Íslendingur - 19.06.1975, Qupperneq 8
?ÍIangrunargUR
ÍSPAN HF. ■ FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332
AUGLVSIN6ASÍMIÍSLENSIN6B
215 00
Blásið á Húsavík
Áttunda landsmót Sambands
íslenskra lúðrasveita verður
haldið á Húsavík um helg-
ina. Dagskrá mótsins verður
með svipuðum hætti og fyrri
landsmót S. í. L. Annað kvöld
verður aðalfundur sambands-
ins, en á laugardaginn verður
skrúðganga og útihljómleikar
með þátttöku allra lúðra-
sveita mótsins. Leika lúðra-
sveitirnar hver fyrir sig og
síðan allar sameiginlega. Um
kvöldið verður skemmtun og
dans. Á sunnudag er fyrirhug
uð skoðunarferð um nágrenn-
ið ef veður leyfir. Mótinu verð
ur slitið í kaffiboði bæjar-
stjórnar Húsavíkur.
Æskulýðsblaðið
Út er komið 2. tölublað 25. ár-
gangs Æskulýðsblaðsins, en
það er jafnframt fyrsta blað-
ið í ritstjórnartíð séra Birgis
Ásgeirssonar, prests á Siglu-
firði. Meðal efnis í blaðinu er
grein um stofnun Æskulýðs-
félags Akureyrarkirkju,
kirkjusöguþáttur, ljósmynda-
þáttur o. m. fl. Á forsíðu blaðs
ins er mynd eftir 13 ára
stúlku frá Siglufirði. Æsku-
lýðsblaðið er 20 síður að
stærð.
Grímseyjar-
ferðir hafnar
Drangur mun fara tvær ferðir
á viku til Grímseyjar í sum-
ar. Ferðirnar byrja í júní og
síðasta ferð verður farin í lok
júlí. Grímseyjarferðirnar hafa
verið mjög vinsælar af ferða-
mönnum á undanförnum ár-
um, en um 60 manns komast
með í hverja ferð.
Þórólfur Matthíasson hjá af
greiðslu Drangs sagði í við-
tali við íslending að farið yrði
á þriðjudögum kl. 8 að morgni
og á föstudögum kl. 6 síðdegis.
í þriðjudagsferðunum er dval-
iðí 4 tíma í eyjunni, en á föstu
dögum er 13—14 tíma viðdvöl.
Ferðin í Eyjuna kostar 1600—
2000 krónur og fer verðið
nokkuð eftir því hvaða dag far
ið er og hvort menn vilja fá
kojur eða ekki. Sigling frá Ak
ureyri til Grímseyjar tekur 6
tíma.
lEndurgreiðslur vegna tannviðgerða:
X
?
I
?
I
X
I
x
*
*
t
I
?
?
I
1
1
%•
X
X
Mjög mikið annríki hefur ríkt á afgreiðslu Sjúkrasamlags Akureyrar vegna endur-
greiðslna á tannviðgerðarkostnaði.
2'/2 milljón hvarf
á þremur dögum
Á þremur fyrstu dögunum, sem reikningar vegna tannviðgerða voru endurgreiddir,
borgaði Sjúkrasamlag Akureyrar út hvorki meira né minna en tvær og hálfa milljón
króna og þó fengu færri en vildu afgrciðslu, vegna anna hjá Sjúkrasamlaginu. Hér er um
að ræða endurgreiðslur á helmingi kostnaðar við tannviðgerðir hjá ýmsum hópum. Sveit-
arfélagið grciðir hinn hluta kostnaðarins hjá aldursflokknum 6—15 ára.
Að sögn Ragnars Stein-
bergssonar, forstjóra Sjúkra
samlags Akureyrar, var
fyrst og fremst um að ræða
endurgreiðslur á reikning-
um vegna tannviðgerða
barna 6—15 ára, enda á
þessi hópur rétt á endur-
greiðslum á reikningum frá
því 1. sept. sl.. Unglingar 16
ára, börn 3—5 ára, vanfær-
ar konur og elli- og örorku-
þegar eiga hins vegar rétt á
endurgreiðslum á reikning-
um frá því um áramótin.
Ragnar sagði að til að
byrja með yrðu endurgreiðsl
urnar mikið aukaálag fyrir
starfsfólk Sjúkrasamlagsins,
þar sem að það þyrfti að
sundurliða alla reikninga í
6 flokka og senda Ijósrit af
reikningum til Trygginga-
stofnunar ríkisins, en hann
kvaðst vona að þegar frá
liði og búið væri að vinna
upp tímabilið frá 1. sept. til
nú, þá færi þetta að ganga
betur. Ekki er gert ráð fyrir
að þörf verði á auknu starfs-
liði hjá Sjúkrasamlaginu
vegna þessarar nýju þjón-
ustu við almenning.
