Íslendingur - 19.06.1975, Qupperneq 1
22. TÖLUBLAÐ . 60. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1975
VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTl 104-AKUREYRI
b VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNl ** --y yci
_______________
Fjölskyldubætur
\ siðasta sklpti
Þessa dagana stcndur yfir útborgun á fjölskyldubótum í síð-
asta sinn í þeirri mynd, sem þær hafa verið greiddar fram
til þcssa. Samkvæmt nýjum lögum verða bæturnar teknar
inn í skattaútrcikninga þannig að barnafjölskyldur sjá þær
cinungis í formi lægri skatttölu í framtíðinni. Grciðslum lýk-
ur um mánaðamótin, cn gjaldfallnar fjölskyldubætur verða
þó afgrciddar til næstu áramóta. Kom þetta fram í viðtali
við Hallgrím Vilhjálmsson tryggingafulltrúa hjá umboði
l'ryggingastofnunar i-íkisins á Akureyri.
Hallgrímur sagði að fjöl-
skyldubætur með einu barni
hefðu verið 1.667 kr. á mán-
uði að undanförnu og sú upp-
hæð var greidd út mánaðar-
lega til fjölskyldna með 3
börn eða fleiri. Þar sem börn
eru færri hefur útborgun ver-
ið á þriggja mánaða fresti.
Engar bætur hafa fengist fyr-
ir 1 barn ef brúttótekjur fram
færanda hafa verið yfir 700
þúsund. — Hallgrímur kvaðst
hafa orðið var við töluverða
óánægju með breytinguna
meðal þeirra sem hafa notið
fjölskyldubóta. Margar konur
notuðu þessa peninga sem
heimilispeninga og myndi
þeim bregða við þegar þeir
hyrfu og kæmu seint og um
síðir fram sem heldur lægri
upphæð á skattseðli eigin-
mannsins.
Skattskráin seinni en venjulega
Skattskráin fyrir Akureyri verður ekki tilbúin fyrr en upp
úr 20. júlí næstkomandi. Er það á svipuðum tíma og í fyrra,
en oftast áður hefur skattskráin verið mun fyrr á ferðinni. Að
sögn Halls Sigurbjörnssonar skattstjóra stafa tafirnar m. a. af
því að miklar breytingar urðu á lögum, 28. apríl sl., um ráð-
stafanir í efnahagsmálum, en það varð til þcss að ýmsa út-
reikninga varð að gera upp á nýtt.
Skattstjórinn sagði að geng
ið væri frá um 11 þúsund
framtölum einstaklinga á Ak-
uryeri og 7—800 framtölum
félaga og stofnana. Vinnan
við framtölin sjálf verður bú-
in um mánaðamótin, en þá á
eftir að senda þau til Skýrslu-
véla ríkisins þar sem skrár
eru samdar.
112 nýir MA-stúdentar
38% með I. einkunn, 55% með II. einkunn
Á 17. júní voru útskrifaðir 112 stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri og er það held-
ur minna en oft áður. Af nýstúdentum voru 44 frá Akureyri. Hæstu meðalcinkunn á stú-
dentsprófi lilaut Eiríkur Rögnvaldsson, Sauðárkróki, en hann var með einkunnina 9.14.
Önnur liæst varð Ásdís Vatnsdal, Akureyri, með einkunnina 9.0. Þau voru bæði í mála-
deild. Skólaslit fóru fram í Akureyrarkirkju og mcðal þeirra sem voru viðstaddir athöfn-
ina voru 10 og 25 ára stúdentar.
Af þeim nemendum sem
útskrifuðust á þessu vori
voru 2 með ágætiseinkunn,
43 með 1. einkunn, 62 með
II. einkunn og 5 með III.
einkunn. — í viðtali við
Tryggva Gíslason, skóla-
meistara, kom fram að dreif
ing einkunna hefur breyst
nokkuð á undanförnum ár-
um og er hreyfingin svipuð
og í MR, þ. e. að fleiri nem-
endur koma nú út með II.
einkunn en gerðist áður. í ár
eru 38% nemenda með I.
einkunn og 55 prósent með
II. einkunn, en fyrir 25 ár-
um síðan voru 60% nem-
enda með I. einkunn og
33.3% með II. einkunn.
— Þessar tölur tala sínu
máli, sagði skólameistari, þó
svo að þróunin sé ekki enn
Framhald á bls. 6.
