Íslendingur - 02.12.1965, Síða 8
'
» 1** >t
»4á'-L. ’
■ ■;
*í.....íí \ JSk......................
Krossanesverksmiðjan hefur fengið áll-ríiikla hræðslusíld á vertíðinni, þótt engin síld hafi veiðzt vest-
an Langaness, þakkað sé síldarflutningaskipunum. Og þótt fallega rjúki þar á myndinni, var komið
nokkuð fram á vetur er Karl Hjaltason tók-þessa mynd að kvöldlagL Sjaldgæft er að finna „peninga-
lykt“ frá Krossanesi á jólaföstu.
Umferðarvika stendur nú yfir
LÖGREGLUYFIRVÖLD bæjar
ins, Bindindisfélag ökumanna,
skátafélögin og tryggingaumboð
in hafa efnt til svonefndrar „um
BRIDGEKEPPNI B.A.
í 3. umferð fóru leikar svo í I.
flokki:
Ólagur vann Zophonias 6—0,
Hörður vann Gunnlaug 6—0,
Júlíus vann Magna 6—0, Soffía
vann Karl 5—1, Garðar jafnt
við Stefán 3—3.
Leikur Zophoniasar og Garð-
ars úr 2. umferð: Zophonias
vann Garðar 6—0.
Meitsaraflokkur spilaði
í fyrrakvöld.
ekki
ferðarviku“ hér í bænum, er
'hÖfst‘méð opinberum kynning-
arfundi í Borgarbíói sl. laugar-
dag!
F.undinum stjórnaði Pétur
Sv.einbjarnarson umferðafull-
trúi.
Hófst fundurinn með því, að
Signrður M. Helgason settur
bæjarfógéti og Magnús Guðjóns
son bæjarstjóri fluttu ávörp. Þá
sýndi Sigurður E. Ágústsson
varðstjóri í umferðardeild lög-
reglunnar í Reykjavík nokkrar
erlendar kvikmyndir um um-
ferðarmál, en að lokum var fyr-
irspurnarþáttur, þar sem þrír
menn voru til svara: Áðurnefnd
ur Sigurður E. Ágústsson, Egill
Gestsson formaður samvinnu-
0*0
SÍÐASTA Varðar-kjörbingóið á þessu ári verður í Sjálístæð-
ishúsinu sunnudaginn 5. des. kl. 8.30 stundvíslega.
Að þessu sinni verða um 40 vinningar, sem allir verða
dregnir út, að verðmæti ca. 38 þúsund króríur. Allt eru þetta
eigulegir vinningar og sumir þeirra tilvalin jólagjöf.
Forsala aðgöngumiða verður á skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins Hafnarstræti 101II. hæð milli kl. 2-^-3 e.h, i sunnudaginn.
v- * * r
Borð tekin frá um leið. — Tryggiðtykkur miða f tíma á þetía
síðasta Varðar-kjörbingó ársins.
VÖRÐUR F. U. S.
Maður hverfur - Finnst örendur
VISTMAÐUR á Kristneshæli,
Haraldur Hallsson, maður um
PERUSALA HUGINS
LIONSKLÚBBURINN Huginn
mun n. k. sunnudag bjóða til
sölu hér í bænum ljósaperur,
eins og hann hefur gert fyrir
undanfarin jól, en ágóðinn af
perusölunni gengur til líknar-
starfsemi eða menningarmála
eins og áður.
fimmtugsaidur og fatlaður, fékk
sl. sunnudag tveggja daga fjar-
vistarleyfi, en er hann kom ekki
heim á tilsettum tíma, var eftir-
grennslan hafin. Var álitið, að
hann hefði farið í heimsókn til
kunningja síns að Laugalandi,
en Eyjafjarðará var ísi lögð.
Reyndist hann ekki hafa þangað
komið. Var þá leit hafin, og
fannst Haraldur örendur á ruðn-
ingi úr framræzluskurði
skammt undan Laugalandi.
nefndar tryggingamála og Árni
Guðjónsson hrl., lögfræðingur
Fél. ísl. bifreiðaeigenda.
Fyrirspurnir dundu á þeim
þegar í stað, flestar um trygg-
ingamál, og var fundurinn all-
ur hinn fróðlegasti. Var hann
sæmilega sóttur, en hefði mátt
vera fjöimennari, því að umferð
armálin eru æ ofar á baugi hjá
okkur, eftir því sem ökutækjum j
fjölgar og þéttbýlið vex.
51. ÁRG. . FIMMTUDAGUR 2. DES. 1965 . 42. TBL.
