Íslendingur - 10.04.1964, Side 1
50. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1964 . 15. TÖLUBLAÐ
GALDRA-LOFTUR í UPPSIGL-
og hér eru talin) Haraldur
Björnsson, frú Svava Jónsdótt-
ir, Sigríður Stefánsdóttir og
Steinþór Guðmundsson klæð-
skeri.
Gunnar Eyjólfsson, sem um
þessar mundir fer með hlutverk
Hamlets í samnefndu Shake-
speares-leikriti í Þjóðleikhúsinu
er einn meðal fremstu leikara
PERLA lætur fara vel um sig á gólfteppinu. Myndin er
tekin af heimilishvolpi að Vatnsenda í Ljósavatnshreppi.
— Ljósmynd: Kjartan Stefánsson.
BLANDAÐUR KÓR frá ríkis-
háskólanum í Notður-Texas í
Bandaríkjunum hélt samsöng í
Akureyrarkirkju í fyrradag
undir stjórn Frank McKinley,
en kór þessi er í söngför um
Evrópu á vegum utanríkisráðu-
neytis Bandaríkjanna. Hér á
Akureyri sá íslenzk-ameríska ;
félagið um tónleikana, og mun
þetta í fyrsta sinn, sem svo
FRÁ BÆJARSTJÚRN
ENDURNÝJUN VEITINGA-
LEYFA.
Endurnýjuð hafa verið 6 veit-
ingaleyfi vegna nýrra laga um
veitingasölu og gistihúsahald,
til handa: Hótel Akureyri, Hót-
el KEA, Hótel Varðborg, Mat-
sölu KEA, Sjálfstæðishúsinu og
Skíðahótelinu Hlíðarfjalli.
GATNA- OG GANGSTÉTTA-
GERÐ.
Þá var í bæjarráði gerð áætl-
um um skiptingu gatnafjár á
þessu sumri. Lagt er til að 480
þús. fari í götuna Áshlíð, 290
þús. í Skarðshlíð, 280 þús. í
Gleráreyrar u/Glerár, 75 þús. í
Barðstún, 535 þús. í nýjar göt-
ur vestan Mýrarvegar, 1,3 millj.
í Þórunnarstræti n/Bjarkastígs,
þar af 800 þús. í holræsi, og 285
þús. í ýmis verk. Að gangstétt-
um verði unnið við Þingvalla-
stræti, Aðalstræti, Glerárgötu
og Laugargötu og ýmsár lagfær-
ingar gerðar, alls til gangstétta
215 þús. kr.
Aðalhlutverkið, Loft, leikur Gunnar Eyjólfsson
síSustu daga
lagið Von. Rætt var um samein-
ingu félaganna, er var samþykkt
og heitir félagið nú Verklýðs-
félag Húsavíkur. Kosin var sjö
manna stjórn fyrir félagið, og
skipa hana: Sveinn Júlíusson
formaður, Þráinn Kristjánsson,
Hákon Jónsson, Gunnar Jóns-
son, Jónas Benediktsson, Guð-
rún Sigfúsdóttir og María Aðal-
björnsdóttir.
Verkakvennafélagið Von varð
42 ára 28. apríl s. 1. Formaður
þess frá 1947 hefur verið Þor-
gerður Þórðardóttir.
HJALMAR SIGRAÐI.
Nýlega er lokið skákmóti
Húsavíkur. í meistara- og I. fl.,
er tefldu saman, voru 10 þátt-
takendur. — Sigurvegari varð
hinn gamalreyndi skákmaður
Hjálmar Theodórssori með 9
vinninga, vann allar sínar skák-
ir. 2. varð Jón A. Jónsson með
8 v. og 3.-5. þeir Haukur Loga-
son, Hilmar Jóhannesson og
Kristján Jónasson, með 5 ‘v.
hver. í II. flokki sigraði Hafliði
Þói-sson með 5 v. Þátttakendur
6. Og í III. flokki, Sigurgeir
Jónsson, með 7 v. Þátttakend-
ur 8. (Framh. á bls. 7)
BLAÐIÐ getur nú flutt lesendunum þau góðu tíðindi, að Leik-
félag Akureyrar hefur ákveðið að taka Galdra-Loft til sýningar
með vorinu, en þetta magnþrungna leikrit Jóhanns Sigurjónssonar
hefur ekki verið sýnt hér síðan veturinn 1927—28.
okkar, hvort sem hann er und-
ir sviðsljósunum eða frammi
fyrir kvikmyndavélinni. Það er
því Leikfélaginu ómetanlegur
styrkur að fá hann í hið vanda-
sama hlutverk Galdra-Lofts.
