Íslendingur


Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 4

Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 4
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖUDÆMI EYSTRA Kemur út hvern fimmtudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri og ábyrgðar- maður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Auglýsingar og afgreiðsla: ÁRNI BÖÐVARSSON, Norðurgötu 49, sími 12182. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnar- stræti 107 (útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30- 17.30. Laugardaga kl. 10-12. — Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. ■■■!■ III lll^l■l^lll^l IIII lllllllll IHIIilli 111 11 ■ il I IIMIH II llllil I III ' III III !■! III! Flýtum okkur Siægt VIÐ IJFUM á öld hraðans. Hraðinn og hávaðinn er aðal- einkenni nútímans. F.nginn hefur tíma til neins, er áður þótti sjálfsagt að njó'ta, svo sem að lesa og kryfja góða bók til mergjar, læra falleg ljóð, sækja fundi í félagi sínu eða fé- lögum o. s. frv. Sjaldgæft er að verða, að félagsfundi sæki nema st jórnin ein, ef hún þá kemur öll, nema að um einhver sérstök hitamál sé að tefla. Kirkjusókn er talin mun minni en fyrir hálfri öld, hvað þá manntalsþing og lireppaskil. Og hinn háværi vélagnýr tæknialdarinnar veldur heyrnardeyfu þeirra, er við hann þurfa að búa, þegar á ungum eða miðj- um aldri. Og öllu á að þurfa að flýta. Fólkið heimtar það, er sagt. Það, sem komið er til framkvæmda vestur í Ameríku eða suður í Frakklandi verður að koma tafarlaust til okkar. Nýj- asta dæmið þar um er íslenzka sjónvarpið, sem okkur er sagt að taka eigi til starfa á næsta ári. Undirbúningur að þeirri dýru stofnun er hafinn fyrir nokkrum mánuðum, og Hggur fátt fyrir um, hve hagkvæmur og nauðsynlegur rekstur slíks fyrirtækis er okkur, og mun flestra mál, að í því efni hefð- um við átt að flýta okkur hægar. Reyna a. m. k. að koma útvarpsdagskrá okkar í viðunandi framtíðarhorf, áður en efnt yrði til nýrrar, rándýrrar stofnunar tit samkeppni við hina 35 árgömlu stofnun: Ríkisútvarpið. F.n sú stofnun hef- ur átt fullt í fangi vegna mannfæðar þjóðarinnar að halda uppi lifandi dagskrá. Hversu fer þá, er tvær skyldar stofn- anir keppa um sama efni? Já, við skulum flýta okkur hægar en stundum áður. Síg- andi lukka er bezt, stendur einhversstaðar. Lán til skyndi- framkvæmda eru góð, ef þeirra er fyllsta þörf. En þurfum við að byrja á hverri byggingaframkvæmd jafnóðum og hún er samþykkt, án þess að tryggt sé fé til að ljúka henni í ein- um áfanga, svo að hún komi að notum sem allra fyrst? Væri ekki betra að ljúka einni nauðsynlegri opinberri byggingu á einu eða tveim árum og koma henni í gágnið heldur en að búa við 20 grunna eða hálfbyggð hús í mörg ár, sem ekki komast áleiðis vegna fjárskorts? Jú, flýtum okkur hægar en áður. Það er að sjálfsögðu ekkert athugavert að samþykkja stofnun menntaskóla á Vestfjörðum og Austfjörðum og háskóla á Akureyri. En för- um í því efni einnig með þeirri gát, að við reisum okkur ekki hurðarás um cixl og hefjum framkvæmdir áður en efni leyfa. Fyrsta skóflustunga við hátíðlega athöfn gerir svo sem hvorki til né frá. En að festa 1—2 milljónir í grunninum og láta svo frekari framkvæmdir bíða vegna fjárskorts í nokkur löng ár, er ekki búmannlegt. Og þessi skoðun, sem hér er haldið fram, kom góðu heilli fram í ræðu Magnúsar Jóns- sonar fjármálaráðherra, er hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1966 úr hlaði. yið hefðum gott af að minnka hraðann á mörgum svið- um. Minnka hraða í því að byggja upp stórborgir og leggja heil byggðarlög í auðn. Flýtum okkur hægt, í öllu öðru en því, sem stuðlar beinlínis að auknum þjóðartekjum, þ. e. vaxandi