Íslendingur


Íslendingur - 01.05.1975, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.05.1975, Blaðsíða 2
Myndin hér að ofan er frá stökkmóti sem haldið var í Miðhúsa- ldöppum 1936. Þetta er á sama stað og nú er fyrirhugað að byggja 3 litlar stökkbrautir. Ljósm.: E. Sigurgeirsson. Stökkbrautin á myndinni lengst til vinstri var notuð á landsmót- inu á Akureyr; 1940. Margir þekkja eflaust staðinn og má þarna sjá gamla Útgáið ofarlega á myndinni. Brekkan er í Glerárgili. Ljósm.: E. Sigurgeirssson. Á myndinni t. v. eru sjálfboðaliðar ásamt stórvirkum vinnuvél- um að vinna við Ásgarðsbrautina fyrir landsmótið 1971. Við erum enn á frumsfigi í skíðastökkinu Fyrir hálfum mánuði birtist hér í blaðinu grein eftir Hermann Sigtryggsson um skíðagöngu. I biaðinu í dag fjallar hann um skíðastökk og fer grein hans hér á eftir: Árið 1932 reisti KA þennan atrennuturn á höfðanum fyrir vest- an þar sem nú er Aðalstræti 68. Aldrei var þessi stökkbraut noíuð því mannvirkið fauk áður en til þess kom. Skíðastökk virðist aldrei hafa náð að festa rætur hér á Akur- eyri. Heimildir greina frá því að langt er síðan hin fyrstu stökkmót voru haldin hér og voru aðstæður þá allar heldur frumstæðar. Enn í dag erum við á frumstigi í þessum efn- um. Að vísu hafa stökklengd- ir aukist nokkuð frá því sem menn voru að keppa í brekk- unum vestan við Glerána þar sem vatnsgeymar bæjarins eru nú, þ. e. beint á móti Möl og sandi hf., en þar var keppt í stökki á móti sem U. M. F. A. hélt 1921. Lengsta stökk var þá 7.5 m. Á síðasta landsmóti skíðamanna sem haldið var hér á Akureyri 1971 var hiris vegar stokkið 59.5 metra í stökkbrautinni við Ásgarð í Snæhólum og varð viðkom- andi stökkvari fslandsmeistari í þeirri keppni. Frá árinu 1921 og til dags- ins í dag hafa margar stökk- brautir verið byggðar á ýms- um stöðum hér í bæ og með misjöfnum árangri. 1932 byggði K. A. stóran aðrennsl- isturn á höfðanum yfir ofan Aðalstræti 68 (sem nú er). Stökkva átti austur af höfðan- um með frárennsli yfir þar sem Aðalstrætið er nú og fram á Leiruna. Áður en af keppni varð faulc mannvirkið á höfð- anum og þessi stöklcbraut því aldrei notuð. Fleiri staðið voru reyndir og við Miðhúsaklapp- ir var byggð ágæt 30 metra braut sem mikið var notuð um margra ára skeið. Raunar má segja að á meðan þeirrar braut ar naut við hafi stökkíþróttin risið hvað hæst hér á Akur- eyri. Keppt var í henni á öll- um innanhéraðsmótum og jafn vel íslandsmótum. En þar sem ekki var hægt að stökkva þarna nema 30 metra og braut in oft snjólaus þegar mest á reyndi var leitað eftir stærri brautum ofar í fjallinu þar sem snjólag var öruggara. Voru þá notaðar brautir við Breiðahjalla fyrir neðan Fálka fell og í Glerárgili fyrir neðan gamla Útgarð og loks var farið alla leið upp í Snæhóla og þar byggð stökkbraut sem oftast var kennd við Ásgarð. Er hún Á sunnudaginn kl. 2 verður keppt í II. umferð í Alberts- mótinu, en þá leika Þór og