Íslendingur


Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR ÍJL/U) SJÁLFSTÆDISMA.NNA í NORÐUHLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA 51. ÁRGANGUR . FIMMTUDAGUR 25. NÓV. 1965 . 41. TÖLUHLAÐ Berklasmit helur ekki fundizt á þessy ári Heilsufar með bezta móti í haust í héraðinu IÐNAÐARBANKINN OPNAR BLAÐIÐ ATTI íyrir nokkrum dögum stutt viðtal við .Tóhann Þor- kelsson hóraðsíœkni um heilsufarið í hcraðinu o. fi., og bar þá fyrst á góma, hverjir kvillar hefðu helzt angrað liéraðsbúa undan- farna mánuði. ÚTIBÚ hér í bæ r Utibússtjóri er Sigurður Ringsted SL. LAUGARDAG var opnað hér á Akureyri útibú frá Iðnaðar- fcankanum, og cr það til húsa í Sjálfstaiðishúsinu á Oddeyri nieð inngangi frá Glerárgöíu. Bankastjóri Iðnaðarbankans á Akureyri, Sigurður Ringsteð, á skrifstofu sinni. Ljósm.: Karl Hjaltason. Á laugardaginn var opnunar- jnnar minnzt með kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu, og komu hingað að sunnan aðalbanka- stjóri Iðnaðarbankans, bankaráð hans og margir fyrirmenn iðn- aðarmála, alls um 20 manna hóp ur. Héðan úr bænum voru í hóf- inu bæjarstjóri, bæjarráð, bæj- arfógeti, forustumenn iðnaðar- samtakanna og stór hópur iðn- rekenda og iðnaðarmanna bæj- arins. Enn fremur fréttamenn og Ijósmyndarar. Formaður bankaráðs Iðnaðar- bankans, Sveinn Valfells, ávarp aði gestina við kaffiborðin og sagði ágrip af sögu þessarar láns stofnunar, sem nú hefði stofnað 2. útibú sitt. Kvað hann Iðnaðarbankann hafa verið stofnaðan árið 1953 með það markmið í huga að verða mætti hann lyftistöng fyr- ir hverskonar iðju og iðnað hvar sem væri á landinu. Hefði bank inn að ósk iðnaðarmanna í Hafn arfirði stofnað þar útibú árið 1964, en á því sama ári hefðu eindregnar óskir borizt héðan um annað útibú, og hefði það þegar verið tekið til velviljaðr- ar athugunar, einkum þar sem Akureyri væri um margt for- ustubær í iðnaði og að tiltölu við stærð hans lifðu hér fleiri á iðnaði en ar.nars staðar. Þá var húsnæðismálið eftir, en á sl. vori hafði bankanum borizt tilboð frá Akri h.f. um að selja Iðnaðarbankanum hluta af neðstu hæð Sjálfstæðishúss- ins við Geislagötu til starfsemi sinnar. Samningar um kaupin hefðu fljótlega tekizt og þá strax hafizt handa um innréttingar s húsnæðinu eftir teikningu Hall- dórs Hjálmarssonar arkitekts, en iðnfyrirtæki á Akureyri hefðu að langmestu leyti annazt verkið. Þá gat hann þess, að hlutabréf í bankanum yrðu til sölu í útibúinu næstu daga. Þá kvað formaður bankaráðs vel (Framhald á blaðsíðu 5). Húsavík 22. nóv. í FYRRADAG kom til Húsa- víkur nýr sjúkrabíll, sem er eign Rauðakrossdeildar Húsa- víkur. Hefir Bílasmiðjan í Rvík smíðað yfirbyggingu bílsins og er hann hinn vandaðasti og mun vera einn bezt útbúni sjúkra- bíll, sem nú er í landinu. Hann er m. a. búinn sterkum ljósköst- urum til leitar á landi og við sjó. Á næstunni mun verða sett í hann talstöð, sem getur haft samband við stöðvar á landi og báta á hafi úti. Á að geta farið allmiklar torfærur. Hefir Rauðakrossdeildin beitt sér fyrir fjársöfnun til kaupa á bílnum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hafa margir — Miðað við árstíma, októ- ber og nóvember, segir héraðs- læknir, — hefur heilsufar í hér- aðinu verið tiltölulega gott. Bor ið hefur lítilsháttar á kvefi og hálsbólgu, en engar farsóttir gengið. Vart hefur að vísu orð- ið við einstök tilfelli af skarlats- sótt, en enginn kíghósti heíur gert vart við sig í bænum, þótt um það hafi komið orðrómur. BERKLAR ÚR SÖGUNNI — En hvað getið þér frætt okkur um ógnvaldinn gamla, — berklaveikina? — Hér er nú, sem betur fer, sjaldan á þánn sjúkdóm minnzt, enda heyrir hann fortíðinni til. j Þegar ég kom fyrst hingað mátti heita, að á hverjum einasta bæ í heilum hreppi í héraðinu væru berklasjúklingar, einn eða fleiri. brugðizt vel við, m. a. hafa slysa varnadeildirnar á Húsavík stutt þetta mál drengilega. En bíll- inn mun ekki aðeins notaður í Húsavík, heldur og Þingeyjar- sýslum báðum. Væntir Rauðakrossdeildin þess, að héraðið allt muni veita þessu mikla öryggismáli lið, en enn skortir nokkuð á, að nægi- legt fé sé fyrir hendi til að greiða bifreiðina. Umsjónarmaður bifreiðarinn- ar hefir verið ráðinn Jónas Egils son. Stjórn Rauðakrossdeildar Húsavíkur skipa:. Sigurjón Jó- hannesson formaður, Daníel Daníelsson ritari og Gunnar Karlsson gjaldkeri. Joðge. Nú fyrirfinnast þeir þar ekki lengur. — Og eru horfnir úr sögunni? — Svo má segja. Berklasmit er nú orðið sjaldgæft fyrirbæri, og hefur ekkert korriið upp í hér aðinu á þessu ári, og enda þótt þau l'.afi komið fyrir, er sjúk- dómurinn vel viðráðanlegur, þegar hans Verður vart í tæka tíð. Venjulega verða berklasmit aðir menn alheilir á 4—6 mán- (Framhald á blaðsíðu 2). SL. FÖSTUDAG lézt í Landa- kotsspítala sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup eftir stutta sjúk- dómslegu 84 ára að aldri. Sr. Bjarni var einn af þekktustu og virtustu kennimönnum landsins um marga undanfarna áratugi, hóf starf sitt sem skólastjóri á ísafirði, en var kjörinn prestur við dómkirkjuna í Reykjavík ár ið 1910, var þar aðalprestur árin 1924—51, er hann lét af starfi (Framhald á blaðsíðu 5). Nýfízku sjúkrabíil til Húsavíkur Ljósm.: Níels Hansson. Frá opnunar-hófi Iðnaðarbankans í Sjálfstæðishúsinu. Forniaður bankaráðs, Svéinn Valfells (fyrir miðju) flylur ávarp.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.