framleiðslu. Flýtum okkur hægt í akstri á vegum og akbrautum, svo að bæði við sjálíir og samborgarar okkar megi eiga lengra líf fyrir höndum, án örkumla og þjáninga. „EINSDÆMF4 OG „ÓHÆFUVERK“ MIKILL ÚLFAÞYTUR hefur verið gerður syðra út af veit- ingu bæjarfógetaembættis í Hafnarfirði, er dómsmálaráð- herra veitti embættið Einari Ingimundarsyni, er verið hefir bæjarfógeti á Siglufirði undánfarin 13 ár. Telja tveir lög- fræðingar í Hafnarfirði og blaðið Tíminn, að veita hefði átt- embættið annaðhvort þeim umsækjenda, sem stytzta starfsreynslu hefir, ellegar þeim, sem hefur hana lengsta, en að dómi Tímans er veitingin „óhæfuverk" og „algert eins- dæmi og ekki sambærileg við neitt annað, sem gert hefur verið áður í þessu efni“. (Leiðari Tímans 9. nóv.) - VÍSNA- BÁLKUR Flestir vísnaelskir menn kann ast við vísu þessa, er á sínum tíma var ort um einn af okkar virðulegu prestum: Mikið er, hve margir lof ’ann menn, sem aldrei hafa séð ’ann skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. En nýlega barst okkur stytt- ing á sömu vísu og að sjálfsögðu eftir annan, sem vér vitum ekki í andránni hver er. En hann kemst af með fyrripartinn að. mestu: Mikið er, hve margir lof’ann að ofan, ménn, sem ekki hafa séð’ann að neðan. Síðan ekki söguna meir. Sagt er, að Kaupfélag Skag- firðinga hafi auglýst, að það tæki „hausa“ af bændum í slát- urtíðinni, og var þá kveðið: Skuldir vaxa skefjalaust, skjót eru ráð í vændum, því mun KS hirða í haust höfuðin af bændum. Peli kvað: Slæmt er að geta ekki ort eins og flestir hinna, búa í orðum æ við skort, enga hugmynd finna. Og enn kvað hann: Það ber vott um þroskastig þegna föðurlandsins, hve oft þeir vilja eðla sig utan hjónabandsins. Heyrt á götunni: Þótt ég dálítið drekki af dropum brennivíns, „að vera eða vera ekki“ er vígorð hjarta míns. Og loks ein um Surtseyjar- gosið: Meðan styrkjum öllum eyða yfirvöld og þingsins þeyjar, undirdjúpin eru að greiða uppbætur á Vestmannaeyjar. Óskar Sigurfinnsson Meðal- heimi. (Heimild: Bragi frá Hoftún- um.) AÐ FER NÚ mjög í vöxt, ef afbrot eru framin og eng- inn stendur afbrotamanninn að verki, að verðir laganna senda honum orð í blöðunum og biðja hann að gefa sig fram. Þetta ber ekki ævinlega árangur, sem vart er að vænta, en i tilefni af þessari nýju aðferð við að koma uþp um afbrot, varð manni ein- um þessi staka af munni nýlega, ef ég fer þá rétt með: Þú iðkar þín afbrot í hljóði, og enginn sér þitt vamm. Viltu ekki gera það, góði, að gefa þig sjálfur fram? f&NKABftOT JÓffS'sxófwm • KOMDU BARA SJÁLFUR • HVENÆR ERU DÓMAR AFPLÁNAÐIR? • UMSÖGN „KLÁMRITS“ UM ÍSL. KONUNA E' G VAR NÝLEGA að blaða í hæstaréttardómum frá 1963, og kennir þar að sjálfsögðu margra grasa, en sérstaklega vakti eftirtekt mína dómur yfir manni fyrir fjársvik, og hljóð- aði dómurinn upp á tveggja ára fangelsi, og mun það þyngsti dómur, sem það ár hefur verið dæmdur, að ég held. En þegar litið er yfir sakaskrá mannsins, verður maður undrandi yfir því, hvaða tíma maðurinn hefur haft til fjársvikanna, þar sem hann átti samkvæmt dómum að vera lengstaf í fangelsi allt frá 1948. Það ár fær hann fangelsis- dóm í 13 mánuði, næsta ár í 14 mán., 1950 í 8 mán., 1952 í 14 mán. (2 dómar), næstu tvö ár í 11 mán., árið 1956 í 42 mánuði, eða hálfí fjórða ár (4dómar), en vinnst þó tími til á árinu 1958 að bæta á sig 15 mánuðum og 1959 12 mánuðum. Svo verður hlé á til 1962, að hann fær loks í viðbót 10 mánuði. