Íslendingur - 11.09.1975, Blaðsíða 2
Aldrei jafn mikil reisn yfir
úrslitaleik í 3. deild og nú
sagði form. mótanefndar eftir leik KA og Þórs
Fimmtudagskvöldið 4. sept. fengu um 1300 áhorfendur að sjá skemmtilegan úrslitalcik 3. dcild-
ar hér á Akureyrarvellinum. Liðin sem mættust voru Akureyrarliðin, Þór og KA. Það voru
greinilega merki þess að hér væri úrslitaleikur á ferðinni og taugaspenna var í algleymingi,
hjá áhorfendum, jafnt scm leikmönnum.
Var leikurinn nokkuð jafn,
þó voru Þórsarar meira með
knöttinn og svo kom að því
að þeir skoruðu. Var það á 25.
mín. að Óskar Gunnarsson
fékk boltann og skoraði fyrsta
mark leiksins. Fimm mín. síð-
ar var dæmd vítaspyrna á KA.
Aðalsteinn Sigurgeirsson tók
spyrnuna og skoraði örugg-
lega. Rétt fyrir leikhlé átti
KA hættuleg færi er Eyjólfur
Ágústsson fékk boltann fyrir
framan mark Þórs en skaut of
laust og Samúel átti auðvelt
með að verja. Þess má geta
hér að sjóngóðir menn töldu
boltann hafa farið inn í mark
KA um miðjan fyrri hálfleik-
inn en hvorki dómari né línu-
vörður sáu það.
Fyrstu mín. síðari hálfleiks
sótti KA nokkuð án þess þó að
uppskera mark. Það voru
Þórsarar sem gerðu drauma
KA-manna að engu með stór-
glæsilegu marki Guðna Jóns-
sonar af 20 m. færi í vinstra
hornið niðri. Jarðaði hann þar
með sigurdrauma KA í 3.
deild. Spurningin var aðeins
um hve mörkin yrðu mörg.
Það var eitt eftir, kom það
rétt fyrir leikslok. Jón Lár.
ÍBV í heim-
sókn til
Þórs
Síðastliðinn sunnudag endur-
galt ÍBV heimsókn Þórs frá
því í vor er Þór kom til Eyja
og var fyrst liða til að stöðva
sigurgöngu þeirra eyja-
skeggja. Frekar var það lítið
fjrrir augað sem hinir fáu
áhorfendur fengu að sjá á vell
inum á sunnud.
Tvö mörk voru skoruð í
leiknum sín hvoru megin og
bæði í fyrri hálfleik. Þórsarar
voru fyrri til. ÍBV fékk
dæmda á sig hornspyrnu og
boltinn barst inn í þvögu og
reyndu Þórsarar markskot en
ekki vildi boltinn inn fyrr en
Sigurður Lár. negldi inn. Guð
jón Pálsson var þá fjarver-
andi. Mark sitt gerðu Eyja-
menn úr víti á 24. mín. Sá
Örn Óskarsson um þann hluta.
í síðari hálfleik var fátt um
annað en þóf og innáskiptingar
og rigningu. jeg.
ÞÓR-KA
4-0
skoraði af stuttu færi.
Strax á eftir komst Jóhann
Jakobsson í dauðafæri en
skaut þrumu bolta í þver-
slána.
Besti maður Þórs var Pétur,
sem komið hefur mjög vel út
úr leikjum sínum í sumar. •—
Þess má geta að Árni Gunn-
arsson var í leikbanni.
Hjá KA kom Magnús Vest-
mann vel út, en hefði átt að
koma fyrr inná.
Að leik loknum voru verð-
laun afhent. Gerði það Helgi
Daníelsson, formaður móta-
nefndar. Lét hann þess getið
í ávarpi sínu að Þórsarar væru
vel komnir að sigri sínum.
Væri það ánægjulegt að úr-
slitaleikur í þessari fjölmenn-
ustu deild íslandsmótsins gæti
farið fram við bestu aðstæður
hér á landi í dag. „Aldrei hef-
ur verið jafn mikil reisn yfir
úrslitaleik í 3. deild og nú, er
þetta einn besti leikur sem ég
hef séð í deildinni.11 — jeg.
Leikir um auka-
sætin í II. deild
Um síðastliðna helgi fór fram á Melavellinum í Reykja-
vík keppni um tvö sæti í 2. deild að ári. Áttust þar við
silfur- og bronslið 3. deildar og svo liðið er féll úr ann-
ari deild í ár, Víkingur frá Ólafsvík.
Keppnin hófst á föstu-
dagskvöldið með leik Vík-
ings og Í.B.Í. Lauk honum
með sigri ísfirðinga 2:0.
Á laugardaginn kepptu
svo KA og ÍBÍ. Var það
jafn og skemmtilegur leik-
ur. Fór hann fram við góð-
ar aðstæður af malarvelli
að vera.
