Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1965, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.03.1965, Blaðsíða 2
RITSTJORI HREIÐAR JONSSON HANDKNATTLEIKSMÓTíö, II. DEILD: VALUR SIGRAÐI MEÐ YFIRBURÐUM í þriðja sæti Akureyringar NÝLEGA er lokið keppni í ann; ari deild í handknattleik, en Ák ureyringar ióku sem kunnugt er þátt í þeirri keppni. Valur úr Reykjavík sigraði með miklum yfirburðum og keppir því næst í fyi-stu deild. Akureyringar stóðu sig allvel, miðað við hve lítið þeir hafa æft þessa iþrótt undanfarin ár, og allar aðstæð- ur hér. Alls léku þeir átta leiki, unnu þrjá en töpuðu fimm.Skor uðu 190 mörk gegn 217. ÍR—AK. 25:19 Þróttur—AK 25:28 Keflavík—AK 24:21 Valur—AK 32:19 ÍR—AK 39:34 Kefíavík—AK 22:28 Þróttur—AK 17:26 Valur—AK 33:15 STÓRMÓT UM HELGINA N.k. lauagardag og sunnudag heldur Norðurlandsmótið í handknattleik áfram, og verða leiknir 4 leikir. Handknattleiks- ráð hefur unnið að því að und- anförnu að fá hingað til Ak- ureyrar lið að sunnan, og koma Í.R.-ingar, en Akureyringar töp uðu báðum leikjunum fyrir þeim í II. deildar keppninni með litlum mun, og ætti því að geta orðið tvísýn og spennandi keppni. — Vegna kostnaðar við að fá liðið að sunnan og tak- markaðs fjölda áhorfenda, sem hægt er að koma í skemmuna verður að selja aðganginn á kr. 50.00 fyrir fullorðna en kr. 20.00 fyrir börn. — íþróttaunnendur í bænum og nágrenni eru hvatt ir til að nota þetta tækifæri, því F r jálsíþróttamenn! Á LAUGARDAG n.k. kl. 5 held ur Frjálsíþróttaráð fræðslufund í fþróttahúsinu, og mætir þar útbreiðslustjóri F.R.Í., Höskuld- ur Goði Karlsson. Sýnd verður kvikmynd frá meistaramóti Sovétríkjanna 1963. í myndinni koma fram margir af beztu frjálsíþróttamönnum heims, og má nefna m. a. Valeriy Brumel heimsmethafa í hástökki, Igor Ter-Ovanesyan heimsmethafa í langstökki, Olympíumeistarann í sleggjukasti Roumald Klim o. fl. Frjálsíþróttamenn og frjáls- íþróttaunnendur eru hvattir til að. mæta. ekki er vitað nú hvort fleiri lið komá noi'ður. Laúgardag: 2. fl. karla IMA—KA (Nl.m.) 4. fl. karla KA—ÞÓR (Nl.m.) Meistarafl. karla ÍR—ÍBA Sunnudag: 2. fl. kvenna Völsungar—KA (Norðurlandsmót) 2. fl. karla KA—ÞÓR (Nl.m.) Meistarafl. kvenna Völsung- ar—ÍBA. Meistarafl. karla ÍR—IBA Leikirnir hefjast báða dagana kl. 2. Deildln gaf 24 Á ADALFUNDI Akureyrar- deildar KEA, sem haldinn var 18. þ. m. afhenti formaður hennar, Ármann Dalmannsson,: Þórarni Björnssyni skólameist- ara kr. 12 þúsund til Davíðs- safns (Davíðshúss), en fyrr á árinu hafði deildin gefið aðrar 12 þúsund kr. til Minjasafnsins á Akureyri. í deildinni eru nú 2467 félag- ar, og er hún langsamlega fjöl- mennasta deildin í KEA. Eftir upplýsingum, er fram komu á fundinum í ársskýrslu for- mannsins er talsverður landbún aður rekinn innan marka deild- arinnar, því félagar hennar lögðu inn á s.l. ári 763 þúsund lítra af mjólk og leiddu 1100 fjár til slátrunar. Að lokinni skýrslu formanns, gaf Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri KEA yfirlit um hag og rekstur félagsins á liðnu ári og svaraði nokkrum fyrir- spurnum er fram komu. í stjórn voru kjörnir Brynjólfur Sveins son og Sigurður Jóhannesson en í félagsráð Erlingur Davíðs- son. Þá voru kjörnir 82 fulltrú- ar á aðalfund KEA og 28 til vara. Hermannsmótið S.L. sunnudag fór Hermanns- mótið fram í Hlíðarfjalli. Mót þetta er kennt við Hermann Stefánsson, eins og kunnugt er, og haldið honum til heiðurs. Hermann er og hefur verið einn aðalskíðafrömuður hér á Akur- eyri og óþreytandi áhugamaður -um þessa íþrótt. í þessu móti er eingöngu keppt í svigi. Keppt var í 6 flokkum og voru kepp- endur 37. — Brautirnar lagði Magnús Guðmundsson. Karla- flokkur var 1, og ekkert keppt í A, B og C flokkum eins og stundum er venja. — Úrslit urðu þessi. Karlaflokkur. sek. Reynir Brynjólfsson Þór 117,6 Reynir Pálmason KA 121.6 Eggert Eggertsson Þór 124,3 Reynir sigraði örugglega og hlaut beztan brautartíma 57,3 sek. Um helmingur keppenda keyrði sig út úr brautinni. Færi var mjög gott og rennsli mjög mikið. Kvennaflokkur sek. Karólína Guðmundsd. KA 108,0 Guðrún Siglaugsdóttir 123,8 Drengir 13—15 ára. sek. Jónas Sigurbjörnsson Þór 97,8 Árni Óðinsson KA 104,0 Örn Þórsson KA 106,3 Drengir 12 ára og yngri. sek. Guðm. Frímannsson KA 107,7 Arngrímur Brynjólfs. Þór 114,3 Þorsteinn Vilhelmsson KA 114,4 Drengir 10 ára og yngri. sek. Gunnar Bergsveinsson 61.0 Arnar Jensson 64.0 Guðfnúndúr Svansson 67,0 Telpur sek. Barbara Geirsdóttir 38,5 Sigþrúður Siglaugsdóttir 57,0 Birna Aspar 70.5 Mótstjóri var Hermann Stef- Miklar gjaldeyrisiekjur eru af siglingum EINS og kunnugt er haslaði H.f. Eimskipafélag íslands sér völl á erlendum flutningamarkaði á árinu 1961, þegar skip félags- ins hófu áætlunarferðir milli Bandaríkja Norður-Ameríku og Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn í siglingasögunni, að íslenzk skip halda uppi reglubundnum áætl- unarsiglingum milli erlendra hafna og því algjört brautryðj- endastarf í alþjóðasiglingum þjóðarinnar. Ferðum skipanna hefur verið hagað þannig, að þau hafa kom- ið við í íslenzkum höfnum í báðum leiðum, vestur og aust- ur um hafið og flutt vörur að og frá landinu, jafnframt því að anna flutningum frystivara fyr- ir erlenda aðila á þeim leiðum, sem að ofan eru nefndar. Þegar í upphafi ávann félagið sér gott orð á erlendum vett- Barnablaðið Vorií 30 ára Á ÞESSU ÁRI eru 30 ár liðin, síðan Bamablaðið Vorið hóf göngu sína undir ritstjórn Hann esar J. Magnússonar skólastjóra en síðan í ársbyrjun 1939 hefur Eiríkur Sigurðsson skólastjóri verið meðútgefandi Hannesar, og þeir borið það uppi að jöfnu. ÍBÚÐARHÚSALÓÐUM ÚTHLUTAÐ BYG GINGANEFND hefur ný- lega úthlutað byggingalóðum í Glerárhverfi. Eru það nr. 1 og 3 við Lönguhlíð, þar sem byggð verða einnar hæðar keðjuhús, og hlutu þær byggingafélögin Hagi h.f. og Dofri h.f. Þá var Byggingaverzl. Tóm- asar Björnssonar h.f. úthlutað lóðunum nr. 9—-11 og 13—15 við Skarðshlíð til að byggja á