Íslendingur - 01.05.1975, Blaðsíða 8
ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332
ÍSLENDINGS
Á myndinni sjást starfsinenn Slippstöðvarinnar á Akureyri vinna á „pinnapalli“ við einn
híutann í nýja skuttogaranum.
Fullkomin hlufasmiði undir danskri leiðsögn:
JÁKVÆÐUR ÁRANGUR
I SLIPPSTÖBINNI
Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri eru langt komnir við að reisa miðskip nýja skut-
iogarans og einnig er smíði vélarundirstöðu komin vel á veg. Verkinu í heild miöar vel
áfram og hefur tímaáætlun staðist.
Skuttogarinn er fyrsta
skipið sem Slippstöðin smíð-
ar í fullkominni hlutasmíði
og er verkið unnið undir
handleiðslu danska ráðgjafa-
fyrirtækisins Svejsecentral-
en. Verkið er þannig leyst
að skipinu er skipt niður í
hluta þar sem hver hluti fær
sitt ákveðna númer. Þessir
hlutir eru sjálfstæðar eining
ar sem eru síðan miðdeplar
í sambandi við teikningar og
framleiðslu. Hlutarnir eru
teiknaðir mjög nákvæmlega
og gerðar nákvæmar verk-
lýsingar og efnislistar. Þegar
hlutarnir eru fullunnir eru
þeir síðan felldir inn í heild-
arsmíðina. Á þetta fyrir-
komulag að auðvelda vinnslu
skipsins, auka vinnuafköst
og bæta framleiðsluna. Þá
má einnig geta þess að þetta
á að geta dregið úr slysa-
hættu við smíðina.
Það eru þrjár íslenskar
skipasmíðastöðvar að gera
tilraunir með þessa nýju
tækni í hlutasmíði undir
handleiðslu danska fyrirtæk
isins. Eru það Stálvík h.f.,
Þorgeir og Ellert h.f. og
Slippstöðin á Akureyri. Til-
drögin að þessu voru þau að
Iðnþróunarstofnun íslands í
samvinnu við Iðnaðarráðu-
neytið og Iðnþróunarsjóð
gerðu samning við Svejse-
centralen um ráðgefandi
starfsemi við íslenskar skipa
smíðar. Eiga danirnir að
kenna íslenskum tæknimönn
um nýtísku vinnubrögð við
hlutasmíði og síðan eiga
tæknimennirnir að miðla öll-
um íslenskum skipasmíða-
stöðvum af fróðleik sínum.
Nú hefur þessi starfsemi
staðið í rúma 4 mánuði og
er jákvæður árangur þegar
kominn í ljós í Slippstöðinni
að því er Ingólfur Sverrisson
tjáði blaðinu fyrir skömmu.
Hann sagði að danirnir hefðu
verið mjög ánægðir með
starfsmennina í Slippstöð-
inni og hrósað þeim fyrir
hve fljótir þeir voru að til-
einka sér hin nýju vinnu-
brögð. Sagði Ingólfur að í
raun og veru mætti segja að
ánægjan væri gagnkvæm þar
sem Slippstöðvarmennirnir
teldu tillögur dananna mjög
til bóta og væru ánægðir
iheð samstarfið við þá.
awnwrtmw" 1 nrif" ipmr
SUMARBÚÐIR AÐ LAUGALANBI
Islendingur
þarf aukiiÖ
hlutafé
Aðalfundur íslendings h.f. var
haldinn 26. apríl sl. Lagðir
voru fram og samþykktir end-
urskoðaðir reikningar félags-
ins fyrir árið 1974. Þá var og
gengið endanlega frá stofn-
samningi og samþykktum fyr-
ir hlutafélagið „íslendingur“.
Síðan útgáfa íslendings
hófst á ný í september 1973
hefur blaðið komið reglulega
út, föstum áskrifendum hefur
fjölgað verulega og útgáfan
gengið vel. Ritstjóra og öðru
starfsliði blaðsins voru færðar
þakkir fyrir ágæt störf þeirra.
Fundarmenn voru á einu
máli um það, að nauðsynlegt
væri að auka hlutafé félagsins
að mun til þess að styrkja enn
fjárhagslega stöðu blaðsins.
í stjórn íslendings h.f. voru
kosnir: Árni Árnason, Aðal-
geir Finnsson, Bergur Lárus-
son, Friðrik Þorvaldsson og
Sverrir Leósson.
Varamenn: Gunnar Sólnes
og Knútur Karlsson.
( Fr éttatilkynning.)
