Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 5
„Höfum ekki grundvallað sjálf-
stæði okkar á annarra kostnað”
Lýðveldisræða Magnúsar jónssonar ráðherra
við hátíðahöldin á
Magnús Jónsson fjármálaráðherra flytur hátíðaræðu. Ljósm.: K.H.
FRELSI — SJÁLFSTÆÐI. —
Þetta eru fögur orð, sem allt frá
árdögum mannlífs á jörðu hafa
átt sterkan hljómgrunn í sálum
mannanna og verið tákn hinna
eftirsóknarverðustu gæða fyrir
öllum þeim, sem kúgaðir hafa
verið og þrælkaðir. Það eru
þessi orð og innihald þeirra, er
frjálsar þjóðir hylla á þjóðfrels-
isdögum sínum. í dag er það ís
lenzka þjóðin, sem dregur þjóð
fána sinn að hún til þess að
hylla sitt frelsi og sjálfstæði.
MESTI kostur þjóðhátíðardaga
og annarra minningadaga er sá,
að þeir knýja okkur til íhugun-
ar og þá jafnframt til að staldra
svolítið við í því stöðuga kapp-
hlaupi, sem flestir þreyta nú
næstum frá vöggu til grafar á
þeirri miklu hraðans og óróans
öld, er við lifum. Nú á dögum
hefur enginn tíma til neins og
því ekki að undra, þótt okkur
hætti til að skjóta frá okkur
þeim hugrenningum, sem ekki
sýnast í fljótu bragði vera í ó-
hjákvæmilegu sambandi við
hina sífellt ákveðnari og kapp-
samlegri leit að svokölluðum
þægindum og lífsins gæðum.
OKKUR þykir áreiðanlega öll-
um vænt um frelsi okkar og sjálf
stæði og við göngum glöð í
bragði-til hinna árlegu þjóðhá-
tíðarhalda til þess að minnast
þessara eftirsóknarverðu gæða
og þakka fyrir þau. En þetta er
ekki nóg. Frelsið og sjálfstæðið
eru engir fallegir gripir, sem
hægt er að geyma í kistuhandr-
aða eða bankahólfi og taka fram
á tyllidögum. Þeim má fremur
líkja við gullsandinn, sem renn-
ur úr greipunum, ef höndin er
opin. Það er raunar ekki svo
mikil hætta á því, að baráttu-
kynslóð þjóðfi’elsisins, sem hafði
aðeins eggjagi’jót í lófa, áður en
hún hreppti gullsandinn, missi
hann sér úr greipum, en það er
hætt við, að árveknin verði ekki
sú sama hjá þeim sem alltaf
hafa átt gullsandinn, og jafnvel
gæti komið fyrir, að þeir þreytt
ust við að halda á honum og
teldu ekki miklu vai'ða, þótt
eitt og eitt korn glataðist. Það
er hætt við, að afstaðan vei'ði
svipuð og til verndunar heils-
unna. Þessai'i dýrmætustu eign
okkar misbjóðum við flesta daga
á mai-ga lund og skiljum fyrst,
hvílíkur dýrgripur heilsan er,
þegar hún bilar, og þá er því
miður æði oft of seint að iði-ast.
Með nákvæmlega sama kæru-
leysi meðhöndlum við oft frels-
ið og sjálfstæðið. Okkur finnst
ekki hundrað í hættunni, þótt
eitt og eitt gullkorn glatist, það
geti ekki verið, að fjöreggið sé
svo brothætt sem sagan segir
okkur. En því miður geymir
sagan alltof margar öruggar
sagnir um bx-otin fjöregg þjóð-
frelsis og mannréttinrda vegna
andvaraleysis og skammsýni.
í ÞÁGU frelsis og sjálfstæðis
• hafa margar báðir verið di’ýgð-
ÍSLENDINGUR
Akureyri 17. júní
ar og margir göfugir menn helg
að allt sitt líf baráttu í þágu
þeirra hugsjóna. En jafnframt
hafa fá eða engin hugtök verið
meir rangtúlkuð og misnotuð til
ómælanlegrar bölvunar fyrir
einstaklinga og þjóðir. Flestar
styrjaldir hafa verið háðar und-
ir yfii-skyni hollustu við frelsi
og sjálfstæði. Jafnvel Hitler
taldi sig vera boðbera fx-elsisins.
