Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1974, Side 7

Íslendingur - 31.10.1974, Side 7
10 milljómr til borana á 3 árum og árangur sama og enginn segir bæjarstjórinn á Ólafsfirði Um næstkomandi áramót lætur Ásgrímur Hart- mannsson af störfum sem bæjarstjóri Ólafsfjarð- ar og hefur hann þá gegnt bæjarstjórastarfinu í 29 ár, eða lengur en nokkur annar maður á land- inu. Eftirmaður Ásgríms verður Pétur Már Jóns- son lögfræðingur úr Reykjavík. Að sögn Ásgríms hefur þetta síðasta starfsár hans sem bæj- arstjóra einkennst af upp- gangi og erfiðleikum. 45 manns hafa íluttst til bæjarins á árinu og er það óvenjulega mikill fjöldi. Atvinna hefur verið mikil og jafnvel verið vöntun á fólki til starfa, sér- staklega iðnaðarfólki. Miklar framkvæmdir hafa verið á veg um bæjarins og ber þar hæst hafnargerðin. Erfiðleikarnir birtast hins vegar fyrst og fremst í formi fjárskorts eins og svo víða annars staðar. — Það harðnar stöðugt á dalnum hjá Olafsfirði og öðr- um smærri byggðarlögum úti á landi, sagði bæjarstjórinn í viðtali við íslending' fyrir skömmu. — Eg hef heyrt mik- ið talað um það í fjölmiðlum að fjárhagsvandinn sé hvað mestur hjá stærri kaupstöðum, en ég tel þetta alrangt. Bæir eins og Ólafsfjörður hafa í raun og veru ekkert rekstrarfé. lJrátt fyrir það verðum við að geta hyggt upp þá aðstöðu sem þarf til þess að hægt sé að inna af hendi nauðsynlega þjónustu við atvinnurekstur- inn. Það eru litlu kauptúnin og kaupstaðirnir sem lenda í mestu erfiðleikunum vegna hinnar sívaxandi dýrtíðar og við drögumst æ lengra aftur úr. Eg þori að fullyrða að þó stærri kaupstaðirnir spöruðu við sig verulegar framkvæmd- ir í 1—2 ár þá væru þeir samt sem áður langt á undan minni stöðunum með allfi nauðsyn- lega uppbyggingu. Árangurslítil leit Ásgrímur tók síðan fyrir borunina eftir heitu vatni, sem dæmi um þau verkefni, sem bæjarfélagið þyrfti að leysa til þess að fólk fengist til að setjast að á Ólafsfirði. Kaup- staðurinn hefur á sl. 3 árum varið 10 milljónum króna til leitar eftir heitu vatni en ár- angur af leitinni er sama og enginn. — Á Alþingi er samstaða um að mikil nauðsyn sé á að auka möguleika til meiri nýt- ingar heita vatnsins sem er til í landinu, en aftur á móti virð- ist aðstoðin, sem veitt er til leitar eftir því sáralítil, sagði Ásgrímur. — Á þessu sumri var boruð 120 metra djúp hola og enn er óvíst um árangur og nú er byrjað á annarri 300 metra djúpri holu, sem við bindum miklar vonir við. Hér í Ólafsfirði eru 250—300 íbúð ir og það vantar heitt vatn í um 40 þeirra, svo það er að- kallandi fyrir okkur að fá Iausn á þessu máli sem fyrst. — En borunarkostnaður er ótrúlega mikill, sérstaklega þeirra tækj a sem notuð eru við borunina. Þar að auki heimt- ar Orkustofnunin greiðslu fyrirfram fyrir tækin, svo manni virðist aðstoðin vera heldur lítil við þá, sem þurfa að standa straum af þessum borunum í leit að varma. Hafnarframkvæmdiv Eins og áður segir eru hafn- arframkvæmdirnar það verk- efni sem mest áhersla hefur verið lögð á að vinna að á þessu ári. Að sögn Ásgríms var ástandið í hafnarmálum Ólafsfirðinga þannig að mynni aðalhafnarinnar var orðið svo grunnt að það var með öllu ófært stærri skipum þegar eitt- hvað var. að veðri. Auk þess gátu stærri skip og skuttogar- ar ekki snúið sér við inni í höfninni. Nú í haust mun upp- mokstursskipið Hákur dýpka aðalhöfnina og síðan mun hann dýpka innri höfn Ólafs- firðinga þannig að viðlegu- kantur sá sem lagður var í sumar komist í gagnið. Við- legukanturinn er 130 metra langur og er gerður úr stál- þili, sem rekið var niður. Er verið að ganga frá honum endanlega um þessar mundir, en á næsta ári verður steypt yfir hann plata. Þegar því verð ur lokið hafa Ólafsfirðingar loksins eignast öruggt skipa- lægi. Verkstjóri við hafnar- framkvæmdirnar er Hallgrim- ur Antonsson frá Dalvík, en áætlaður kostnaður við verkið er 30 milljónir króna. 