Íslendingur


Íslendingur - 19.06.1975, Qupperneq 4

Íslendingur - 19.06.1975, Qupperneq 4
Útgefandi: fslendingur hf. Ritstjðri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Gísli Sigurgeirsson. Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns jónssonar. Áskriftargjald: Kr. 1200 á ári. Verð í Iausasölu: Kr. 35 eintakið. Þjónustufrelsi Sjálfstæðismenn á Akureyri hafa ætíð haft á stefnu skrá sinni að greiða sem mest fyrir því, að verslan- ir geti veitt fólki alla þá þjónustu, sem það þarfn- ast og vill njóta. Þeir telja óeðlilegt, að bæjarfélag- ið meini verslunareigendum með boðum og bönn- um að inna slíka þjónustu af hendi, ef þeir vilja veita hana. Fulltrúar annarra flokka hafa meirá og minna barist gegn því, að verslanir mættu vera opnar utan venjulegs vinnutíma þrátt fyrir ítrek- aðar óskir fjölda manna um hið gagnstæða. Það var því mjög að vilja Sjálfstæðismanna, þeg- ar bæjarstjórn ákvað að skipa nefnd til að endur- skoða gildandi reglugerð um opnunartíma sölu- búða á Akureyri, enda væri að því stefnt, að með þeirri endurskoðun miðaði í átt til meira frjáls- ræðis og bættrar þjónustu við neytendur, bæði heimamenn og bæjargesti. Vel tókst til með val manna í þessa nefnd, hún skilaði áliti fyrir skemmstu og lagði fram frumvarp að nýrri reglu- gerð um þetta efni, og eru verulegar umbætur í því fólgnar. Einkum ber þó að nefna, að kvöldsölur fá nú að hafa opið til hálf tólf allt árið, hinn illa þokk aði vörulisti er afnuminn og skilin, sem kvöldsölu- eigendur hafa orðið að setja milli hinnar almennu verslunar og kvöldsölunnar eru nú burtu felld. Sá, sem þetta skrifar, telur að vísu, að reglugerð um opnunartíma sölubúða þyrfti ekki að fela annað í sér en það, að verslunareigendum í bænum væri heimilt að hafa búðir sínar opnar svo lengi sem það rækist ekki á landslög eða kjarasamninga við verslunar- og skrifstofufólk. Eigi að síður verður að viðurkenna að hér er um umtalsverða endurbót að ræða. Bæjarstjórn staðfesti framkomið reglugerðar- frumvarp á fundi sínum 10. þ. m., og freistuðu þá bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fá á reglugerðarfrumvarpinu enn frekari um- bætur, en tókst ekki. Bæjarstjóri lagði til, að allar verslanir fengju að hafa opið til klukkan 10 á föstu- dagskvöldum, í stað 7, eins og í frumvarpinu segir, en þetta var fellt með 6 atvæðum meiri hlutans gegn 5 atkvæðum Sjálfstæðismanna. Frá Sjálf- stæðismönnum kom tillaga þess efnis, að matvöru- verslanir mættu vera opnar klukkan 10—12 fyrir hádegi á sunnudögum, annan í stórhátíðum og aðra sambærilega daga, en þessi tillaga var einnig felld við nafnakall af öllum bæjarfulltrúum nema Sjálfstæðismönnum. Verða menn því að híma fyrir utan söluop, ef þá vanhagar um eitthvað á sunnu- dagsmorgni, en mega ekki ganga inn fyrir dyr versl- unarinnar, og verður að telja það undarlega mein- semi af hálfu meiri hluta bæjarstjórnar að ákveða slíkt. Margs konar þjónusta verður æ gildari þáttur í þjóðfélaginu eftir því sem því miðar meira í velferð- arátt. Það hefur enn sannast að Sjálfstæðismenn eru talsmenn þess, að ekki verði lagðar hindranir 1 veg þeirra, sem veita vilja neytendum sem rífleg- asta þjónustu, en svokallaðir vinstri flokkar eru jafnan uppihaldsmenn hafta og banna, sem almenn ingur vill ekki og er. búinn að fá meira en nóg af. G. J. Borðeyri, Borðeyri, | Fróðleiksmolar um leikritc Nýlega er lokið hjá Leikfélagi Akureyrar útvarpsupptöku á leikritinu Vakið og syngið. Fyrir skömmu var sagt frá þessari upptöku í blaðinu, en í fréttinni gætti þess misskiln ings að Leikfélagið hefði að- eins einu sinni áður flutt leik- rit í útvarpinu. Til þess að bæta úr þessum mistökum höfum við beðið Harald Sig- urðsson, bankafulltrúa, að taka saman í grein, fróðleik um þau leikrit sem LA hcfur flutt á Iiðnum árum, en það mun láta nærri að þau séu orðin 35 talsins: Hinn 21. des. 1930 hóf Ríkis útvarpið formlega