Vortónleikar
Karlakórsins
Fyrstu vortónleikar Karlakórs
Akureyrar verða haldnir í
samkomuhúsinu á Akureyri
um helgina. Söngskráin verð-
ur f jölbreytt, eru m. a. á henni
lög eftir Björgvin Guðmunds-
son, Hallgrím Helgason, Jón
Laxdal, Elisabetu Jónsdóttur,
Pálmar Þ. Eyjólfsson, Odd-
geir Kristjánsson, Körling,
Grieg, Bortniansky, Cesar
Frank, Gonod og fleiri. Nokkr
ir félagar úr kórnum ásamt
söngstjóra og Viðari Garðars-
syni syngja bæði einsöng og
tvísöng með kórnum. Söng-
stjóri er Jón Hj. Jónsson, en
undirleik annast frú Sólveig
J ónsson.
Fyrstu tónleikarnir hefjast
klukkan fjögur á sunnudag-
inn, en hinir verða á mánu-
dag, þriðjudag og miðvikudag
og hefjast þeir allir klukkan 9
síðdegis.
I sumar verða reknar sumar-
búðir að Laugalandi í Önguls-
staðarhreppi á vegum ÍBA og
UMSE og er það í fyrsta skipti
scm þessir aðilar standa sam-
an að rekstri sumarbúða. Að-
staða á Laugalandi er öll hin
besta fyrir sumarbúðarekstur.
Munu börnin búa í húsmæðra
skólanum og hafa aðgang að
sundlaug og íþróttasvæðum á
staðnum og fclagsheimilið
verður einnig notað til starfs-
ins.
Þóroddur Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri sagði í viðtali
við íslending að fyrra nám-
skeiðið sem er ætlað fyrir
drengi og stúlkur 12—14 ára
byrji 27. júní og ljúki 4. júlí,
en síðara námskeiðið fyrir
börn 9-—11 ára hefst 4. júlí
og stendur til 10. júlí. Sumar-
búðastjórar verða Birgir Mar-
inósson kennari og Þröstur
Guðjónsson íþróttakennari.
Upphaflega var ætlunin að
hefja sumarbúðastarfið fyrr
að sumrinu, en húsnæði á
Laugalandi fékkst ekki fyrr
en í lok júní og réði það úr-
slitum um tímasetningu nám-
skeiðsins. Námskeiðið er ætl-
að börnum á Akureyri og
Eyjafirði og er kostnaður við
dvölina 1000 krónur á dag.
Nú er komið vor og þá færist
það strax í vöxt að börn og
unglingar eru úti við lengur
fram eftir á kvöldin. Hvaða
reglur gilda um útivist barna
og hvcr á að sjá um að þcim
sé framfylgt?
Gísli Ólafsson, yfirlög-
regluþjónn, svarar:
— Samkvæmt reglugerð um
verndun barna og unglinga
mega börn yngri en 12 ára
ekki vera á almannafæri eft-
ir kl. 20 að vetrinum, en á
tímabilinu frá 1. maí til 1.
sept. mega þau vera úti til kl.
22. Undantekningar eru á
þessu ef börnin eru í fylgd
með fullorðnum, aðstandend-
um sinum eða umsjónarmönn-
um.
Unglingar yngri en 15 ára
mega ekki vera á almanna-
færi eftir kl. 22 tímabilið 1.
sept. til 1. maí og eftir kl. 23
frá maí til 1. september, nema
í fylgd með fullorðnum eða
um sé að ræða beina heimferð
frá skólaskemmtunum, íþrótta
samkomu eða frá annarri við-
urkenndri æskulýðsstarfsemi.
Þeir sem hafa forsjá eða
foreldraráð barna og ung-
menna skulu að viðlögðum
sektum gæta þess að ákvæði
þessi séu ekki brotin.
Atfliugasemd
Blaðinu hefur borist athuga-
scmd frá Tannlæknafélagi
Norðurlands vcgna Spurning-
ar vikunnar sl. fimmtudag:
í svari Ragnars Steinbergs-
sonar forstjóra Sjúkrasamlags
Akureyrar við spurningu um
greiðslur á tannviðgerðum
kemur fram að samningar
hafi ekki tekist enn milli
Tryggingarstofnunar ríkisins
annars vegar og tannlækna
hins vegar. í svari forstjórans
segir enn fremur að ennþá
ríki fullkomin óvissa um samn
ingsmöguleika.
Tannlæknafélagið vill taka
það fram að samningsuppkast
ið sem gert var af samninga-
nefnd tannlækna og Trygging
arstofnunar var samþykkt í
Tannlæknafélagi íslands á
fundi þann 8. febrúar sl. Frá
þeim degi var tannlæknum
ekkert að vanbúnaði að undir
rita s amninginn. Ekki virtist
Framhald á bls. 6.
!/ CUDO ”// AKUREVRt
/GÍERHE// SÍMI 96-21127
Ferðaskrifstofa Alcureyrar
AKUREYRINGAR -
NORÐLENDINGAR!
Söluumboð fyrir
Færeyjaferjuna Smyril.
HÚSBYGGJENDUR!
Timbur í úrvali. — HAGSTÆTT VERÐ.
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
TÓMASAR BJÖRNSSONAR H.F.
Glerárgötu 34. - Sími 2-39-60.