Íslendingur - 29.12.1966, Side 4
ÍSLENDINGUR
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
Kemur út hvern fimmtudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRAÐ. — Ritstjóri: HERBERT
GUÐMUNDSSON (ábm.), sími 21354. — Auglýsingar og afgr. ÁRNI BÖÐVARSSON,
Norðurgötu 49, sími 12182. — Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegs-
bankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga
kl. 10-12. — Setning og prentun: PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR h.f., Akureyri.
FRAMFARATÍMABIL
£ ÞAÐ LEIKUR ekki á tveim tungum, að undanfarin ár
eru eitt mesta framfaratímabil í sögu íslenzku þjóðarinnar.
Nær og fjær blasa við ný mannvírki, ný atvinnutæki og
miklar framkvæmdir. Þjóðarauðurinn hefur aldrei verið
þvílíkur sem nú og þjóðartekjurnar aldrei meiri.
Vandamálin, úrlausnarefnin, sem eru okkur jafnaðarlega
efst í huga, varpa ekki skugga á árangurinn, þegar staldrað
er við og litið um öxl við áramót.
Að sjálfsögðu ber margt til, að svo giftusamlega hefur
gengið á undanfömum árum. Góðæri hafa ríkt hvert af
öðru, en víst er, að þau hefðu ekki nýtzt eins og raun ber
vitni, ef ríkisstjórnin og Alþingi hefðu ekki staðið vel í
ístaðinu. Svo góðar verða ytri aðstæðurnar aldrei, að þær
skapi einar saman velsæld. Þar verður einnig að koma til
viðeigandi nýting þeirra. Staðreyndimar tala sínu máli, og
frammi fyrir þeim verðum við að játa, að þjóðarbúskapn-
um hefur vel farnazt í öllum meginatriðum.
Kannski sannast þetta aldrei ffemur én þégar andstæð-
ingar ríkisstjómarinnar, minnihlutaflokkarnir, hefja upp
raust sína og geta á ekkert markvert bent, sem þeir hefðu
í grundvallaratriðum farið á annan liátt með en gert hefur
verið. Framsóknarmenn eru jafnvel svo fáránlega hlægilegir
í málflutningi sínum, að fullyrða að velsæld íslenzku þjóð-
arinnar í dag „sé öllu öðm fremur að þakka en ríkisstjórn-
inni“. Þessu líkt ofstæki á vitanlega ekki við, nema til að
breiða yfir sannleikann og slá ryki í augu almennings. í
munni Framsóknarmanna verkar það þó aðeins sem
ambaga.
Og uppgjafatónninn í minmhlutaflfljkkunum, einkum
Framsóknarflokknum, virkar alveg eins. Hann segir í raun-
inni þá sögu eina, að ÞEIR eru uppgefnir, uppgefnir á að
rembast eins og rjúpan við staurinn.
Hinar stórstígu framfarir lijá íslendingum verða ekki
aftur teknar, og enginn æskir þess. Það verður heldur ekki
breitt yfir þær með pólitískum vindbelgjum. Þær verða
augljós homsteinn áframhaldandi viðreisnar og uppbygg-
ingar í þjóðfélaginu undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
„ISLENDINGUR"
• ÞAÐ ER oft fjölyrt um erfiðleika blaðaútgáfunnar á
íslandi og margháttaða annmarka á henni. Margt er til í
því, annað er sprottið af vanþekkingu á viðfangsefninu.
Það má til sanns vegar færa, að blöð á íslandi, sem búa
við aðstæður frá því fyrir áratugum, eiga í vök að verjast.
Flest íslenzk blöð sæta einmitt þeim kostum. Þar í liggja
mestu erfiðleikarnir. Þetta er einfalt mál, en kemur víða
við.
íslendingur er engin undantekning frá þessari aðal-
„reglu“, því miður. Umbóta er vant, til að tryggja öfluga
útgáfu blaðsins. Það er aðeins dæmi, sem leggja mætti fyrir
frá fjölmörgum öðrum sjónarhólum.
Það er því verkefni út af fyrir sig, að koma á viðeigandi
og framkvæmanlegum umbótum. Sumpart liggja þær í al-
mennum ráðstöfunum til hagsbóta fyrir blaðaútgáfuna,
burtséð frá opinberum styrkjum, en annars í aðgerðum út-
gefenda og velunnara.
Ohætt er að fullyrða, að útgefendur og stór velunnara-
hópur blaðsins halda þessu máli vakandi nú. Fyrir það
þakkar blaðið heilshugar og hvetur alla þá aðila og aðra,
sem enn hafa ekki komið beint við sögu en hafa áhuga á
því, að leggja sig fram við að koma á nauðsynlegum um-
bótum og tryggja þar með æ öflugri áhrif blaðsins.
Verulega hefur miðað í þessa átt á undanfömum mánuð-
um. Það er hvatning til átaks við að gera blaðið fjölbreytt-
ara og betur úr garði, sem er létt verk margra handa.
Um leið og fslendingur þakkar þann stuðning, sem hann
hefur hlotið í margs konar formi á undanförnum mánuð-
um, og hvetur til átaksins, óskar hann lesendum sínum nær
Og fjær gæfuríks komandi árs.
HMP
Margháttaðar framfarir urðu á árinu í Norðurlandskjördæmi eystra í samgöngu- og atvinnu-
málum. Svo að nokkuð sé nefnt: Múlavegur var opnaður, flugvöllur byggður á Raufarhöfn, ný
síldarverksmiðja tekin í notkun á Þórshöfn, hafin bygging fiskimjölsvcrksmiðju í Dalvík, lokið
við að koma upp beinamjölsverksmiðju í Grimsey, mikil hafnargerð hafin í Flatey, miklar fram-
kvæmdir kísilgúrverksmiðju við Mývatn og í Húsavík, stálskipasmíði hafin á Akureyri, hafin
hygging frystihúss í Grenivík. — Unnið var að undirbúningi nýrrar Laxárvirkjunar, sein er
brýn framkvæmd. Myndin er af fyrstu Laxárvirkjuninni.
Bæjar- og sveitarstjómarkosningar fóru fram á árinu. Myndin er tekin fyrir utan kjörstað á
Akureyri. — Á næsta ári verður kosið til Alþingis.
Þann 16. júlí brann elzta húsið á Þórshöfn, byggt árið 1887.
ÍSLENDINGUR 4