Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.04.1977, Blaðsíða 1
14. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . MIÐVIKUDAGINN 6. APRÍL 1977 wm C5------------------------------- y' VORUSALAN SH • HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREYRI VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI \ loðnuveiðum með Súlunni Gunnar Sverrísson ráðinn hitaveitustj. Loðnuafurðir eru sífellt vaxandi þáttur í útflutningi okkar íslendinga. Vetrarloðnuveið- unuin er að ljúka og aflinn orðinn um 550 þús. tonn, sem er meira en nokkru sinni áður. Nú er loðnan farin að veiðast fyrir Norðurlandi og blaðam. íslendings brá sér í eina veiði- ferð með Baldvini Þorsteinssyni og skipshöfn hans á Súlunni EA 350. Hér eru þeir Árni Valdemarsson og Finnbogi Alfreðsson að draga inn geilina, en nánar er sagt frá ferð- inni í máli og myndum í opnu blaðsins í dag. Á fundi bæjarstjórnar í gær var Gunnar Sverrisson kjör- inn hitaveitustjóri fyrir Hita- veitu Akureyrar. Var Gunnar kjörinn samkvæmt tilnefn- ingu Hitaveitunefndar, en hún liafði orðið sammála um að mæla með Gunnari í em- bættið. Gunnar er verkfræð- ingur að mennt, sonur Sverris Júlíussonar, fyrrv. formanns LÍÚ. Að undanförnu hefur Gunnar starfaði hjá Lands- un, en hann er búsettur í Reykjavík. Aðrir uimsækjendur um starfið voru: Aðalsteinn V. Júlíusson, tæknifræðingur, Akureyri, Baldur Halldórsson, skipasmiður, Akureyri, Berg- þór Ragnarsson, pípulagna- meistari, Reykjavík, Brynjar E. Eyj ólfsson, pípulagnameist ari, Reykjavík, Eiríkur Jóns- son, verkfræðingur, Akur- eyri, Frans Árnason, tækni- fræðingur, Akureyri, Frí- mann Júlíusson, gagnfræðing ur, Reykjavík, Gunnar A. Sverrisson, verkfræðingur, Reykjavík, Hilmar J. Lúthers son, pípulagnameistari, Rvík, Jón Helgason, tæknifræðing- ur, Reykjavík, Kristján Bald- ursson, tæknifræðingur, Nor- egi, Sigurður Oddsson, tækni- fræðingur, Akureyri, Sigur- hans V. Hlynsson, rafsuðu- meistari, Reykjavík, Skúli M. Gestsson, pípulagnameistari, Reykjavík, Þorvaldur Vest- mann Magnússon, tæknifræð- ingur, Húsavík, og Wilhelm V. Steindórsson, tæknifræðing ur, Hafnarfirði. Vegagerð i Norðurland'skjördæmi eystra í sumar Vegagerð um Víkurskarð verður stærsta verkefnið Vegaáætlun fyrir árin 1977— 1980 var samþykkt frá Al- þingi fyrir páskaleyfi þing- manna. Blaðið sneri sér til Lárusar Jónssonar, alþingis- manns, og spurði hann hvaða framkvæmdir yrðu viðamest- ar í Norðurlandskjördæmi eystra á þessu tímabili. Lárus sagði, að á þessu ári yrði unn ið fyrir 426 millj. króna í kjör dæminu. Stærstu framkvæmd irnar verða við vegagerð um Víkurskarð austur yfir Vaðla heiði, sem á að ljúka 1980 og vegagerð yfir Melrakkasléttu. Þá gat Lárus um þriðju stór- framkvæmdina, sem er vegur yfir Eyjafjörð um Leirurnar, — en því miður, sagði Lárus, — þá verður það verkefni að þoka um sinn fyrir því aðal- atriði, að bæta vetrarsamgöng ur austur og vestur yfir Vaðla heiði. Auk framangreindra verk- efna, sagði Lárus, er efst á baugi áframhaldandi uppbygg ing vega í Ólafsfirði, á Ólafs- fjarðarvegi við Dalvík um Há mundarstaðaháls, áframhald- andi framkvæmdir á Norður- landsvegi norðan Akureyrar og á Öxnadalsheiði og einnig verða framkvæmdir á Tjör- nesi, Kinn, Mývatnsheiði og