Íslendingur


Íslendingur - 25.09.1964, Síða 4

Íslendingur - 25.09.1964, Síða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern föstudag. — útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri og ábyrgðar- maður: JAKOB ó. PÉTURSSON, Fjólugötu I, sími 1375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 2201. Skrifstofa og afgreiðsla i Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Simi 1354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Biörnssonar h.f., Akureyri. Eigum við að lengja skólatímann? UNDANFARIÐ hefir nokkuð verið deilt um í blöðum og á málþingum, hvort stefna bæri að lengingu skólaársins hér á landi, en sumstaðar hefir hann þegar komið til fram- kvæmda, a. m. k. í Reykjavík. Um þetta atriði eru mjög skiptar skoðanir. Ætla má, að meiri hluti þjóðarinnar sé því andvígur, að klipið sé af hinu stutta sumri, sem íslenzk börn eiga völ á, og eftir lengingu námstímans sé nægilegt að halda þeim innan skólaveggja í 8—9 mánuði ársins. Einhver hefir borið fram þau rok, að nú væru orðnir svo stórir gluggar á skólahúsum, að börnin nytu sólarinnar jafnvel inni og úti En flestir munu þekkja það, að við innivinnu getur sólin verið óþægileg, þegar hún skín á vinnuborðið og verkefnið, þótt skin hennar sé eftirsóknarvert úti undir berum himni. Félag gagnfræðaskólakennaia í Reykjavík hefir tekið mál þetta fyrir á fundi og sent fræðslumálastjórninni ályktun í því, þar sem lýst er andstöðu við lengingu skólaársins, og má þó segja, að lenging skédaárs í höfuðborginni sé réttlætan- legri en utan hennar. I álitsgerðinni segir m. a., að fram til þessa hafi íslenzkum unglingum Verið talin það heilsufarsleg nauðsyn að njóta útiveru skamms sumars eftir skólasetu á löngum vetri, og að sá námsleiði, sem vart verður hjá mörgum hinna námsskyldu unglinga, myndi tæplega minnka við lengingu skólaársins. (Þá segir orðrétt í álitsgerðinni: „Undanfarna áratugi hefir hér verið næg atvinna á sumr- um fyrir alla, sem vinna vilja. Svo er enn, og vonandi verður ekki breyting á því um langan aldur. Þetta hefir þýtt, að sum artekjur skólaæskunnar hafa orðið henni drjúgar í pyngju, enda hefir stór hluti námsmanna getað unnið fyrir sér með þessum hætti þegar á unga aldri. Ef þessi aflatími náms- manna er styttur, minnka að sjálfsögðu möguleikar hans á að verða frjáls og óháður í námi sínu, og jafnframt er stuðl- að að því, að lærdómur sé munaður þeirra ungmenna, sem eiga efnaða að“. Þá segir í álitsgerðinni í framhaldi af framansögðu, að „sumarvinna íslenzkrar skólaæsku við hin ýmsu framleiðslu störf til lands og sjávar hefir haft það í för með sér, að þekk- ing þessarar æsku á störfum og kjörum þjóðar sinnar á sér enga hliðstæðu í þeim löndum, sem okkur er tamast að miða við. Hið félagslega gildi þessa atriðis er ómetanlegt, enda hefir það hamlað á árangursríkan hátt gegn skiptingu.þjóð- arinnar í hástéttir og lágstéttir. — Sé það ætlunin að lengja árlega skólavist allra nemenda allt að stiidentsprófi, má ætla að atvinnuvegum landsmanna yrði jrað nokkur skellur að missa e. t. v. fjórðung sumarvinnu þessa hóps“. í lok álitsgerðarinnar er bent á, að lenging skólaárs myndi hafa í för með sér stóraukin útgjöld hins opinbera, sem bet- ur yrði varið til endurbóta í framkvæmd unglingafræðslunn ar. I áliti gagnfræðaskólakennaranna gegn lengingu skólaárs- ins.koma fram a. m. k. þrjár eftirtektarverðar röksemdir: 1. Börnum og unglingum er nauðsynlegt að njóta hins stutta íslenzka sumars við útistörf og útivist. 2. Fátækir námsmenn, sem með vinnu sinni hafa sjálfir borið kostnaðinn af námi sínu, veiða annaðhvort að leita aðstoðar annarra eða hætta því. 3. Atvinnuvegum þjóðarinnar (og heimilum ungling- anna) myndi verða nokkur hnekkir af að missa vinnu þeirra við lengdan skólatíma. Allt eru þetta rök, scm yfirstjórn fræðslumálanna verður að taka tillit til, áður en hrapað er að lengingu skólaársins hér á landi. - NÝR NÁMSSTJÖRI (Framhald af blaðsíðu 1). byrja að heimsækja þá skóla upp úr mánaðamótunum, sem þá hafa tekið til starfa, en all- víða í umdæminu hefjast þeir ekki fyrr en kemur nokkuð fram í október. — Hvernig segir þér svo hug ur um starfið? — Ég hugsa gott til þess, þótt ég eigi eftir að kynnast því að sjálfsögðu. Þetta er nokkuð ann að en