Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1976, Síða 2

Íslendingur - 01.04.1976, Síða 2
ÞÓRSSTÚLKURNAR Islandsmeistarar í körfubolta Þórsstúlkurnar tryggðu sér sigur í íslandsmótinu í körfubolta, með sigri yfir IR og Fram í Reykjavík um sl. helgi, og hljóta þar með titilinn Islandsmeistarar í körfubolta kvenna 1976. Stúlkurnar eru vel að sigrinum komnar; þær unnu alla sína leiki í mótinu, flesta með nokkrum mun. I fyrra urðu stúlkurn- ar Bikarmeistarar, en þeim gafst ekki kostur á að verja þann titil vegna fjárskorts körfuknattleiksdeildarinnar. Að vísu lag- aðist fjárhagurinn, en þá var orðið of seint að sækja um þátt- töku og Körfuknattleikssambandið tók ekki í mál að hliðra til fyrir Þór. Fyrri leikurinn var við ÍR á föstudagskvöldið. Leikurinn var jafn framan af, en Þór náði fljótlega yfirhöndinni og var sigur þeirra aldrei í hættu, en leiknum lauk 53-44. Seinni leikurinn, og jafn- framt síðasti leikur Þórs í mótinu, var við Fram á laugar daginn. Þórsstúlkurnar unnu örugglega, 39-32, og höfðu þar með unnið alla sína leiki í mótinu. Anton Sölvason er þjálfari stúlknanna. Sagði hann að- spurður; að þessi árangur hefði náðst fyrir mikinn vilja og áhuga stúlknanna, jafn- framt góðri æfingasókn, og síðast en ekki síst með einstök um liðsanda. Undir þau orð tekur blaðið og óskar Þórsur- um til hamingju með sigur- inn. íslandsmeistarar Þórs í körfubolta 1976. Talið frá vinstri: Anton Sölvason, þjálfari stúlknanna, Sólveig Gunnarsdóttir, Harpa Sigurðardóttir, Magnea Friðriksdóttir, Guðrún Hreinsdóttir, Þór unn Rafnar, fyrirliði liðsins, María Guðnadóttir, Þórný Kristjánsdóttir og Ásta Pálmadóttir. Húsavíkurmótinu sem hófst í Reykjavík lauk á Akureyri Það gekk ekki byrlega að halda svokallað Húsavíkur- mót, sem var punktamót á skíðum og átti upphaflega að vera á Húsavík, en ekki reynd ist unnt að halda það þar, vegna snjóleysis. Þá var það flutt til Reykjavíkur, en að- eins reyndist unnt að ljúka stórsviginu þar; sviginu var frestað vegna veðurs. Mótinu lauk svo ekki fyrr en sl. föstu dag, en þá fór svigkeppnin fram í Hlíðarfjalli. Sigurvegari í karlaflokki varð Haukur Jóhannsson, með 110.64 sek. í samanlagðan tíma. Karl Frímannsson varð annar, með aðeins örfáum sekúndubrotum lakari tíma en Haukur, 110.89, en Karl er að- eins 16 ára og á eflaust eftir að láta mikið að sér kveða á skíðamótum í framtíðinni. Tómas Leifsson varð þriðji á 111.78 sek. og Árni Óðinsson fjórði á 111.91 sek. í kvennaflokki sigraði Stein unn Sæmundsdóttir, Reykja- vík, á 105.16 sek. Margrét Baldvinsdóttir varð önnur með nokkrum sek.brotum lak- ari tíma en Steinunn, 110.89. Jórunn Viggósdóttir varð þriðja, Aldís Arnardóttir fjórða og Katrín Frímanns- dóttir fimmta. Til fermingargjafa CABER skíðaskór, flestar staerðir FISCHER og SPALDING skíði. MARKER og COBER öryggisbindingar, einnig skíðagleraugu, skíðastafir, skíða og skópokar, skíðabuxur og jakkar, skíðahjálmar og m. m. fl. PÓSTSENDUM SPORT- og hljóðfæraverskin Akureyrar SlMI: 2-35-10. Hermann Stefánsson afhendir Hauki Jóhannssyni Hermanns- bikarinn. — Til hliðar er Haukur á fullri ferð í sviginu. Hermannsmótið: Haukur og IHar- grét sigurvegarar Hermannsmótið, sem kennt er við Hermann Stefánsson, íþrótta kennara, var haldið í Hlíðarfjalli um h'elgina. Haukur Jóhanns- son, Akureyri, var maður mótsins; sigraði, í bæði stórsvigi og svigi, og vann þar með alpatvíkeppnina og Hermannsbikarinn. í kvennaflokki var keppt um Helgubikarinn, sem Björg Finn- bogadóttir gaf fyrir nokkrum árum í minningu Helgu Júníus- dóttur. Það var dóttir Bjargar; Margrét Baldvinsdóttir, Ak., sem vann bikarinn að þessu sinni. Hermann Stefánsson var í fjallinu um helgina, brá sér á skíði og afhenti Hauki sigurlaun- in. Einnig var keppt í göngu. Þar urðu efstir og jafnir Halldór Matthíasson og Magnús Eiríksson. Á laugardaginn var keppt í stórsvigi, karla og kvenna, 15 km. göngu 20 ára og eldri og 10 km. göngu 17—19 ára. Tómas Leifsson hafði bestan brautartíma eftir fyrri um- ferðina í stórsviginu, með rúmlega hálfri sek. betri tíma en Haukur. En Haukur vann upp forskot Tómasar í seinni umferðinni, og aðeins betur, því hann sigraði, með aðeins 9 sekbrotum betri tíma en Tómas, sem varð annar. Sam- anlagður tími Hauks var 137.43, Tómasar 137.52 og Árni Óðinsson varð þriðji á 139.89 sek. í kvennaflokki sigraði Stein unn Sæmundsdóttir, Rvík, á 141.40 sek., Margrét Baldvins dóttir, Ak., varð önnur á 147.28 og Jórunn Viggósdótt- ir, Rvík, varð þriðja á 148.66 sek. Framhald á bls. 10. Margrét Baldvinsdóttir. í 15 km. göngu, 20 ára og eldri, urðu fyrstir og jafnir, þeir Halldór Matthíasson, Ak., og Magnús Eiríksson frá Siglu firði. Þeir gengu á sama tíma, 48 mín. og 23 sek. í 10 km. göngu, 17—19 ára, sigraði Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði, Bjarni Ásgrímsson, Siglufirði, varð annar og Við- ar Pétursson, Fljótum, varð þriðji. Tapleikir hjá Þór Þór lék tvo leiki í 2. deild ís- landsmótsins í handbolta, fyr- ir sunnan í síðustu viku. Fyrri leikurinn var við Fylki á fimmtudagskvöldið. Fylkir sigraði 24-22 eftir að hafa ver ið yfir 14-12 í hálfleik. Var þetta kærkominn sigur fyrir Fylki, þar sem þeir áttu í fall- baráttu við Breiðablik. Seinni leikurinn var við ÍR á föstudagskvöldið. ÍR-ingar sigruðu með yfirburðum, 30- 21, og tryggðu sér þar með sigurinn í 2. deild og sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. KA-TRAM Fram sigraði KA í Bikar- keppni HSÍ sl. fimmtudags- kvöld með 24 mörkum gegn 20, eftir að KA hafði verið yfir, 12-8, í hálfleik. 2 — ÍSLENDIN GUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.