Íslendingur - 11.09.1975, Síða 8
ESaNGRUNARGLER
ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332
AUGLYSINGASIMIISLENÐIN6B
215 00
Bfarm
Jónsson
sýnir í
Hlíðarnæ
Þann 18. sept. opnar Bjarni
Jónsson listmálari sýningu á
verkum sínum í Hlíðarbæ í
Glæsibæjarhreppi. Sýningin
stendur til sunnudags 21. sept.
Bjarni tók fyrst þátt í sam-
sýningu Félags ísl. myndlistar
manna árið 1952 en fyrsta
sjálfstæða sýning hans var í
Sýningarsalnum í Rvík árið
1957. Síðan hefur hann hald-
ið margar sýningar bæði í
Reykjavík og víða um landið.
Þá hefur hann fengist mikið
við að myndskreyta bækur,
gert leikmyndir og fl.
Myndirnar sem Bjarni sýn-
ir í Hlíðarbæ hafa verið vald-
ar með það fyrir augum að
sýna sem flestar hliðar á list
Bjarna. Bjarni Jónsson er
fæddur 15. sept. 1934.
Lýsa
undrun
sinni á sam-
þykktum
bænda
Á stjórnarfundi Landssam-
bands iðnverkafólks sem hald
inn var 6. sept. 1975, var gerð
eftirfarandi samþykkt:
„Stjórn Landssambands iðn
verkafólks lýsir undrun sinni
á hinum gikkslegu samþykkt-
um Stéttarsambands bænda í
garð verkalýðshreyfingarinn-
ar. Virðist nú augljóst að áð-
ur kunnur fjandskapur for-
manns Stéttarsambandsins í
garð verkalýðshreyfingarinn-
ar er orðinn stefnumarkandi
fyrir sambandið."
Stjórn Landssambands iðn-
verkafólks telur því tímabært
að verkalýðssamtökin geri sín
ar ráðstafanir til að mæta árás
um Stéttarsambands bænda á
viðeigandi hátt.
(Fréttatilkynning.)
Sólborg komin ■ þrot með húsnæði
Smíði viðbótar-
húsnæðis hafin
Hafnar cru framkvæmdir við sérstaka sjúkradeild fyrir örvita og ósjálfbjarga hjúkrunar-
sjúklinga á Sólborg. Sjúkradeildin verður um 450—500 fermetrar á einni hæð og ætluð fyrir
24 sjúklinga. Nýbyggingin verður tengd eldri byggingum á Sólborg með gangi eða verönd.
Á yfirstandandi ári voru vcittar 20 milljónir króna úr Styrktarsjóði vangefinna til þcssara
framkvæmda og í sl. mánuði hófst vinna við jarðgröft vegna sjúkradeildarinnar og cr það
verkefni vel á veg komið. Norðurvcrk hf. hcfur annast jarðgröftinn, en nú er þess að '
vænta, að bygging húss sjúkradeildarinnar Verði boðin út innan skamms, og verður unnið
við þá framkvæmd, meðan fjárveiting cndist og tíðarfar leyfir. Það er Teiknistofan Óðins-
torg s.f. í Reykjavík, sem hefur teiknað nýju'sjúkradeildina.
GlenJspcglan
Sjúkradeildin er fyrsti á-
fangi í verulegri stækkun á
vistheimilinu Sólborg á Akur
eyri. í öðrum áfanga er bygg
ing nýs húss til kennslu og
vinnuþjálfunar með aðstöðu
til líkamsræktar. Húsið verð-
ur að hluta til á tveimur hæð
um, 450—500 fermetrar að
grunnfleti. Á efri hæð verða
kennslu- og vinnustofur
ásamt vinnuaðstöðu fyrir
starfslið, en í kjallara á neðri
hæð verður sundlaug og að-
staða fyrir sjúkraþjálfun og
aðra nauðsynlega líkams-
rækt.
Þegar þessi hús verða kom
in í gagnið verður hægt að
endurskipuleggja það starf
sem fer fram í núverandi hús
næði Sólborgar og gera á því
ýmsar endurbætur. Áætlað-
ur heildarkostnaður vjð ný-
byggingar og breytingar á
eldra húsnæði er 160 millj.
og 400 þús. kr., en sam-
kvæmt áætlun á verkinu að
vera lokið árið 1980.
Sl. mánudag efndi stjórn
vistheimilisins Sólborgar til
blaðamannafundar þar sem
skýrt var frá byggingar-
áformunum og þar kom einn
ig fram að þrengsli eru far-
in að há allri starfsemi Sól-
borgar verulega. Þóroddur
Jónasson læknir og formaður
stjórnarinnar sagði að upp-
haflega hefði vistheimilið
verið ætlað fyrir 32 vist-
menn, sjálfbjarga á svipuð-
um aldri og meðferðarstigi.
En nú eru á heimilinu 60
vistmenn og þriðjungur
þeirra eru örvitar og hjúkr-
unarsjúklingar sem krefjast
miklu sérhæfari aðstöðu en
þeirrar sem hægt er að veita
þeim nú.
