Íslendingur


Íslendingur - 11.09.1975, Blaðsíða 4

Íslendingur - 11.09.1975, Blaðsíða 4
Otgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Valgerður Benediktsdóttir Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Stofnun IMorðurlandsvirkjunar Virkjunarmál á Norðurlandi hafa verið í brenni- punkti á undanförnum árum. Þegar fyrirséð var að ekki yrði um frekari virkjanir í Laxá að ræða. var tekin sú afdrifaríka ákvörðun í ráðherratíð Magnús ar Kjartanssonar, að einvörðungu skyldi leysa orku- vanda Norðlendinga með því að tengja fjórðunginn við orkukerfi Landsvirkjunar á SV-landi. Fyrst skyldi sú lína liggja yfir hálendið, en síðar var ákveðið að leggja hana yfir Holtavörðuheiði og um byggðir. Samtímis þessari ákvörðun var frestað rannsóknum á öðrum álitlegum lausnum á orku- vandanum m. á. var frestað að rannsaka Kröflu- svæðið bæði árin 1972 og 1973. Nú er unnið að því að leysa þessi mál. Kröfluvirkjun er hraðað eins og unnt er og gengur það verk ennþá eftir áætlun. Þar er ekki sízt að þakka ötulu starfi Kröflunefndar undir forystu formanns hennar Jóns G. Sólnes al- þingismanns. Þótt sjálf virkjunarmálin séu mikilvæg er ekki síður þýðingarmikið að endurskipuleggja raforku- málin á Norðurlandi. Bitur reynsla sýnir að Norð- lendingar verða að tryggja sér úrslitaáhrif á þróun orkumálanna í fjórðungnum. Að þessu verkefni er nú unnið. Skipuð var hinn 18. marz sl. nefnd til þess „að kanna viðhorf sveitarfélaga og núverandi eigenda orkuvera á Norðurlandi til stofnunar sam- eignarfélags ríkisins og sveitarfélaganna um orku- öflun fyrir Norðurland — Norðurlandsvirkjun“, eins og segir í erindisbréfi nefndarinnar. Lárus Jónsson alþm. sem er formaður nefndarinnar skýrði frá því á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga fyrir skömmu að nefndin hefði fyrir sitt leyti þegar komist að samkomulagi um hugmynd að umræðu- grundvelli um stofnun Norðurlandsvirkjunar, sem hún teldi að leggja mætti til grundvallar frekari viðræðum milli aðila. Aðalatriði hugmynda nefnd- arinnar væru að stofnað yrði eitt orkuöflunarfyrir- tæki fyrir Norðurland allt sem ætti og ræki öll meiriháttar orkuver í fjórðungnum ásamt a. m. k. stofnlínu frá Hrútafirði að Kröflu. Fyrirtækið yrði að meirihluta 1 eigu kaupstaða og sýslna á Norður- landi og eignaraðild heimaaðila skiptist að mestu milli þeirra eftir íbúatölu. í ræðu sinni á þingi Fjórðungssambands Norð- lendinga sagði Lárus m. a.: „Með því að sameinast um stofnun slíks fyrirtækis, fengju Norðlendingar í hendur meirihlutavald í öflugu orkuöflunarfyrir- tæki, sem gæti hagnýtt í framtíðinni hverja þá af stærstu orkulindum í fjórðungnum, sem þörf er á og skynsamlegt telst hverju sinni. Þetta fyrirtæki gæti flutt orkuna að hagkvæmum afhendingarstöðum til rafveitna á svæðinu. Þetta þýddi: sjálfræði Norð- lendinga í orkumálum — sjálfræði í rannsóknum á nýjum virkjunarstöðum og sjálfræði í nýtingu hinna miklu orkulinda okkar á Norðurlandi. Ljóst er að þetta myndi gerbreyta orkumálum Norður- lands og gerbreyta öllum aðstæðum til búsetu í fjórðungnum.“ Fram hefur komið að mikill og jákvæður áhugi Norðlendinga er fyrir hendi á þessu máli. Fjöldi já- kvæðra áskorana og ályktana hafa borizt um stofn- un Norðurlandsvirkjunar. Ástæða er því til að ætla að frekari viðræður milli aðila leiði til þeirrar niður- stöðu að Norðlendingar sameinist um þetta mikil- væga hagsmunamál sitt. Því bæri vissulega að fagna. 