Íslendingur


Íslendingur - 25.09.1964, Page 5

Íslendingur - 25.09.1964, Page 5
aiiaoTsson söðlasmiður Fæddur 9. okt. 1878 - Dáinn 2. sept. 1964 NOKKUR MINNÍNGARPRÐ 5 ÞAD er að mörgu leyti ánægju legt að hafa átt þess kost að fylgjast með vexti og viðgangi Akureyrarbæjar undanfarna 5— 6 áratugi. Bærinn var við upp- haf aldarinnar næsta fámennur með fáskrúðugu átvinnulífi, en nú er þessi höfuðstaður okkar Norðlendinga orðinn stór í snið- um og atvinnulíf hans fjölþætt. Hér er t.d. starfandi fjölmenn og ötul iðnaðarmannastétt, sem nýverið minntist 60 ára afmælis félagssamtaka stéttarinnar, með miklum myndarbrag. Reyndar verður maður þess all-oft var, að erfitt er að fá okkar góðu iðnaðarmenn til smávika. Þeir eru bundnir við stærri verkefni, sem greidd eru samkvæmt uppmælingu eða eft ir háum kauptaxta, sem hækk ar verulega fyrir eftirvinnu og jafnvel tvöfaldast fyrir nætur- vinnu. Þetta er nýi tíminn mót aður af kröfum og hugsunar- hætti nútímans. í sambandi við þetta verður okkur, gömlu mönnunum, oft hugsað til iðnaðarmanna þeirra sem við áttum samskipti við á ái'um áður, mannanna, sem hafa verið að hverfa frá störfum jarð lífsins, sumir á undangengnum árum og sumir af þeim síðustu úr hópnum nú á yfirstandandi ári. Það er tiltölulega stutt síðan hér á landi var nær einvörð- ungu bændaþjóð, sem margoft átti við kröpp kjör að búa. Fólk ið var velhugsandi og samheldni og samhjálp voru þess aðals- merki. Því til sönnunar er gott að minnast þess, að oft kom það fyrir, ef einyrkjabóndi veikt ist um sláttinn, að nágrannarnir fóru, eftir langan vinnudag heima, og slógu túnið fyrir sjúk linginn og var þá ekki verið að hugsa um eftirvinnu eða nætur vinnukaup, heldur látin nægja meðvitundin um að hafa innt af hendi gott verk, sem gaf ná- grannanum möguleika til að halda áfram búskap sínum sem sjálfstæður bóndi. Ur slíku umhverfi og uppald ir við þennan hugsunarhátt komu flestir gömlu iðnaðar- mennirnir. Þeir lærðu hin ýmsu fög og urðu síðan sjálfstæðir iðn rekendur. Við minnumst þess með aðdáun, hve vel þeir brugð ust við kvabbi fólksins, þótt um smáræði væri að tala, og þó þeir að sjálfsögðu yrðu að sjá sér og heimilinu vel farborða, þá var það mjög áberandi, að þeir hugsuðu ekki eingöngu um sinn eigin hag, heldur lögðu sig fram, til að gera verkin sem hagkvæmust og ódýrust fyrir viðskiptavinina, og margoft var vinnutíminn langur og ekkert reiknað með eftirvinnu. Þannig var hugsunarháttur frumherj- anna. Þeir voru sjálfum sér og bæ sínum til sóma ekki síður en hin fjölmenna, velgerða iðn aðarmannastétt bæjarins nú til dags. Margar ánægjulegar endur- minningar um hagkvæm sam- skipti við hina gömlu, gengnu iðnaðarmenn sækja á hugann, er ég minnist þess að einn af þeim síðustu er nýlega horfinn sjónum okkar mannanna, vipur minn Halldór Halldórsson, söðla smiður, sem andaðist hinn 2. september sl. Hann leið út af í vinnustofu sinni, þar sem hann var að ljúka smáverki, sem hann hafði verið búinn að lofa að framkvæma. Skyldurækni og trúmennska höfðu verið föru nautar hans á langri ævi og fylgdu honum enn á dánardægr inu, niður í vinnustofuna,’ þar sem hann sjúkur eyddi síðustu kröftunum til þess að reyna að standa við gefið loforð. Halldór söðlasmiður, eins og hann var almennt nefndur, var fæddur að Urðum í Svaffaðar dal hinn 9. október árið 1878, og var hann því fullra 85 ára, er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Oddsdóttir Og Halldór Jónsson, bæði af Tungufellsætt. Ekki naut hann móðurumhyggju nema skamma stund, því 6 ára gamall missti hann móður sína. Næstu árin var hann með föður sínum, en fór strax að vinna fyrir sér, er kraftar leyfðu, ýmist við sveitar störf eða sjóróðra. Nám sitt í söðlasmíði hóf hann 19 ára að aldri hjá Jóni Borgfjörð söðla- smið á Akureyri. Að loknu 4 ára námi óskaði Halldór að hefja sjálfstæðan atvinnurekst- ur og með hjálp góðra manna, sem treystu hinum dugmikla unga manni, byggði hann húsið Strandgata 15 árið 