göngu sína, en nokkrar iilraunaút- sendingar höfðu þó verið reyndar áður. Þetta undra- tæki hefir því nú í 45 ár flutt lanismönnum mikinn fróð- leik, fréttir og skemmtan. Út- varpið náði furðu fljótt til megin þorra þjóðarinnar og því var það bæði eðlilegt og sjálfsagt að leitað væri fanga út á landsbyggðina í öflun frétta og skemmtiefnis. í marzbyrjun árið 1935 koma Akureyringar fyrst við sögu í leiklistarstarfi útvarps ins, en þá var fluttur í útvarp inu leikþáttur frá Akureyri, en það var 4. þáttur úr Fjalla Eyvindi eftir Jóhann Sigur- jónsson. Helzti hvatamaður að þessari nýjung og jafnframt leikstjóri var hinn landskunni leikari Ágúst Kvaran, sem flutt hafði hingað norður 7 ár um áður. Kvaran fór með hlut verk Kára (Eyvinds) en Ingi- björg Steinsdóttir lék Höllu. Öll aðstaða var fábrotin í mesta lagi. „Útsendingin“ var frá skrifstofu Ingimars Eydal ritstjóra Dags og fór fram í gegnum síma, þ. e. a. s. leik- endurnir kölluðu sínar „rep- likkur“ inn í trektina og réttu svo hvort öðru símtólið til skiftis. Þótt töfraorð eins og tækni og leikbrögð hefðu þá ekki haslað sér völl í leiklist- inni, þótti þetta takast allvel og bl. íslendingur sagði svo: „. . . . var meðferð þeirra á hlutverkunum alveg prýði- leg . . . .“ Árið 1937 á 20 ára afmæli Leikfélags Akureyrar var fyr irhugaður útvarpsflutningur þ. 17. apr. á þætti úr Skugga- Sveini og 1. þ. úr Dansinum í Hruna, og var Ágúst Kvaran aftur við stjórnvölinn. Þætt- irnir voru fullæfðir og tilbún- ir til flutnings, en vegna veik- inda nokkurra leikara á síð- ustu stundu, varð ekkert úr framkvæmdum frekar. Þriðja tilraun Akureyringa tókst þó öllu betur, því hinn 9. marz 1940 var fluttur ein- þáttungurinn „Hin hvíta skelf ing“ eftir Árna Jónsson, sem einnig var leikstjóri, og lék eitt aðalhlutverkið. Margrét Ólafsdóttir og Valgerður Þor- steinsdóttir fóru með kven- hlutverkin, en aðrir leikarar voru Gústav Jónasson, Þórir Guðjónsson og Jóhann Krist- jánsson. Leikrit þetta þótti nokkuð nýstárlegt og vakti töluverða athygli. Á 25 ára afmæli LA 1942 var flutt í útvarpinu leikritið „Það logar yfir jöklinum“ eft- ir Sigurð Eggerz og var sú sögulega útsending þ. 16. maí. Leikstjóri var Ágúst Kvaran, en með helztu hlutverk fóru þau Else Snorrason og Árni Jónsson, auk Ág. Kvaran, Svövu Jónsdóttur, Guðmund- ar Gunnarssonar, J úlíusar Oddssonar o. fl. Á viðkvæmu augnabliki í rómantíkinni er Auðrún (ES) syngur dreym- andi: Og vorblærinn leikur um vanga þinn, þú veizt, þú átt allan huga minn. ... þá heyrðist eitthvert þrusk og síðan varð steinhljóð. Eftir nokkra stund kom einhver blessuð sveitakerling í Víði- dalnum inn á línuna og kall- aði: Borðeyri! Borðeyri! því svarið þið ekki? Þrátt fyrir þetta óvænta innskot, ýmis annarleg hljóð, suð, pískur og jafnvel morse- tákn var þó flutningi haldið áfram til enda, þótt samband- ið væri slæmt og slitrótt og heildarsvipur 1 eikflutningsins væri eyðilagður. Upptaka þessi fór fram í Verzlunar- mannahúsinu og bætti það nokkuð skapið í brúnaþung- um leikstjóra og ergilegum leikendum, að umsjónarmað- ur hússins Jónas Jónasson Nokkrir þeirra sem hafa látið vinstri er Guðmundur Gunnai Guðmundi er tekin af honum (faðir Emelíu leikkonu) bar fram rjúkandi kaffi og kök- ur meðan „orusta“ þessi var háð. Bæjarblöðin voru sem vænta mátti nokkuð þungorð næstu daga og bl. Dagur seg- ir svo þ. 19. maí: „ er væg ast sagt furðulegt ef ekki má búa betur um þá hnúta frá landssímans hálfu en nú er.“ Næsta verkefni tókst mun betur, en það voru kaflar úr „Vogrek“ eftir Sigurð Róberts son, sem flutt var 29. ágúst sama ár undir stjórn Jóns Norðfjörð, sem lék einnig sjálfur aðalhlutverkið á móti Svövu Jónsdóttur. Árið 1945 fór LA fyrstu leikför síria til Reykjavíkur með Brúöuheimilið eftir Ib- sen, undir leikstjórn Gerd Grieg. Að loknum nokkrum sýningum í Reykjavík var það 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.