Alþýðublaðið - 30.10.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1919, Blaðsíða 3
Krá Svíþjóð. Metallogi-apliiska Forsknings- institntet heitir stofnun, sem Svíar eru ný- búnir að koma á í Stokkhólmi. Það er vísindaleg stofnun, sem á að styðja málmiðnaðinn sænska. Líthá eða Lithauen, eitt af nýju rikjun- um við Eystrasalt, heflr útnefnt konsúl i Stokkhólmi, og er það fyrsti konsúllinn, sem það útnefnir. Frá Svíþjóð til Litháar er sjóleið ekki lengri en úr Reykjavík til Hornafjarðar. Stór verðlann. Fyrir beztu uppástunguna um hvernig haga skyldi brú yfir Hamarbyleden ved Astrahólmana var heitið þrennum verðlaunum, og hlutu þýzk verkfræðinga-firmu 1. og 3. verðlaun, en 2. verðlaun fékk sænskt verkfr.firma. 1. verð- laun voru 15 þús., 2. verðl. 10 þús. og 3. verðl. 5 þús. kr. Auk þessara verðiauna var tveimur keppendum eftir tillögu dómnefnd- ar veitt 2500 kr. verði. hvorum. Nýtt ráðhús er verið að reisa í Stokkhólmi. Áætlað er að það kosti liðlega 11 milj. króna, þegar það er fullgert. Súlítelma. í Súlítelma í Norður-Svíþjóð, við landamæri Noregs, eru miklar koparnámur, en rekstur þeirra hefir nú verið, stöðvaður um hríð, þar eð námurnar geta ekki komið frá sér málminum. í Súlí- telma eru nú 700 þús. smálestir af koparkís, sem safnast hafa íyrir þar. Brezku óveðurs-Tarðarnir. Óveðurs-varðarnir á Bretlands- eyjum, sem ekki hafa verið not- aðir nú á stríðsárunum, tóku til starfa aftur í ágústmán. síðastl. Yarðarnir gefa óveðursmerki, i þegar búast má við óveðri, í því I ALÞÝÐUBLAÐIÐ héraði, sem varðinn er í, en óveð- ur er talið, þegar vindhraðinn er meira en 8 (eftir Beauforts mæli- kvarða). Alls eru á Bretlandseyjum 62 óveðurs-varðar; þar af er 41 á Englandi, 6 í Vales, 10 í Skot- landi og 5 í írlandi. Ráðgert er að reisa fleiri varða á þessu, og komandi ári. Bretar bönnuðu sendingu veður- skeyta héðan til Danmerkur með- an á stríðinu stóð, til þess að Þjóðverjar gætu ekki notað þau til þess að sjá fyrir veðrið, þegar þeir voru að leggja af stað í loft- skeytaárásir á borgir Bandamanna. fossa-afl á VestfjSrðnm. í sumar voru tveir norskir verkfræðingar, með fjóra íslend- inga sér til aðstoðar, að mæla fossaafl nokkurra vestfirðskra fallvatna. Komust þeir að þeirri niður- stöðu, að úr Dynjanda í Arnar- flrði og Mjólkárfossum myndi mega fá 50—60 þús. hestöfl, en til þess að ná því afli, þyrftu 500 manns að starfa þarna að vatns- virkjun í 6 ár. Brú jfir Iróarskeldufjörð. Danir ætla nú að gera járn- brautarbrú yfir Hróarskeldufjörð, sem skerst inn í Sjáland norðan- vert og er nær 50 rásta langur. Brúin á að vera svo há, að skip geti siglt unair hana, og er hæðin áætluð 35 stikur (liðl. 100 fet; til samanburðar má geta þess, að loftskeytastengurnar á Melunum eru um 250 feta háar). Stærsta hafið milli stöpla á að vera 30 stikur. 3 Cekjur lanðssjóðs. Fjáriög þau, sem síðasta aiþingi samþykti, áætlaði tekjur lands- sjóðs á komandi ári nær 5Va miljón króna. Ábúðar- og lausafjárskatturinn er 100 þús., húsaskatturinn 40 þús., tekjuskatturinn 400 þús. og dýrtíðar- og gróðaskatturinn 100 þús. kr. Vitagjald 100 þús. kr., útflutningsgjald (aðallega á sild og saltfiski) 600 þús., áfengistollur (þar með óáffngt öl, áfengislaust vín, ávaxtasafi eg gosdrykkir) 125 þús, tóbakstollur 400 þús. kr., kaffi- og sykurtollur 525 þús. kr., vörutollur 750 þús.kr., stimp- ilgjald 500 þús. kr., pósttekjur 200 þús. kr. og símatekjur 550 þús. kr. jtytizku máltól. Einkennilegt atvik kom nýlega fyrir í fangelsi einu í Danmörku. Maður nokkur hafði brotist inn í hús í Hellerup (nálægt Kaupmanna- höfn) og stolið þar 150 kr. í pen- ingum, auk annars, sem lítið pen- ingagildihafði. Hannnáðistskömmu síðar og hjá honum fanst þýfið. Við yfirheyrsluna neitaði hann að vita nokkuð um stuldinn, en fangi sem var í næsta klefa við hann með- an á rannsókninni stóð, kvaðst vera sekur um hann. Samt sem áður var framburður þeirra ekki tekinn gildur, en þjófurinn dæmd- ur í 4 ára fangelsi. Þá játaði hinn, að þjófurinn hefði gint sig til að taka á sínar herðar glæpinn, og til samtals höfðu þeir notað sal- ernispípu, sem lá á milli klefanna. Um daginn og veginn. Hvorri kliðinni á að trúai í Morgunblaðinu í gær er sagt frá því á öftustu bls. að þýskur togari er hingað hafi komið, hafi sagt að kolin kostuðu ekki nema 100 mörk smálestin í Þýskalandi, en á fremstu síðu blaðsins er sagt frá því í símskeyti frá Khöfn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.