Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1963, Side 8

Íslendingur - 29.11.1963, Side 8
 í •'&éBCtt v. ájijiafci • - ■■’$*■«?*<*&»*% I " ^ * >- ; Það var niinni snjór í fyrravetur frammi í Eyjafirði en verið hefur undanfarið. Mynd þessi er tek- in í fyrravetur yfir framhluta Eyjafjarðar, og sér á miðri mynd inn í Villingadal, en skógurinn í Leyningshólum sézt á miðri mynd. Ljósm. K. Hjaltason. Símaþjónustan í Grímsey verður bætt Þar hafa allir nóg að starfa Stutt viðtal við oddvita Grímseyjarhrepps UM SÍÐUSTU HELGI kom oddviti Grímseyjarhrepps, Alfreð Jónsson, úr för til Reykjavíkur, en þar ræddi hann við ýmsa ráðamenn um hagsmunamál Grímseyinga, — menn, sem ráða yfir afli þeirra hluta, sem gera skal. Hitti íslendingur hann að máli, er hann staðnæmdist nokkra daga hér í bænum að lokinni suður- för og bað hann segja lesendum blaðsins eitthvað um fyrirhugaðar framkvæmdir í Grímsey. Höfnin. í>að er þá fyrst að nefna höfn- ina. Er ákveðið að gera á henni endurbætur í vor, styrkja garð- inn með grjótfyllingu til varnar úthafsöldunni. Sér vitamála- skrifstofan um þá framkvæmd. Raforkumál. Frá því var gengið í þessari för minni, heldur Alfreð áfram, — að Héraðsveitur ríkisins yfir- taki þá rafstöð, sem fyrir er í Grímsey en orðin ófullnægjandi. Verði hún stækkuð og þá um leið lagt rafmagn á þá bæi, sem enn hafa ekki rafmagn frá þeirri stöð, en hafa hingað til 15% HÆKKUN KOMIÐ er fram á Alþingi frv. til laga um 15% hækkun allra greiðslna frá Almannatrygging- um til samræmingar við launa- hækkanir, sem orðið hafa á ár- inu. Undanþegnar þessari hækk un eru fjölskyldubætur enda í endurskoðun að hækka fjöl- skyldufrádrátt á skattframtöl- um. Gert er ráð fyrir, að þessi 15% hækkun verki aftur fyrir sig, þannig að hækkunin verði greidd frá 1. júlí sl. Er ætlast til, að hækkunarupphæðin verði greidd í einu lagi einhvei'ntíma fyrir n. k. áramót. Hækkun þessi frá 1. júh' er áætlað að kosti Alm.tr. um 97 millj. kr. bjargast af með einkarafstöðvar, sem eru dýrar í rekstri og við- haldi. Ákveðið er, að þessi aukn ing komi til framkvæmda á næsta ári. Vatnið. í undirbúningi er rannsókn á vatnsvirkjun fyrir eyna. Hingað til .hefur þar verið notazt við brunnvatn og í sumum tilfell- um við regnvatn. Árangur vatns rannsókna liggur enn ekki fyr- ir en er væntanlegur á næst- unni. Þessi rannsókn er í hönd- um Sigurðar Thoroddsen verk- fræðings. Samgöngur. Tryggvi Helgason flugmaður hefur haldið uppi reglubundn- um flugferðum til Grímseyjar eftir því sem veður leyfir það sem af er þessu ári. Aðrar sam- göngur eru aðeins með flóabátn um Drang. Flugmálastjórnin hefur lofað auknu öryggi í sam bandi við flugið, svo sem tal- stöðvakerfi og nýrri girðingu um völlinn. Talsamband. Fyrirhugað er, að við fáum á næsta ári truflanalaust stutt- bylgjusamband með línu á hvern bæ, en hingað til höfum við verið á svonefndum báta- bylgjum, þar sem. flestir við- tækjaeigendur geta, ef vilja, hlustað á hvert samtal, sem fram fer á bylgjunni. Verður að þessari framkvæmd stórmikil bót. Unir sér vel. — Fækkar fólki í Grímsey? — Nei, því fækkar ekki, held ur hefur því lítillega fjölgað síðustu 5 árin. Fólk unir sér vel í Grímsey. Þar er yfirleitt mikið um nýleg og vistleg íbúðarhús, og eru kannske helztu fram- farir Grímseyinga fólgnar í stór bættum húsakosti. Fólkið unir sér þar vel og hefur yfirleitt nóg að starfa. Sarn'gönguerfið- leikarnir eru því helzt fjötur um fót. Frá Grímsey. Höfnin til vinstri. ÍSLENDINGUR 49.