Og eins og flest önnur hugtök
eru fi'elsi og sjálfstæði svo af-
stæð, að jafnvel á þessum menn
ingartímum koma menn sér
ekki saman um skilgi'einingu
þeirra. Það er talað um austrænt
frelsi og vestx-ænt frelsi, og
menn greinir einnig á um það,
hvað sé í-aunverulegt sjálfstæði
þjóðar.
EN ÞESSAR fi-æðilegu deilur og
mistúlkanir skipta okkur Islend
inga ekki miklu máli, þótt menn
skilgi-eini frelsið að vísu nokkuð
eftir vesti’ænum og austrænum
viðhorfum, þá myndum við þó
flest skilja frelsishugtakið í sam
ræmi við mannréttindaákvæði
stjórnai'skrár okkai’, og við er-
um svo gæfusöm, að hafa aldi'ei
þurft að vefja sjálfstæðishugtak
ið þeim umbúðum og vafningum
sem þær þjóðir hafa oi'ðið að
nota, er hafa di’ottnað yfir öðr
um þjóðum. Fyrir íslendingum
er sjálfstæðið réttur þeirra
sjálfra til að í'áða yfir sjálfum
sér og sínu landi, sem þeir held
ur hafa ekki tekið frá neinum
öðrum. Við getum því möx’gum
þjóðum fremur kinni-oðalaust
lyft merki frelsis og sjálfstæðis,
því að við liöfuin aldrei krafizt
frelsis til að kúga aðra og við
höfum ekki grundvallað sjálf-
stæði okkar á annarra kostnað.
EN ÞÓTT það sé fagnaðarefni,
þá minnkar það ekki vandann
að hafa unnið sigur með hx-ein-
an skjöld. Það ber meira á bletti
á hreinum skildi en flekkuðum.
Við höfum öll skilyrði til að
halda skildi okkar hi'einum, jafn
vel svo af honum lýsi öðrum
stærri þjóðum til leiðsagnar, og
það á að vera okkur ærumál og
metnaðai’mál.
TIL ÞESS að svo geti orðið, vei'ð
um við að leggja rækt við þjóð-
félagslegt uppeldi, gera okkur
hvert og eitt grein fyiúr skyld-
um okkar gagnvart þjóðfélag-
inu og þeim gx-undvallaratriðum,
sem frjálst og sjálfstætt menn-
ingai-þjóðfélag byggist á.
ÍSLAND er fámermasta ríkið í
samfélagi fx-jálsx-a þjóða. íbúa-
talan er ekki hærri en í einu
fámennu borgarhverfi Lundúna
borgai'. Þessi mannfæð veldur
okkur erfiðleikum, en hefur líka
sína kosti. Erfiðíeikarnir eru
fyrst og fremst í því fólgnir,
að kostnaðurinn við að halda
uppi fullgildu ríkiskerfi og allri
þeirri menningar- og félagsstarf
semi og annarri nauðsynlegri
•þjónustu við borgarana, er nú-
tí-ma menningarþjóðfélag krefst,
verður rrijög þungbær. Kostirn-
ir eru þeir, að við erum nánast
eins og likan af þjóðfélagi, þar
sem hægt er að hafa miklum
mun meiri yfirsýn og gara sér
betur grein fyrir öllum atriðum
þjóðfélagslegrar þróunar en í
hinum ~3tóru þjóðfélögum. Og
það er einmitt þessi aðstaða, sem
við eigum að hagnýta okkur,
sjálfum okkur til velfarnaðar
og þx-oska og til þess að gera okk
ur gildandi í samfélagi þjóð-
anna.
ÍSLENZKA þjóðin hefur vissu-
lega unnið ótrúleg afrek, síðan
hún hlaut fullt sjálfstæði, bæði
á sviði efnahagslegrar uppbygg
ingar, menntunar og félagslegra
umbóta. Efnahagur er hér betri
og jafnaiú en með fiestum öðr-
um þjóðum, og böli skorts, at-
vinnuleysis og þjóðfélagsiegs
misréttis, sem þjáir enn í dag
margar þjóðir, hefur verið bægt
frá dyi'um. Fulltrúar alþjóð-
legra stofnana, sem hingað hafa
komið síðustu árin í vaxandi
mæli til þess að kynna sér þjóð
félagshætti og efnahagsþróun,
hafa lýst undrun sinni yfir því,
hvernig svo fámenn þjóð hafi
getað byggt upp svo gott og al
hliða þjóðfélag.
