Alþýðublaðið - 30.10.1919, Blaðsíða 1
Alþýðubteðið
Gefið út aí Alþýðuflokknum.
1919
Fimtudaginn 30. október
2. tölubl.
Siðnstu þiag.
I.
Oft má heyra menn minnast á
íingið sín á miili, og er það að
■vonum um slíka höfuðstofnun þjóð-
arinnar. Það er eðlilegt, að menn
láti sig starf þess miklu skifta,
t>ví að það varðar aiþjóð manna.
Sförf þingsins koma niður á öll-
um þegnum ríkisins. Ef þau eru
yflrleitt góð og farsællega unnin og
af viti, verða þau öllum eða flest-
um til heilla. Ef þau eru yfirleitt
illa og ógæfusamlega unnin og af
lítilli þekkingu, verða þau landi og
lýð til bölvunar. En hið þriðja er
og hugsanlegt. Og það er, að
störfin sé unnin af hlutdrægni; og
þá verði þau sumum til góðs, en
öðrum til ógagns. Það er því síst
fuiða, þótt menn reyni að fylgjast
«ieð því, sein þingið gerir, og dæmi
um það.
En hitt er furðulegra hve allir
'dómar manna nljóða á einn veg,
þótt mönnum komi saman um fátt
eitt annað, eru þeir vel samtaka
í því, að dæma þingið hart. Svo
er að minsta kosti hér í bæ og
uærlendis, þar sem til spyrst. En
þetta er ilt. Það er lítill hamingju-
viti, þegar landsiýður missir álit
á og virðingu fyrir þeirri stofnun,
sem virðulegust á að vera með
þjóðinni. Hætt er við, að kjósend-
ur vandi ver val þeirra manna,
:3em tíl þings eru sendir, ef al-
menningur hefir hætt að bera virð-
ingu og traust til þingsins. Þeir
segja sem svo, að það sé andsk.
sama hverjir þar séu, þeir geri
'■ekkert til gagns hvort sem er. Og
sumir segja, að betra væri ekki
til. En er nú von, að vel fari, er
>kjósendur hugsa svo? Er von, að
iþingið verði vel skipað, ef ekki er
reynt að velja beztu mennina, sem
kostur er á? Geta kjósendur ætl-
ast til þesB, að störf þingsins verði
þeim til heilla, ef þeir gera sér
•ekkert far um að stuðla til þeBS,
að þar sitji menn, sem þeir treysta
til að vinna almenningi gagn ?
Geta þeir vonast eftir því, að stefna
þeirra eigi mikil ítök í þinginu,
ef þeir vinna ekki að því að koma
skoðanabræðrum sínum þangað ?
Öllum spurningunum verður hik-
iaust að svara neitandi. Og gæta
verður þess, að dómur um þingið
verður um leið dómur um kjós-
endur. Ef þingið er hart dæmt, er
um leið sagt, að kjósendum yfir-
leitt hafi tekist illa val fulltrúa
sinna.
Óvirðing þingsins meðal alþýðu
manna hefir einnig aðrar vondar
afleiðingar en þær, uð menn vandi
miður val þingmanna. Hún heflr
líka áhrif á þingmennina sjálfa.
Þeir hætta að bera virðingu fyrir
sér og starfi sínu. Þeim finst þeir
vera í einhverri hálfgerðri ruslara-
samkundu, þar sem litlu skifti hvað
og hvernig sé unnið. Ábyrgðartil-
finningin dofnar og með því er
taumurinn tekinn fram af verstu
óheilla-öndum þingsins, hrossa-
kaupum og sérdrægis-fýsn. Kjós-
endur verða að vera eins konar
samvizka þingsins, en það gera
þeir bezt með því, að fylgja vel
því, sem þar gerist, sýna enga
óvirðingu, en finna röggsamlega
að því, sem miður fer, og benda
með rökum á það, sem betur má
fara.
Harðir dómar um þingið geta
• stafað af þrennu. í fyrsta lagi af
því, að þeir, sem dæma, kunna
ekki að meta rétt starfsemi þess,
þótt góð sé. í öðru lagi af þvi,
að starfsemin sé yflrleitt ekki góð
og eigi því skilin harðan dóm. í
þriðja lagi, að þingið sé hlutdrœgt,
meti meira sum héruð en önnur,
beri meir fyrir brjósti hag einnar
stéttar en annarar. Einkum gæti
hið síðast nefnda átt sér stað, hér
í bæ, slíkum órétti sem Reyk-
víkingar eru beittir í þingmanna-
tölu og áhiifum á þingstörf öll.
Hér skal nú lítils háttar minst
á starf síðustu þinga, og þó eink-
um að þvi, er þau koma við bæjar-
búa, og enda alla þá, er við sjáv-
arsíðuna búa?
Hvað hefir þá þingið gert?
Á þinginu 1917 voru sett 67
lög og afgreiddar 20 þingsálykt-
anir, á þingunum 1918 27 lög og
28 þingsályktanir, og á þinginu í
sumar 67 lög og 18 þingsályktanir.
Ekki vantar það, nóg er þetta að
vöxtunum, ef gildið færi þar eftir.
En mikið af þessu eru smávægi-
legar breytingar frá eldri lögum,
og þeim sumum ekki mjög göml-
um. Lögin eru sett af svo mikilli
fljótfærni og hroðvirkni, að þegar
á næsta þingi verður að breyta og
lagfæra. Starfið fer alt of mikið í
eilífar breytingar og viðauka, sem
eiga að heita lagfæringar, og stafa
af því, að ekki er nógu vel unnið
í upphafi, og lítil framsýni er til.
(Frh.).
Morgunblaðið
heiðrar Ólaf Friðriksson.
Um daginn stóð í „leiðara" í
Mgbl. að Þingvallafundurinn, sem
„Tíma“-mennirnir héldu í sumar,
hefði kosið Ól. Friðr. ásamt Jónasi
frá Hriflu fyrir pólitiskan ráðanaut
þiDgflokks síns.
í gær var Mgbl. við sama hey-
garðshornið. Bar sömu söguna
aftur á borð fyrir lesendur sína,
án þess að taka minsta tillit til
þess þó „Tíminn" hafi harðlega
neitað þessu, og sagt þetta jafn
fráleitt og að Jakob Möller eða
Bjarni frá Vogi væru ráðgjafar
Tímaflokksins.
En hvers vegna er Mgbl. að
berja þetta blákalt fram? Er það
til þess að koma socialistahræðslu
í bændurnar, eða er Mgbl. svona
brugðið frá í sumar, að því þyki
ekki nóg að segja satt um Ó. F.
heldur beinlínié skrökvi upp sög-
um honum til heiðurs?