Íslendingur - 02.02.1967, Blaðsíða 4
HSLENDINGUR
Vikublað, gelið úl á Akureyri. - Úlgeiandi: KJÖRDÆMISRAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKS-
INS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA. - Ritsljóri: HERBERT GUÐMUNDSSON
(ábm.), sími 21354. - Auglýsinga- og afgreiðslustjóri: ÁRNI BÖÐVARSSON, sími
12182. - Aðsetur: HAFNARSTRÆTI 107 (Útvegsbankahúsið), III. hæð. Opið kl. 10-12
og 13.30-17.30 virka daga, nema laugardaga kl. 10-12. - Prentun: POB, Akureyri.
EINSTAKLINGSFRAMTAKIÐ OG
BYGGINGAÁÆTLUN AKUR-
EYRAR
0 BYGGÐAÞRÓUNIN hér á landi er við tímamót, eins
og ÍSLENDINGUR hefur hvað eftir annað vikið að undan-
farið. Höfuðborg landsins er orðin hlutverki sínu vaxin og
senn ber að taka til óspilltra málanna við uppbyggingu
annarrar borgar, til þess í senn að stuðla á afgerandi hátt að
jafnvægi í byggð landsins og skapa uppbyggjandi samkeppni
í borgarlífi þjóðarinnar.
Akureyri á næsta leik. Það er óumdeilt. Og — við gerð
Norðurlandsáætlunarinnar hljóta að vakna fyrstu umbrot-
in. I henni verður væntanlega gert ráð fyrir að efla heima-
framtakið til fleiri og stærri dáða en nokkru sinni fyrr.
Á þessu stigi verður ekkert fullyrt um það, hverjar verði
taldar heppilegustu leiðir til að örfa stórlega uppbyggingu
Akureyrar, sem nýrrar borgar. Um það verða vafalaust settir
upp valkostir, sem síðan verða vegnir og metnir. Leiðina
verður að varða vel og rækilega.
En þótt heildarmyndin hafi ekki enn verið mótuð, þá
hggja ýmsir þættir meira og minna ljóst fyrir. Þ. á. m. fer
enginn í grafgötur um að nauðsyn mun krefja um stórátök
í íbúðabyggingum.
I því sambandi er nokkurra kosta völ, eins og yfirleitt.
Það má gera ráð fyrir, að skipulagðir verði áfangar til að
framkvæma. En hver á að framkvæma? Hvemig?
ÍSLENDINGUR vill benda á athyglisverða hugmynd í
þessu sambandi. Byggingaáætlun Akureyrar verði gerð af
heimamönnum í samráði við skipulagsstjórn ríkisins, Hús-
næðismálastofnunina og Efnahagsstofnunina. Staðið verði
á því grundvallarsjónarmiði Norðurlandsáætlunarinnar við
framkvæmdimar, að efla heimaframtakið til dáða. Ráð-
slöfunarfé til íbúðabygginga á Akureyri verði að ákveðnum
hluta veitt í þessu skyni með svipuð sjónarmið fyrir augum
og í sambandi við Byggingaáætlunina í Reykjavík.
I þessu tilfelli myndi vissulega reyna á heimamenn, eins
og vera ber. Það hefur þegar sýnt sig, að þeir eru stórum
vanda vaxnir, svo að ekki þarf að kvíða því, að þeim yrði
skotaskuld úr að framkvæma þetta verkefni á sómasamlegan
liátt.
DRAUMUR EÐA VERULEIKI
0 ÞESSI hugmynd, sem getið hefur verið hér að framan í
mjög grófum dráttum, er ein af mörgum, sem ÍSLENDING-
UR hefur borið fram í sambandi við væntanlega borgar-
myridun á Akureyri.
Því ber ekki að leyna í sambandi við þessi mál, að margur
hefur spurt í fullri alvöru, hvort blaðið sé ekki með þessu
að sóa kröftum sínum í að móta sér óskhyggju — jafnvel
hvort það lifi ekki í draumaheimi!
Þvílíkum efasemdum er fljótsvarað. Staðreyndir um
byggðaþróun á landinu sýna fram á jiað, að önnur borg
verður innan tíðar ómissandi hlekkur í þjóðfélaginu. Akur-
eyri verður svo til sjálfkrafa fyrir valinu. Spumingin er sú
ein, hvenær hafizt verður handa. ÍSLENDINGUR segir:
Því fyrr, því betra. Þess vegna telur blaðið sér skylt, að ýta
fast undir hugleiðingar heimamanna um þessi mál, því jtau
eru j>eirra hagsmunir öðrum fremur, enda þótt þau séu
ekkert einkamál.
Frumkvæði heimamanna getur haft úrslitaáhrif í þessum
efnum og á að réttu lagi að standa í stafni. Góðir Akureyr-
ingar! Við skulum ekki láta undir höfuð leggjast, að skoða
framtíð okkar frá nýjum sjónarhóli. Akureyri á leik!
TOLLAR AF SKÍÐALYFTUHNS
GEFNIR EFTIR
FJARIMALARAÐUNEYXIÐ
tilkynnti í bréfi þann 23.
janúar sl., að ákveðið liefði
verið að innheimta ekki
tolla af væntanlegri skíða-
lyftu f Hlíðarfjalli.