Reynir. — Mótinu lýkur um næstu helgi þar á eftir með leik Þórs og UMSE. Fyrstu leikirnir í Alberts- mótinu í knattspyrnu voru leiknir um sl. helgi, en fjögur notuð enn þann dag í dag þeg- ar mikið liggur við. Undanfar- in ár hefur verið leitað að stökkbrautarstæði í námunda við Stromp, ýmsir staðir verið athugaðir og mældir en ávallt hefur komið í ljós að kostn- aður við að byggja þar 40 — 50 m stökkbraut er svo mikill að ekki hefur verið talið fært að hefjast handa. Þar sem fyrirsjáanlegt er að hér á Akureyri þarf að byggja stökkíþróttina upp frá grunni, bæði aðstöðu og skíðastökkv- ara, þá er nú farið að líta aftur til Miðhúsaklappa. Og nú skal byrja á byrjuninni, því þar eru nú ráðgerðar 3 stökkbrautir sem leyfa 10 m stökk, 15 m og 30 — 35 m stökk. Síðar meir væri svo hægt að byggja 40 til 50 m brautir uppi í Hlíðar- fjalli. lið voru skráð til keppni. Þá áttust við UMSE og Reynir og lauk leik þeirra með jafntefli, 0:0. Þá lék Þór á móti ÍMA og lauk leiknum með sigri Þórs, 5:0. ÍMA hefur dregið sig til baka úr keppninni. Keppt er á Sanavellinum. Á aðalskipulagi bæjarins eru Miðhúsaklappir ætlaðar fyrir útivistarsvæði og á sl. ári var gamla stökkbrautin mæld upp og nú liggja fyrir teikningar af stökkbrautum þar. Allt er þó í óvissu með framkvæmdir, þar sem pening ar eru ekki fyrir hendi. Hins vegar væri það verðugt verlc- efni fyrir klúbba eða áhuga- mannahópa að taka að sér að byggja stökkbrautirnar í Mið- húsaklöppum. Ekki er að efa að því yrði vel tekið af ungum áhugamönnum um skíðastökk. En ekki er allt fengið með stökkbrautunum. Okkur vant- ar leiðbeinendur, stökkskíði og skó og annan þann útbún- að sem stökkmenn tileinka sér. Allt þarf þetta að haldast í hendur, svo að ef akureyr- ingar ætla að eignast skíða- stökkmenn í framtíðinni þarf að taka þetta allt með í reikn- inginn hvort sem mönnum lík ar betur eða verr. Og útbún- aðurinn er því miður alls ekki ódýr. Skíðastökk er ein af glæsilegustu íþróttagreinum sem maður sér og margur sakn ar þess að sjá ekki oftar þessa fallegu íþrótt. Það væri ósk- andi að sjónvarpið gæti ofur- lítið lyft undir með okkur og glætt áhuga fyrir skíðastökk- inu með því að sýna stökk frá nágrönnum okkar á Norður- löndum sem eiga einhverjar frægustu stökkbrautir heims- ins, s. s. í Holmenkollen, Fal- un og Lahti. Verslunarhúsnæði Húsnæði okkar í Helgamagrastræti 10 er til sölu nú þegar. Upplýsingar veittar á staðnum (ekki í síma). ttdiOVINNUSTOFAN j Helgamagrasfræti 10 — Akureyri. ■ Nýkomið hjá LYNGDAL HF • Strigaskór, margar gerðir í númerum 20 — 46. • Karlmannasandalar. © Kventöfflur, margar gerðir. ð Gúmmískór í öllum stærðum. @ Barnastígvél frá Nokia. • Kvengötuskór úr mjúku leðri. • Póstsendum. Hjá Lyngdal fáið jbér skófatnað á alla fjölskylduna SKÓVERSLUN M.H. Lyngdals h.f. HAFNARSTRÆTI 103 - SÍMI 2-33-99. ALBERTSMÓTIÐ: UMSE og ÞÓR keppa um helgina 2 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.