Íslendingur - 29.12.1966, Page 1
BARNAGAMAN Á JÓLUNUM
J ólatrésskemmtanir
barnanna standa nú
sem hæst. Fyrir ungn borgarana eru þær ein dýrðlegasta skemmt-
un ársins. — Myndin er frá jólatrésskemmtun í Sjálfstæðishúsinu
á Akureyri af lokaatriðinu, sem var almennur dans. Að sjálfsögðu
lék Hljómsveit Ingimars Eydal öll nýjustu lögin og Þorvaldur og
Erla sungu. Stelpurnar dönsuðu og minnstu strákarnir, en mest-
allur strákahópurinn stóð og horfði á og hlustaði. I»að var ekki
nógu gott!
kvæmdir hreppsins. Upplýsing-
ar Ásgeirs fara hér á eftir.
— í sumar gengum við frá
byggingu nýs skólahúss með 8
stofum. Við notum nú 5 þeirra
fyrir kennslu og 2 sem leik-
fimisal og samkomusal. Einnig
var lokið við byggingu hafnar-
bryggjunnar.
— Aðalviðfangsefnið nú er
að koma félagsheimilisbygging-
unni svo áleiðis í vetur, að unnt
verði að taka hana í notkun í
vor. Þetta er allstórt félags-
heimili, salurinn með þeim
stærri nærlendis, og munum
við fullgera hann fyrst, ásamt
veitingasölu og anddyri.
— Næsta mál á dagskrá og
mjög aðkallandi er að dýpka
höfnina. Hún er nú of þröng
fyrir stóru síldarskipin. Dýpk-
unarframkvæmdin er talin
muni kosta um 5 millj. kr. Okk-
ur hefur verið lofað, að í hana
verði ráðizt næsta sumar.
— Þá liggur fyrir innan tíð-
ar, að gera stórátak í vatns-
veitumálum. Við höfurn þegar
látið bora nokkrar holur, sem
hafa gefizt vel, en þá er eftir
að endurnýja allt dreifikerfið.
Hvemig líkar ykkur við nýja
flugvöllinn?
— Mjög vel. Okkur líkar
(Framhald á blaðsíðu 6)
Um 20 brennur verða í
bænum á gamlárskvöld
leyfi þarf fyrir brennunum, viðurlög við
sprengjukasti
BÚIST ER VEÐ að um
20 brennur verði á Akur-
eyri á gamlárskvöld. —
Verða þær víðsvegar um
bæinn, allstórar á Odd-
eyri og í Glerárhverfi, en
engin þó áberandi stærri
en almennt.
Rétt er að benda á, að
afla þarf leyfis fyrir brenn
um hjá lögreglu og
slökkviliði.
Samkvæmt lögreglu-
samþykkt Akureyrar er
bannað að kveikja í púð-
urkerlingum, „kínverj-
um“ og öðru sprengiefni
í bænum. Framleiðsla og
sala slíkra hluta er einnig
bönnuð. Brjóti menn þess
ar reglur, sæta þeir
ábyrgð. Hafa nokkrir
ntenn og unglingar verið
staðnir að sprengingum
undanfarna daga og kærð
ir fyrir.
í DAG hafði blaðið samband
við Ásgeir Ágústsson sveitar-
stjóra á Raufarhöfn og ræddi
stuttlega við hann um fram-
Áskrifendur
• UM LF.TÐ og fslendingur
þakkar þeim mörgu, sem
sinnt hafa innheimtum fyrir
árgjald biaðsins, hvetur það
þá sem eiga eftir að senda
áskriftargjaldið, til þess að
gera það sem allra fyrst.
• Næsta tölublað íslend-
ings kemur út 12. janúar n.k.
ÍSLENDINGUR
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
52. ÁRG. AKUREYRI, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1966 50. TBL.
Hvað gerðist markverðast
innanlands á árinu 1966?
ÍSLENDINGUR hefur
snúið sér til nokkurra
manna og spuist hvað
ÞEIM FYNDIST rnark-
verðast hafa borið við inn-
anlands á árinu, sem nú er
að líða. Svörin fara hér á
eftir.
