Íslendingur - 02.12.1965, Blaðsíða 5
■iiiiMaiiiiitotMitimi
IIHNIIIImmiHlllllllllllllllinillllllllllinillHIIIIHnUHIIHinfHNIIiii
BÆKUR OG RIT
GOUBEITLAR
TAKIÐ þið virkilega ekki eftir
fiðluhljómunum, sem fylgja
ljóðunum í þessari bók? Æsku-
Ijóðin, sólskinsblettirnir, sem
því miður eru höfð sem seinni
hluti bókarinnar, er ekki rétt
að nefna góubeitla, þau eru full
þroska blóm, lesin á sumarferð
um dásamleg lönd, ilmur þeirra
ortur yfir á brjóststrengi ungs
manns, sunginn inn á hans eig-
in fiðlustrengi, að lokinni stuttiú
ævintýraför. Minningar um ein
lægnisstundir við „ána sem nið
aði hógvær og hæg í húminu
bökkunum undir“, og á mörg-
um öðrum fegurstu stöðum þing
eysks fjallaheims. Eftir nærri
sextíu ár les ókunnugt fólk ljóð-
in — og allt fer framhjá því. En
vitanlega eru fleiri sem lesa.
Kunnugum virtist höfundur-
inn alltaf vera að leika á fiðluna
sína, í daglega lífinu jafnt og á
hátíðlegum stundum. Samt
þurfti að þekkja manninn vel
til þess að vita þetta til hlýtar,
þótt engan veginn væri hann
Lversdagslega dulur eða feim-
inn, og stundum með djarfasta
móti hreinskilinn og orðhvass.
Kvæði síðari áranna bera til-
heyrandi óma fiðlunnar jafn-
þýtt, þaðan sem höfundurinn —
Stendur við húsvegg sinn
staðnaður, gráhærður maður,
starir á götunnar eril
og fljúgandi straum.
Hálfvegis dapur og hálfvegis
fagnandi glaður,
hættur að eiga sér vonir
og skapa sér draum.
Og örlög sólskinsdala-búans
yrðu þau, að horfa á vegferð
annarrar tegundar æskufólks,
en hann sjálfur var. Framand-
legra kynslóða í stækkandi borg.
Mundu þau nýta einn verndar-
grip valinn og hreinan,
er vaxandi æskunni rykið í
glaumsölum fól.
Hann liggur í götunni, sjá
hann þó margir um seinan,
sjá hann þá glitrandi skína
við lækkandi sól.
Sigurður Vilhjálmsson gerð-
ist á Fnjóskadals-árum sínum
eftirmæiaskáld. Samt eru fá
þeirra í bókinni og munu ýms
hafa týnst, en önnur vera í
höndum ættmenna þeirra er ort
var eftir. Hér hefir gerzt skaði,
því að hæfileikarnir voru hinir
réttu, og ljóðin af betri gerð-
inni.
Hún var eins og ljóstær lindin
— lindin eins og hún.
Þótt hún fengi af orku og auði
aðeins minnstu sneið,
ylinn gaf hún öllum þeim
er einhversstaðar sveið;
úr barmi sínum blómum stráði
og brosti á þeirra leið.
„Lággeng sól var lífs þíns
fylgja, — já, lággeng segjum
við“. Þannig var upphafið að
einu eftirmælanna, sem nú
munu týnd. Var síðan rakin
skoðun skáldsins á ævi og eðli
þess er til var kveðið, og óvenju
lega skæru ljósi brugðið yfir,
öðrum til skilnings. Það er ekk-
ert efamál, að höfundurinn
sjálfur bjó við lággengari ævi-
sól, en hann var verður að
njóta. Var þó hamingjumaður
og aflaði góðs af hverjum litl-
um kynnum, enn ríkulegar af
þeim meiri háttar.