4 - ISLENDINGUR Rætt við Einar Hallgrímsson um leikaðstöðu barna á Akureyri — Hér cr allt kallað rusl, sem ekki fegrar umhverfið og því er gjarnan hent. í mörgum tilfell- um er þetta einmitt hlutirnir sem börnin vilja leika sér að. Við byggjum bílskúra óhikað fyrir hundruð þúsunda króna, en teljum það eftir okkur að borga 10—15 þúsund krónur fyrir að skapa börnum okkar viðunandi leikaðstöðu við hcimili þeirra. — Þetta eru glefsur úr því sem Einar Hallgrímsson, umsjónarmaður leikvalla á Akureyri, sagði, þegar íslendingur ræddi við hann fyrir skömmu um leikaðstöðu barna á Akureyri. Einar hefur unnið við leik- vellina í 6 sumur og má sjá árangur af starfi hans á ýms- um. leiksvæðum í bænum og til gamans má geta þess að frá því árið 1971 hafa komur barna á gæsluvelli bæjarins aukist úr 25.000 yfir árið upp í milli 50 og 60 þúsund kom- ur, sem er mjög mikil aukn- ing á stuttum tíma.' Bendir það til þess að börnunum þyki þau hafa meira að sækja á leikvellina nú en áður. Einar sjálfur hefur hins vegar aðrar og hógværari skýringar á þessu m. a. þá að gæsluvell- irnir séu nú fleiri í bænum, börnin fleiri og annað í þeim dúr. Hvað er leiksvæði? Þegar við spurðum Einar um hve mörg leiksvæði væru fyrir börn á Akureyri sagði hann að því væri í raun og veru vandsvarað: — Fyrst verður maður að gera það upp við sig hvað átt er við með orðinu leiksvæði. í raun og veru eru allir staðir, sem börn leika sér á leik- svæði. En ef við höldum okkur við þau svæði sem bær- inn hefur afskipti af, þá eru þau um 30 talsins. Þar ber fyrst að nefna gæsluvellina, sem eru 8; þar af voru 3 opn- aðir í sumar. Þessum völlum er dreift um bæinn og eru vellir á eftirtöldum stöðum: Á nýju uppfyllingunni við Hafnarstræti, við Reynivelli, Helgamagrastræti, Lönguhlíð, Þverholt, Löngumýri, Norður- byggð og Skógarlund. Síðan má nefna barnaheimilið Pálm holt, og leikskólana Árholt og Iðavöll og starfsvöllinn Frá- bæ, sem er ætlaður þeim börn um, sem eru orðin of gömul fyrir gæsluvellina. Gæsluvellirnir eru hugsaðir fyrir börn á aldrinum 2—6 ára og eru þeir opnir frá kl. 9—12 og 2—5 yfir sumartímann, en að vetrinum höfum við reynt að halda 2 gæsluvöllum opn- Það þarf ekki að kosta mikið að skapa börnunum viðunandi Ieikaðstöðu við heimilin. i x í X t V ►J* »*♦ ♦*« •*» ♦*» ♦ Gott í hvers- dagsleik- Að áskorun Guðrúnar Krist- jánsdóttur og Sigmundar Magnússonar koma hjónin Auður Björnsdóttir og Magnús Stefánsson frá Fagraskógi hér með uppskrift vikunnar: Kjötkökur með tómati og kryddsmjöri: 500 gr. hakkað kjöt 1 tsk. salt T4 tsk. pipar 100 g. smjörlíki 21—3 tómatar 1—2 greinar steinselja 100 gr. smjör. Kjötið er mótað í 8—10 buff kökur, sem síðan eru brúnað- ar í smjörlíkinu í 3—5 mínút- ur á hvorri hlið. Kryddað eft- ir smekk. Kökunum raðað á fat og ein tómatsneið sett á hverja köku og þar ofan á ein sneið af kryddsmjöri, sem er búið til á eftirfarandi hátt: Hrærið mjúkt smjörið í skál ásamt 1—2 msk. af sítrónu- safa og niðurklipptri stein- selju. Lá.tið smjörið í málm- pappír og rúllið í sívalning og geymið um stund í frysti eða þar til það verður nógu hart til að hægt sé að sneiða það niður. Með þessum kjötrétti er gott að bera fram nýjar soðnar kartöflur og hrásalat, sem mætti t. d. vera hvítkálssalat eitthvað á þessa leið: 200 gr. hvítkál 1—2 epli,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.