Þessi ákvörðun ráðuneytis
ins niun gilda sem stuðning-
ur við að konia hér upp al-
hliða aðstöðu í 'sambandi við
vetraríþróttaniiðstöðina.
íþróttafréttaritari
HREIÐAR JÓNSSON
Stefán Stcfánsson bæjarverkfræðingur afhendir íþróttaráði skemmuna til umsjónar. Lið ÍBA á bak
við hann. (Ljósm.: —herb.)
IÞRÚTTASKEMMAN VÍGD A LAUOARD.
r
- Valur vann IBA tvívegis í handknattleik
A LAUGARDAGINN í síðustu
viku fór fram vígsla íþrótta-
skemmunnar á Gleráreyrum, og
var húsið þá um leið tekið
formlega í notkun. Af þessu til-
efni var húsið skreytt að innan
með fánaborðum og merki bæj
arins. Bæjarstjóm var boðið og
ýmsum fleiri gestum. Athöfnin
var kvikmynduð og ræðuhöld
tekin á segulband, en þar voru
að verki starfsmenn íslenzka
sjónvarpsins.
Stefán Stefánsson bæjarverk
fræðingur, form. byggingar-
nefndar, flutti stutta ræðu, lýsti
framkvæmdum og húsinu. Gat
hann þess m. a., að húsið væri
tæpir 8 þús. rúmmetrar, bygg-
ingatími hefði orðið um 7 mán-
uðir og kostnaður um 5 millj.
kr. Er þetta því einstaklega
ódýr bygging. Stefán afhenti
síðan íþróttaráði húsið til rekst
urs og umsjónar.
Einnig tóku til máls þeir Jens
Sumarliðason, form. íþrótta-
ráðs, og ísak J. Guðmann, form.
ÍBA.
VÍGSLULEIKUR
Þá hófst leikur milli meistara
liða Vals og ÍBA í handknatt-
leik, en liði Vals hafði verið
boðið til vígslunnar.
Það kom fljótlega í Ijós, að
lið Vals yrði ekki auðvelt viður
eignar fyrir reynslulítið lið ÍBA.
Strax á fyrstu mínútu skoruðu
Valsmenn sitt fyrsta mark og
bætti öðru við skömmu síðar.
Á 6. mínútu skoraði Halldór
fyrsta mark ÍBA úr víti. Vals-
menn svöruðu með þrem mörk
um í röð. Þá skoraði Samúel
fyrir ÍBA. Skoruðu liðin nú til
skiptis og var markcununur út
hálfleikinn oftast fjögur mörk
Val í vil. Stóð 11:8 í hálfleik.
Eftir hlé seig enn á ógæfuhlið
ina fyrir ÍBA. Valsmenn skor-
uðu fjögur mörk í röð, staðan
15:8. Liðin skiptust nú á að
skora, en bilið tókst ÍBA-liðinu
ekki að minnka. Lauk leiknum
með sigri Vals, 27:19.
Af Valsmönnum bar mest á
Hermanni, en i liði ÍBA stóðu
sig vel þeir Þorleifur og Hall-
dór. í heild var mikill munur á
þessum liðum. Valsliðið hafði
yfirburði á öllum sviðum, gott
úthald, hraða og gott leikskipu-
lag. Lið ÍBA skorti mjög út-
hald og eiga greinilega mikið
ólært í knattmeðferð og út-
færslu leiksins.
Dómari var Árni Sverrisson,
en línuverðir Ingólfur Sverris-
son og Ragnar Sverrisson. Árni
dæmdi að mörgu leyti vel, en
reynsluleysi leyndi sér ekki.
SEINNI LEIKURINN
Á sunnudaginn mættust þessi
lið aftur. Fór þá á sömu leið.
Lauk þeim leik með sigri Vals,
31:19.
SAGT UM LEIKINA
OG IIÚSIÐ
Blaðið náði tali af Hermanni
Gunnarssyni, fyrirliða Valsliðs
ins, og spurði hann um álit hans
á íþróttaskémmunni. Lét hann
vel af henni og sagði að salur-
inn væri góður. Gólfið væri
nokkuð hart, en ekki svo að
kæmi að sök. Hermann sagði
ferðina hafa verið skemmtilega
og leikina prúðmannlega.
Þá hitti blaðið að máli Gísla
Bjarnason, annan þjálfara ÍBA-
liðsins. Sagðist hann að mörgu
leyti vera ánægður með liðið,
en nú hefði komið berlega í Ijós
úthaldsleysi þess. Meiningin
væri að kippa í liðinn, eftir því
sem unnt reyndist.
Akureyringar sigruðu Reykvíkinga
í fyrstu ísknaffleikskeppninni
A LAUGARDAGINN var
haldin fyrsta ísknattleiksr
keppnin hér á landi. Þar
mættust lið frá Akureyri og
Reykjavík. Var leikurinn
ójafn, lauk með yfirburða-
sigri Akureyringa, 13 mörk-
um gegn 4. Leikurinn fór
fram á Krókeyri.
A sunnudaginn var háð
hraðkeppni, þar sem þrjú lið
kepptu. Niðurstaðan þar
varð einnig Akureyringum
mjög í vil.
Dómarar voru Hjalti Þor-
steinsson og Ingólfur Ár-
mannsson.
Áhorfendur voru allmarg-
ir, enda keppnin nýstárleg
og skemmtileg.
ÍSLENDINGUR 4