Jón fsberg sýslumaður,
Blönduósi:
Endanlega lausn handrita-
málsins vildi ég mega telja
þar efst á blaði, ásamt með
ákvörðuninni um byggingu
álbræðslunnar í Straumsvík.
Af heimamálum er mér Norð-
urlandsáætlunin efst í huga.
Ingvar Jónsson hreppstjóri,
Höfðakaupstað:
Ef ég má halda mig við
heimamál eingöngu, þá verð-
ur fyrst fyrir Norðurlands-
áætlunin. En meðfram vildi ég
nefna síldarflutningana til
verksmiðjunnar héma, sem
hófust í sumar og sönnuðu, að
verksmiðjan er í fullkomnu
lagi og dýrmætt framleiðslu-
tæki, ef hún er notuð.
Sigurður Jónsson bóndi,
Sandfellshaga, Oxarfirði:
Það sem ég myndi í fljótu
bragði telja fréttnæmast á ár-
inu af því sem að sveitunum
snýr, er þétta óvenjulega veð-
urfar allt frá því um mánaða-
mótin janúar—febrúar. Þá
hófst harður vetur, sumarið
var erfitt og vetur skall á aft-
ur snemma. Þetta kemur hart
niður á sveitunum, þar sem
samgöngur eru erfiðar.
Valgarð Björnsson læknir,
Hofsósi:
Ég tel þetta markverðast
hvað á sínu sviði: Endur-
heimt handritanna, verðstöðv
unina, sem er mikilvægt skref
á þessu stigi, Norðurlands-
áætlunina og gerð Strákaveg-
ar til Siglufjarðar.
Þorgils Sigurðsson bóndi,
Sökku, Svarfaðardal:
Hvað snertir sveitirnar við
, Eyjafjörð, ef ég má svara
beint frá mínum bæjardyrum,
þá sýnist mér það hafa varðað
okkur mestu á árinu, hver
framvindan yrði í framleiðslu
málum og verðlagsmálum
landbúnaðarins. Mér finnst að
svolítið los hafi komið á bænd
ur hér í sveitinni og þeir hafi
hugleitt að breyta til. En ef
allt skilar sér í sambandi við
afrakstur af búskapnum, held
ég að afkoman verði svipuð
og árið á undan og þá ástæðu-
laust að kvíða.
Páll Þór Kristinsson fram-
kvæmdastjóri, Húsavik:
Yfir heildina litið tvímæla-
laust verðstöðvunin og lausn
handritamálsins.
Jóhann Jónasson útgerðar-
maður, Þórshöfn:
Lausn handritamálsins er
vitanlega geysilega merkileg-
ur áfangi. Hvað heimamál
snertir, þá hefur mikið verið
gert í hagsmunamálum okkar
á þessu ári, eins og að undan-
förnu í tíð núverandi ríkis-
stjómar.
Ásgeir Ágústsson sveitar-
stjóri, Raufarhöfn:
Það er vitanlega margt
markvert sem hefur gerzt.
Svona fyrirvaralaust kemur
mér í hug lausn handritamáls
ins og verðstöðvunin, sem
mér finnst að hefði mátt koma
fyrr, en vonandi kemur eitt-
hvað útúr. Það sem snýr að
okkur hér í sýslunni myndi
ég telja markverðast kísilgúr-
málið og Norðurlandsáætlun-
ina.
Knútur Karlsson fiskkaup-
maður, Akureyri:
Samningarnir um álbræðsl-
una í Straumsvík. Það er upp
haf að nýjum atvinnugreinum
í landinu, stórt framfaraskref,
sem er hagsmunamál alþjóðar.
Rafn Magnússon trésmíða-
meistari, Akureyri:
Verðstöðvunin og ákvörðun
in um álbræðsluna, sem er
mikið framtíðarmál.
Slulí viðtal við Ásgeir Ágústsson sveitarstjóra:
Mikil nauðsyn aí dýpka hölnina á Raufarhöln