ísfirðingarnir skoruðu
fyrsta markið; kom það í
upphafi leiksins. KA náði
að jafna á 20. mín. Þar var
Jóhann að verki. Annað
markið fyrir KA skoraði
Eyjólfur Ágústsson eftir
fyrirgjöf frá Sigbirni Gunn
arssyni. Kom það undir lok
hálfleiksins. Snemma í síð-
ari hálfleik tókst ÍBÍ að
jafna 2:2 eftir herfileg varn
armistök. Sigurmark KA
kom svo er um fimmtán
mín. voru til leiksloka. Var
það Jóhann sem batt enda
á gullfallegan leikkafla.
Eftir þennan leik voru því
KA og ÍBÍ með tvö stig
hvort félag.
Síðasti leikurinn fór svo
fram á sunnudaginn. Voru
nú aðstæður orðnar aðrar
og verri. Á vellinum var
pollur við poll og þó nokk-
ur hliðarvindur. Leikurinn
hófst með hörku og látum,
þó vantaði eitthvað af bar-
áttuandanum frá deginum
áður í KA-liðið. Þeir skor-
uðu þó fyrsta markið á 10.
mín og var Sigbjörn þar að
verki og skoraði af öryggi
eftir fyrirgjöf frá Þormóði.
En Víkingarnir létu þetta
ekki á sig fá og jafna 6
mín. síðar með laglegu
marki. Upphófst nú mikið
þóf og lítið fór fyrir sam-
spili. Það var svo á 30. mín.
sem Víkingarnir komust
yfir 2:1 eftir að vörn KA
hafði galopnast. Lauk svo
fyrri hálfleik.
Menn höfðu vart komist
í stöður sínar er boltinn lá
í neti KA í upphafi síðari
hálfleiks. KA-leikmennirn-
ir gáfust ekki upp, tap í
þessum leik þýddi að leika
þyrfti allt upp aftur. Á 25.
mín. gaf Sigbjörn fyrir á
Ármann sem skoraði glæsi-
lega annað mark KA. Jöfn-
unarmarkið kom svo er um
15 mín. voru til leiksloka.
Sigbjörn skaut af um 10 m.
færi, markmaðurinn hálf
varði en í netið fór boltinn.
Lauk svo leiknum með jafn
tefli. Lokastaðan í þessari
keppni varð því þessi: KA
hlaut 3 stig, ÍBÍ 2 stig og
Víkingur 1 stig.
Þau níu lið sem leika í
2. deild að ári verða: ÍBV,
Selfoss, Völsungur, Ár-
mann, Haukar, Reynir, Þór,
KA og ÍBÍ. — jeg.
Gullsmiðirnir Sigtryggur og Pétur hafa gefið þennan
X fallega grip með það fyrir augum að besti knattspyrnu- .♦.
X maðurinn á Akureyri á hverju sumri hljóti liann til varð- *£
•j* veislu milli ára. Það er 5 manna nefnd sem sker úr því *s*
hverju sinni hver skuli liljóta gripinn. Nefndin cr skipuð *j*
.;. tveimur KA-mönnum, tveimur Þórs-mönnum og einum ♦!•
♦*♦ . ♦!♦
.*. oddamanni. Gripurinn ýerður afhentur í fyrsta skipti inn- .j.
X an skamms. (Ljósm. Jón Einar.). %
*♦*
Lögtaks-
úrskurður
Hinn 1. þ. m. var lcveðinn upp lögtaksúrskurður
fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum árs-
ins 1975 álögðum á Akureyri, Dalvík og í Eyja-
fjaröarsýslu, en þau eru: tekjuskattur, eignaskatt-
ur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatrygginga-
gjald v/heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysatrygginga
gjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971,
lífeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, at-
vinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgjald og
launaskattur. Ennfremur fyrir skipaskoðunar-
gjaldi, lestrargjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti,
skoöunargjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi
ökumanna 1975, vélaeftirlitsgjaldi, svo og ógreidd-
um iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lög-
skráðra sjómanna, áföllnum og ógreiddum
skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af
skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvöruteg-
undum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar-
sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum,
söluskatti, sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir
viðbótar- og aukaálagningum söluskatts vegna
fyrri tímabila.
Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara,
á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að 8
dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef
full skil hafa ekki verið gerð.
BÆJARFÖGETINN Á AKUREYRI OG DALVÍK.
SÝSLUMAÐURINN I EYJAFJARÐARSÝSLU.
3. sept. 1975,
ÓFEIGUR EIRÍKSSON.
Auglýsing
um lögtök
Þann 4. þ. m. kvað bæjarfógetinn á Akureyri upp
lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum en ógreiddum
gjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar á-
lögðum árið 1975.
Gjöldin eru þessi:
Útsvör, aðstöðugjöld, fasteignaskattur, holræsa-
gjald, vatnsskattur, lóðarleiga og hafnargjöld.
Lögtök verða látin fram fara án frekari fyrirvara
fyrir ofangreindum gjöldum, á kostnað gjaldenda
en ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs að liðnum 8 dög-
unr frá birtingu auglýsingar þessarar.
BÆJARGJALDKERINN, AKUREYRI.
2 - ÍSLENDINGUR