1904, en í kjallara hússins útbjó hann sér vinnustofu, og í henni starfaði hann til dauðadags. Á þessum árum og enn um skeið var hesturinn „þarfasti þjónninn“ og var því oft mikið að gera fyrir söðlasmið, en það sakaði ekki, því Halldór var með afbrigðum vinnuglaður og af- kastaði því ótrúlega miklu. Hjá honum lærðu líka söðlasmíði ýmsir yngri menn, ýmist til fullnustu eða dvöldu hjá honum tíma og tíma. Dáðu þeir allir læriföðurinn fyrir góða kennslu og ljúfmennsku í einu og öllu. Ekki voru það ætíð viðskipta menn, sem sátu inni í vinnustof unni hjá Halldóri, og var ég einn af þeim mörgu, sem brugðu sér, án erindis, inn í vinnustof una bæði til að njóta ylsins frá ofninum og hjartahlýju húsbónd ans, sem ekki lét vinnu sína niður falla, þó gestir kæmu, en var ætíð ljúfur í lund og átti létt með að eiga fjörugar sam- ræður við aðkomumennina, sam hliða áframhaldandi starfi. Þeg ar maður sat inni hjá Halldóri bar það ekki ósjaldan við, að börn kæmu með bilaðan fót- bolta, skólatösku eða því um líkt. Var þá altítt, að hann legði frá sér stærri verkefni, til að sinna kvabbinu, sem oft var ekki greitt með öðru en þakk- lætisbrosi litlu borgaranna. Þannig var Halldór til hins síð- asta, trúr hugarfari gömlu sveita mannanna og reiðubúinn að leysa hvers manns vandræði, ef þess var nokkur kostur. Halldór söðlasmiður var ein- lægur trúmaður, og Biblían var hans daglegur ráðgjafi í stóru sem smáu. Hann tilheyrði nær því frá byrjun, Hjálpræðishers- deildinni, sem hér var stofnuð árið 1904 og var hann lengst af stoð og stytta deildarinnar og fylgdist með í starfinu til dánar dægurs. Hinn 30. október 1901 gekk Halldór að eiga heitmey sína, Rósfríði Guðmundsdóttur, sér- staka sæmdarkonu, greinda og hugljúfa á allan hátt. Lifir hún mann sinn í hárri elli eftir ná- lega 63ja ára sambúð, sem jafn an bar einkenni þess, sem bezt má fara í sambúð hjóna. Þau hjónin, Rósfríður og Halldór, eignuðust 4 börn, sem öll eru á lífi og virtir borgarar þessa bæjar. Börnin eru: María Lára, gift Kára Sigurjónssyni prent- ara, Stefán vélsmíðameistari, kvæntur Kristínu Eggertsdóttur, Ingibjörg gift Magnúsi Bjarna- syni skipaeftirlitsmanni og Guð rún, sem dvalið hefuj ógift hjá foreldrum sínufn og ánnast’ þau af stakri prýði, og enn dvelur hún hjá sjúkri móður sinni og mun svo verða, þar til kallið kemur og ekkjan hverfur til fundar við sinn látna lífsföru- naut. Hér að framan hefur verið lýst hug mínum til þessa látna vinar míns, en ég er þess full- viss, að á sama hátt minnist hans fjöldi samborgaranna, bæði þeir fullorðnu og eins skólabörnin, sem oft áttu leið inn í yinnustofu hans. Með Halldóri er horfinn af sjónarsviðinu einn af elztu hand verksmönnum þessa bæjar. Mað ur, sem öllum vildi gott gera og vai' til fyrirmyndar á svo mörgum sviðum. Blessuð sé minning hans. Jón Benedilttsson. EN HARMINUM EYDIR, það huggun oss lér, að heimkoman guðs-vinur dýrðleg þér er. Þessar Ijóðlínur komu í hug mér, þegar ég frétti, að hann Halldór, góði tryggi félagi okk- ar og vin'ur væri látinn, en Drottinn kallaði hann heim til sín, þar sem hann sat við vinnu sína á verkstæðinu að morgni þann 2. sept. sl. Og þá voru margir sem sögðu: Nú er Hall- dór farinn, hver á nú að gera við saumsprettuna á skólatösk- unni, setja hankann á, eða hver á að gera við þetta og hitt. Já, það voru margir og ekki hvað sízt börnin, sem áttu erindi til Halldórs, og alltaf var hann fús að bæta úr öllu, ef hann gat. Við vorum líka mörg, sem lit- um inn á verkstæðið, þó við Auknar suðurland . skrifar Ingólfur tryggmgar Jónsson ráð- herra grein þ. 12. þ. ni., þar sem hann rekur nokkuð endurbætur og aukn- ingu almannatrygginganna í tíð núverandi ríkisstjórnar. Bendir hann þar m. a. á, að fram til 1962 hafi landinu verið skipt í tvö verðlagssvæði, og 1. verð- lagssvæði hlotið verulega liærri bætur en 2. svæði (dreifbýlið). Nú hafi landið verið giört að einu verðlagssvæði, og því fái allir jafnar bætur, hvar sem þeir búi á