Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1976, Page 10

Íslendingur - 01.04.1976, Page 10
■ ■ Félagsheimili vigt Sl. laugardag var félagsheimilið á Húsavík formlega vígt og því gefið nafnið Félags- heimili Húsavíkur. Einnig var aðalsal hússins gefið nafnið Víkurnaust, litla sal hússins nafnið Víkurbær, og væntanlegu leikhúsi sem verður sambyggt húsinu nafnið Víkurver. Dagskráin hófst kl. 14.30 síðdegis og var stöðug dag- skrá til kl. 03.00 um nóttina. í byrjun var rakin saga hússmíðarinnar, og síðan vígði sr. Björn Jónsson hús- ið. Þá söng Guðmundur Jóns son óperusöngvari við undir- leik Ólafs Vignis Albertsson ar. — Síðan var gestum boð- ið upp á súkkulaði og kökur. Kl. 5 síðdegis var haldin skemmtun fyrir börn á aldr- inum 8—12 ára og síðar um kvöldið var dagskrá fyrir unglinga. Kl. 10 um kvöldið hófst síðan almennur dans- leikur og stóð hann til kl. 03.00. Að sögn Einars Olgeirs- sonar, hótelstjóra, voru um 400 manns viðstaddir vígslu- hátíðina, um 300 börn voru á barnaskemmtuninni, 300 á unglingaskemmtuninni og 400 á dansleiknum um kvöld ið. Byrjað var að byggja fé- lagsheimilið fyrir 10 árum síðan og hefur það smám saman verið tekið í notkun og er nú komið í það horf sem því er ætlað að því und- anskildu að ekki er búið að byggja leikhúsálmu hússins. Arkitekt hússins er Jósep Reynir. Framkvæmdaáættun Verkamannabústaða: Þrjár blokkir með 68 íbúðum Stjórn Verkamannabústaða á Akureyri hefur gengið frá framkvæmdaáætlun fyrir 4 ára tíma- bil og er gert ráð fyrir að á tímabilinu verði byggðar alls 68 íbúðir í þremur fjölbýlishúsum. Heildarkostnaður við byggingarframkvæmdirnar er áætlaður 408 milljónir króna eða 6 milljón- ir á hverja íbúð að meðaltali. Framlag bæjarins á þessu ári til verkamannabústaðanna er áætlað 18 milljónir króna. Stefnt er að því að bygging fyrsta fjölbýlishússins verði boðin út í maí nk. og húsið steypt upp í sumar og tilbúið til innflutnings sumarið 1977. Önnur blokkin á að vera fullgerð árið 1978 og sú þriðja og síðasta árið 1979. Pétur Gautur Formaður stjórnar Verka- mannabústaðanna, Sigurður Hannesson, sagði í viðtali við íslending að Teiknistofunni sf. Ármúla 6 í Reykjavík, hefði verið falið að ganga frá út- boðsgögnum og verklýsingu, en teikningar fjölbýlishúsanna verða þær sömu og eru á Skarðshlíð 22—28 nema hvað íbúðir fyrstu hæðarinnar verða stækkaðar um 1 her- bergi og verða þær íbúðir mið aðar við þarfir fatlaðs fólks. Stjórn Verkamannabústað- anna er þegar búin að fá lóðir undir tvö fyrstu fjölbýlishús- in og verða þau bæði á Lunds- túni, nánar tiltekið að Hjalla- lundi 1-3-5 og Hjallalundi 7-9-11. Ekki er búið að ganga frá því hvar þriðja fjölbýlis- húsið verður í bænum. í fyrsta fjölbýlishúsinu verður 21 íbúð, þar af 18 íbúðir með fjórum herbergjum og 3 með þremur herbergjum, en hinar blokk- irnar verða stærri. Aðspurður sagði Sigurður að verkamannabústaðirnir væru byggðir með það fyrir augum að gera láglaunafólki kleift að eignast eigin íbúð. Til þess að hafa möguleika á að fá íbúð í verkamannabú- stöðunum má viðkomandi ekki hafa haft meiri meðaltekjur á sl. 3 árum en 686.718.00 kr. plús 62.338.00 kr. fyrir hvert barn 16 ára og yngri. Eigna- hámarkið nemur 1.574.194.00 kr. Það er stjórn Verkamanna bústaðanna sem