RÓLEG ÞJÓÐHÁTÍÐ
Hátíðarhöldin 17. júní á Ak-
ureyri fóru frarn á hefð-
bundinn hátt, en það var
Knattspyrnufélag Akureyr-
ar scm annaðist undirbún-
ing að þessu sinni. Veður
var sæmilegt, þurrt að
mestu en heldur kalt. Sam-
kvæmt upplýsingum lögregl
unnar var dagurinn rólegur,
ölvun lítil og cngin óhöpp
urðu í bænum.
Hátíðardagskráin hófst
með því að blómabíll ók um
bæinn, en kl. 13 lék Lúðra-
sveit Akureyrar á Ráðhús-
torgi. Síðan var helgistund
sem sr. Birgir Snæbjörnsson
annaðist og því loknu hófust
aðalhátíðarhöldin á íþrótta-
vellinum. Aðalræðu dags-
ins flutti Úlfur Ragnarsson
læknir, en ávarp fjallkon-
unnar flutti Heiðdís Norð-
fjörð. Fjölmenni var á áhorf
endasvæðinu við íþróttavöll
inn á meðan dagskráin stóð
yfir og sömu sögu er að
segja um barnaskemmtun-
ina sem var haldin á Ráð-
hústorgi kl. 17.30. Þar spil-
aði lúðrasveit drengja, Ingi-
mar Eydal lék undir söng
þriggja ungra stúlkna, og
Hannes Hartmannsson sýndi
töfrabrögð. Loks lék hljóm-
sveitin Geislar fyrir dansi.
Um kvöldið var skemmtun
á Ráðhústorgi þar sem fram
komu m. a. Lúðrasveit Ak-
ureyrar, Karlakór Akureyr-
ar, Spilverk þjóðanna, Geisl
ar og fl. Að sögn lögreglunn-
ar var nokkuð fjölmenni á
torginu um kvöldið, en þeg-
ar dansinn hófst voru ungl-
ingar þar í áberandi meiri-
hluta. Dagskránni lauk kl. 1
eftir miðnætti.
Þrátt fyrir lieldur hráslagalegt veður var þátttaka í hinuni
ýmsu dagskrárliðum 17. júní-hátíðarhaldanna á Ak. góð.
Rauðinúpur aflar vel
Togarinn Rauðinúpur frá Raufarhöfn hefur aflað vel að
undanförnu og er hann búinn að fá um 400 tonn í 3 stuttum
veiðiferðum. Togarinn hefur landað aflanum á Raufarhöfn og
skapað stöðuga vinnu í frystihúsinu allan þennan mánuð. Uppi-
staðan í aflanum í síðustu ferð var góð ýsa af Austfjarðar-
miðum.
Það sem af er þessu ári
hefur Rauðinúpur landað alls
um 1100 tonnum af fiski á
Raufarhöfn, en bátar á staðn-
um hafa landað um 200 tonn-
um af bolfiski, sem er tregur
afli. Fiskurinn hefur allur
verið unninn í fiskvinnslu-
stöðvum Jökuls h.f., en það
fyrirtæki gerir út skuttogar-
ann Rauðanúp.
Grásleppuvertíðinni á Rauf
arhöfn er nýlokið og var hún
óvenjulega góð, þrátt fyrir
slæma tíð. Er búið að salta
um 2000 tunnur af grásleppu-
hrognum og bjargar það af-
komu smábátaeigenda á Rauf-
arhöfn á þessu ári, þar sem
bolfiskveiðarnar hafa brugð-
ist þeim til þessa.
Stálþilið kemur í júlí
Búist er við að efni í stálþil vöruliafnarinnar á Akureyri komi
til landsins í júlí og að uppsetning þess hefjist stuttu síðar.
Innkaupastofnun ríkisins annast innkaup á þilinu og hafa
henni borist 9 tilboð þar að lútandi. Hagstæðasta tilboðið cr
frá aðila í Kaupmannahöfn, en stálþil með fcstingarútbúnaði
frá honum kostar 55 milljónir króna að meðtöldum áætluðum
tollum og flutningskostnaði. Undirbúningsframkvæmdir vegna
uppsetningar þilsins eru að hefjast.
Eins og fram hefur komið
í frétt í blaðinu voru það
hafnarmálastofnunin og
Dansk Geoteknisk Institut
sem lögðu til að horfið yrði
frá byggingu staurabryggju
og í hennar stað kæmi stálþil.
Var fallist á þessar breyting-
ar af hálfu bæjarins en þær
munu m. a. hafa það í för með
sér að grunnurinn að væntan-
Framhald á bls. 6.