Íslendingur


Íslendingur - 25.09.1964, Qupperneq 2

Íslendingur - 25.09.1964, Qupperneq 2
- „ÉG KUNNI BETUR VIÐ GAMLA LAGIÐ41 kj....... á mér, hvað þá fyrir tóbaki og brennivíni, ef ég ætl- aði að búa eins og tíðkaðist fyrir 50 árum. Því miður. (Framhald af blaðsíðu 1) TAÐA borin í trogum. — Og hvað svo með heyskap- inn sumarið 1918? — O, þetta var enginn hey- skapur, lagsi. Mátti segja, að töðuna yrði að bera í trogum í tóttina, því að sallinn hélzt ekki í böndum. Þar sem ég var þá, fengust 68 hestar af 12 dagslátt- um, sem í meðalári gáfu 100 til 120 hesta. Og útheyskapur var eitthvað ámóta. Það var farið upp um allt fjall til að slá, þar sem ekki hafði verið borinn ljár í gras árum saman. Ég var einu sinni að slætti með gömlum manni þar, og sagði hann það 40 ára sinu, er við vorum að rubba upp. Hann var minnugur, karlinn. Og svo má nærri geta, hvernig slíkt fóður var til gjaf- ar að vetrinum. En einhvern- veginn ázt þetta, enda þýddi hvorki fyrir sauðkind né mann- kind á þeim árum að fúlsa við því, sem fram var borið eins og ungviðið í dag. Það var þó að vísu hægt að fá nógan ís á þess- um árum. Það var bara ekki rjómaís. DÝRIR KAUPAMENN. — Og svo komu kreppuárin? — Já, biddu fyrir þér, lagsi. Þau voru ekki barnanna bezt. Ég lenti í kaupavinnu á ágætu heimili í miðri kreppunni. Hafði 35 krónur í kaup á viku og .„allt frítt“ að auki, svq sem kallað er. En það hrukku varla 4 haustdilkar fyrir vikukaup- inu mínu þá, nema þeir væru í vænna lagi. Við vorum 3 kaupa- mennirnir. Það varð að skera oní okkur um haustið nokkuð á annað hundrað dilka til að borga okkur, auk þess sem við höfðum étið nokkra um sumar- ið. Og þá þótti það gott bú í sveit, sem lagði inn á annað hundrað dilka. Hvernig held- urðu að þessu yrði tekið í dag? Ætli það yrði ekki farið í mál við ríkisstjórnina og jafnvel al- mættið? Ég hef lúmskan grun um það. SELDU MOLD OG GRJÓT. — Svo er það seinna heims- stríðið. Breyttust ekki búskap- arhættir á þeim árum? — Ja, búskaparhættir breytt- ust ekki verulega fyrr en eftir stríðið, er vélvæðingin hófst. En markaður fyrir búnaðaraf- urðir tók snöggum stakkaskipt- um með viðskiptum við herinn, og kaupgjald og afurðaverð hækkaði. Marga bændur, sem áður höfðu verið dauðanum of- urseldir efnalega rétti við á skömmum tíma. Herinn vildi allt liaupa. Þeir seldu hernum mold og grjót úr landi jarðar- innar. Sumir borguðu allar skuldir upp á slíkri jarðvegssölu og lögðu fyrir. Aðrir fcru í svo- nefnda Bretavinnu og mokuðu upp morði fjár. Sagan af feðg- unum fyrir sunnan, er báðir fóru í bretavinnu er all-fræg. Annarhvor þeirra feðga varð að fara heim og hugsa um búið, því að það var andsk...ekki hægt að fá nokkra manneskju! En þessi uppgripaatvinna hafði sínar dökku hliðar. Eftirlit með vinnunni var nánast ekkert. Unglingar vöndust á að stjálka um með hamar í hendi eða múr- skeið frá morgni til kvölds án þess að beita verkfærinu. Þá •upphófust hin alþekktu „vinnu- svik,“ sem vart voru þekkt áð- ur. Ég veit ekki, hvort tekizt hefur að vinna bug á þeim til fulls. En Bretavinnan var eng- inn vinnuskóli fyrir unglinga í harðbýlu landi, þar sem óhjá- kvæmilegt er að taka til hönd- unum, ef maður á að lifa. ÞRIFNAÐI ABÓTAVANT. — Og svo er það vélvæðing- in? Finnst þér ekki munur