TIL UNGRÁ ÖKUMANNA
EKKI eru til neinar heildarskýrslur um tíðni ökutjóna og
slysa eftir aldri ökumanna, en ljóst er, að hér í bæ, eiga
ungir menn ískyggilega oft hlut að slysum og tjónum í um-
ferðinni. Sumpart mun þetta stafa af því, að þessir menn hafa
ekki náð nægilegri æfingu í akstri og ætla sér ekki af, og
sumpart vegna þess, að þeir gera sér ekki nægilega grein
fyrir þeirri miklu ábyrgð, sem fylgir því að aka bifreið og
hugurinn beinist því ekki nægilega að einlægum ásetningi
að forðast slysin. Ökumaður, sem ekki hefur það sem fyrsta
boðorð í umferðinni að forðast slys en lætur annarleg sjónar-
mið sitja í fyrirrúmi, verður ekki farsæll í umferðinni. Þess
vegna viljum vér beina því til allra ökumanna og sérstak-
lega hinna ungu að hafa það sem höfuðatriði og metnaðar-
mál að forðast slys og tjón í hvaða mynd sem er.
(Frá umferðarvikunni).
Stækkun Fjórðungssjúkrahússins
NÝLEGA mættu á fundi bæjar-
ráðs formaður sjúkrahússtjórn-
Mikið líf í Rafveituskemmunni
Haustmót í handknattleik stendur yfir
SÍÐAN Rafveita Akureyrar
sýndi íþróttafélögunum í bæn-
um þann velvilja og greiðasemi
áð Ijá þeim hina nýbyggðu
skemmu fyrirtækisins við Glerá
til íþróttaæfinga, hefur mikið
fjör færzt í inniíþróttirnar, aðal-
lega handknattleikinn. Eru ein-
hverjir hópar úr félögunum að
æfingum þar flest eða öll kvöld
vikunnar og fjölbreytt keppni
uha helgar, t. d. fóru þar fram 9
keppnisleikir um síðustu helgi.
(Haustmót í handknattleik.)
Áhugi fólks fyrir keppnunum er
mikill eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd, þar sem það
raðar sér upp með veggjunum.
Haustmótið heldur áfram um
næstu helgi og fara þá fram úr-
slitaleikir í hinum ýmsu aidurs-
flokkum. Á laugard. leika m. a.
ÍMA. og KA til úrslita í meist-
araflokki karla. Keppni hefst kl.
2 e. h. á laugard. og sunnud.
íþróttafélögin standa í mikilli
þakkarskuld við Rafveitu Ak-
ureyrar og rafveitustjórann
Knút Otterstedt og fara félag-
arnir ekkert dult með það. En
hvað verður til ráða, þegar Raf-
veitan sjálf þarf á húsnæðinu að
halda, sem óhjákvæmilega verð-
ur mjög bráðlega?
ar, framkvæmdastjóri FSA og
yfirlæknir, þar sem stækkun
Fjórðungssjúkrahússins var til
umræðu. Talið er nú, að vænt-
anleg viðbygging þurfi að vera
um 14 þús. rúmmetrar.
Bæjarráð leggur til, að stjórn
FSA sé falið að vinna áfram að
undirbúningi málsins, og verði
við það miðað, að byggingafram
kvæmdir megi hefja árið 1967.
Ennfremur verði þess farið á
leit við fjárveitinganefnd Al-
þingis, að tekin verði upp á
fjárlög 1966 byrjunarframlag til
byggingarinnar, eigi minna en
3 millj. króna.
Handknattleikskeppni í Rafveituskemmunni við Glerá. Hópar
áhorfenda raða sér upp með veggjum beggja megin. Ljm.: G. P. K>
SEXTUGUR
varð í gær, 1. desember, Gunn-
ar Níelsson útgerðarmaður að
Hauganesi á Árskógsströnd.
Gunnar hefur um mörg ár
verið einn af ötulustu trúnaðar-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
héraðinu, og sendir íslending-
ur honum hugheilar árnaðar-
óskir á þessum tímamótum.
7% launahækkun op-
inberra starfsmanna
KJARADÓMUR kvað í fyrra-
dag upp úrskurð sinn um launa
hækkun opinberra starfsmanna,
og varð niðurstaðan 7%, og
höfðu þrír af fimm dómendum
samstöðu um úrskurðinn. Einn
(Jóhannes Nordal) vildi láta
hækkunina verða 5%, annar
(Eyjólfur Jónsson) 12%. Nokkr
ar tilfærslur voru jafnframt
gerðar milli launaflokka.