Íslendingur - 19.06.1975, Qupperneq 6
„Varpa áhyggjum þínum á
Drottinn, hann mun bera um-
hyggju fyrir þér.“ (Sálm. 55.
23.) Áhyggjur útslíta þeim
sem þær hvíla á. Hví ekki að
varpa þeim — og sjálfum sér
— upp á Guð? Sæm. G. Jóh.
Samkoma votta Jehóva að
Þingvallastræti 14, 2. hæð,
sunnudaginn 22. júní kl. 16.00.
Fyrirlestur: Fylgjum Kristi
inn í nýja heimsskipan. Ræðu
maður: Kjell Geelnard. Allir
velkomnir.
ÁRNAÐ HEILLA
Sextug varð 16. júní, hin vin-
sæla leikkona, frú Björg Bald
vinsdóttir, Hafnarstræti 83,
Akureyri.
Áttræður verður 22. júní
Stefán Hólm Kristjánsson,
Austurbyggð 9, Akureyri.
75 ára verður 24. júní Hall-
freð Sigtryggsson, Gránufé-
lagsgötu 28, Akureyri.
Níræður verður 24. júní Jó-
hann Jónsson, skósmíðameist-
ari, Krabbastíg la, Akureyri.
Níræður verður 25. júní
Tryggvi Jónsson, fyrrverandi
bóndi að Svertingsstöðum,
Eyjafirði.
SÖFN
Matthíasarhús er opið daglega
frá kl. 3—5.
Davíðshús er opið daglega
frá kl. 5—7.
Náttúrugripasafnið er opið
daglega kl. 1—3.
Minjasafnið er opið daglega
frá kl. 13.30—17.
Nonnahús er opið daglega frá
kl. 2—4.30. Upplýsingar í
síma 22777 eða 11396.
AA-samtökin
Átt þú við áfengisvandamál
að stríða? Viljir þú leita til
AA-samtakanna, getur þú
hringt í síma 2-23-73, Akur-
eyri, kl. 9—10 mánudags- og
föstudagskvöld. Til þess að
gerast AA-félagi, þarf aðeins
eitt, — löngun til að hætta að
drekka. •— Símsvari.
Nýja bíó sýnir í kvöld mynd-
ina Fórnardýr lögregluforingj
ans, sem er spennandi ítölsk-
amerísk sakamálamynd. —
Myndin fékk tvenn verðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Cann
es á sínum tíma. Á sunnudag
kl. 5 og 9 verða sýningar á
Flóttinn mikli með Steve Mc
Queen í aðalhlutverki. Mynd-
in fjallar um atburði sem
gerðust í Þýskalandi í síðari
heimsstyrjöldinni. Klukkan 3
á sunnudag verður haldið
áfram sýningum á myndinni
Sú göldrótta.
Borgarbíó sýnir í kvöld mynd
ina Vottur af glæsibrag með
George Segal og Glendu Jack
son í aðalhlutverkum. Mynd-
in hefur verið sýnd við mjög
góða aðsókn í Hafnarbíói að
undanförnu. Glenda Jackson
hlaut Oscarverðlaun sem
besta leikkona ársins 1974 fyr
ir leik sinn í þessari mynd.
Myndin er með íslenskum
texta. Á næstunni hefjast sýn
ingar á myndinni Óbyggðirn-
ar kalla með Charlton Heston
í aðalhlutverki og auk þess
eru væntanlegar myndirnar
American Graffiti og Morðið
í Austurlandahraðlestinni.
Á laugardaginn kl. 2 gengst
Rannsóknarstofnun vitundar-
innar fyrir sýningum í Borg-
arbíó á nokkrum sutttum
myndum sem nefnast Innri
heimarnir, Lífræn sjónarmið,
Hinn hinsti leyndardómur og
Hindúatrú.
Borðeyri, svaraðu
Framhald af miðsíðu.
söng Jóhanns Konráðssonar,
Jóhanns Ögmundssonar og
dætranna þriggja í Meyja-
skemmunni, auk margs ann-
ars góðmetis.
Hér að framan hefir verið
leitast við að tína til hið
helzta varðandi leikritaflutn-
ing frá Akureyri fyrri hluta
hins 40 ára starfstímabils.
Þar eð mörgum mun í
fersku minni ýmis viðfangs-
efni um og eftir 1960 mun að-
eins drepið á hin helztu. Eftir
4 ára hlé hófst aftur flutning-
ur leikrita fyrir útvarp í jan.
1958 er Jónas Jónasson stjórn
aði „Brimhljóð“ eftir Loft
Guðmundsson og um haustið
var tekinn til flutnings smá-
þáttur Lest 56 og stjórnað af
Ragnhildi Steingrímsdóttur. í
leikhúspistli í des. 1960 var
flutt brot af Pabba eftir Lind-
say og Crouse og atriði úr
íslandsklukkunni eftir Lax-
ness í umsjá Júlíusar Odds-
sonar, sem jafnframt lék Jón
Hreggviðsson. Fyrsta Shake-
speare-leikrit LA, Þrettánda-
kvöld, var flutt í útvarpi 14.
des. 1963 undir stjórn Ág.
Kvaran, með Björgu Bald-
vinsdóttur, Jón Kristinsson,
Jóhann Ögmundsson og Þór-
höllu Þorsteinsdóttur í aðal-
hlutverkum. Munkarnir á
Möðruvöllum eftir Davíð Stef
ánsson voru næsta viðfangs-
efni, 1965, og fóru þau Jó-
hann Ögmundsson (Príórinn),
Ólafur Axelsson og Þórey Að-
alsteinsdóttir með helztu hlut
verkin, en Ágúst Kvaran
stjórnaði. Þessi upptaka var
síðan endurflutt í nóv. 1974.