EN ER ÞÁ ekki allt í lagi? Get-
um við ekki stolt og glöð horft
til framtíðarinnar á þessum
degi? Höfum við ekki dyggilega
vax'ðveitt fjöi’egg þjóðfrelsisins?
SVARIÐ við þessum spurning
um er í meginefnum jákvætt,
en einmitt velgengnin gex'ir það
enn bx-ýnna fyrir okkur að íhuga
vel okkar gang og gæta þess að
stíga ekki nein þau víxlspor, er
eyðileggi hinn góða árangur og
spilli þeirri björtu framtíð, er
vissulega blasir við okkui’, ef
við kunnum fótum okkar foi’-
í’áð.
ÞAÐ HEFUR með réttu verið
sagt, að stei’k bein þurfi til að
þola góða daga, og saga mann-
kynsins geymir margar harm-
sögur um það, hvei’su velsæld
gróf undan siðferðisþreki þjóða
og tortímdi að lokum sjálfstæði
þeirra. Peningar eru afl þeiri-a
hluta sem gex-a skal, og með
réttri notkun þeirra er hægt að
leggja grundvöll að aukinni far
sæld og gæfu einstaklinga og
þjóða, en þeir geta einnig vexúð
bölvaldur, sem örvar hinar verri
hvatir í mannlegu eðli. Við
þekkjum öll þær hættur og illu
áhrif, sem mikil fjárráð ung-
linga geta haft, og við, sem er-
um á miðjum aldri, finnum vel,
ef við lítum í eigin bax'm, að
aukin fjárráð gera okkur ekki
auðveldara að fullnægja þörfum
okkar, því að kröfurnar og „þai-f
ii-nar“ vaxa með auknum fjái’-
í’áðum. Á sama hátt hefur hin
þjóðfélagslega afleiðing hag-
sældai-innar orðið sú, að kröf-
urnar hafa stöðugt aukizt. Auð
vitað á aukinn afrakstur þjóðar
búsins að leiða til bættra lífs
kjara, en hér er einmitt komið
að því atriðinu, sem í dag er
hvað mesta hættan fyrir fram-
farasókn þjóðai’innar og getur
jafnvel ógnað sjálfstæði henn-
ar. Það er hin óhóflega kröfu-
gerð, sem ofbýður fjárhagsgetu
þjóðai’búsins og teflir jafnframt
í hættu þeii-ri uppbyggingu, sem
er óhjákvæmileg forsenda þess,
að hægt sé að fullnægja kröfun-
um og hefur leitt til þeii’rar verð
bólgu- og dýrtíðarþróunar, sem
allir kvarta yfir, en færri vilja
leggja sitt lið til að stöðva. I
senn er kröfugerðinni beint að
atvinnuvegunum, sem þrátt fyr
ir metfi’amleiðslu hafa ekki get
að óstuddir mætt þessum kröf-
um, og á hendur ríkissjóði og
sveitarsjóðum, sem heimtað er
að auki framlög til allra hugsan
legi’a þai’fa boi’garanna, jafn-
hliða háværum kx’öfum um það,
að úr skattheimtu sé dregið. —
Næstum daglega heyrum við í
ræðum eða lesum í blöðum, að
þessari eða hinni stofnuninni
■ vei’ði tafai’laust að koma upp,
þessa þjónustu vei’ði að auka
eða styrki að hækka til jafns
við það, sem gex’t sé hjá öðrum
þjóðum, og stéttir og starfshóp
ar heimta kjör sín bætt til sam
ræmis við launagreiðslur fyrir
sömu störf hjá öðrum þjóðum.