— í dag er um 90% yfir-
fylling á heimilinu miðað við
kennslu- og þjónusturými,
en um 40% yfirfylling miðað
við svefnpláss, sagði Þórodd-
ur. — Við núverandi aðstæð-
ur er ekki hugsanlegt að
veita vistmönnum þá þjón-
ustu sem nauðsynleg verður
að teljast. Með því að hópa
saman vangefnu fólki á öll-
um meðferðarstigum í yfir-
fullt húsnæði án möguleika á
deildarskiptingu eru öll
fræðileg lögmál um uppeldi
og þjálfun þessa öryrkjahóps
fótum troðin. Með slíkri skip
an er jafnframt lagt óhóflegt
álag á starfslið stofnunarinn-
ar er leiða kann til ýmis kon-
ar árekstra innbyrðis í þess-
um hópi og við vistmenn.
Ennfremur kann við þvílíkar
aðstæður að þróast með vist-
mönnum ýmis konar hátt-
erni og viðbrögð sem jafnvel
í hópi afbrigðilegra einstak-
linga eru óeðlileg.
Að lokum benti Þóroddur
á að Sólborg þjónaði öllu
Norðurlandi frá Hrútafirði
til Langaness og væri heimil-
ið komið í algjört þrot með
húsnæði. Eru 5 manns á bið-
lista og 10 í viðbót sem gætu
þurft á vistun að halda fyrir-
varalítið.
FJÖL8KYLDU-
HEIMILIÐ
LOFAR GÖÐU
— Við kunnum bara svo
vcl við okkur hérna. Þetta er
allt cins og það á að vera.
Ég sakna bara sjónvarpsins
frá Sólborg.
Þetta sagði einn af fjórum
vistmönnum sem eru fluttir
inn í nýja fjölskylduheimili
Sólborgar að Oddeyrargötu
32, þegar blaðamönnum og
fleiri gestum var boðið í
heimsókn þangað fyrir
skömmu.
Ætlunin er, að smám sam-
an flytji þangað 8—10 vist-
menn, sem eru best sjálf-
bjarga á Sólborg. Enn er ekki
hægt að taka á móti svo stór-
um hópi, þar sem viðgerðir
standa yfir á húsinu. Bjarni
Kristjánsson, forstöðumaður
Sólborgar, sagði, að svo virt-
ist sem vistfókið kynni mjög
vel við sig á heimilinu og
hefði það þegar sýnt merki
þess, að því liði betur í nú-
verandi umhverfi en í
þrengslunum á Sólborg.
Hér fær fólk betra tæki-
færi til þess að lifa fjölskyldu
lífi. Það er meiri tími
að lifa fjölskydulífi. Það er
til þess að leyfa fólkinu
að hjálpa til við heimilis-
haldið og sinna áhugamálum
sínum. Við höfum nú þegar
uppgötvað ýmsa nýja þætti í
þessum hópi, sem ekki fengu
Framhald á bls. 7.
' >••• V.'.'.v.-.'.VÍV * *V *
Nýjar rcglur hafa verið settar
um tímasókn í Mcnnlaskólan-
um á Akureyri. Verður gefin
sérstök cinkunn fyrir tíma-
sókn og reiknast liún til aðal-
cinkunar á stúdentsprófi.
Þýðir þetta í raun og veru að
framvegis cr mögulcgt að fella
ncmanda á lélcgri tímasókn.
Hver cr ástæðan fyrir þcssari
nýjung í MA?
TTyggvi Gíslason, skóla-
meistari, svarar:
Þetta er fyrst og fremst gert
til þess að veita nemendum
skólans aukið aðhald og bæta
námsárangur þeirra. Námsár-
angur í MA og öðrum mennta
skólum hefur verið lélegur
undanfarin ár og hefur það
aukið áhugann fyrir því að
veita nemendum aukið aðhald
og lækkað raddirnar um
frjálsa tímasókn. Úrslit prófa
sl. ár segja sína sögu um þörf-
ina á aðaldi. í þriðja bekk
féllu nær 20% nemenda, í 4.
bekk féllu 16% og í 5. bekk
18%. Er þetta margföld aukn-
ing á fallprósentu frá því sem
var fyrir fáum árum.
En þessi ráðstöfun er ekki
einungis til þess að auka að-
haldið í skólanum, heldur er
tilgangurinn einnig sá að gera
skipulag á kennslu í skólan-
um auðveldara.
Þess má að lokum geta að
tímasóknarskylda verður
áfram í skólanum og hægt að
víkja nemendum frá skóla fyr
ir lélega tímasókn.
HÍ
Á vistheimilinu Sólborg dveljast nú 60 vistmenn.
AKUREYRINGAR -
NORÐLENDINGAR!
Ódýrar
Lundúnaferðir.
Ferðaskrifstofa Akureyrar
I I
cSd
HÚSBYGGJENDUR!
Timbur í úrvali. - HAGSTÆTT VERÐ.
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
TÖMASAR BJÖRNSSONAR H.F.
Glerárgötu 34. — Sími 2-39-60.