Íslendingur - 01.04.1976, Qupperneq 11
Þorsteinn M. Jónsson, kvebja
Fæddur 20. ágúst 1885
Dáinn 17. mars 1976
Sl. laugardag var Þorsteinn
M. Jónsson jarðsunginn í
Reykjavík og var þar til
moldar borinn merkur og
mikilhæfur foringi. Þor-
steinn fæddist á Útnyrðings-
stöðum á Völlum 20. ágúst
1885. Foreldrar hans voru
hjónin Vilborg Þorsteinsdótt
ir og Jón Ólason bóndi. Þor-
steinn var yngstur sex syst-
kina, en aðeins tvö systkin-
anna komust til fullorðins-
ára, Anna og Þorsteinn.
Þrátt fyrir þröngan fjárhag
fékk Þorsteinn að fara í
skóla og tók hann gagnfræða
próf árið 1905. Að prófi
loknu stundaði hann heimil-
iskennslu á Akureyri og
kenndi síðar við barnaskól-
ann á Seyðisfirði. Um þetta
leyti helgaði hann sig einnig
starfi innan Góðtemplara-
reglunnar og ungmennafé-
lagsskapnum, en hann átti
eftir að vinna mikið að þeim
málefnum síðar á lífsleið-
inni.
Haustið 1908 fór hann til
Reykjavíkur og lauk þaðan
prófi frá Kennaraskólanum
og haustið eftir kvæntist
Þorsteinn Sigurjónu Jakobs-
dóttur frá Básum í Grímsey,
og stofnuðu þau heimili á
Bakkagerði við Borgarfjörð
eystra. í áratug stýrði Þor-
steinn unglingaskóla í Borg-
arfirði og síðar barnaskóla.
Samhliða kennslunni stund-
aði Þorsteinn búskap og síð-
ar smábátaútgerð. Árið 1916
var hann kosinn alþingismað
ur Norðmýlinga, en árið 1921
lá leið Þorsteins til Akureyr-
ar, þar sem hann stundaði
kennslu og bókaverslun og
síðar bókaútgáfu. Mörgum
árum síðar, eða árið 1935,
tók hann við stjórn Gagn-
fræðaskólans á Akureyri og
var skólastjóri hans þar til
hann var sjötugur, 1955. Ári
Bifvélavirki
Bifvélavirki óskast fljótt, helst vanur þungavinnu-
vélaviðgerðum.
IVIöl og sandur hf
Sími: 2-12-55.
síðar fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur, þar sem þau
áttu heimili upp frá því.
Þorsteini og Sigurjónu
varð 11 barna auðið og 8
þeirra komust til fullorðins-
ára. Vottar íslendingur frú
Sigurjónu og börnum þeirra
innilegar samúðarkveðjur
við fráfall þessa mikilhæfa
manns.
Góður afli Grenivíkurbáta
Gott fiskerí hefur verið hjá línubátum frá Grenivík að undanförnu og stöðug vinna í frystihús-
inu. Aftur á móti hefur grásleppuveiði gengið heldur treglega það sem af er.
Knútur Karlsson, forstjóri
Frystihússins Kaldbaks á
Grenivík, sagði í viðtali við
blaðið að vinna hefði verið
óvenjulega stöðug frá áramót-
um miðað við árstíma. í mars
mánuði kom Bæjarfoss tvisv-
ar sinnum til staðarins til að
taka frosinn fisk. Fyrst kom
hann 4. mars og tók þá 2605
kassa,en í seinna skiptið kom
hann 22. mars og tók þá 1021
kassa. Sagði Knútur að yfir-
leitt þyrftu heimamenn að
Enn ekki Ijóst hve mikið
tjón varð í brunanum
í HEKLU -
Ekki er ennþá búið að reikna endanlega út hve mikið tjón varð
í eldsvoðanum, sem varð í Fataverksmiðjunni Heklu aðfara-
nótt sl. föstudags. Eldurinn kom upp í hráefnageymslu skinna-
deildarinnar og varð mest tjón í skinna- og prjónadeildinni.
aka fiskinum til Akureyrar
þar sem honum væri skipað
út í skip til útflutnings, en því
fylgdi mikil óvissa að vetrar-
lagi þegar allra veðra væri
von. Þætti þeim það því mikil
bót að fá Bæjarfoss í heimsókn
og kvaðst Knútur vona að
Eimskipafélagið héldi þessari
þjónustu áfram við Grenivík
og aðra minni útgerðarstaði.
Að sögn Hjartar Eiríksson-
ar, framkvæmdastjóra Iðnað-
ardeildar SÍS, eru eldsupptök
ennþá ókunn, en talið er hugs
anlegt að þarna hafi verið um
sjálfsíkveikju að ræða. í hrá-
efnisgeymslunni var geymdur
dunkur með bleikingarefni og
sagði Hjörtur að það væri hugs
anlegur möguleiki að dunkur-
inn hefði lekið og efnið í hon-
um orsakað bruna þegar það
kom í snertingu við hluti sem
voru í geymslunni.
Hjörtur sagði að hugsanlega
yrði einhver dráttur á því að
hægt yrði að skera endanlega
úr um hve mikið tjón varð í
brunanum, en trúlega væri
það minna en í fyrstu var tal-
ið. Það voru fyrst og fremst
hráefnisbirgðir er skemmdust
og nú eru skinnin í athugun í
sútunardeildinni og er ekki
ósennilegt að hægt verði að
nýta meira af skinnunum en
talið var í fyrstu.
Á mánudaginn var hægt að
hefja vinnu á ný í prjónadeild
og vinnufatadeild, en það sem
af er vikunni hefur starfsfólk
skinnadeildarinnar notað tím-
ann til að koma vélum deildar
innar fyrir í nýju húsnæði á
Óseyri, sem verður framtíðar-
húsnæði deildarinnar.
Yfirlits- og
lokaerindi Jt «|
Komið víða við í r .
heimsmálunum.
Sýnt fram á áreiðanleik
Biblíunnar. |11P||L JÍIlÍjl&ftXv.
Velkomin í Laxagötu 5, laugardaginn 3. apríl,
kl. 17,00.
JÖN HJ. JÓNSSON.
Tilkynning um
nýja heimilistryggingu
Aðildarfélög Sambands brunatryggjenda á íslandi:
Almennar tryggingar hf.
*
Brunabótafélag Islands
Sjóvátryggingafélag Islands hf.
Norðlemsk trygging hf.
Trygging hf. og
Tryggingamiðstöðin hf.
auglýsa nýja og fullkomnari skilmála fyrir heimilistryggingu.
Skilmálarnir hafa verið staðfestir af Tryggingaeftirlitinu.
Aðildarfélögin veita allar nánari upplýsingar um hina nýju
heimilistryggingu.
brunatryggjenda á íslandi
í SLENDIN GUR — 11