Guðmundur skólaskáld orti
einu sinni kvæði um það, að
„æskan kemur aftur, börnin
góð“. Það Ijóð sverfur broddinn
af öllum tregaljóðum nútíma-
manna. Og einnig þessum hend-
ingum Sigurðar Vilhjálmssonar:
Daglega og náttlangt er heilsað
og horfið í bláinn,
hindrunarlaust skefur þögnina
í nýfarna slóð.
S. D.
5
Batt hún von og vökudrauma
við sín heimatún.
Átti lind að einkavini
undir vallarbrún.
Níu bækur frá Fróða
BLAÐINU hafa nýlega borizt
útgáfubækur FRÓÐA í Reykja
vík, sem komið hafa út á þessu
ári, og er ekki að sinni unnt að
veita ýtarleg skil, en bækurnar
eru þessar:
KLUKKAN VAR EITT, við-
talsbók Haraldar Jóhannssonar
við hinn umdeilda stjórnmála-
mann og rithöfund Ólaf Frið-
riksson, sem valdi sér rithöfund
arnefnið- Ólafur við Faxafen.
Bókin er aðeins 80 bls. í litlu
broti en hefur að geyma saman
dregnar minningar úr lífi eins
af umdeildustu baráttumönnum
þjóðarinnar á árunum 1916—
1930.
TYLFTAREIÐUR, 12 smá-
sögur eftir Friðjón Stefánsson,
sem bókmenntafræðingar telja
meðal snjöllustu smásagnahöf-
unda okkar. Þetta er 5. smá-
sagnasafn hans, en auk þess hef
ur hann gefið út heila skáld-
sögu (Hornasinfónían) o. fl.
bækur.
KONUDAGAR OG BÓNDA-
DAGAR, eftir hinn sífrjóa
„humorista", Willy Breinholst,
í þýðingu Andrésar Kristjáns-
sonar, en áður hefur sami þýð-
andi komið öðrum gamanbók-
um hans í íslenzkan búning,
sem selzt hafa öðrum þýddum
bókmenntun fremur.
DULSKYNJANIR OG DUL-
REYNSLA, eftir Louise E. |
Rhine í þýðingu sr. Sveins Vík- -
ings. Bók um dulræn fyrirbrigði ,
1
eins og nafnið bendir til, en sú
tegund bókmennta virðist vera
eftirsóttari hér á landi en með-
al annarra þjóða.
Þá gefur Fróði út 5 barna-
bækur: JÖKUL OG MJÖLL,
eftir Kára Tryggvason, sem er
meðal afkastamestu barnabóka-
höfunda okkar, EMIL í KATT-
HOLTI, eftir hina bráðsnjöllu
Astrid Lindgren, í þýðingu Jón-
ínu Steinþórsdóttur, drengja-
sögu VIGGÓ OG FÉLAGAR,
eftir Finn Havrevold, einnig í
þýðingu frú Jónínu, og ævin-
týrabækurnar GRÍSHILDI
GÓÐU og KONSTÖNSU, eftir
G. Chaucer, þýddar af Láru
Pétursdóttur.
Jólakort sumarbúða
UNDANFARIN ár hafa verið
gefin út jólakort á vegum sum-
arbúðanna við Vestmannsvatn.
Kortin hafa þótt mjög falleg og
fólk hefur tekið því feginsam-
lega að geta sameinað það
tvennt að styrkja gott málefni
og afla sér um leið fagurrar
jólakveðju til þess að p senda
vinum. Kortin hafa því runnið
út, og færri fengið þau en vildu.
Nú eru komin ný jólakort á
vegum Sumarbúðanna við Vest
mannsvatn og vonandi endur-
tekur sagan sig. Kortin verða
seld á sama verði og tvö undan-
farin ár, á 5 kr. og 7 kr. Þau eru
með mynd af jólasveini og lít-
illi stúlku, sem horfa aðdáunar-
augum á jólatré. Myndina tók
Jónas Einarsson, en Valprent
prentaði. Kortin fást í öllum
bókaverzlunum og n. k. sunnu-
dag munu börn úr Sunnudaga-
skóla Akureyrarkirkju bjóða
þau til sölu í húsum bæjarins.