úthlutar íbúð unum og er endursala á íbúð- unum háð ströngum skilyrð- um. Bærinn hefur forkaups- rétt að öllum íbúðum í verka- mannabústöðunum. Þá sagði Sigurður að lokum að þeir sem fengju íbúðir í verkamannabústöðunum þyrftu að fjármagna 20% kostnaðarverðsins sjálfir, en 80% fengju þeir lánuð. Hluti af því láni væri frá Húsnæðis málastjórn, en afgangurinn væri veittur úr Byggingar- sjóði verkamanna. Lán úr þeim sjóði er veitt til 42 ára, og eru vextir á lánu 2% og lánið er ekki bundið vísitölu. í stjórn Verkamannabústað- anna eiga þessir menn sæti: Sigurður Hannesson formað- ur, Stefán Reykjalín varafor- maður og Jón Ingimarsson. Þessir þrír menn eru skipaðir af bæjarstjórn. Af húsnæðis- málastjórn eru skipaðir Ari Rögnvaldsson, Freyr Ófeigs- son og Viðar Helgason, en til- nefndur af verkalýðsfélögun- um á Akureyri er Jón Helga- son. Framhald af miðsíðu. því. Nú — meir en hálfri öld síðar er þessi þýðing enn undra lipur í munni leikenda. Hún verður að teljast með meiri afrekum Einars og var hann þó orðslyngur vel. Ljóð- texti er allténd viðkvæmari en laust mál og bregður sér- stökum blæ yfir efni og boð- skap. Leikrit er helst gert til sýn- ingar, flutnings, á sviði eða með öðrum hætti. Því varðar jafnan miklu að sýning eða „uppfærsla“ sé vönduð. Pétur Gautur virðist vera fyrirferð- armikill og talsvert erfiður í sýningu. Þrátt fyrir þrengsli varð aldrei neinn stirðleiki í sýningu húsvíkinga. Þrátt fyr ir mikinn fjölda leikenda sem ekki hefir gert tíðreist á fjal- irnar fyrr varð ekki viðvan- ingsbragur á sýningunni. Þvert á móti virtist mér sýn ingin liðleg, jafnvel býsna flók in hópatriði, allir höfðu eitt- hvað að gera, enginn beið eins og einhver leikmunur eftir því að röðin kæmi að honum. Sá byrjendabragur, sem svo oft sést á aukahlutverkum þar sem óvanir koma fram, var hverfandi. Mér þykir einsýnt að þetta megi þakka — að verulegu leyti — góðri leikstjórn Sig- urðar Hallmarssonar. Með þessu verki hefir hann aukið drjúgum þætti í leiklistarsögu sína, sem þó var bæði löng og snjöll fyrir. Leikhúsveiran hefir líka borist í Hallmar son Sigurðar og hér gerði hann sviðsmynd. Baksviðið var e. t. v. nokkuð mikið stílfært en því fylgdi reyndar skemmtilegt samspil við náttúrulegri myndir fram sviðsins. Húsvíkingar hafa áð- ur beitt eins konar mynd- vörpu í leikhúsinu og þessi brella tókst mætavel við sýn- inguna á Pétri Gaut. Einstaka leikendur er of langt mál að greina alla enda verður það ekki gert. Mér þyk ir tilhlýðilegt að minnast á nokkra og skal þá fyrst fræg- an telja Gunnar Eyjólfsson sem lék gestaleik í þessu verki. Þeir hafa hist áður Pét- ur og Gunnar enda mátti sjá að Gunnar þekkti þetta hlut- Framhald af bls. 2. Á sunnudaginn var keppt í svigi karla og kvenna. — Ólympíufararnir, Haukur, Árni og Tómas, röðuðu sér í efstu sætin og það voru að- eins sekúndubrot sem skildu þá að. Haukur varð fyrstur á 94.30 sek., Árni annar á 94.40 sek. og Tómas þriðji á 95.04 sek. í kvennaflokki sigraði Mar- grét Baldvinsdóttir á 79.52 sek., Jórunn Viggósdóttir varð önnur á 79.94 og Katrín Frí- mannsdóttir þriðja á 81.23 sek. Steinunn Sæmundsdóttir datt og lauk ekki keppni. í keppninni um Hermanns- bikarinn (samanlagður árang- ur í svigi og stórsvigi), sigraði verk. Hitt