að sjá vinnubrögðin í sveitinni í dag og fyrir 40 árum? — Jú, jú, það er mikill mun- ur. Afköstin eru ekki saman berandi. En ég veit ekki, hvort allt er fengið með þeim. Ég mundi kjósa gamla lagið, ef ég færi að þúa. Dengja minn ljá og bera niður í hlaðvarpanum, þeg- ar einhver loðna væri komin í hann. Tinda svo hrífuna og snúa með kerlingunni og ki'ökkunum, þegar þornar af strái. Og raka dreifina, þegar tekið er saman. Már finnst voðalegt að sjá hey- flyksurnar hvarvetna liggjandi gulnaðar á túnunum allt haust- ið og veturinn, unz vindurinn sér fyrir þeim. Þetta er sóða- skapur. Ég man, er ég fór með hrífustertinn á árunum allan heybandsveginn af engjunum og rakaði það, sem slæddist, upp í poka. Það var þrifnaður. Nú má enginn vera að því að vera þrifinn að mér skilst. Þá fer hann á hausinn. Og hirðingin á verkfærunum, maður lifandi! Varla var hrífa sett í vetrar- geymslu fyrr en búið var að endurnýja í henni brotinn brún spónstind. En tugþúsundavél- arnar í dag liggja úti um hvipp- inn og hvappinn víða og ryðfalla í slagviðrum. Þó eru ágætar undantekningar frá þessu, og sumsstaðar svo vel um gengið á bújörðum að nálgast það sem við vöndumst í upphafi aldar- innar, þegar húsfreyjan sópaði hlaðið svo, að á því sást ekki puntstrá né hænsnafjöður. — En því að tala um þetta? Ég mundi ekki vinna fyrir mat í FÓLKIÐ VERSNAR EKKI. — En svo við snúum okkur að öðru: Finnst þér fólkið og þá einkum unglingarnir hafa breytzt til hins verra? — Asskotakornið. Fólk er enn gott inn við beinið almennt og vill láta gott af sér leiða. Það myndar samtök til hjálpar í neyð, flugbjörgunarsveitir, æða- stíflufélög, styrktarfélög vangef- inna, barnaverndarfélög, fanga- hjálp, æskulýðsfélög, neytenda- samtök o. s. frv. Nei, nei, ég held að fólkið sé bara að skána, ef nokkuð er. Það er kannske meira gefið út af ávísunum, sem ekki er innstæða fyrir heldur en á fyrri stríðsárunum, en ég held að þá hafi þessi ávísana- hefti ekki verið til. Svo er eitt- hvað um skattsvik. En voru ekki prestar, prelátar og hrepp- stjórar sakaðir um tíundarsvik fyrir 100 árum? Jú, jú, svikin eru ekki úr sögunni, en óvíst að þau hafi ágerzt. Og svo þetta með krakkana. Ég þekkti leið- inda-prakkara á hafísaárunum, sem voru að hræða fólk með því að leika drauga. Þeir mölvuðu þá ekki niður sumarbústaði af því að þeir voru ekki til. Og þeir fóru ekki að drekka brenni- vín fyrr en þeir urðu fullorðnir, enda vont að ná í það á þeim árum. En unglingarnir í dag eru margir ágætir. Þeir hafa bara of mikla peninga, og vita ekki, hvað þeir eiga að gera við þá. Það er meinið. Og það er ótta- lega vitlaust af mæðrum að senda 7 ára gamalt barn með 500-króna seðil út í búð og segja því að kaupa „eitthvað“ í mat- inn. Hún megi ekki vera að því að hugsa um það. En svo þegar sjónvarpið kemur, situr öll fjölskyldan inni og horfir og hlustar, líkt og á kvöldvökunum í gamla daga, þagar Andarímur voru kveðnar og guðspjall dags- ins lesið á eftir. Þetta á allt eft- ir að batna. HÚMORLAUS FLOKKUR. — Hvað um heimspólitíkina? — í öllum bænum, spurðu mig ekki éftir henni. Það held ég sé vitlausasta pólitík sem um getur. Kommúnistar þykja mér leiðinlegir. Kannske ekkert verri en sjóræningjar sögunnar, sem virðast hafa átt margt gott til, en þeir eru