IÍRISTILEGT MÓT
DAGANA 18,—21. nóvember
var haldið kristilegt mót í
Reykjavík. Voru það vottar
Jehóva, sem voru komnir sam-
an á þessu móti, sem var nefnt
„Orð sannleikans11. Um 100
vottar voru á mótinu, þar á
meðal nokkrir héðan frá Akur-
eyri.
Á sunnudaginn náði mótið
hámarki sínu, þegar hr. Laurits
Rendboe flutti aðalfyrirlestur
mótsins, sem var nefndur
„Stjórn heimsins á herðum Frið
arhöfðingjans“, og voru þá 146
viðstaddir. Á mótinu komu
margir ræðumenn fram, og um
30 biblíufyrirlestrar voru flutt-
ir.
Stofna þarf ne
samtök á Akureyri
jpjpr-
NÝKOMINN FRÁ Akureyri
sendi ég þangað béztu kveðjur
og þakkir. Erindi mitt var að
kynna markpaið og starfsemi
Neytendasamtakanna-- og kanna
horfur á stofnun déildár -á Ak-
ureyri. Allir, sem orðnir eru 16
ára, geta orðið félagsmenn sam-
takanna, hvár sem þér búa á
landinu. Af um 6000 félags-
manna munu um 1500 búa utari
Reykjavíkur. Mörg rök hníga
að því, að deildir verði stofnað-
ar víðsvegar á landinu, til þess
að samtökin geti betur þjónað
tilgangi sínum. Það ér meira
en æskilegt, að fulltrúar félags-
manna utan Reykjavíkur sæki
aðalfund samtakanna, og nauð-
synlegt er, að hægt verði að
veita þá þjónustu sem víðast,
sem skrifstofa samtakanna í
Reykjavík veitir félagsmönnurh
persónulega. 3. gr. laga Neyt-
endasamtakanna hljóðar svo:
„Markmið samtakanna er: að
gæta hagsmuna néytenda í þjóð
félaginu. Tilgangi sínum hyggj-
ast samtökin ná m. a. með því:
a) að vaka yfir því, að sjónar-
mið neytenda almennt séu virt,
þegar ákvarðanir eru teknar
eða reglur settar, er varða hags-
muni neytenda.
b) að reka útgáfu- og fræðslu
starfsemi til aukningar á verð-
og vöruþekkingu neytenda og
til skilningsauka á málum, er
varða hagsmuni þeirra.
c) að veita félagsmönnum sín
um leiðbeiningar og fyrir-
greiðslu ef þeir verða fyrir tjóni
vegna kaupa á vörum og þjón-
ustu.
Að þessu hafa Neytendasam-
tökin unnið eftir mætti á víð-
tækasta verksviði, sem hugsazt
getur. En einnig með tilveru
sinni einni og viðbúnaði þjóna
þau tilgangi sínum. Þau hafá
sagt álit sitt varðandi setningu
ýmissa laga og reglna, en einn-
ig haft afskipti af framkvæmd
þeirra, sem gilt hafa. Þau hafa
ekki hikað við að leita tl dóm-
stólanna, þótt opinber eða hálf-
opinber fyrirtæki ættu í hlut.
Fyrst var þeim sjálfum stefnt
fyrir að gefa neytendum upp-
lýsingar opinberlega, og þau qg
stjórnendur þeirra persónulega
voru dæmdir til stórfelldrá
skaðabóta fyrir undirrétti, en
sýknun í Hæstarétti skapaði
þeim réttargrundvöll. Síðan
hafa þau stefnt, Fulltrúa hafa
þau átt og eiga í ýmsum opin-
berum nefndum, sem fjalla um
mikilsverð hagsmúnamál neyt-
enda. Sem dæmi má nefna, að
Neytendasamtökin eiga fulltrúa
í nefnd, sem borgarstjórn hefur
skipað og fjallar um afgreiðslu-
tíma vei'zlana í Reykjavík.
Einnig í nefnd, sem atvinnu-
málaráðuneytið hefur skipað til
að enduskoða lög um verzlunár
atvinnu o. fl.