þótti mér merki- legra hversu lítið bar á af- burðum Gunnars í þessum stóra hópi. Þessi hófstilling — án þess hann virtist halda aft- ur af sér — þótti mér aðdáun- arverð. Pétur var ungur og karskur í fyrri hluta verksins en ekki síður gamall og farinn í seinni hlutanum, hvort tveggja virtist Gunnari jafn eðlilegt. Ása, móðir Péturs, var leik- in af Herdísi Birgisdóttur. Herdís er ein traustasta leik- kona húsvíkinga og fór ágæta vel með hlutverk Ásu. Reynd- ar vildi ég nefna að mér þótti hún bera aldurinn fullvel mið að við lífsreynslu. Dauði Ásu er eitt hið áhrifamesta eða spenntasta atriði leiksins. Það þótti mér áhrifamikið og tak- ast vel hjá húsvíkingum. Sólveig var líklega veikasti hlekkurinn í þessari sýningu — þó get ég ekki sagt að hlut- verkið væri lélega leyst af hendi. Guðný Þorgeirsdóttir virtist einhvern veginn ekki kunna fyllilega við sig í þessu hlutverki og fyrir bragðið varð túlkun hennar á Sólveigu heldur litlítil þó hún væri ekki með neinum sérlegum lýtum. Þessi þrjú hlutverk eru máttarstoðir verksins en þó má aldrei gleyma því að í stórri vél eru litlu hjólin líka mikilvæg. Margt af smærra taginu bar fagurt vitni alúð leikstjóra og leikgleði leikend anna. Vil ég þar nefna til dæmis Áslák smið, selstúlk- urnar og ekki síst hina græn- klæddu dóttur Dofrans, hún var afbragðs vel leikin. Af framansögðu má ljóst vera að sýningin á Pétri Gaut verður að teljast til meiri hátt ar viðburða í leiklistarlífi hér á Norðurlandi — og raunar víðar. Húsvíkingar hafa einu sinni enn sýnt stórhug og áræði í vali leikverka. Þessi stórhugur hefir sannarlega borið glæsilegan ávöxt þar sem þessi sýning er. Það hlýt- ur að verða ósk allra, sem hafa gaman af leikhúsi, að húsvík- ingar haldi fram þessari stefnu sinni. Hafið heila þökk fyrir vikið. Haukur örugglega, Tómas varð annar, Árni þriðji og hinn ungi og efnilegi skíða- maður, Karl Frímannsson, varð fjórði, allir frá Akureyri. Sigurður H. Jónsson frá ísa- firði er við æfingar erlendis og tók því ekki þátt í mótinu. Margrét Baldvinsdóttir, Ak., vann Helgubikarinn, fyrir best an samanlagðan árangur í svigi og stórsvigi, Jórunn Viggósdóttir, Rvík, varð önn- ur, Katrín Frímannsdóttir, Ak., þriðja og Aldís Arnar- dóttir, Ak., fjórða. Hermannsmótið var síðasta punktamótið fyrir landsmót, en það verður haldið í Hlíðar- fjalli um páskana. IMauðungar- uppboð Að kröfum Stefáns Hirst, hdl., Ásmundar S. J6- hannssonar, hdl., Gunnars Sólnes, hdl. Hreins Pálssonar, hdl., Jóns Finnssonar, hrl., bæjargjald- kerans á Akureyri og innheimtumanna ríkissjóðs, fer fram opinbert uppboð á lausafé við lögreglu- stöðina á Akureyri, föstudaginn 9. apríl 1976 kl. 16,00 til lúkningar fjámáms- og lögtakskröfum framtalinna aðila. Selt verður: Bifreiðarnar A-233, A-1812, A-2325, A-3131, A-3209, A-4049, A-5085. Vélgrafa af J. C. B. gerð D-777 árgerð 1974, Nord- mende útvarpsfónn, Nordmende sjónvarpstæki, Rösler píanó, Yamha Hi-Fi Stereo, Modular Stereo MS-2/2B hljómtækjasamstæða ásamt 2 há- tölurum, Ignis ísskápur, Rafha eldavél og tveir tamdir hestar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn á Akureyri, 23. mars 1976. Valdim. Gunnarsson. Hermannsmótið 10 — í SLENDIN GUR

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.