Næstu útvarpsleikrit voru
Swedenlijelmsfjölskyldan (N.
Bergman) í marz 1966, stjórn
að af Ragnhildi Steingríms-
dóttur og Blákaldur sannleik-
ur (C. Bock) undir umsjón
Þorsteins Ö. Stephensen,
haustið 1968. Tveir smellnir
þættir eftir Einar Kristjáns-
son hafa verið fluttir, Ljóða-
gerðin, 1969, Jónas Jónasson
stjórnaði, og Tómstundagam-
an 1974 og hafði Magnús Jóns
son þar stjórn með höndum.
Árið 1970 stjórnaði Sigmund-
ur Ö. Arngrímsson tvisvar út-
varpsflutningi héðan, en það
voru Skenuntisigling (A. All-
en) í júní og í nóv. framhalds-
þáttunum Leyniskjalið eftir
Indriða Ulfsson. Jóhanna Þrá-
insdóttir stjórnaði flutningi
haustið 1971 á Sú brekku-
fjóla það brönugras, eft-
ir Sig. Ó. Pálsson. Þórhildur
Þorleifsdóttir sá um fram-
haldsþættina Leyndardómur
á hafsbotni eftir Indriða Úlfs-
son í ársbyrjun 1972 og Arn-
ar Jónsson leikstýrði Kara-
mellukvörninni (E. Lund-
ström) í des. sama ár. Loks
var svo brot úr Matthíasar-
kvöldi flutt í des. 1974, í sam-
antekt Böðvars Guðmundsson
ar en undir leikstjórn Eyvind-
ar Erlendss. Helstu leikend-
ur hin síðari árin bæði á sviði
og í útvarpsleikritum hafa
verið Jón Kristinsson, Sigur-
veig Jónsdóttir, Þórhildur Þor
leifsdóttir, Saga Jónsdóttir,
Kristjana Jónsdóttir, Guðlaug
Hermannsdóttir, Þráinn Karls
son, Arnar Jónsson o. fl.
Láta mun nærri að 35 leik-
rit, heil eða ýmsir smáþættir,
hafi verið fluttir hér í útvarpi
á þessum 40 árum frá því hin
fyrsta útsending var frá Ak-
ureyri. Margir hafa hér lagt
hönd á plóginn og mörgum
ber að þakka, og þeim er til-
einkað þetta greinarkorn.
Tæknin með öllum sínum
galdratækjum heldur nú dygg
an vörð um að allt gangi rétt
og slétt, nú „skeður“ ekkert
lengur, það tilheyrir bernsku-
árum þessarar listgreinar, nú
mun engin sveitakona koma
óvænt inn í miðja ástartján-
inguna og kalla Borðeyri!
Borðeyri!
H. S.
RAFMAGIM
Framhald af miðsíðu.
laus í rafmagnstöflu skal gæta
sérstakrar varúðar. Ekki má
nota vatn til að slökkva þann
ig eld, þar sem sú aðferð get-
ur verið lífshættuleg og vald-
ið enn meira tjóni en orðið er.
Sama gildir ef eldur er laus
í rafmagnstækj um, en þó má
nota vatn til þess að slökkva
ef tækið er tekið örugglega
úr sambandi.
STENDUR ÞÚ í STÖRFRAMKVÆMDUM?
Hvað vantar?
Ef Jbú ert að byggja,
Þá eigum við baðherbergissett, fallegar veggflísar,
gardínustangir og brautir, o. fl.
Viltu breyta?
Bjóðum fjölbreytt úrval af veggfóðri.
Þarftu að bæta, -
Gólfteppi og gólfflísar í fjölbreytiu úrvali.
Ætlarðu i reiðtúr?
Reiðbuxur, reiðstígvél, beisli, hnakkar, leðurfeiti,
hófolía o. fi. vörur fyrir hestamenn.
ÞAU GERAST EKKl BETRI
KAUPIN Á EYRINNI!
ÍBIJÐIIXi
Sírni 2-24-74.
TILKVIMNING
Skipaafgreiðsla KEA hefur tekið að sér afgreiðslu
á skipum skipaútgerðar ríkisins, á Akureyri.
Verið er að innrétta aðstöðu fyrir afgreiðsluna í
húsnæði Skipasmíðastöðvar KEA (Watnehúsi), á
Oddeyrartanga, sem væntanlega verður tilbúin
um næstu mánaðamót.
Þangað til verður afgreiðslan á skrifstofu Útgerðar
félags KEA. - Shnar 2-14-00 & 2-23-97.
Sími afgreiðslunnar á Oddeyrart. verður 2-39-36.
Tilkynna þarf vörur með nægum fyrirvara.
SKIPAAFGREIÐSLA KEA.
IMauðungar-
uppboð
sem auglýst var í 19., 20., og 21. tbl. Lögbirlinga-
blaðs 1975 á hluta Strandgötu 39, Akureyri
(ncðsta hæð, vesturhluti); þingl. eign Magna Ás-
mundssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes,
hdl., Hreins Pálssonar, hdl. Skattheimtu ríkisins
o. fl. á eigninni sjálfri, þriöjudaginn 24. júní 1975,
ld. 11 f. h.
BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI.
NORÐLENZK TRYGGING
fyrir Norðlendinga
NORÐLENZK
Ráðhústorgi 1 (2. hæð).
Sími 21844 — Alcurevrk |j
6 — ÍSLENDINGUR