Sem dæmi um almenn hags-
munamál, sem samtökin hafa
barizt fyrir, eru vörumerkingar.
Þau vilja, að sett verði lög um
merkingu vara, þannig að neyt-
andinn fái allar þær upplýsing-
ar um vöruna, sem auðvelt er
að gefa og hann á skýlausa
kröfu á, áður en kaup eru gerð,
og þær skriflegar. Dæmi: Véfn-
aðarvörur. Það eiga að fylgja
upplýsingar um samsetningu,
slitþol, ljósþol, hvort efnið
hlaupi eða krumpist, meðhöndl-
un við þvott eða hreinsun o. s.
frv. Annað stórvægilegt mál er
réttleysi neytenda í reynd, þar
sem leiðin til dómstólanna er í
fæstum tilfellum fær vegna
þess, hversu löng, dýr, erfið og
áhættusöm hún er.
Um b-lið: Neytendasamtökin
hafa gefið út Neytendablaðið og
og fjölmarga leiðbeiningabækl-
inga frá upphafi. 1962 var Neyt-
endablaðið stækkað og efni
leiðbeiningabæklinganna fellt
inn í það. Hefur það komið út
eftir efnum og ástæðum, 3—5
á ári.
Um c-lið: Neytendasamtökin
hafa haft opna skrifstofu dag-
lega í 12 ár, þar sem félagsmenn
hafa fengið leiðbeiningar og að-
stoð vegna kaupa á vörum og
þjónustu án sérstaks endur-
gjalds. Þessa þjónustu þarf að
veita sem víðast á landinu, og
það er m. a. þess vegna, sem
stofnun deilda utan Reykjavík-
ur er nauðsynleg. Sérstakur lög
fræðingur samtakanna annast
þessi mál, sem skipta orðið þús-
undum. Það er ekki einungis
til að aðstoða menn persónu-
lega, sem reynt hefur verið að
veita þessa þjónustu, svo tíma-
frek sem hún er, heldur hafa
afskipti samtakanna af þessum
málum víðtæk áhrif á viðskipta
háttu. Seljendum er svo oft al-
gjörlega ókunnugt um þá
ábyrgð, sem þeir bera lögum
samkvæmt, en fá ítarlega
fræðslu um það við meðferð
málsins. Einnig lærist neytand-
anum væntanlega að gæta sín
við kaup síðar meir. Hann má
vita, að það er ekki nóg, að
sagan sé sönn. Það þarf að
sanna hana. Hann þarf að hafa
eitthvað í höndunum, en ekki
aðeins munnlega gefnar upplýs-
ingar hljómandi í eyrunum.
Ég læt þetta nægja til að gefa
mönnum nokkra innsýn í mark-
mið og starfsemi Neytendasam-
takanna. Okkur hefur að sjálf-
sögðu þótt eðlilegast að gera
fyrst tilraun með stofnun deild-
ar á Akureyri. Fyrst þarf að
stórfjölga félagsmönnum þar, en
þeir voru aðeins um 60, er ég
hélt þangað. Þeir eru nú orðnir
mun fleiri, en margir áhuga-
menn og konur e.ru með áskrift-
arlista þar nú, og við bíðum með
eftirvæntingu eftir árangrinum.
Það er sérstakt kostaboð, sem
við getum veitt um 300 manns.
Það er, að þeir sem gerast fé-
lagsmenn 1965 fyrir árgjald
kr. 100.— fá eldri Neytenda-
blöð eftir að það var stækkað
póstsend frá skrifstofu samtak-
anna. Allar bókaverzlanir á Ak-
ureyri annast innritun og af-
greiða skírteini sem og skrif-
stofa DAS og SÍBS í Hafnar-
stræti 96. Auk þess munu ofan-
nefndir listar væntanlega koma
fyrir sjónir margra þessa dag-
ana.
Þeim mun fleiri sem félags-
menn eru, þeim mun meira
(Framhald á blaðsíðu 7).
ISLTLNDINGUR