Íslendingur


Íslendingur - 16.09.1965, Qupperneq 5

Íslendingur - 16.09.1965, Qupperneq 5
s 5 Ályktun SUS nni J menntamál ÁTJANDA þiag Sanibands ungra Sjálfstæðismaíína vekur athygli á, að menntun íslenzkrar æsku hefur ekki verið nægilega aðhæfð þeim kröfum, sem gerðar eru í nútíma þjóðíélagi, þar sem góð menntun er skilyrði fyrir þroska ein- staklinganna og tæknilegum og efnahagslegum framförum meðal þjóðarinnar. Ungir Sjálfstæðismenn telja því brýna þörf á samræmdri endurskoðun í fræðslumálum, yfirstjórn þeirra og fram- kvæmd, og mótun nýrrar menntunarstefnu. Til að slík end- urskoðun komi að gagna, er nauðsynlegt, að aðferðir við töku ákvarðana um fræðslumál séu bættar. í því sambandi bendir sambandsþingið á eftirfarandi: ÁKVARÐANIR um meginstefnu fræðslumála varða allan almenning og verða að vera í höndum þjóðarinnar og kjör- inna íulltrúa hennar. STOFNA þarf rannsóknarstofnun fræðslumála, sem annist stöðuga könnun á ástandinu á því sviði og sé ráðgefandi um hugsanlegar úrbætur og framtíðarhorfur. STARF hins opinbera á sviði fræðslumála þarf áð skipu- leggja með raunhæfum framkvæmdaáætlunum um mennta- mál, sem séu einn liður í þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkisins. Átjánda þing SUS bendir sérstaklega á eftirfarandi mik- ilvæg atriði, sem taka ber tillit til við mótun og framkvæmd nýrrar menntastefnu. SKAPA verður sem jafnasta aðstöðu til menntunar hvar sem er á Iandinu, Nauðsynlegt er, að lögboðinni skólaskyldu sé fullnægt um land allí. Á næstliðnu skólaári nutu 10% ung- linga á 15. aldursári, síðasta ári skólaskyldunnar, ekki lög- boðhmar fræðsíu. GEFA verður nemendum kost á að velja sér námsverkefni samkvæmt hæfni og áhugamálum. Vegna fyrirsjáanlegs vax- andi fjölda nemenda á aldrinum 14 til 20 ára verður að leggja meiri áherz’u á sérmenntun og sérhæfni kennara. Jafnframt verður að sjá fyrir nægu skólahúsnæði. ENDURBÆTA þarf tengsl skóla gagnfræðastigsins við sér- skóla og þá fyrst og fremst við iðnskóla. Framkvæma þarf nýjungar í iðnfræðsiu, sem miða að því að gera kennsluna árangursríkari og stytta námstímann, m. a. með stofnun verksíæðisskóla. TÆKNIMENNTUÐU og háskóiamenntuðu fólki þarf að fjölga. Nú eru stúdentar t. d. aðeins um 10% af aldursár- gangi eða talsvert færri en í nágrannalöndunum. AUKA þarf námsgreinaval. Endurbæta þarf kennsluaðferð- ir og kennslutæki, vegna þess að verulegur hluti nemenda lærir minna en liann getur og minna en þjóðfélagið lilýtur að krefjast. SKIFULAG fræðslumála verður að livetja til frumkvæðis sveiíarfélaga, skóla og einstaklinga, m. a. með því að auka frjóísræði og svigrúm á þessu sviði. ISLENDIN GUR Frá setningu 18. þings Sambands ungra Sjálfstæðismanna s.l. föstúdag. — Ljósmynd: N. Hansson. Hvað segir þú um ályktun 18. þings SUS um menntamál? ÞAR sem sú vinna og undirbúningur, sem Rannsóknar- og upplýsingastofnun Sambands ungra Sjálfstæðismanna, RUSUS, hefur innt af hendi varðandi menntun íslenzkrar æsku, markar með nokkrum hætti þáttaskil í haráttu ungra Sjálfstæðismanna, hefur æskulýðssíðan lagt þessa spurningu fyrir þrjá af fulltrúum sambandsþingsins: Hvað segir þú um ályktun 18. þings SUS um menntamál? felldri athugun - segir Lárus Jóns- son Ólafsfirði Ungir Sjálfsíæðismenn halda áfram athugunum sínum - segir Mattliías Frímannsson í ÁLYKTUN 18. þings SUS um menntamál er bent á það helzta, sem aflaga fer í fræðslumálum okkar og bent á leiðir til úr- bóta, að svo miklu leyti sem hægt er í stuttri ályktun. . Þessi ályktun byggir á allnýstárlegri athugun Rannsóknar- og upp- lýsingastofnunar Sambands ungra Sjálfstæðismanna á fræðslumálum og þeim athug- unum verður haldið áfram. Litlar sem eng ar breytingar hafa orðið á skyldu- og gagn fræðastigi frá því að fræðslu lögin tóku gildi 1946 og ákvæð- um þeirra laga fullnægt, — t. d. hvað varðar framkvæmd fræðsluskyldu til 15 ára aldurs og verknám á skyldustigi. Það mun víðast hvar ekksrt í því formi, sem lögin gera ráð fyrir. Eins og nú er, er öllum nem- endum á skyldustigi ‘ ætlað að læra hið sama, án tillits til þess, hvort þau hafa getu til. í fimmta lið- tillögunnar er tekið fram, að ' verulegur hluti nemenda læri minna en hann getur. Þetta á bæði við um góða og slaka nemendur. Góðum nemendum er ætlað of lítið, en slökum nemendum eru ætluð verkefni, sem eru alls ekki við þeirra hæfi og þeir valda þeim því ekki. Þá vantar verkefni við sitt hæfi og sem svarar námsgetu þeirra. Ýtnsir slíkra nemenda geta orðiö góðir verk- menn, þótt bóknám sé þeim kvöl. Hæfileiki til bóknáms hef- ur löngum viljað vera nokkuð algildur mælikvarði á gáfnafar. (Framhald á blaðsíðu 7). MENNTUN íslenzkrar æsku er eitt af mikilvægustu viðfangs- efnum þjóðarirmar og grund- völlur áframhaldandi velmeg- unar. Þau mál hljóta því að verða í sífelldri athugun beztu manna, ef vel á að vera. Það er því sérstök á- stæða til þess að fagna því starfi, sem nú fer fram á veg- um SUS og Heimdallar í R U S U S og beinist að at- hugun þessara mála, þannig að mótun stefnu Ungra Sjálfstæð- ismanna í þessum efnum verði byggð á sern traustustum grunni. Fjölmörg viðfangsefni blasa við á sviði menntunar íslenzkr- ar æsku, og er það skoðun mín, að þær umræður og tillögur, sem franr hafa komið á 18. þingi SUS í þessum mikilvægu mál- um, muni verða æsku landsins og íslenzku þjóðinni til bless- unar.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.