Íslendingur - 31.10.1974, Blaðsíða 2
Skíðafólk á Akureyri:
ÆFIR EFTIR NÝJU
NORSKU LANDSLIÐSKERFI
Þó lítið hafi verið um snjó á þessu hausti, er Iangt síðan æfingar hjá skíðafólkinu á Akureyri
hófust. Reglulegar æfingar voru hafnar í júlí og fór hópurinn m. a. á hverju miðvikudagskvöldi
upp undir brún Hlíðarfjalls og æfði þar í skafl i einum. Æfingar þessar fóru fram eftir sérstöku
æfingakerfi, sem Norðmenn hafa nýlega tekið upp fyrir landsliðsmenn sína, en Viðar Garðarsson
þjálfari Akureyringanna sótti einmitt þjálfaranámskeið í Noregi í sumar, þar sem þetta nýja
kerfi var kennt.
— Eins og xnönnum er kunn-
ugt, þá hafa Norðmenn alltaf
staðið mjög framarlega í skíða-
íþróttinni, en á síðustu árum
hafa þeir dregist nokkuð aftur
úr. Því var gerð algjör endur-
skoðun á æfingakerfi skíða-
mannanna norsku og nýtt kerfi
samið. Æfingakerfi þetta grund-
vallast á reynslu Frakka og
Austurríkismanna, sem nú eru á
toppi, sagði Viðar Garðarsson,
í viðtali við íslending. — Eg
var svo heppinn, að sækja nám-
skeið Norðmannanna, einmitt
þegar þeir kynntu þetta nýja
æfingakerfi, og gat því tileink-
að mér þessar nýjungar.
— Ég bind mjög miklar von
ir við kerfið og er þeirrar skoð-
unar, að við ættum ekki síður
að geta náð langt með því, en
Norðmenn. Nú höfmn við æf-
ingaplan þeirra, og þar að auki
höfum við betri snjó allt árið
um kring en Norðmenn. Sumar-
snjórinn í Noregi er mjög slæm-
ur til að skíða í, en snjórinn hér
er aftur á móti mjög vel til
þess fallinn.
Þjálfaranámskeiðið, er Viðar
sótti var haldið í sumarskólan-
um í STRYN í Mið-Noregi. Er
þetta annað námskeiðið, sem
hann sækir þangað. Það fyrra
var ætlað fyrir þjálfara byrj-
endahópa, en það sem hann sótti
í sumar var ætlað þjálfurum
keppnismanna.
Nýja kerfið er í stórum drátt-
um þannig, að þjálfuninni er
skipt niður í þrjá hluta, sem
deilt er niður á allt árið. Á
fyrsta hluta er aðaláherslan lögð
Á hverjum miðvikudegi, að lokinni vinnu, fór skíðafólkið upp
undir brún Hlíðarfjalls til æfinga. Þessi mynd var tekin á einni
æfingunni.
Nú í haust fór hópurinn austur að Hlugastöðum til þrekæfinga
eina helgi. Viðar segir, að mynd þessi sýni glögglega þá miklu
gleði, sem einkenni þennan hóp á æfingum.
á tæknivinnu. Áður fyrr var
yfirleitt lögð áhersla á einhverja
eina aðferð við skíðun í hraut-
um, en nú eru kenndar 10 að-
ferðir við skíðun. Skíðamaður-
inn á síðan að geta notfært sér
hinar mismunandi aðferðir eftir
því hvernig aðstæðurnar eru
hverju sinni. Með þessu móti
verður skíðamaðurinn mun fjöl-
hæfari, en sá sem notar aðeins
eina aðferð við að skíða í braut-
unum.
Á öðrum hluta er farið inn á
svokallaða magnþjálfun. Þá er
þessi tæknivinna, sem búið er
að fara í gegnum æfð í skíða-
brautum, þannig að skíðafólkið
læri að nota réttar aðferðir við
hinar mismunandi aðstæður í
brautunum.
Þriðja hlutanum er varið til
keppni, bæði keppni í æfinga-
mótum og opinherum mótum.
Viðar hyggst t. d. láta skíða-
fólkið á Akureyri fá tækifæri til
þess að keppa með viku eða
hálfs mánaðar fresti í vetur.
Síðast en ekki síst leggja
Norðmennirnir mikla áherslu á
þrekæfingarnar hjá sínum mönn-
um. Þrekæfingarnar eru stund-
aðar allt sumarið og alveg þang-
að til hægt er að vera á skíðum
á hverjum degi.
Viðar kom heim í júlí, eða
strax eftir að þjálfaranámskeið-
inu lauk og byrjaði þá strax að
þjálfa Akureyringana eftir nýja
kerfinu og segir hann að það
hafi gefist mjög vel þegar í byrj
un. Orðum hans til sönnunar
má benda á að Akureyringarnir
Æfingatafla
Skíðaráðs
Akureyrar
Mánudagur — íþróttavöllurinn:
Kl. 18.15: 13 ára og yngri, þrekæfingar, intervallæf.
Kl. 19.00: 14 ára og cldri, þrekæfingar, intervallæf.
Þriðjudagur — Iþróttavöllurinn:
Kl. 19.00: 14 ára og eldri, imitasjónsæfingar, þrekæf.
Fimmtudagur — íþróttavöllurinn:
Kl. 18.15: 13 ára og yngri, snerpa/fjöðrun, þol, taktik.
Kl. 19.00: 14 ára og eldri, snerpa/fjöðrun, þol, taktik.
Öllum er heimilt að mæta á æfingar skíðaráösins. —
Skíðaæfingar byrja strax og snjór leyfir.
tóku að jafnaði 2 af hverjum 3
verðlaunum í öllum þeim flokk-
um, sem þeir kepptu í á skíða-
móli því, sem haldið var í Kerl-
ingarfjöllum ekki alls fyrir
löngu. Einnig virðist skíðafólk-
ið sjálft vera mjög án'ægt með
þessa nýju æfingaaðferð og
Viðar Garðarsson, þjálfari Ak-
ureyringa.
sagði Viðar að sér væri það
rnjög mikil ánægja að vinna
með þessum hópi ungs fólks á
Akureyri. Væri hópurinn sam-
valiim og afar duglegur.
Að lokum sagði Viðar að
hann teldi að þetta nýja æfinga-
kerfi stefndi í rétta átt, en sagði
að hér mætti ekki láta staðar
numið heldur ætti nú að senda
einhverja aðra skíðamenn utan
fljótlega til þess að sækja þjálf-
aranámskeið toppþjóðanna
Frakka og Austurríkismanna og
flytja heim með sér þær nýjung-
ar, sem þeir eru með núna.
2 - ISLENDINGUR