húmorlausir og þreytandi. — En hvað segir þú um Gold- water? Já, hann. Það er nú bara bandarískur Framsóknarmaður. Og þar með var spjalli okkar lokið að þessu sinni. Kannske gefst síðar tækifæri til að hitta sama mann að máli, ef honum endist aldur til. J. - Á HRAUNSRÉTT í AÐALDAL (Framhald af blaðsíðu 8). Jóhann að lokum og heldur á- fram að draga í dilk sinn. Klukkan er um 12 og langt komið að draga. Fólkið er orðið fleira í réttinni en féð. Einn og einn réttarpeli sézt á lofti. Ungu mennirnir búa sig und ir ballið á Hólmavaði, en gömlu mönnunum hlýnar fyrir brjósti um stund. Á leið minni frá réttinni út að bílnum verð ég samferða Jóni bónda á Laxamýri. — Hvernig lízt þér á, segi ég við Jón? — Þetta er allt snarvitlaust, góði. Þeir sjá ekkert nema belju rassana og allt fyllist af mjólkur afurðum, sem vantar markað fyrir, en eftirspurn eftir sauð- fj.árafurðum eykst stöðugt. Fjár búskap hefi ég predikað og mun gera um sinn. Þetta mælti hinn mæti maður, Jón H. Þorbergsson. Máske sér hann vonir sínar um eflingu sauðfjárbúskapar rætast. Því ekki það? Þá mun Hraunsrétt endurheimta sína fornu frægð. Joðge. - Halldór Halldórsson (Framhald af blaðsíðu 5). ■eyrarkirkju að viðstöddu fjöl- menni, og um kvöldið var minn- ingarsamkoma í sal Hjálpræðis- hersins, og þar voru margir komnir til að minnast og þakka. Ég bið Guð að blessa og styrkja konuna hans og alla 'ást- vini hans. Svo vil ég þakka Hall- dóri innilega fyrir allt, sem hann hefur verið mér og mínum. Guðs hermaður er kominn heim, Halldór var reiðubúinn að fara. Við blessum minningu hans. Félagi. ÍSLENDINGUR fæst í Hreyfilsbúð- inni við Kalkofns- veg, Reykjavík. D Ö M U R ! STRETCH-BUXUR verð írá kr. 619.00 Dökkar NYLON SKYRTUBLÚSSUR Leður og rúskinns- HLIÐARTÖSKUR HÖFUÐKLÚTAR og TREFLAR í glæsilegum litum. Verzl. ÁSBYRGI Sr. Hugli Martin, sem predikar í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag, er sóknarprestur í Skot- landi, en hefur haft brauða- skipti í sumar við sr. Robert Jack sóknarprest að Tjörn á Vatnsnesi um 3ja mánaða skeið. Hefur hann predikað í nokkrum kirkjum utan presta kallsins, en hann er vel tal- andi á íslenzku. Kona hans og sonur eru hér í fylgd meS honum. - „Þór44 eignast . . . (Framhald af blaðsíðu 1) ur Helgason, formaður, Jón F. Hallgrímsson ritari, Herbert Jónsson gjaldkeri, Páll Stefáns son varaformaður og Víkingur Björnsson spjaldskrárritari. For menn deilda eru: Páll Magnús- son f. knattspyrnudeild, Ævar Jónsson körfuknattleiksdeild, Gunnar Jakobsson handknatt- leiksdeild, Þórarinn B. Jónsson. skíðadeild og Reynir Hjartarsoa frjálsíþróttadeild. Félagar eru nú um 400 að> tölu, og er Þór því fjölmennasta íþróttafélag í bænum. ÚTLENT KEX Höfum á boðstólum um 30 tegundir af ensku og dönsku KEXI. Margar nýjar tegundir. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. SKOTFÆRI: j RIFEILSKOT: Short, long, long rifle HAGLASKOT, no. 12: Tiger og Bellot. Haglastærð: 1, 3, 4. HAGLASKOT, no. 16. N imrod. Haglastærð: 1 og 2. VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. úr vönduðu teygjuefni. Lækkað verð. TERYLENE-PILS, útsniðin SKYRTUBLÚSSUR, perlon, á 6—14 ára ÚLPUR á 4-10 ára PILSEFNI í úrvali MARKAÐURINN Stmi1261 ÍSLENDINGUi;

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.