Íslendingur


Íslendingur - 01.05.1975, Blaðsíða 6

Íslendingur - 01.05.1975, Blaðsíða 6
KristniboðshúsiS Zíon: Sunnu daginn 4. maí. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4 e. h. Allar konur hjartanlega velkomnar. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. IOOF 2 - 156050281/2 - Hm. fm. - 9.15-0 Frá Mæðrastyrksnefnd. — Mæðradagurinn er næstkom- andi laugardag 3. maí. Þá mun verða gengið í hús og mæðra- blómið boðið til sölu. Einnig verður blómabúðin Laufás op- in sama dag, og rennur ágóði af blómasölu þar til styrktar starfsemi okkar. Vonum við að bæjarbúar leggi þessu máli lið eins og undanfarin ár. Mæðrastyrksnefnd. Krabbameinsfélag Akureyrar biður félagsmenn að taka fé- lagsskírteini sín 1975 hjá und- irrituðum á skrifstofu Sjúkra- samlags Akureyrar. Félags- gjald kr. 200.00. — Jónas Thordarson. Nýja bíó sýnir í kvöld, fimmtu dagskvöld, kvikmyndina Sjö hetjur enn á ferð með Lee Van Cleef í aðalhlutverki, en hann er einn af kunnustu leikurum í kvikmyndum úr villta vestr- inu síðasta áratuginn. Á sunnudag kl. 9 hefjast sýn ignar á bresku gamanmynd- inni Fjórar stelpur með Julie Huxtable og Esther Anderson í aðalhlutverkum. í næstu viku hefjast sýningar á Morð- in í strætisvagninum. Borgarbíó sýnir í dag kl. 5 og 9 kvikmyndina Þetta er dagur inn, sem fjallar um nútíma- ungling sem hættir í námi. Klukkan 3 í dag og sunnudag verður danska barnamyndin Fimm komast í hann krappan sýnd, en myndin er gerð eftir samnefndri sögu. Slippstöðin Framhald af bls. 1. tímann en nú er hægt og gera ráðstafanir í sambandi við undirbúning í samræmi við það. Þá segir ennfremur: Mikið áhyggjuefni er sú staðreynd að hjá fjárfesting- arsjóðum þeim sem lána til ný smíða og endurbóta skipa, Fiskveiðasjóði og Byggðasjóði, hefur lánagetan rýrnað og út- lit fyrir að um enn frekari rýrnun hennar geti orðið að ræða. Þetta hefur nú þegar or sakað erfiðleika, þar sem fjár- magn Byggðasjóðs vegna 10% lána er uppurið, og líkur á því að honum verði aðeins úthlut- að til þessa viðfangsefnis kr. 70 millj. fyrir þetta ár, sem virðist vera nær helmingi of lítið. Frá Sjúkrasamlagi Fasteignasalan GLERARGÖTU 20. Akureyrar Mikið úrval fasteigna. Kynnið ykkur framboðið. Samkvæmt nýjum samningum milli Læknafélags ASMUNDUR S. JÖHANNSSON, hdl., Islands og Tryggingastofnunar ríkisins, skal Glerárgötu 20, Akureyri, sími 2-17-21. sjúklingur greiða lækni kr. 600.00 fyrir hverja Sölustjóri: vitjun, sem beðið hefur verið um frá kl. 17.00 — KRISTBJÖRG RÚNA ÖLAFSDÖTTIR, 23.30, en kr. 1.000.00 fyrir næturvitjun, sem beð- heimasími 2-22-95. iö hefur verið um eftir kl. 23.30. Greiðslur þessar breytast eftir kaupgreiðsluvísi- tölu. Þar sem hér er um verulega hækkun að ræða, hefur stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar ákveðið Fínn, hvítur slrásykur í dag, að endurgreiða sjúklingi helming þessa gjalds, enda framvísi hann kvittun læknisins. Stórlækkað verð Akureyri, 29. apríl 1975. Kostar nú kr. 320.00 kílóið. Matvörubúðir SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR. Athugasemd Framhald af bls. 8. það sama vera upp á teningn- um hjá Tryggingarstofnun og ráðuneytum, þar sem þeir tjáðu sig ekki reiðubúna að undirrita samninginn fyrr’ en 19. apríl sl. Má því segja að málið sé nú komið í höfn og á næstunni verður nánar aug- lýst um framkvæmd þess. Stjórn Tannlæknafélags norðurlands.“ Vorhlómið á sunuudag Hinn árlegi kynningar- og fjáröflunardagur Unglinga- reglunnar verður næstkom- andi sunnudag, 4. maí, en þá verða seld merki og bókin Vor blómið til ágóða fyrir starfsem ina alls staðar þar sem stúkur starfa. Vorblómið hefur kom- ið út alls tólf sinnum. Ódýrt Leður- Herraskór verð kr. 2.032.00. Gúmm'i- stlgvél nj/jar gerðir. Póstsendum SKÖDEILD Velferðarþjóðfélag nútímans hefir blómgast hér á landi, þrátt fyrir harðneskju náttúrunnar, fámenni, strjálbýli og einhæft sam- félag. Vöxtur þessa þjóðfélags og framtíð er komin undir öfl- ugum og síauknum viðgangi hinna innlendu atvinnuvega, skyn- samlegri verkaskiptingu og umfram allt réttlátum kjörum allra þeirra, sem leggja hönd á plóginn. Þetta hafa samvinnumenn skilið, frá því að þeir hófu baráttu sína fyrir alinnlendri verzlun í eigu neytendanna sjálfra og fram á þennan dag, þegar sívaxandi þörf kröftugra alíslenzkra atvinnu- vega beinir viðieitni samvinnumanna stöðugt inn á nýjar brautir í leit að auknum möguleikum í atvinnumálum. Samvinnuhreyfingin og verkalýðsfélögin eru greinar á sama stofni, almenn samtök með samskonar markmið: sjálfstæði og fullan rétt einstaklingsins yfir arði vinnu sinnar, hvar sem hann býr og hvað sem hann stundar. Þessar hreyfingar hljóta alltaf | að eiga samleið: efling annarrar er endanlega sama og við- | gangur beggja. Þess vegna árna samvinnumenn verkalýðshreyf- | ingunni heilla á alþjóðlegum hátíðisdegi hennar, 1. maí. f ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA h — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.