landinu. Þá hafi hækk anir á eiliIifeyH verið mjög veru legar, t. d. hafi hjón á 2. verð- lagssvæði árið 1958 hlotið 13043 krónur en fái nú 43420 krónur, fjölskyldubætur með 4 börnum hafi 1958 verið 2863 kr. en séu nú 12 þús. krónur. Mpira W ÞÁ SEGIR ráð Ilieil a leilg- herrann: „Það •X i, hefir oft verið ið en latið skrifað um, að fjármagnið leiti til þéttbýlisins og nauðsyn beri til að tryggja jafnvægi í byggð landsins eins og það hefir verið orðað. Með hinum stórauknu bótum almannatrygginganna hefir vissulega verið flutt fjármagn úr þéttbýlinu út um byggðir Iandsins. Þannig er það, að framlag sveitarfélaga í einni sýslu hefir verið áætlað á árinu 1964 kr. 935.000,00 en bætur lífeyris- trygginga í sömu sýslu eru áætlaðar á árinu um 6 millj. krónur. Á árinu 1958 greiddi ríkissjóð ur til almannatrygginganna að- eins kr. 49.1 millj. en á fjárlög- um ársins 1964 er framlag ríkis- sjóðs áætlað kr 432.7 milljónir“. Þessar tölur tala vissulega sínu máli og hrekja vægðarlaust allt rugl stjómarandstöðunnar um versnandi viðurgeming við þá er minnst mega sín í þjóð- félaginu. Enginn f SÍÐASTA fsl. var bent á, „l að Dagur hefði SOkllllðlir verið með nöld- ur út af skorti á fréttum af síðasta Iðnþingi, en mætti þar varlega tala, þar sem fSIJENDINGUR ættum ekki erindi, og þangað var alltaf gott að koma, þar fann maður yl bæði fyrir lík- ama og sál, en ef til vill hafa færri vitað, að litla verkstæðið var vígt bæn og lestri Guðsorðs hvern einasta dag, þar voru málefnin lögð fram fyrir Guð. Hallaór fór eftir orðinu sem segir: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Og hann fékk að reyna sannleik þessara orða. HaUdór var mikill gæfumað- ur í lífinu, hann átti góða konu, sem hann fékk að búa með í ástríku hjónabandi í meir en 60 ár, eða þar til dauðinn aðskilur þau nú um stund. Þau eignuð- ust 4 góð og myndarleg börn, sem öll eru á lífi. En hans mesta gæfa var það, að hann sem ung- ur maður kom á Drottins fund og hlaut hjálpræði, en um þetta vitnaði Halldór oft. Akureyri hefur misst mætan borgara, með honum er horfinn eini söðlasmiðurinn hér í bæn- um, sem margir munu sakna. Hjálpræðisherinn á Akureyri hefur misst svo óendanlega mik- ið, en í Hernum hefur Halldór starfað af trúmennsku í 59 ár, og allt til hins síðasta var hann á samkomunum, þótt oft sjúkur væri. Hann var alltaf boðinn og búinn til starfs, bæði úti og inni, og margar voru þær ferðir, sem hann fór hér áður fyrr, bæði á hestum og gangandi til að boða fagnaðarerindið og bera út kristileg blöð og bækur. Fyrir þetta allt vill Hjálpræðisherinn þakka honum, og við þökkum Guði, sem gaf okkur Halldór, vitandi að Hann gefur launin. Halldór tók daginn snemma og í mörg ár hafði hann þann sið að fara í langa göngu á hverj um morgni milli kl. 6 og 7 áður en hann byrjaði á verkstæðinu. Gekk hann þá út fyrir bæinn, suður og upp fyrir gömlu Gler- árrafstöðina. Þessar göngur voru styrkjandi fyrir líkamann, en þær voru líka styrkjandi fyrir sálina, því þarna úti í kyrrð náttúx-unnar hafði hann bæna- stund við stóran stein, sem þar er. Halldór var ættaður úr Svax'f- aðardal, og þótt hann færi það- an ungur, var hann bundinn sveitinni sinni þeim tryggðar- böndum, sem aldrei rofnuðu. Utför hans fór fram frá Akui’- (Framh. á bls. 2) hann eirni bæjarblaða hefði ekki sent fulltrúa á setningu þings- ins né þingfundi. Ritstjórinn ber við fjarveru sinni og telur, að í athugasemd Isl. felist söknuður yfir fjarveru ritstjóra Dags. Þetta er mesti misskilningur. Það hefir oftar komið fyrir, að ritstj. Dags hefir ekki mætt í blaðamannaboðum, en enginn stéttarbræðra hans látið í Ijós söknuð yfir, þótt þeim, er til boðsins efndu, liafi ekki Iíkað sem bezt. Og svo telj- um við E. D. starfskröftum bú- inn, að hann hefði getað látið einlivern undirmanna sinna mæta á Iðnþinginu, sem að lík- indum hefði komið að jafngóðu haldi um fréttaöflun. (Eða „Ein- hvern Einhversson“).

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.