Íslendingur - 01.04.1976, Qupperneq 6
Gtgefandi: íslendingur hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdóttir.
Auglýsingastjóri: Valgerður Benediktsdóttir.
Dreifingarstjóri: Steinunn Guðjónsdðttir
Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstrœti 4, simi 21500.
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar.
LÖGGÆSIULIÐ A
EYRAR ER ÖEÐLI
FÁMENIMT MIÐAI
REYKJAVÍK -
Úrræði
verður að
finna
Hið ömurlega ástand á stofnum helztu nytjafiska okkar er kunn-
ara en svo, að um það þurfi að fjölyrða. Um afleiðingarnar er
erfitt að spá á þessu stigi, en ljóst er, að ef ekki verður brugðizt
skjótt við, horfir til hruns og ringulreiðar í atvinnu- og efnahags-
málum oldcar. I þessum efnum verður að efla haf- og fiskirann-
sóknir, og sú stefna Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráð-
herra að fara í einu og öllu eftir tillögum fiskifræðinga um frið-
unaraðgerðir er ekki einungis rétt, heldur óumflýjanleg. Vita-
skuld hljóta auknar friðunaraðgerðir að koma ilia við suma, en
undan því verður eldd vikizt. Það eru langtímamarkmiðin, sem
við festum augun á.
Þau úrræði, sem nú eru helzt til bjargar, eru annars vegar að
kosta kapps um betri nýtingu aflans, hugsa um það að skapa
sem mest verðmæti úr hráefninu. Hins vegar hljótum við að
Ieita nýrra miða í þeim skilningi að nýta fisldstofna, sem lítill
gaumur hefur verið gefinn fram að þessu.
Hér fyrir Norð-Austurlandi skapa hin nýju viðhorf sérstök
vandamál. Þetta er smáfiskasvæði, sem nauðsynlegt er að friða
og er vænlegast að grípa til skyndilokana á tiltelcnum svæðum,
sem yrðu svo opnuð á ný, þegar stærri fiskur hefði gengið á þau.
£n þetta er einmitt sú stefna, sem Matthías Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra hefur tekið upp.
Hið algjöra aflaleysi nú á vetrarvertíðinni á Þistilfjarðar-
svæðinu hefur þegar valdið óumræðilegum erfiðleikum á Þórs-
höfn. Þar hefur risið nýtt og myndarlegt frystihús og eins og
horfir, er ekki að sjá, að bátafloti Þórshafnarbúa sé nógu öflug-
ur til þess að afla því nægilegs hráefnis. Til þess að skapa íbúum
þar atvinnuöryggi, hafa heimamenn sótzt eftir skuttogara og ef
litið er til Raufarhafnar, er augljóst, hvílík lyftistöng slílct stór-
virkt atvinnutæki er fyrir sjávarplássin. Á hinn bóginn er á það
að líta, að fiskiskipafloti okkar fslendinga er þegar orðinn of
stór, þannig að við stöndum nú í fyrsta sldpti frammi fyrir því
að þurfa að leggja honum um eitthvert skeið til þess að koma í
veg fyrir rányrkju þorskstofnsins.
f þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort ekki muni hægt
að tryggja atvinnulíf á Þórshöfn, með því að Ieita nýrra ráða.
Þannig eru góð rækjumið við Grímsey og Kolbeinsey og einnig
í öxarfirði, sem Þórshafnarbúar verða að fá hlutdeild í. Jafn-
framt þarf að kanna til þrautar, hvort nýtileg rækjumið séu í
Bakkafirði, auk þess sem þar eru hörpudisksmið, sem eitthvað
geta gefið af sér. Má í þeim efnum vitna til reynslunnar í Stykkis
hólmi, en þar hefur hörpudiskurinn gjörbreytt atvinnulífinu á
staðnum. Loks hlýtur rekstur síldarverksmiðjunnar á Þórshöfn
að koma mjög til álita.
Þessi mál eru nú til athugunar hjá ríkisstjórn og þingmönnum
kjördæmisins. Leggja verður á það áherslu, að þeirri athugun
verði hraðað sem mest og fundin úrræði, sem tryggi traust at-
vinnulíf á Þórshöfn. Það er svo Ijóst sem verða má, að áfram-
haldandi og vaxandi byggð í Norður-Þingeyjarsýslu er komin
undir velgengni þéttbýlisstaðanna þriggja, Kópaskers, Raufar-
hafnar og Þórshafnar. — H. BI.