Þetta getur allt saman verið
gott og blessað sem stefnumið,
en við megum ekki gleyma
þeii-ri staði’eynd, að við erum
aðeins tæplega 200 þús. manna
þjóð, sem ekki getum gert allt
til jafns við auðugar milljóna-
þjóðir. Smábóndinn á auðvitað
að stefna að því að verða stór-
bóndi, en hann vei’ður aldi’ei
stói-bóndi heldur vei’ður að at-
hlægi og flosnar að lokum upp
við lítinn oi’ðstí, ef hann fer að
tileinka sér alla lifnaðarhætti og
vinnubi-ögð stói’bóndans, meðan
hann enn skortir hinn efnahags
lega grundvöll. Stórhugur og
framtakssemi eru nauðsynlegir
eiginleikar i framfarasókn, en
það hefur aldi-ei þótt til sæmd-
arauka né líklegt til velfarnaðar
að bei’ast meira á en efni standa
til. Máttarvöldin hafa verið okk
ur hliðholl. Við höfum aflað ó-
trúlegra verðmæta á undan-
förnum ái’um, og við eigum
mai’gvíslega möguleika til þess
að renna enn styrkari stoðum
undir efnahagslíf okkar og þá
um leið sjálfstæði okkar. Það
væri átakanlegt giftuleysi, ef
okkur skorti nauðsynlega fyrir
hyggju og raunsæi til að hag-
nýta þessa aðstöðu og tækifæri
á réttan hátt. Við megum ekki
láta fýsn gullgrafarans, sem ætl
ar að verða ríkur á einum degi
ná tökum á okkur. Við eigum
hvert og eitt að tileinka okkur
hugai-far og starfshætti hins
hyggna framkvæmdamanns, er
jafnt og þétt sækir fram, en
gætir þess að eyða ekki meiru
en arðurinn leyfir. Við vei’ðum
að leita úrræða til þess að skipta
arði þjóðai’búskaparins án ill-
deilna, sem í senn leiða til úlf-
úðar í þjóðfélaginu og oft stór-
fellds tjóns, sem beinlínis spill
ir fyrir þeim lífskjax’abótum,
sem eftir er sótt. Ef við gætum
með friðsamlegri samvinnu stétt
anna fundið slíkan skiptigrund-
völl, þá væi’i það út af fyrir sig
ómetanlegt til tryggingar sjálf
stæði þjóðarinnar og efhngar
heilbrigðu þjóðlífi.
VIÐ ÞURFUM eftir megni að
leggja rækt við öll þau atriði,
sem stuðla að aukinni hamingju
mannúð og gróandi þjóðlífi með
þverrandi tái’. Við verðum að
koma í veg fyrir atvinnuleysi
og skort og styðja þá, sem mið
ur ei-u settir í þjóðfélaginu. Við
verðum að stefna að þeirri efna
hagsþi’óun, að allir hafi sæmileg
lífskjör án óhófslegs vinnuálags,
en megum þó ekki gleyma þeirri
staðreynd, að enn er tækniþi’ó-
un okkar ekki komin á það stig
að þjóðin geti veitt sér þau lífs
þægindi, er hún nú heimtar, án
mikillar vinnu. Á sviði menntun
ar og heilsugæzlu getum við,
einmitt vegna smæðar þjóðar-
innar, lagt grundvöll að rann-
sóknum, sem geta haft alþjóð-
lega þýðingu. í heilbrigðismál-
um hafa vísindamenn okkar í
sumum greinum hafið rannsókn
ir, sem vakið hafa heimsathygli.
Fræðslukei’fi okkar þarf ræki-
lega endui’skoðun, og leggja
þarf miklu meiri rækt við hag-
nýtt og þjóðfélagslegt uppeldi,
en einnig á því sviði má gex-a
ráð fyrir, að okkar litla þjóðfé-
lag veiti aðstöðu til model-til-
rauna, er gætu haft víðtækara
gildi en fyrir okkur ein. Og um
fram allt verðum við í upp-
eldisstarfinu að leggja áherzlu
á gildi sjálfstæðis og frelsis í
lífi einstaklinga og þjóðar og
gróðursetja í huga unglingsins
skilning á skyldum hins frjálsa
þjóðfélagsborgara við þjóð sína
og ættjörð, glæða tillitssemi og
skilning á högum meðborgar-
anna og vii’ðingu fyi’ir þjóðleg-
um vex-ðmætum. En í þessum
efnum sem öðrum skulum við
hin eldi’i gei’a okkur grein fyrir
því, að við getum ekki heimtað
það af börnum okkar, sem við
ekki sjálf viljum reyna að til-
einka okkur.
VIÐ GETUM gert ísland að fyr
irmyndar þjóðfélagi, er gæti vís
að öðrum stærri þjóðum veg-
(Framhald á blaðsíðu 6).