Íslendingur


Íslendingur - 25.09.1964, Síða 8

Íslendingur - 25.09.1964, Síða 8
Myndin er tekin af því, er strengjasteypubitarnir voru fluttir til Dalvíkur í nýja íþróttahúsið. Hver biti er 24 m langur og vegur niilli 11 og 12 tonn. — 63 5 mm vírar eru í hverjum bita og áður en steypunni hellt á þá, voru víramir strengdir með 2,5 tonna krafti á hvern vír. Síðan var steypan hituð með því að hleypa rafstraum á vírana og þannig flýtt fyrir hörðnun steypunnar. Bitinn er síðan tekin úr mótunum eftir einn og hálfan til tvo sólarhringa. (Ljósm. M. Ág.) Sfrengjasteypan styttir byggingarfímann Aukið burðarþol einn höfuðkosta hennar STRENGJASTEYPAN H.F. er eitt hinna nýju fyrirtækja, sem hér hefur risið upp undanfarin ár. Fréttamaður íslendings átti fyrir skömmu tal við forráðamenn þess, Hólmstein Egilsson og Magnús Ágústsson verkfræðing og létu þeir þess m. a. getið, að einn af hinum stóru kostum strengjasteypunnar væri sá, hve mjög hún stytti byggingartímann. Þannig tók ekki nema einn og hálfan mánuð að koma viðbótarbyggingunni við skinnaverksmiðjuna Iðunni undir þak, frá bví ákveðið var að ráðast í hana. MEIRA BURÐARÞOL. — í hverju eru kostir strengjasteypu fólgnir? — Þeir ei'U fyrst og fremst fólgnir í meira burðarþoli en önnur steypa hefur. Þess vegna er hún einkar hentug í stórum byggingum, þar sem burðarsúl- ur eru til óhagræðis, eins og í iðnaðarbyggingum ýmiss konar. — Hvenær hófuð þið starf- rækslu Strengjasteypunnar? — Við byrjuðum að byggja verksmiðjuna í maí 1962 og hófst framleiðsla í ágústmánuði það sama ár. Fyrsta húsið, sem strengjasteypan var notuð í, var bifreiðaverkstæðið Baugur. — Til hvers er strengjasteyp- an aðallega notuð? , — í súlur og bita en einnig í gólf og þakplötur. Við höfum þó aðeins byggt eitt hús, sem eingöngu er úr henni, en það er Ógætir í Ólafsfirði Olafsfirði 23. september. HÉR hefir verið votviðrasamt haust og oft hvítnað af snjó nið ur í sjávarmál. Ekki mun alls- staðar búið að ná inn heyjum. Ógæftir eru miklar, en þegar á sjó gefur, reynist afli sæmileg ur, einkum af ýsu. Sigurpáll kom hingað í gær með 700—800 tunnur af síld. Fór á þriðja hundrað í frystingu en 215 í salt. Sildveiðibátarnir* eru að hætta, en þó munu tveir þeirra, Sæþór og Ólafur bekkur, þrauka enn. Slátrun sauðfjár hefst hér í dag. S. M. landbúnaðarbyggingin á Rangár völlum. Auk þess hefur verið steypt töluvert mikið af gólf- rimlum í lausagöngufjós eins og t. d. þar. BITARNIR VÓGU 12 TONN. — Þið hafið nú nýlokið að reisa þakið á íþróttahúsinu á Dalvík. Hvernig gekk það? — Langstærstu stykkin, sem við höfum átt við, voru bitarnir í því. Þeir voru fimm talsins, 24 m langir og vógu 11—12 tonn hver. Nauðsynlegt var að fá 18 m langan vagn frá Reykjavík til flutningsins og tókst hann SÍLD BERST TiL HÚSAVÍKUR Húsavík 24. sept. Tveir bátar komu hingað með síld í gær, Héðinn með 600 tunnur og Nátt- fari með 700 tunnur. Saltað var það sem hægt var. Allgóður afli er hjá linubát- unum, mest væn ýsa. ÞRJÚ SKIP KOMU TIL KROSSANESS Akureyri 24. sept. Þrjú skip komu til Krossanes í gær, Sig- urður Bjarnason með 750 mál, Loftur Baldvinsson með 898 mál og Bjarmi II. með 1162 mál. TOGARARNIR SLÉTTBAKUR landaði sl. mánudag 126 tonnum og Harð- bakur 117 tonnum á miðviku- dag. Svalbakur er væntanlegur n. k. mánudag. vel, þótt nokkrir erfiðleikar yrðu við brýrnar. Tveir kranar voru notaðir við að setja bitana upp. Það gekk mjög vel og vor- um við tvo daga að því. 50. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 25. SEPT. 1964 . 