Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 6

Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 6
Frá skólaslilum Mennlaskólans (Framhald af blaðsíðu 1). stundakennarar 6. Heilsufar var gott á vetrinum. Félagslíf var fjörugt að vanda. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Alda Möller frá Siglu- firði, nemandi í 3. bekk, I. ág. 9,54, — í 4. bekk máladeildar var hæst Margrét Skúladóttir, 8,87 og í stærðfræðideild Jó- hanna Guðjónsdóttir 8,70. í 5. bekk var hæstur Höskuldur Þrá insson (máladeild) 9,05, og Rík harður Kristjánsson (stærðfræði deild) 9,26. Undir stúdentspróf gengu 95 nemendur, 49 úr máladeild og 46 úr stærðfræðideild, en 3 eiga ólokið prófum, þannig að nú brautskráðust alls 92 stúdent- ar. Er það langstærsti stúdenta hópurinn frá M.A. til þessa, en áður hafa þeir flestir verið 74 Ágætiseinkunn hlutu 3, 1. eink. 39; II eink. 41 og III. eink. 9. Hæstu einkunnir í stærðfræði deild hlutu: 1. Jóhannes Vigfússon 9,33 2. Rögnvaldur Gíslason 9,30 3. Jón Arason 9,06 í máladeild: 1. Auður Birgisdóttir 8,84 2. Ólafur Oddsson 8,67 3. Steinunn Stefánsdóttir 8,14 Skólameistari afhenti próf- skírteini og verðlaun, sem ýms- ir stúdentar hlutu fyrir góða kunnáttu í einstökum greinum og fyrir félags- og trúnaðarstörf. Freymóður Jóhannsson af- henti fyrir hönd 50 ára gagn- fræðinga stofntillag að minning arsjóði Stefáns Stefánssonar, skólameistara, en hlutverk hans er að efla áhuga nemenda á nátt úrufræðum og styrkja þá til nátt úrurannsókna. Gjöf hafði borizt til skólans frá frú Huldu Stefáns dóttur og einnig frá þeim Helgu og Huldu Valtýsdætrum, svo að við stofnun nemur hann 50 þús, kr. Einnig tók sr. Ingólfur Þor valdsson til máls af hálfu þeirra bekkjabræðranna. Skeyti barst frá 60 ára gagn- fræðingum þeim Jóni Árnasyni, Jónasi Jónssyni frá Hriflu, Snorra Sigfússyni, Þorsteinj M. Jónssyni og Þórarni Eldjárn. Jón Sigurgeirsson skólastjóri afhenti fyrir hönd 40 ára gagn fræðinga málverk af Jónasi Snæ björnssyni, er um 46 ár kenndi við skólann. Málverkið gerði Örlygur Sigurðsson. 25 ára stúdentar gáfu mjög vandað tækj til eðlisfræði- kennslu eða rafbylgjusjá og töl uðu úr þeirra hópi verkfræð- ingarnir Haraldur Ásgeirsson og Bragi Freymóðsson. Heimir Hannesson afhenti fyr ir hönd 10 ára stúdenta skólan um vandað hljómplötusafn og loks talaði Þráinn Þorvaldsson af hálfu stúdenta sl. ár og minnt ist Haralds Jóhannessonar frá Súgandafirði, er var dúx bekkj arins, en hann lézt af slysförum sl. vetur. Til minningar um hann gáfu bekkjarsystkini hans skólanum safn kennslubóka, er notaðai* eru á 1. og 2. ári við all ar deildir Háskóla íslands. Hér fer á eftir kafli úr ræðu Þórarins Björnssonar: „Eitt af því, sem mér finnst orðið of áberandi, er þetta: Flestir virðast telja sjálfsagt, að þeir fái allt, og jafnframt verður mönnum óljúfara að láta nokkuð á móti sér fyrir aðra. Hér er ekki stefnt á rétta braut, liér er ekki að finna lykilinn að liinni sönnu velferð. „Þitt verð mæti gegnum Iífið er fórnin“, segir Einar Benediktsson. Ef þau verðmæti glatast, verður lífiö kalt og tómt. Nýlega frétti ég af merkum föður seni liafði gefið barni sínu tvö heilræði. Annað var þetta: Trúðu ekki því, sem sagt er ljótt um aðra. Það er svo oft ó- satt. Hinu máttu trúa, sem sagt er gott um þá. Menn eru sjaldan lofaðir að óþörfu. Og hitt heil- ræðið var þetta. Teldu aldrei mínúturnar, sem þú vinnur, gerðu alltaf eitthvað, sem þú tekur ekki peninga fyrir. Með öðrum orðum: gefðu eitthvað af sjálfum þér. Þannig og þannig aðeins verða menn ríkir af þeim auðæfum, sem enn hafa nokkurt gildi. Sá verður auðug astur að ævikvöldi, sem mest hefir gefið, ekki af peningum, heldur af sjálfs síns hjartablóði. Sú er síðasta ósk mín til ykkar, kæru vinir og ungu stúdentar, að þið megið verða sælir af slík um auði.