægjulegar stundir
að koma að Melbreið og eiga
samræður við Hannes. Fróðleik
ur þessa mikla fræðara náði
lengra en til barnanna, sem
hann kenndi, hann náði til
hinna fullorðnu líka. Jafnvel á
banasæng sinni fræddi hann
mig og fleiri, sem heimsóttum
hann. Svo var honum fræði-
mennskan í blóð borin til
hinztu stundar. Útför hans fór
(Framh. á bls. 7)
Húsavík í gær.
LAÚGARÖAGINN 24. nóv. var
haldinn hér kirkjudagur í Húsa
víkurkirkju. Var hugmyndin að
slíkur dagur yrði haldinn í vik-
unni í sem flestum sóknum sýsl-
unnar. En sökum samgönguerf-
iðleika mun það víða farast
fyrir. — Aðsókn var mjög mik-
il, hvert sæti kirkjunnar var
sétið eða rúmlega 400 manns.
Aðgangseyrir var frjáls og safn-
aðist töluvert fé, er rennur til
sumarbúðanna við Vestmanns-
vatn. Dagskrá dagsins var fjöl-
breytt og þeim til sóma, er að
stóðu og Húsvíkingum öllum
fyrir góða aðsókn, er sýndu á-
huga fyrir málefninu.
—o—
Frú Rigmor Hanson hefur
verið hér áð undanförnu og íeið
beint í dansi. Hafa bæði ungir
og aldnir „tvistað og tjúttað“ af
lífi og sál og haft mikla skemmt
un af.
Fyfir nokkru varð fimmtug-
ur Njáll Bjarnason kennári. —
S. L. ÞRIÐJUDAG afhenti
stjórn Lionsklúbbs Akuxeyrar
Fjói'ðungssjúkfahúsinu hér í
bæ safn bóka, sem ætlað er
sjúklingunum á barnadeild
sjúkrahússins. Klúbbfélagar
höfðu lagt ffam á 3. hundi’að
barnabækur í þessu skyni.
Foi'maður Lionsklúbbs Akur-
eyrar, Geir S. Björnsson, af-
henti bókagjöfina og gat þess,
að klúbbfélagar hefðu í lxyggju
Hann hefur staffáð hér við
Barnaskólann sl. 20 ár og aflað
sér mikils álits sem góður kenn-
ai'i. Hefur hann vex-ið einn að-
al lestrarkennari skólans.
Firmakeppni í bridge.
Bridgefélag Húsavíkur hóf
stai'fsemi sína er vetur gekk í
gai’ð.
Fyi-st ýar spiluð þriggja
kvölda tvímenningskeppni. —
Hana unnu Björn Þoi'kelsson.
og Halldór Þoi'grímsson.
Nú stendur yfir „firma-
keppni“ félagsins, sem um leið
er keppni um einmenningstitil-
inn. Þegar hafa verið spiluð 3
kvöld.
1. er Halldór Þoi'grímsson,
spilár fyrir K. Þ., með 320 stig.
2. er Stefán Benediktsson,
spilar fyrir Snöfrabúð, tneð 305-
stig.
Alls verða spiluð 5 kvöld, vei'ð
ur sagt frá úrslitum síðar. Þátt-
takendur eru 32 firmu.
að auka við þetta sáfn árlega,
eða leggja annað af möfkum til
gagns eða dægradvalar þeim, er
þurfa sjúki-ahússvistar við
hverju sinni. Mætti þetta og e£
til vill vei’ða hvatning til ann-
ax-ra félagasamtaka að aðhafast
nokkuð í þessu sama skyni.
Læknar sjúkrahússins, stjói'n-
endur og yfirhjúkrunarkona
veittu bókagjöfinni viðtöku og
þökkuðu hana og þá huguísemi,
ér á bak við byggi.
Joðge.
Yfirlæknir barnadeildar, Baldur Jónsson, virðir fyrir sér bama-
bækumar. (Ljósm. B. S.).
Lionsklúbbur Akureyrar færir
í ’ *?' > jv-.
sjúkrahúsinu safn barnabóka
Vanli yður húsgögn - þá veljið það bezfa. VALBJÖRK
ÍSLENDIN GUR