1
?
*>
x
§
i
x
•>
♦>
?
Y
:
?
%♦
X
!
1
X
í
I
y
y
•>
!
1
Hásetarnir á EYRIJIMU:
Fengu 1130 þúsund í hlut
Eyrún EA 157 frá Hrísey, er nú að hefja handfæraveiði eftir tæplega mánaðar hlé. Eyrún er í
eigu 3 ungra Hríseyinga og hafa þeir gert bátinn út í tvö ár. Þeir hafa fulla ástæðu til
þess að vera ánægðir með útgerðina það sem af er og þá ekki síst með útkomuna á nýlokinni
vertíð. Þá fiskuðu þeir 425 tonn að verðmæti 15 milljónir króna. Þar af fóru 2 milljónir til
útgerðarinnar en afgangurinn fór í skiptaverð. Áhöfnin á Eyrúnu eru 5 manns og kom 1130
þúsund krónur í hlut livers þeirra. Má það teljast mjög góð útkoma fyrir tímabilið frá janú-
ar til miðs maímánaðar. t, , x\
íslendingur hafði samband
við skipstjóra Eyrúnar, Árna
Kristinsson, og sagði hann að
sennilega væri báturinn hluta
hæstur báta á vertíðinni.
Hjálpaðist þar bæði að góð
veiði og gott fiskverð. í byrj-
un vertíðarinnar gerði bátur-
inn út frá Hrísey, en mestan
hluta aflans íékk hann
skammt frá Rifi.
Árni er aðeins 28 ára gam-
all, en elsti maður á bátnum
er 36 ára og sá yngsti 26 ára.
Sagði Árni að mannskapurinn
á bátnum hefði lagt hart að
sér á vertíðinni og ætti það
sinn stóra þátt í góðri útkomu
ásamt því að báturinn sjálfur
væri fyrsta flokks. Báturinn
er smíðaður í Slippstöðinni á
Akureyri fyrir tveimur árum
og kostaði þá 16 milljónir
króna.
Hundaeigendur á Akurpyri
cru margir hverjir ekki enn
búnir að sætta sig við þá
hækkun sem er orðin á gjöld-
um til bæjarins vegna hunda-
halds, en á þessu ári hækkuðu
gjöldin úr 1000 krónum í
10.000 kr. Einn af hundaeig-
endum bað blaðið að leita
svars við því hvortAkureyrar
bæ væri hcimilt að hækka
þessi gjöld á tímum verð-
stöðvunar.
Valgarður Baldvinsson,
bæjarritari, svarar:
Eins og kunnugt er sam-
þykkti bæjarstjórn nýja reglu
gerð um hundahald á Akur-
eyri á þessu ári og þar stend-
ur að bæjarstjórn skuli heim-
ilt að ákveða fyrir eitt ár í
senn, gjald sem rennur til þess
að standa straum af kostnaði
við eftirlit á hundum í bæn-
um. Reglugerðin er búin að
hljóta samþykki heilbrigðis-
ráðuneytisins athugasemda-
laust og teljum við því, að
ekki þurfi frekari leyfi til þess
að ákveða að gjaldið verði
10.000 krónui' á þessu ári.
Þessir sitja
i nefndum
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
voru kosnir fulltrúar í bygg-
inganefnd, hafnarstjórn, raf-
veitustjórn og kjörstjórn, en
allar þessar nefndir starfa
eitt ár í scnn.
í bygginganefnd voru kosn-
ir: Stefán Reykjalín, Gísli
Magnússon, Haukur Haralds-
son, Sigurður Hannesson og
Rafn Magnússon. í hafnar-
stjórn voru kjörnir: Stefán
Reykjalín, Jón E. Aspar,
Tryggvi Helgason, Jón G. Sól
nes, Vilhelm Þorsteinsson. í
rafveitustjórn voru kosnir:
Sigurður Jóhannesson, Sigur-
sveinn Jóhannesson, Helgi
Guðmundsson, Gunnlaugur
Fr. Jóhannsson og Sigtryggur
Þorbjörnsson. í kjörstjórn
voru kosnir: Hallur Sigur-
björnsson, Freyr Ófeigsson og
Sigurður Ringsted. Loks voru
kosnir tveir endurskoðendur
bæjarreikninga en það eru
Gísli Konráðsson og Árni Sig-
urðsson.
NORÐLENDINGAR!
AKUREYRINGAR -
Ferðaskrifstofa Akureyrar
Söluumboð fyrir
Færeyjaferjuna Smyril.
HÚSBYGGJENDUR!
Timbur í úrvali. - HAGSTÆTT VERÐ.
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
TÓMASAR BJÖRNSSONAR H.F.
Glerárgötu 34. — Sími 2-39-60.