ÁRG. . FÖSTUDAGUR 29. NÓV. 1963 . 45. TBL. Nýr vafnsgeymir á Haupnesi Hauganesi í fyrradag. Hér hafa þó ekki nema um 150 fjár. samgöngur verið lélegar lengi Mjólk er keypt á næstu bæjum undanfarið. Þó alltaf hægt að og nokkuð í útibúi KEA, sem komast að og frá á stærstu bíl- fær senda mjólk og mjólkur- um, en æði seinfarið. afurðir innan af Akureyri. Héðan stunda róðra þrír dekk G. N. Nýja eyjan stækkar LÍTIL lát virðast enn vera á gosinu úr hafinu sunnan Vest- mannaeyja, og er hin nýja eld- ey, sem við gosið hefur risið úr hafi orðin hartnær kílómetri að lengd og á annað hundrað metr- ar á hæð. Engar sprengingar eða flóðbylgjur hafa orðið, en nokkurt öskufall í Vestmanna- eyjum, svo að sézt hefur á þvotti, er hangir úti á þvotta- snúrum og jafnvel mátt sjá af slóð manna. Þar sem Vestmanna eyingar nota regnvatn af þök- um húsa sinna sem neyzluvatn að nokkru leyti, veldur ösku- fall þar, þótt lítið sé, nokkrum vandræðum. Þrír skálkar á Akureyri LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar kom hingað um síðustu helgi með sjónleikinn „Þrír skálkar“ eftir Gandrup, í ísl. þýðingu Þor- steins O. Stephensen. Leikstjóri var Kristján Jónsson frá Reykja vík. Leikurinn gekk hér við hús fylli í þrjú kvöld samfleytt. Þessi leikur hefur ekki sézt hér á sviði í fullan áratug, en Leik- ' félag Akureyrar sýndi hann þá með Jóhann Guðmundsson í söngvarahlutverkinu og Þóri Guðjónsson í Ístru-Morteni. Ólafsfirðingunum var vel tek- ið og ákaft klappað lof í lófa. Sérstaklega vöktu athygli Þor- steinn S. Jónsson í hlutverki umferðasalans og Petrea Rögn- valdsdóttir í Núri spákerlingu. Einnig fór Kurt söngvari vel með hlutverk sitt. Verður að telja í talsvert ráðist hjá L. Ó. að koma hingað í skammdegi með svo mannfrekan leik og í jafn erfiðu tíðarfari og raun var á. Umsögn um leikinn hefur áð- ur birzt í blaðinu, og verður ÚRSLIT í 4. umferð Bridgefélagsins í I. flokki urðu þau, áð Soffía vann Magna með 6:0, Óðinn vann Karl með 6:0, Björn vann Pál með 6:0, en ólokið var leik Zophoníasar og Óla. Eftir eru þá 3 umferðir. Jón á Akri 75 ára JÓN PÁLMASON, fyrrum al- þingismaður og bóndi á Akri í Austur-Húnavatnssýslu verður 75 ára í dag. Hann hefur marga hildi háð í íslenzku stjórnmála- lífi, verið ráðherra um hríð og á mörgum þingum forseti Sam- einaðs A'lþingis. Hann er vin- sæll og virtur langt út fyrir raðir flokkssystkina. ekki við hana bætt hér, en þakka ber leikfélaginu fyrir heimsóknina og góða skemmt- un. Þess má að lokum geta, að leikskrá þess var gerð af mikl- um myndarskap, svo að minnti á beztu leikskrár Þjóðleikhúss- ins, en ritstjóri hennar var Sig- mundur Jónsson. bátar auk nokkurra trillubáta, en vegna ógæfta eru róðrar óvenju slitróttir og afli því lé- legur. Tvö íbúðarhús eru hér í smíð- um. Þá byggðum við I haust vatnsgeymi, er stendur uppi á há-ásnum ofan við þorpið. Tek- ur hann um 100 tonn af vatni. Jafnframt er unnið að nýrri vatnsleiðslu. Engar hafnarfram- kvæmdir hafa verið á Hauga- nesi í sumai-. Útibú KEA hér hefur verið stækkað um helming, og er hinn nýi hluti tekinn í notkun þessa dagana. Hér á Hauganesi eru rúmlega 100 íbúar, og er útgerðin aðal- atvinnugrein heimamanna. Lít- ilsháttar sauðfjárrækt er hér, en

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.