Þistilfirði á þessu ári. Næstu ár kemur síðan að verkefnum eins og brúargerð á Þorvalds- Er komið vatn? ♦••♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ % % V%*vVvww•♦*%••♦**♦*•♦•*♦**♦•••**♦*••*wv%*%*%*%•%♦%♦%••♦*%*%•%•%*%♦%*%♦%♦%♦%♦%•%♦%♦%•%*%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦ I i * I 1 ? ? ? I ? ? I ? ? V 1 I Borun gengur nú hægt en ör ugglega að Laugalandi, að sögn Arnar Sigurgeirssonar, borstjóra, þegar blaðið hafði samband við hann á þriðju- daginn. Borinn er nú kom- inn niður á 1100 m. dýpi og sagði Örn, að þeir væru ekki alveg grunlausir um, að hol an væri farin að gefa eitt- hvað vatn sé farið að leka, vegar ekki í ljós fyrr en bú- ið er að skola holuna út, en þykk leðja er notuð við bor- unina, sem getur haldið vatn inu niðri. — Hins vegar höf um við tapað leðjunni niður, sagði Örn, — en það getur verið vísbending um að eitt- hvaðv atn sé farið að leka, þó tæpast geti það verið mik ið. Að sögn Arnar er nú ver- ið að ganga frá bornum og holunni fyrir páskafríið, en borun hefst síðan að nýju á þriðjudag eftir páska. Jarð- fræðingar og mælingamenn munu nota tímann á meðan borun liggur niðri til að rannsaka holuna og gera mælingar á því vatnsrennsli, sem hugsanlega kemur í ljós þegar holan verður skoluð út. —- Holur 5 og 7, sem eru ekki langt frá þeirri holu, sem nú er verið að bora, gáfu verulegt vatnsmagn á um 1300 m. dýpi. X I ? X ❖ ! ? ? ! ! ’s* ? dalsá og Svarfaðardalsá á Ólafsfjarðarvegi, sem fyrir- hugaðar eru 1979 og vegþekju eða svölum á Múlavegi. • Önnur verkefni í öðrum verkefnum, sagði Lárus, þ.e.a.s. svonefndum þjóðbrautum — sem eru vegir innan sveitar fyrst og fremst, eða vegir utan alfaraleiðar milli landshluta eða byggðar- laga, verður talsvert gert á næstu árum. Má þar nefna verkefni eins og veginn frá Víkurskarði á Svalbarðsströnd áleiðis til Grenivíkur, sem farið verður í á næsta ári, Svarfaðardalsveg, Bakkaveg, Hörgárdalsveg, Dagverðareyr- arveg, veginn að Kristnesi, Hólaveg Eyjafjarðarbraut eystri, Fnjóskadalsveg eystri, Mývatnssveitarveg, Sandsveg, Laxárdalsveg, Hólsfjallaveg, Gilsbakkaveg, Bárðardalsveg, Austurlandsveg og veginn að flugvelli frá Þórshöfn, sagði Lárus að lokum. Um áætlunina er nánar fjallað í leiðara blaðsins í dag og í næsta blaði verður nánar greint frá ýmsum fjárveiting- um. Kristin Olsoni. „AfbragÖ annarra kvenna66 „Afbragð annarra kvenna“ heitir gaxnanleikur eftir Goldoni, sem Leikfélag Ak ureyrar frumsýnir eftir páska. „La Donna di Gar- bo“ heitir verkið á frum- málinu. Leikstjóri er Krist- in Olsoni, leikhússtjóri við Vasa-leikhúsið í Finnlandi, en Norræni menningarsjóð urinn veitti styrk til þess að úr komu hennar hingað gæti orðið. Með aðalhlut- verkið fer Saga Jónsdóttir, en leikendur eru 11. Goldoni var ítalskur leik ritahöfundur á 18. öld og naut þá mikilla vinsælda, sem verk hans hafa notið allt fram á þennan dag, en hann samdi um 200 leikrit. Þessi sýning verður af- mælissýning í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Akur- eyrar. Jafnframt er þetta síðasta viðfangsefnið hjá Leikfélaginu á þessu leik- ári. iÚ’jyiiHF Eina kjörbúðin á Akureyri. 2-38 02 3*19810 ' KAUPANGI sem hefur opið til kl. 23.30 öll kvöld

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.