Íslendingur


Íslendingur - 10.04.1964, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.04.1964, Blaðsíða 2
UJVI Þ-ESSAR JVIUNDIR eru þær spurningar mjög ofarlega á dag- skrá, hvort og þá í hve ríkum mæli vinna beri að því að koma upp stóriðjufyrirtækjum hér á landi. Er orsökin sú, að síðustu tvö árin hefir í fyrsta sinn af stjórnarvalda hálfu verið kerfis- bundið unnið að rækilegri athugun þeirra leiða, er helzt kæmu tij grpina í sambandi við uppbyggjngu stóriðju í landinu. 1 fslenzkur iðnaður hgfir eflzt mjög síðasta áratuginn, bseði að vexti og gæðum." Ef undan er skilinn hraðfrysti- og síldariðn- aðurinn, skortir almennt ennþá allmikið á samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar við iðnaðar- framleiðslu hinna þróuðu iðnað- arlanda, þótt einstök fyj'irtæki megi þar undan skilja. Koma þar mörg atriði til greina, sem ekki verða hér rakin nánar, en auðvitað ber að halda áfram að efla þann lífvænlega iðnað, sem til er í lgndinu. Þegar rætt er um stóriðju, er yfirleitt átt við ýmiskonar efna- iðnað stórra verksmiðja úr jarð efnum, er hér kunna að vera til, eða jafnvel efnum úr lofti eða sjó, við raforku eða jarð- hitaorku. Þótt telja megi hrað- frysti- og síldariðnað til stóriðju hér á landi, hefir þessi mikil- vægi iðnaður ekki verið talinn í þeim flokki, þar eð hvert ein stakt fyrirtæki hefir ekki ver- ið svo stórt í sniðum. Fyrsti vísir að stóriðju var áburðarverksmiðjan og síðan sementsverksmiðjan. Hafa bæði þessi fyrirtæki gefið góða raun og nauðsynlegt að vinna að aukningu og umbótum á þeim. Hugleiðingar um fleiri þætti pfnaiðnaðar eru heldur ekki nýjar af nálinni. Allítarlegar at- huganir hafa verið gerðar á möguleikum til saltvinnslu á Reykjanesi við jarðgufuorku. Hafa þær rannsóknir ekki verið til þessa taldar skila nægilega jákvæðum árangri. Samhliða var athugað um frekari vinnslu sjóefna. Stærstar í sniðum hafa verið hugmyndirnar um aluminium- verksmiðju, sem er mjög dýrt fyrirtæki. Alllangt mun síðan fyrst bárust frá erlendum aðil- um lauslegar fyrirspurnir um hugsanlegan áhuga fslendinga á slíku fyrirtæki með hliðsjón af væntanlegri hagnýtingu vatns- orkulinda landsins, en alumini- umframleiðsla byggist að veru- legu leyti á raforku. Þessum fyi-irspurnum mun lítið eða ekkert hafa verið sinnt, enda þá ekki í alvöru farið að hugsa um stórvirkjanir með stóriðju fyrir augum. Það mun hafa verið íyrst á dögum vinstri stjórnar- innar, sem viðræður voru bein- línis teknar upp við amerísk aluminiumfyrirtæki um hugsan- lega aluminiumverksmiðju á ís- lapdi. Munu þær viði'æður hafa farið fram fyrir forgöngu þáver- andi forsætisráðherra, Her- manns Jónassonar, en ekki vit- að, hvort ríkisstjórnin í heild stpð að baki viðræðunum. Síðustu árin hefur svo áhugi manna í æ ríkari mæli beinzt að nauðsyn þess að hagnýta bet- ur orkulindir landsms, bæði vatnsorku og jarðhita, í þeim tilgangi að efla atvinnuvegi þjóðarinnar og gera þá fjöl- breyttari. Hefir Alþingi gert ýmsar ályktanir í þessa átt. Verða þær ekki raktar hér, en aðeins bent á tvær. Aunars veg- ar er ályktun um heildarathug- un á hagnýtingu orkulinda landsins. Starfaði svonefnd at- vinnumálanefnd ríkisins í nokk- • ur ár að framkvæmd þeirrar ályktunar. Var fyrst og fremst safnað gögnum um allar þær at- huganir, er gerðar höfðu verið af ýmsum aðilum á hagnýtingu* orkulinda landsins, en nefnd- inni varð brátt ljóst, að hér var um svo fjölþætt og umfangsmik ið mál að ræða, að það hlaut að verða varanlegt viðfangsefni fastra