“ Ræða Magnúsar jóns- sonar, fjármálaráðh. (Framhald af blaðsíðu 5). inn, ef við viljum og nennum. Við ráðum ekki þróun heims- mála og getum aðeins í bænum okkar reynt að hafa áhrif á á- kvarðanir stórveldanna um stríð og frið, en hvar, sem rödd ís- lands heyrist á alþjóðavettvangi verður hún að boða sáttfýsi, rétt læti, sjálfstæði og frelsi einstakl inga og þjóða. Eins og sakir standa stafar sjálfstæði og frelsi íslenzku þjóðarinnar mest hætta af athöfnum eða aðgerða- leysi okkar sjálfra. Það er sjálf skaparvíti, ef fjöreggið brotn- ar, — ef við missum gullsand frelsisins úr greipum okkar. SJÁLFSTÆÐI — FRELSI. — Lyftum fánanum hátt. Lítum vonglöð fram á veginn og strengjum þess heit, að hag- nýta þessi dýrmætu réttindi til styrktar þeirri velmegun, sem þjóðin nú býr við, og þau mörgu tækifæri, sem við augum blasa. Biðjum guð að gefa okkur öll- um styrk til að reynast hinu fagra landi okkar góðir synir og dætur. FRÁ BÆJARSTJÓRN (Framhald af blaðpíðu 8). leyfa fyrir kvöldsölu. Kvaðst Ingólfur telja, að Stefán hefði snúizt í málinu vegna þess að tveir „sjoppueigendur11 hefðu hótað málssókn, og álitið að bæj arstjórn stæði þar höllum fæti. Kvað hann ástæðulaust að gugna fyrir hótunum þeirra, er létu eins og „tarfar í flagi“ og gætu ekki unað við sömu skil yrði og aðrir. Stefán kvað það ekki vera vegna hótana, sem hann hefði tekið nýja afstöðu til málsins, heldur teldi bæjarfógeti sig ekki hafa vald til að loka, þótt ein- hverjir hefðu opið til 23,30 í stað 22.00, sem búið var að sam þykkja áður. Ingólfur taldi þessa viðbáru lélega. Hefði þurft að „teyma lögregluna á asnaeyrunum11 til að loka „sjoppum“ þessara manna, og myndi fógeti vera orðinn þreyttur á og vilja láta lögreglumenn eiga rólegri daga. Er til atkvæða var gengið, var fyrri hluti ályktunar bæjar ráðs samþykktur með 9 sam- hljóða atkvæðum, en síðari hluti felldur, fyrst með 5:5 atkv., en við endurtekna atkvæða- greiðslu með 5:6. Með samþykkt tillögunnar voru fulltrúar Sjálf stæðismanna og Stefán Reykja lín. Rétt er að geta þess, að er ályktunin var gerð í bæjarráði, mætti varamaður Jakobs Frí- mannssonar, en á bæjarstjórnar fundinum var Jakob í sæti sínu. í nefnd þá, er um getur í fyrri hluta ályktunarinnar voru kjörnir Gísli Jónsson, Ingólfur Árnason og Sigurður Óli Brynj ólfsson. Loks var samþykkt að taka boði vinabæjarins Lathi í Finn landi um að senda 2 fulltrúa frá bænum á 60 ára afmælishá- tíð þess bæjar dagana 31. júlí og 1. ágúst, og voru til þess nefndir forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri. Ágætir tónleik- ar Musica Nova MUSICA NOVA hélt ágæta tón lcika í Borgarbíó í gær, mið- vikudag. Á efnisskránni voru lög eftir sex höfunda, Villa-Lob- os, Þorkel Sigurbjörnsson, Web ern, Bennet, Castiglioni og Nono öll nýstárleg í sniðum. Sá, er þetta ritar, hefur að vísu ekki mikinn kunnugleika á slíkum tónsmíðum né tónlist almennt. Hann skemmti sér þó hið bezta, sérstaklega þó undir flutningi tónverka tveggja síð- ustu höfundanna. í skemmstu máli eiga tónlistar armennirnir miklar þakkir skyldar fyrir þann kjark og dugnað að koma hingað til Ak- ureyrar og kynna Akureyring- um þessa tónlist, enda er hér rótgróið tónlistarlíf. Það kom því mjög á óvart, hve fáir lögðu leið sína í Borgarbíó og er það alls ekki vanzalaust fyrir bæinn. Þess er heldur ekki að vænta, að framhald geti orðið á slíkum heimsóknum, nema þar verði breyting á, og kalla ég það illa farið. H.Bl. SÝNINGARKASSI blaðsins er á norðurgafli hússins Hafnar str. 105. Auk blaðsins er þar oft að sjá ljósmyndir, sem blaðið hefur ekki rúm til að birta. Lítið í sýningarkassann, er þið gangið hjá. Blómagrindur á gólf og á vegg Mokkastell Mokkabollar Ódýr vatnsglös BLÓMABÚÐ SVÖRTU JAKKARNIR úr nylon-flauelinu komnir aftur. Ráðhústorgi, sími 1-11-33 Glerárgötu, sími 1-15-99 NYKOMIÐ: Nylon-skjört verð kr. 164.00 Verzl. ÁSBYRGI RAFHLÖÐUR fyrir viðtæki. ELEKTRO CO. H.F. Sími 11158 úr teygjuefnum, verð frá kr. 287.00. Doris nylonslæður eru mjög hentugar, margir litir. MARKAÐURINN Sími 11261 -----------------6. í SLENDIN GUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.