þeim fjölbýlishús. Samþykkt var að auglýsa til umsóknar eftirtaldar lóðir: Hamarstígur 18, Hrafnagils- stræti 39 og Þórunnarstræti 131, allt tvíbýlishús, Bjarmastíg- ur 4, og loks Noi’ðurbyggð 3—9,. en þar verði byggð 4 íbúða keðjuhús. Fyi’sta hefti þ. á er að nokkru leyti helgað þessum tímamótum og lítur E. Sig. yfir sögu þess. Þar kveðst hann ekki gerast dómari um, hvemig til hafi tek- izt með efnis val, en. . . . „þó hygg ég, að mér sé óhætt að fullyi-ða, að á einu sviði hafi Vorið gert mikið gagn. Það hef- ur birt mikinn fjölda af bai'na- leikritum, sem notuð hafa verið í skólum og félagsstai'fi með börnum. í Vorinu er stærra safn af barnaleikritum en í nokkru öðru riti íslenzku. . . . “ Fremst í afmælisheftinu er kynning á hinum vinsælu bai'na bókahöfundum Jensínu Jens- dóttur og Hreiðari Stefánssyni og kafli úr fyrstu sögu þeirra. Þá eru þar tvær sögur eftir rit- stjórana úr fyrstu ái'göngum blaðsins, afmæliskveðjur frá mörgum vinum þess, seinni hluti ferðasögunnar Frá Sól- garði til Edinborgar, þýddar sögur, leikrit, o. m. fl., en heft- ið er 48 bls. Væri ekki rétt ráðið, að safna saman í eina bók beztu barnaleikritum Voi'sins, svo sem 12—15 talsins, bæði frum- sömdum og þýddum? Eru nokk ur slík leiki-itasöfn fyrir hendi, nema ævintýraleikir Ragnheið- ar Jónsdóttur? vangi og varð frystivöruflutn- ingamagnið brátt allmikið, enda þótt það væri nokkuð ái'stíða- bundið og háð mai'kaðssveifl- um. Á tímabilinu frá því í marz 1961 til loka s.l. ái'S fluttu skip félagsins samtals 101.070 tonn af frystivöru milli erlendra hafna, og nema bi'úttó bjaldeyr istekjur af þeim flutningum sem svarar 162 millj. íslenzkra króna. Það verður ekki annað sagt, en að þessi tilraun Eimskipafé- lagsins til alþjóðasiglinga hafi tekizt vel og lofi góðu um áframhald á þessari braut. Þó verða verkefni þau, sem skip- anna bíða heima ávallt látin sitja í fyrirrúmi, því það er og vei-ður að sjálfsögðu fremsta skylda félagsins að veita lands- mönnum fullkomna þjónustu. Hefur félagið og jafnframt mið- að gerð skipa sinna við þær kröfur, sem gei'ðar eru til þeirra hér heima, svo þau geti sem bezt leyst flutningaþörf landsmanna, og félaginu er það kappsmál, að í engu þurfi að di'aga úr þeirri þjónustu, sem það hefur veitt, heldur mikið fi-emur að bæta hana. TIL ÖKUMANNA SAMKVÆMT 52. gr. umferðar laga nr. 26 frá 1958, er skylt að gefa mei'ki um breytta aksturs- stefnu, þegar þörf er á til leið beiningar fyrir aði'a umferð. Stefnuljós eru þýðingai-mikil tæki til að greiða fyrir umferð. Skylt er að gefa merki í tæka tíð um fyi'ii-hugaða stefnu breytingu, og þá einkum þegar beygt er á gatnamótum, þegar skipt um akrein og þegar ek- ið er af stað fi'á brún akbi-aut- ar. Gæta ber þess að hætta mei'kjabendingum, þegar þær eiga ekki lengur við. Lögreglan. PEYSUR FALLEG PEYSA er kærkomin íerm- ingargjöf. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 ÍSLENDIN GUI^

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.