stofnana. Lagði því nefnd in áherzlu á að Ijúka hinum þætti hlutverks síns að undir- búa löggjöf um skipan rann- sóknamála, og er það í stórum dráttum það frumvarp, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Taldi atvinnumálanefndin, að með fyrirhugaðri endúrskipu- lagningu rannsóknarráðs ríkis- ins væri fenginn aðili, sem með eðlilggum hætti gæti einbeitt sér að athugunum á hagnýtingu orkulinda landsins. Hinsvegar var einróma samþykkt Alþingis á tillögum þingmanna Nofður- landskjördæmis eystra á stór- virkjun í Dettifossi með stór- iðju fyrir augum. Það hlaut öllum að vera ljóst, að slík stór- virkjun var óhugsandi án orku- frekrar stóriðju, söm ófram- kvæmanlegt væri að koma upp nema með verulegri aðild er- lends fjármagns. Þetta er nauð- synlegt að hafa í huga, þegar at- huguð er síðari afstaða ýmissa þeirra, er að þeirri ályktun Al- þingis stóðu. ER STÓRIÐJA ÆSKILEG? Þetta er auðvitað sú spurn- ing, sem fyrst verður að svara, þegar afstaða er tekin til stór- iðju hér á landi. Því aðeins verður svarið játandi, að stór- iðja sé líkleg til þess.að tryggja efnahagslegt öryggi þjóðarinnar og bæta lífskjör hennár og }ík- legri en efling núverandi at- vinnugreina. Það veltur á miklu fyrir þjóðina, að þessari spurningu sé svarað af raunsæi og hleypi- dómalaust, en afstaða til þessa þýðingarmikla úrlausnarefnis markist hvorki af löngun til þess að gera stjórnvöld landsins tortryggileg inn á við eða af hlýðni við alþjóðlegar stjórn- málakenningar út á við. Blaðið birtir hér grein eftir MAGNÚS JÓNSSON ALÞINGISMANN, sem er manna kunnugastur þeim málum, er hún fjallar um, vegna starfa hans í stóriðju- nefnd. Um það getur naumast verið mikill ágreiningur að núverandi atvinnuvegir þjóðarinnar séu of einhæfir. Auðvitað verður að leggja fulla rækt við höfuðfram- leiðsluatvinnuvegina, sjávarút- veg og landbúnað, en æ fleirum er að verða það ljóst, að örugga afkomu og traust efnahagskerfi er ekki auðið að tryggja í þjóð- félagi, þar sem níu tíundu út- flutningsframleiðslunnar er háð hráefni, sem að sára litlu leyti er hægt að vita fyrir fram um, hvort eða að hve miklu leyti hægt er að afla. Þetta þekkjum við vel af biturri reynslu og meðan framfarir í þessari at- vinnugrein beinast fyrst og fremst í þá átt að fullkomna veiðitækin, svo að fiskurinn eigi sér ekki undankomu auðið, hlýtur sú spurning að verða áleitin, hversu langt megi ganga svo að fiskimiðin verði ekki þurrausin. Sérstaka áherzlu þarf að leggja á verðmætisaukn- ingu aflans og nýta með skyn- samlegum hætti þá aðstöðu, sem við vonum, að stækkun landhelginnar skapi, en að byggja jafn einhliða afkomu sína á sjávarútvegi, sem gert hefir verið til þessa, yerður að teljast varhugavert, enda óger- legt fyrir þjóð, sem gerir jafn miklar kröfur til lífsins og við íslendingar. Landbúnaðurinn hlýtur einn- ig að hafa mikilvægu hlutverki að gegna og er ómissandi þátt- ur í efnahagslegu öryggi þjóð- arinnar, en margt verður að breytast til þess, að landbúnað- arvörur geti vegið mikið í út- flutningi okkar. Með svipuðum fjölda fólks og nú vinnur að landbúnaði má enn stórauka framleiðslu búvara, enda er það forsenda bættrar afkomu þeirra, er þennan atvinnuveg stunda. Það er því ekki líklegt, að land- búnaðurinn taki að ráði við vaxandi fólksfjölda í landinu á næstunni. Margskonar iðnaður hefir aukizt mjög á undanförnum ár- um og margar ágætar iðnaðar- vörur eru nú hér framleiddar. Með gengisbreytingunni 1960 var mjög bætt samkeppnisað- staða íslenzks