Margir leikhúsgestir hér muna
(Framh. á bls. 7).
Balnandi afli
Húsavík, 7. apríl. S.l. sunnudag
5. þ. m., héldu með sér sameig-
inlegan fund: Verkamannafélag
Húsavíkur og Verkamannafé-
ÍKVIKNUN
UM HÁDEGI s. 1. laugardag
kom eldur upp í ketilhúsi í
Kristneshæli og var kallað á
Slökkvilið Akureyrar, sem
kæfði eldinn með háþrýstiúða.
Var eldur kominn í þil milli
ketilhúss og frystiklefa, en að
öðru leyti urðu litlar skemmdir.
ÆFINGAR HAFNAR.
Þessar upplýsingar gáfu þáu
blöðunum í síðustu- viku: Jó-
hann Ogmundsson form. LA,
Gunnar Eyjólfsson leikari og
ungfrú Ragnhildur Steingríms-
dóttir, sem auk þess að leika
annað aðalhlutverkið fer með
leikstjórn. Kvöldið áður en þau
áttu tal við blaðamenn, hafði
fyrsta æfing leiksins farið fram
með þátttöku Gunnars Eyjólfs-
sonar, sem að beiðni formanns
félagsins hefur góðfúslega tekið
að sér aðalhlutverkið, Galdra-
Loft. Kvaðst Jóhann vera Gunn
ari þakklátur fyrir hve vel hann
hefði tekið umleitun sinni og
einnig þjóðleikhúsráði og þjóð-
leikhússtjóra fyrir hve vel þeir
hefðu tekið því að gefa Gunnar
lausan, meðan á sýningum stæði
á Galdra-Lofti hér, en auk þess
mun Gunnar mæta á nokkrum
síðustu æfingum. Ef vel gengur,
ættu sýningar að geta hafizt í
maíbyrjun.
sem ég hef farið með, og eru
þaU þó orðin æði mörg. Kvaðst
Gunnar hafa mörgum sinrium
leikið hér á Akureyri bæði á
vegum Þjóðleikhússins og sér-
stakra leikflokka, er ferðuðust
um með sýningar á sumrin.
Kvað hann mikið til bóta fyrir
leiklistina í landinu, ef leikarar
úr Þjóðleikhúsinu gætu leikið
gestaleik hjá leikfélögum úti
um land í sumarleyfum þeirra.
SKIPAÐ í HLUTVERK.
í Galdra-Lofti Jóhanns Sigur-
jónssonar eru um 12 hlutverk,
en sum þeirra lítil. Aðalhlut-
verkið, Loft, leikur Gunnar
Eyjólfsson, Steinunni Ragnhild-
ur, Dísu Þórey Aðalsteinsdótt-
ir og Olaf Marínó Þorsteinsson
frá Dalvík. í hið fyrra sinn, er
leikurinn var sýndur hér, fóru
með aðalhlutverkiri (í sömu röð
LÉK LOFT 1949.
— Ég hlakka til að rifja
Galdra-Loft upp á ný, sagði
Gunnar Eyjólfsson, en hann var
fyrsta hlutverkið, sem ég lék
hjá Leikfélagi Reykjavíkur ný-
kominn frá leiknámi í Englandi
árið 1949. Hann er mér eitt af
liugstæðustu hlutverkunum,
I
I
!
......|
heyrandi (þó að vegum j
undanskildum) er áætlað- ^
ur um 130 millj króna.
KISILGUR-
VERIÍSMIÐJA
FRUMVARP til laga um
kísilgúrverksmiðju við
Mývatn er komið fram á
Alþingi. Er þar gert ráð
fyrir að ríkið sjálft eigi
meirihluta hlutafjár (a.
m. k. 51%) en einstakling-
ar eða félög hinn hlutann.
Þar af mættu fyrirtæki í
Hollandi eiga 20%. Kostn-
aður við að reisa slíka
GUNNAR EYJÓLFSSON í LEIKHLUTVERKI.
KIRKJUTÓNLEIKAR
langt að kominn kór syngur á
Akureyri.
Á söngskrá kórsins var helgi-
tónlist, m. a. eftir Back, Beeth-
oven og Brahms, og að auki
bandarísk og evrópsk nútíma-
tónlist. f kórnum mátti heyra
margar fagrar raddir, — eink-
um kvenraddir.
Kirkjan var troðfull áheyrend
um úr bæ og nálægum sveitum.
Að söngnum loknum ávarpaði
sr. Pétur Sigurgeirsson kór og
söngstjóra og þakkaði komuna
hingað.
ISLENDINGUR
BLAÐ SjÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆM! EYSTRA
INGU HJÁ L. A.