40 hús í smíðum Um 45 manns hafa flutt til Ólafsfjarðar á þessu ári, en alls 40 ibúðir eru í byggingu á staðnum. Flestar þessar íbúð- ir eru í eigu ungs fólks á Ólafsfirði, sem er nýbúið að stofna heimili. Ásgrímur sagði að aldrei áður hefðu jafn mörg hús verið í smíðum í einu. 10 þessara húsa eru við nýja götu, sem var undirbyggð sl. sumar. — Af öðrum bygg- ingaframkvæmdum í bænum, Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri Ólafsfjarðar. má nefna mikla viðbyggingu á hraðfrystihúsi Magnúsar Gam- alíelssonar, og þá er verið að undirbúa byggingu sjúkra- húss, heilsugæslustöðvar og elliheimilis. Þessar þrjár stofn- anir verða undir sama þaki, og er áætlað, að þar geti dval- ið 15 gamalmenni og 10 sjúkl- ingar. Þriðji hluti byggingar- innar verður notaður sem heilsugæslustöð. Bæjarstjórinn sagði, að byrjað .hefði verið á grunni sjúkrahúss fyrir nokkrum árum, en nú væri unnið að stækkun hans, þar sem ákveðið hefði verið, að fyrrnefndar stofnanir yrðu undir sama þaki. Verkið hefur gengið seint, m. a. vegna vönt- unar á vinnukrafti, en vonir standa til, að hægt verði að ljúka því á næstu 3—4 árum, ef fjárveitingar fást Um sl. áramót var heildarkostnaður við framkvæmdirnar áætlaður 100 millj. kr. Skemmtun fyrir aldraða Félagsmálastofnun Akureyrar og Kvenfélagið Hlíf gangast fyrir skemmtun fyrir aldraða sunnu- daginn 3. nóvember kl. 15.00 í Sjálfstæðishús- inu. — Skemmtiatriði, spil og dans. Þeir, sem óska eftir akstri á skemmtunina, til- kynni það til félagsmálastofnunar fyrir 'hádegi á föstudag. — Síminn er 21000. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR, Geislagötu 5. — Akureyri. FÉLAGSMALASTOFNUN AKUREYRAR óskar eftir fólki til starfa viö heimilis- þjónustu Bent er á, að hér er urn hentuga vinnu að ræða fyrir þá, sem vilja vinna hluta úr degi. Félagsmálastofnunin gengst fyrir kvöldnámskeiði fyrir væntanlegt starfsfólk og hefst það mánud. 4. nóv. Kennt verður 4 stundir á kvöldi, en nám- skeiðið mun standa í tvær vikur. Námskeiðið verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsóknir sendist Félagsmálastofnun Akureyrar, Geislagötu 5, sími 21000. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR, Geislagötu 5. — Akureyri. - Tennur Framhald af miðsíðu. aðar falskar tennur, eru að þeir sitja vel fastir í munninum. Þeir gefa sjúklingum möguleika á að halda öllum þejm tönnum, sem nothæfar eru af hans eigin og loks þekja þeir ekki góm sjúklingsins á sama hátt og fölsku tennurnar gera, en heil- gómarnir draga úr bragðskyni fólks sem þá notar. Gómpartar krefjast hins veg- ar mjög góðrar hirðingar ef end ing þeirra á að vera góð og tennurnar, sem notaðar eru til festingar þurfa alveg sérstak- lega góða hirðingu. Matur vill setjast undir krókana og valda tannskemmdum ef hirðing er ekki góð. En stundum eru tennurnar það illa famar að vinnan við viðgerðirnar borgar sig eklci og þá er heilgómur þrautalending fyrir sjúkling og tannlækni. Þá eru allar tennur fjarlægðar úr gómunum og falskir gómar sett- ir í staðinn. — Þessar tennur þarf að hirða vel og þær þurfa að endurnýjast þar sem gómar sjúklingsins sjálfs halda áfram að rýrna á meðan hann lifir. Oft dugir að gómarnir séu fóðr- aðir, en stundum þarf að smíða tennurnar alveg upp. Hætt er við að matarleyfar vilji setjast undir fölsku gómana og því þarf að taka þá út oft og hreinsa vel undir þeim, annars er hætt við að matarleyfar valdi bólgu og særindum í gómum. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM BÍLAVERKSTÆÐI DALVÍKUR Frá Landssímanum, Akureyri: tílkynning um breytt símanúmer á Akureyri Símaskráin fyrir árið 1974 tekur gildi að fullu varðandi Akureyri mánudaginn . 4. nóvember 1974 kl. 08.00, en samkvæmt henni breytast símanúmerin 1-15-00 til 1-24-99 þannig að tveir fyrstu tölustafirnir verða nú 23. Dæmi: 1-15-00 verður 2-35-00. 1-18-69 verður 2-38-69. 1-24-99 verður 2-34-99. Ennfremur breytist símanúmerið 1-21-00 (eins og það er í símaskránni 1974) í 2-31-00. Þá eru þeir símnotendur á Akureyri, sem ekki hafa enn vitjað símaskrárinnar fyrir 1974, vin- samlega beðnir að gera það við fyrstu hentug- leika. SÍMASTJÓRINN, AKUREYRI. ISLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.