iðnaðar til sölu á erlendum mörkuðum, en meg- inhluti iðnaðarframleiðslunnar, þegar fiskiðnaðurinn er undan skilinn, er þó takmarkaður við heimamarkað. Eru enda iðnfyi- irtæki hér yfirleitt svo lítil, að þau hafa ekki aðstöðu til þess að sinna framleiðslu fyrir er- lendan markað. Framleiðslan verður í rauninni að komast á stórjðjustig. Það er nauðsynlegt að mót- mæla eindregið þeim misSkiln- ingi, að stóriðjufyrirtækjum sé ætlað að koma í stað núverandi atvinnugreina. Bent er á, að vinnuaflsskortur sé í landinu, og stóriðju fyrirtækin hlytu að dragá vinnuafl frá öðrum at- vinnugreinum og valda þannig samdrætti þeirra. Sem betur fer hefir undanfarin ár verið full atvinna í landinu, en við verð- um að hafa í huga, að þjóðinni fjölgar hlutfallslega ört og á hverju ári bætist við álitlegur hópur verkfærra manna, Sem sjá verður fyrir arðbærum störf um. Þær stóriðju framkvæmd- ir, sem rætt hefir verið um, taka langan tíma og þá hefir bætzt á vinnumarkaðinn margfalt fleira fólk en þarf til starfrækslu þessara fyrirtækja. Hugmyndirnar um stóriðju miða að því að tryggja vaxandi þjóð örugga afkomu og öllum vinnufærum höndum arðvæn- lega atvinnu. Það er gert á þann eðlilega hátt að nýta orkulindir landsins og verðmæt jarðefni í þágu framtíðarihnar. Þess vegna sýnast mér öll rök hníga að því, að stóriðja á íslandi sé ekki aðeins æskileg heldur brýnt nauðsynjamál. t JSTÖRF STÓRIÐJUNEFNDAR. Ríkisstjórninni er ljós nauð* syn þess að kanna til hlýtar* möguleika á að koma hér upp stóriðjufyrirtækjum, og var fyr- ir í'úmum tveim árprn skipuð nefnd, nú kölluð stóriðjunefnd, sem í fyrstu fékk aðeins það af- markaða viðfangsefni að annast viðræður við erlenda aðila, er látið höfðu í ljós áhuga á að reisa hér á landi aluminium- verksmiðju. Hefir athugunum. þess máls verið stöðugt haldið áfram síðan. Hefir af eðlilegum ástæðuná undirbún- ingur stórvirkjunar tengzt því máli, þar eð aluminiumverk- smiðja krefst mikillar raforku, enda líkurnar á að fá hér reista slíka verksmiðju háðar aðstöðu okkar til að bjóða raforku á við- unandi verði. Allar tæknilegar athuganir í sambandi við virkj- unarmálin hafa verið fram- kvæmdar af raforkumálaskrif- stofunni og erlendu ráðgjafafyr- irtæki hennar. Eftir að kísilgúrvinnslan við Mývatn var komin á það stig, að hefja þurfti athuganir á stofnun fyrirtækis um kísilgúr- framleiðsluna, var stóriðju- nefnd einnig falið að annast undirbúning þess máls, sem nú er komið á lokastig og ráðgert, að verksmiðja verði reist á næsta ári. Þetta eru aðalmálin, sem unn- ið hefir verið að í stóriðj unefnd til þessa. Er þar enda um ærin viðfangsefni að ræða. Fleira hefir þó að nokkru leyti komið td kasta nefndarinnar, svo sem bygging olíuhreinsunarstöðvar, sem virðist þjóðhagslega mjög hagstætt fyrirtæki. Meginvanda málið þar eru olíuviðskiptin við Sovétríkin. Einstök atriði í sambandi við uPpbyggingu fyrirtækja þessara verða ekki gerð að umtalsefni, enda allt, sem tímabært er að upplýsa í því efni þegar þekkt af blaðaskrifum. t AÐILD ERLENDS FJÁR- MAGNS. | íslendingar hafa sjaldnast ver ið hikandi við erlendar lántökur ekki einu sinni þeir, sem telja erlent fjármagn hinn mesta óvinafögnuð. Hins vegar hefir aðild erlends einkafjármagns jafnan verið þjóðinni þyrnir í apga. Ber sízt að lasta varfærni á því sviði, enda hægt að benda á mörg raunaleg dæmi úr sögu ýmissa þjóða, en við megum þó ekki láta tilfinningarnar bera r* (Framhald á blaðsíðu 5). Li ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.