venjuleg barnakennsla. Að verulegu leyti viðræður við kennara og skólanefndir um skipulag og kennslutilhögun. J. - SURTSEYJARFERÐ (Framhald af blaðsíðu 1). — Já, sérstaklega var meir um skipulagðar ferðir 10—15 manna hópa. Ég tel einnig, að okkur vanti betri skipulagningu á ferðamálum hér fyrir norðan. Eins og ferðaskrifstofurnar brydduðu á sl. sumar verður að stofna til reglubundinna kynnis- ferða hér um nágrennið með góðum leiðsögumönnum. Slíkar ferðir voru farnar nú í sumar bæði í Höfðahverfi, í Múlann og Eyjafjörð og þóttu takast vel. Einnig verður að stofna til ferða mannaviku hér á Akureyri í lok ferðamannatímabilsins. Til henn ar yrði að vanda eins vel og kostur væri á og bær, ferða- skrifstofur og ýmis félagssam- tök að taka höndum saman til þess að gera vikuna sem fjöl- breytilegasta og skemmtileg- asta. ánsson, minntist í upphafi á- varpsins tveggja nýlátinna borg ara bæjarins, Helga Pálssonar, kaupmanns og Þóris Jónssonar málarameistara. Síðan skýrði hann frá því, að tveim lóðum væru að þessu sinni veitt verð- laun: Lóðinni við Ásabyggð 3, eigendur frú Lísbet og Jóhann Malmquist, — og lóðinni við Byggðaveg 132, eigendur frú Anna Hallgrímsdóttir og Ingólf ur Árnason. Verðlaunin voru gömul mynd af Akureyri. Þá var útibúi Landsbankans á Ak- ureyri veitt sérstök viðurkenn- ing fyrir fegrun og góðan frá- gang á lóð bankans við Strand- götu 1, og veitti Jón G. Sólnes bankastjóri viðurkenningunni viðtöku. Ávarpaði hann um leið Fegrunarfélagið og stjórn þess og þakkaði störf félagsins, sem hann kvað hafa borið góðan ár- angur til fegrunar og snyrting ar í bænum almennt. LEIÐRÉTTING Ranghermt var það í síðasta blaði, að forsetafrúin, Dóra heit in Þórhallsdóttir, hefði verið fædd að Laufási við Eyjafjörð. Hún var fædd í Laufási í Reykjavík 23. febrúar 1893. Hjálparbeiðni GÓÐIR Akureyringar og aðrir lesendur þessara orða, til ykkar er leitað eftir hjálp. Að Einholti 6 E Akureyri búa ung hjón Guðmundur Ingvi Gestsson og Júlíana Tryggvadóttir. Þau eiga tvö lítil börn, Tryggva fæddan 4. febrúar 1963 og Ragnheiði fædda 2. febrú- ar 1964. Bæði börnin urðu alblind nokkrum mánuðum eftir fæðingu. Þrisvar hefir verið farið með Tryggva til skurðað- gerðar og einu sinni með Ragnheiði, og sem betur fer virð- ast þessar aðgerðir hafa borið nokkurn árangur. En þó er sýnt að börnin þarfnast miklu meiri læknisaðgerðar, og vegna örra framfara læknavísindanna standa vonir til þess, að þau fái fullan bata. En það verður áreiðanlega mjög kostn aðarsamt. Foreldrarnir vilja öllu fóma, en hafa ekki annað en hluta í húseign, sem þau hafa komið sér upp með miklum dugn- aði. En það athvarf mega börnin ekki missa. Þessvegna leit- um við eftir hjálp. ítalskur munkur, sem fórnaði starfskröftum sínum fyrir ungmenni, er fengið höfðu örkuml í síðustu heimstyrjöld, gaf tveimur blindum unglingum augu sín við lát sitt. Læknar gátu grætt heilar himnur úr þeim í hin blindu augu og ung- mennin urðu sjáandi. Nú gefst þér, sem lest þessar línur, tækifæri til þess að leggja því lið, að tvö systkin fái sjónina og þurfi eigi að ganga um í ytra myrkri. Við treystum því, að þú bregðist vel við eins og svo oft áður þegar eftir hjálp var leitað. Blöðin á Akureyri munu fúslega taka á móti samskotum og einnig undirritaðir. Guð biðjum við svo að blessa glaðan gjafara. Sóknarprestamir Akureyri ---- .... 'j Verðlaunagarðamir. Að ofan garðurinn við Ásabyggð, að neðan garðurinn við Byggðaveg. Ljósin: K. Iljaltason. Verðlaun veiií íyrir fagra gari ÞANN 27. f; m. boðaði stjórn Fegrunarfélags Akureyrar til kaffiboðs í tilefni af því, að út- hluta skyldi hinum árlegu verð- launum þess fyrir fagra garða og lóðir, en þriggja manna nefnd (Árni Jónsson, Helgi Steinarr og Jón Rögnvaldsson) höfðu áður farið um bæinn og gert tillögur um veitingu verð- launa og viðurkenninga. Formaður félagsins, Jón Krist Er blaðið átti tal við Jón Kristjánsson um hirðingu garða á þessu sumri, kvað hann hana ekki hafa verið nægilega góða, þótt margir garðar væru vel hirt ir og hin mesta prýði að fyrir bæinn, og það væri ánægjuefni, hve margir nýbyggjendur legðu nú áherzlu á að ganga frá lóðum sínum, þótt byggingu á þeim væri ekki að fullu lokið. ÍSLENDINGUH

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.