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort þessi veiting sé rétt eða röng „siðferðilega", eins og æsingalýðurinn legg- ur svo mikið upp úr. F.n sízt af öllu ætti Tíminn að tala um „einsdæmi" í embættaveitingum. Dómsmálaráðherra Fram- sóknarflokksins varð fyrstur til að skapa „einsdæmi" í em- bættaveitingum á sínum tíma, og eftirkomendur hans í FTamsóknar- og Alþýðuflokknum sigldu í kjölfar hans. Eitt af beztu sýslumannsembættum landsins (Árnessýsla) var um áramót 1936—7 veitt nýútskrifuðum kandídat með enga starfsreynslu á því sviði, um svipað leyti var F.mil Jónssyni veitt embætti vitamálastjóra í stað annars manns, er hafði II ára starfsreynslu sem hafnarverkfræðingur, Haraldur Guðmundsson veitti um líkt leyti sr. Sigurði Einarssyni dósentsembætti við Háskólann, þótt tveir reyndari kenni- menn sæktu, og svo mætti lengi telja. Tíminn gerði rétt í því, að tala sem minnst um „einsdæmi“ í embættaveiting- um. Það er ekki nógu langt frá liðið, er húsbændur hans í ríkisstjórn brutu allar reglur og hefðir um embættaveit- ingar. ÉG HEF verið að klóra mig í hnakkaim, en get engan vegina skilið að heldur, hvemig mað- ur, sem á 15 árum á að sitja í fangelsi hátt á ellefta ár, getur komið svo miklu í verk, sem lýsingar réttarins á afbrotum hans sýna, og hvernig hann get- ur á þeim tíma, sem hann að réttu lagi á að vera innan við múrinn samkvæmt aómum, bætt við sig 15 mánuðum. Már fi.nnst, að slíkir menn séu ærið fornbýlir, að halda áfram að safna dómum, áður en þeir hafa afplánað þá sem fyrir eru. Eða hefur sá háttur verið á hafður, að með hverjum nýjum dómi hafi verið klipið aftan af hinum fyrri? Er þetta ekki eitthvað hliðstætt því, að bílstjóri, sem ekur fullur missi ökuleyfi í 6 mánuði, aki svo aftur fullur eft- ir 2 mánuði og fái þá ökuleyfis- sviftingu í 12 mánuði o. s: frv. Ég er hræddur um, að ef slíkt kæmi fyrir, myndi ökumaður- inn ekki þurfa að reikna með ökuskírteini framar, og er það vel. En hversu má það þá verða, að menn, sem eiga samkvæmt dómi að vera undir lás og slá, fá að ganga um meðal almenn- ins í Reykjavík og víðar til að svíkja fé út úr fólki? Afsakið, að ég spyr. Það er svo önnur saga, að í öllum fangelsisdóm- unum, sem eru 15 talsins, er maðurinn sviftur kosningarétti og kjörgengi. En væri þá nokk- uð líklegra en hann verði á framboðslista í naéstu kosning- um? Því að tæplega þarf að taka sama réttinn af sama manni 15 sinnum, ef útilokað er að hann geti endurheimt hann, eftir að hann hefur einu sinni verið af honum tekinn. MEÐAL hinna mörgu íslenzku tímarita, sem einkum byggja tilveru sína á klámfengu og öðru sóðalegu efni og renna út í blaðasölunum eins og heit- ar lummur, þótt öndvegisrit góðskáldanna rykfalli í hillum bóksalanna, er eitt, sem nefnist SJÓN OG SAGA, gefið út af „Bókamiðstöðinni" án ritstjóra og ábyrgðarmanns eins og fleiri slík rit. Ég blaðaði nýlega í einu hefti þess og rakst þar á þýdda grein „Hvað veiztu um konur“, og er þar verið að skilgreina konuna meðal nokkurra þjóða. En þar er ekkert sagt um hina íslenzku, og reynir ritið að bæta úr því í lokin með eftirfarandi umsögn: „ V í Ð I R FERMINGAR- SLOPPAR tíðkast víða um lönd, en hvergi í heiminum hef- ur þessi hvítj sloppur, tákn hreinleikans, þurft að þjóna jafnframt sem óléttusloppur fyrir fermingartelpuna. Ungar stúlkur á íslandi, sem vilja heita einhverjar dömur, ganga helzt ekki undir stúdentspróf nema óléttar og er ekki vel, nema þger séu þá ófrískar að þriðja barni. Skólayfirvöld á ísl. amast held- ur við barneignum í barnaskól- unum, ekki samt sökum íhalds- semi, heldur er sífellt erfiðara að fá prófdómara vegna þessa. Það er sem sé alls ekki hcettu- laust að gefa stúlkubarni, sem komið er á steypirinn (svo), hraksmánarlega einkunn og get ur slíkt haft fósturlát í för með sér. Nú hvu hafa verið gripið til þess fangaráðs, að skrifa (Framhald á blaðsíðu 7). 1 ÍSLENDINGUU

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.