36. TBL. m HIN kunna „sex-mannanefnd“, er mest áhrif hefir á verðlag landbúnaðarafurða, hefir að und anförnu setið á fundum og að lokum náði samkomulagi um grundvallarverð á búvörum til bænda, en það hækkar um ca. 20% frá því sem það var ákveð ið sl. haust, en 11,7% frá því í marzbyrjun sl. Enn hefir í sam komulaginu verið reynt að brúa bilið á milli sauðfjárbúskapar og mjólkurframleiðslu, en þar hef ir um nokkur undanfarin ár dregið sundur með þessum bú- greinum. Auk þessa samkomu- lags hefir ríkisstjórnin gert sér staka samninga við fulltrúa bænda í sex-mannanefndinni um nokkrar lagfæringar á hlut þeirra, svo sem um lánakjör, bein framlög frá hinu opin- bera til vissra fjárfestingar fram kvæmda í landbúnaði og fjár- framlagi úr ríkissjóði til aðstoð ar þeim bændum, sem verst eru settir vegna lítilla búa og fjar- lægðar frá markaði. Endanlegt verð á landbúnað- arafurðum til neytenda var ekki ákveðið síðast er blaðið hafði spurnir af, en sennilega verða niðurgreiðslur á þessum vörum auknar svo, að ekki komi til verulegra verðhækkana til neyt enda. Á Hraunsrétt í Aðaldal MÁNUDAGINN 15. þ.m. lagði ég leið mína fram á Hraunsrétt í Aðaldal. Þar var verið að rétta eftir fyrstu göngur. Réttirnar hafa alla tíð haft sína sögu að segja, og þær draga til sín fólk úr öllum átt- um. Hefir nafn Hraunsréttar þar oft lagt ævintýrinu lið, og þess vegna er fjölmennt þangað ennþá. Réttin er staðsett skammt norðan Laxár gegnt Grenjaðar- stað, við bæinn Hraun, sem hún dregur nafn sitt af. Einnig er hún öll hlaðin úr hrauni, sem er mikið og fallegt verk. Að ahstan skýla henni háar hraun borgir, og staðurinn allur er ó- venjulegur, — fallegur. Nú er að leita uppi einhverja ráðamenn. Mér er þá bent á Kjartan bónda í Hrauni, sem réttarstjóra. Sný ég mér að honum og segi að mér sé tjáð að hann ráði hér ríkjum. Kjartan kímir og segir: — Ekki fer nú mikið fyrii' því. — En má ég forvitinn og líka fáfróður leggja fyrir þig nokkr- ar spurningar? — Já, gerðu svo vel, góði. FKA HKAUNSKETT’. á efri myndinni eru (frá v.) Jóhaua fjall- skilastjóri og jKristján réttarstjóri. Gef ég þá Kjartani orðið: — Hraunsrétt er um 150 ára gömul og tekur um 5 þúsund fjár, en dilkarnir eru nær því 40. Svo er hér norðan við grös ugur almenningur, sem tekur fjölda fjár. Eins og sjá má, er fátt fé á réttiniii núna, ekki yfir 4 þúsund. Fyrir 3 árum var hér 7 þúsund fjár. Þetta stafar ekki af fækkun fjár, heldur ber tvennt annað til. Eftir ágústhret ið leitaði fé niður, og var þá réttað hér um 5 — 6 hundruð fjár. Hitt er svo, að færri reka upp en áður, — meira fé er í heimahögum yfir sumarið. — Hvernig lízt þér á dilkana, spyr ég. — Ætli þeir reynist ekki í meðallagi vænir, — í öllu falli vænni en í fyrra. En ágústhretið má lesa á hornum þeirra. — Hverjir eru fjárflestir hér spyr ég ag lokum. — Klambraselsbúið er fjár- flest í hreppnum. Svo held ég þeir í Yztahvammi komi næst. Ég þakka Kjartani upplýsing ar og kveð. Leita næst uppi fjallskilastjóra, Jóhann Kristj- ánsson frá Klambraseli. Hann ræður 24 manna liði, sem smal ar Þeystareykjaland og ganga til móts við Keldhverfinga, er mæta þeim að norðan, þeir sem lengst fara eru 4 daga í göngun um. — Veður var gott og létt að smala núna, segir Jóhann. — Við höfðum með okkur bíl, sem tók vanmetafé, er virtist allmik ið af. Einnig fundum við dauðar kindur venju meira. Hver orsök in er, veit ég ekki. Gróður er mjög sölnaður og fallinn, segir (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.