- segir Kjartan Sigurðsson lögreglu
Samkvæmt tölum frá 1. desember sl. þá voru á Ak-
ureyri 19 fastráðnir lögreglumenn, eða einn lög-
reglumaður á hverja 631 íbúa í bænum. Á sama
tíma í Reykjavík voru fastráðnir 236 lögreglumenn,
eða einn á hverja 357 íbúa höfuðborgarinnar. Þann
1. des. voru auk þess starfandi 32 rannsóknarlög-
reglumenn í Reykjavík, eða 1 á hverja 2633 íbúa, en
á Akureyri starfar aðeins einn rannsóknarlögreglu-
maður fyrir alls 11.994 íbúa bæjarins. Ef f jöldi lög-
reglumanna og rannsóknarlögreglumanna er lagð-
ur saman verður útkoman sú að í Reykjavík er einn
maður á bak við hverja 314.3 íbúa, en á Akureyri er
einn maður á bak við hverja 599.7 íbúa.
regluembættisins í Hafnarfirí
væru mun rýmri en fjárveit
ingar til lögregluembættisin
hér.
— Ég býst við að þessar töl
ur sem ég gat um, sagði Kjar
an, bendi til þess að Akureyr
sé heldur rólegur bær, því ei:
hvern veginn hafa löggæslu
málin gengið hér þó svo a
við séum fáliðaðir. En vissu
lega er margt sem betur mætt
fara og aukinn starfskraftu
er undirstaða þess að löggæsl
á svæðinu verði betri en hú:
er í dag.
Þessar upplýsingar komu
fram í viðtali við Kjartan Sig-
urðsson, lögregluvarðstjóra á
Akureyri. Kjartan sagði að
auðvitað hefði Reykjavík sér-
stöðu að mörgu leyti, sem
gerði það nauðsynlegt að lög-
gæslulið þyrfti að vera hlut-
fallslega fjölmennara en á
öðrum stöðum á landinu. Þar
væri aðsetur þings, stjórnar,
sendiráða, aðalinnflutningur-
inn til landsins færi fram þar
og þar væri stór flughöfn og
fleira, en þrátt fyrir þetta tel-
ur hann að mismunurinn sé
óeðlilega mikill, ef fjöldi lög-
reglumanna á hvern íbúa í
Reykjavík er borinn saman
við fjölda lögreglumanna á
hvern íbúa Akureyrar. Ef Ak-
ureyri er borin saman við bæ
eins og t. d. Hafnarfjörð þá
er einnig sömu sögu að segja.
Að vísu hafði Kjartan ekki
tölur yfir fjölda lögreglu-
manna þar, en kvaðst hins veg
ar vita að fjárveitingar til lög-
í löggæslu í 26 ár
Kjartan Sigurðsson hefu
verið starfandi í lögreglunni
Akureyri í 26 ár og á þ\
tímabili hafa orðið ýmsa
breytingar bæði á starfi lög
reglumannsins og þá kannsk
ekki síður á þeim sem lögregl
an þarf að hafa afskipti af.
— í dag höfum við mui
oftar afskipti af konum en vi
gerðum fyrir 26 árum. f flest
um tilfellum þurfum við a
hafa afskipti af þeim vegn
Nýja lögregluvarðstöðin á Akureyri.
Valdimar Gunnarsson skrifar um up
IVIeiri háttar viðburður í I
Það má sem sanni segja að nú
sé seint að geta hér þess hve
Leikfélag Húsavíkur sýndi
Pétur Gaut. Sýningum mun
nú lokið enda orðnar allmarg-
ar.
Ég vil þó vona að betra sé
seint en aldrei og vil því gera
þessa sýningu að nokkru um-
talsefni.
Einhverjum mætti þykja
það ærin dirfska af húsvíking-
um að ráðast í svo viðamikið
fyrirtæki sem þessi sýning
hlýtur að verða, þar eystra
trúa menn því hinsvegar að
þeir geti gert ýmislegt enda hi
byggja þeir á traustri reynslu. as
Ekki munu mörg leikfélög ur
utan Reykjavíkur geta státað isl
af því að hafa á skömmum og
tíma sýnt Góða dátann Svejk, m
Volpone og Púntila og Matti sa
svo dæmi séu tekin. Þetta hafa su