Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1977, Qupperneq 2

Íslendingur - 06.04.1977, Qupperneq 2
Judomenn æfa vel í vetur var stofnuð judódeild innan Iþróttafélagsins Þórs. Erfiðlega gekk að fá æfingatíma fyr- ir judómennina framan af vetri, en með tilkomu íþróttahússins við Glerárskóla hefur heldur ræst úr þeim málum. Æfa þeir tvisvar í viku, á sunnudögum kl. 17.00 og á miðvikudögum kl. 22.15. Þjálfari er Gunnar Jónsson. Formaður judódeildarinnar er Hreiðar Jónsson. Myndin er tekin af judómönnum á æfingu sl. sunnudag, en æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu við Glerárskóla. Akureyrarmótið i handbolta: KA sigraði í meistarafl. 25:20 Kast- æfing VeiðifélagiS Ármenn mun halda námskeið í fluguköst um um bænadagana. Nám- skeiðið verðut í nýja íþróttahúsinu við Glerár- skóla. Stendur námskeiðið í tvo daga, á skírdag og föstudaginn langa, frá kl. 9.30—19.00 báða dagana. Kennari verður Kolbeinn Grímsson og er öllum heimil þátttaka. Akureyrarmótinu í handbolta er nýlega lokið, en HRA gekkst fyrir mótinu. Verslun- in Esja, Brekka, Sporthúsið, Bautinn og Útgerðarfélag Ak ureyringa gáfu verðlauna- gripi, en mótið fór fram í íþróttaskemmunni og íþrótta húsinu við Glerárskóla. Síðasti leikur mótsins var milli KA og Þórs í meistara- flokki karla. Var það raunar auikalei'kur, því fyrri leik lið- anna lauk með jafntefli. KA sigraði með 25 mörkum gegn 20. Var leikurinn jafn fram- an af, en KA hafði þó oftast yfirhöndina. í síðari hálfleik tóku KA-menn Þorbjörn úr umferð. Eftir það var aldrei vafamál hvoru megin sigurinn lenti og sigur KA fyllilega verðskuldaður. Úrslit í öðrurn flokkum urðu þessi: Mfl. kvenna Þór-KA 28-8. 2. fl. kvenna KA gaf leikinn. 3. fl. kvenna Þór-KLA 3-4. 1. fl. karla Þór-KA 14-16. 2. fl. karla Þór-KA 19-17. 3. Yl. karla Þór-KA 6-13. 4. fl. karla Þór-KA 5-4. 5. fl. karla a Þór-KA 3-12. 5. fl. karla b Þór-KA 5-1. 5. fl. karla c Þór-KA 4-3. 6. fl. karla a Þór-KA 4-3. 6. fl. karla b Þór-KA 5-1. 6. fl. karla c Þór-KA 4-3. Ef aðeins er reiknað með einu liði í 5. og 6. flokki þá hafa KA og Þór sigrað í jafn- mörgum flokkum, 5 sigrar á hvort félag. Ef a, b og c liðin eru hins vegar reiknuð með 'hefur Þór 9 sigra, en KA 5. HÚS- EIGENDUR waranleg álklæöning, á þök, Mt og veggi-úti og mni. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum, auðveldar í uppsetningu, þarf aldrei að mála, gott að þrífa, og gefa fallegt útlit.Tilvalið á ný hús, gömul hús, stór hús, lítil hús, lek hús og öll hús sem þörf er á góðri varanlegri ktæðningu. Aukin einangrun, sparar hitakostnað. Vandiö valið og setjið WMmxnmi á húsið. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við íslenskar aðstæður. Hafið samband við okkur og fáið upplýsingar, verðtilboð og góð ráð. INNKAUP HF ÆGISGÖTU 7 REYKIAVÍK. SIMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTIÓRI: HElMASlMI 71400. KVEÐJA Bragi Svanlaugsson F. 9.mars 79/5 Það var sólskin og hláka 9. marz 1915 er þeim hjönum í Syðsta-Samtúni, Krist- rúnij Sumarliðadóttur og Svainlaugi ísleifssyni, fædd ist sonur. Hann var þriðja barn þeirra hjóna og var skírður Bragi. Bragi ólst upp með for- eldrurn og sys'tkinum sín- um í Samtúni og kynntist þá öllum sveitastörfum. Ar ið 1924 lést Svanlaugur, en Kristrún bjó næstu tvö ár- in með börnum sínum, en vorið 1926 brá hún búi og fluttist tli Akureyrar. Sagði hann stundum frá skemmti legum atvikum sem fylgdu þessu starfi. Eftir fermingu var hann eitt ár sem sendill í brauð- gerð, en fyrstu kynni af bif reiðum fókk Bragi sem drengur þegar hann og Stefán heitinn Stefánsson yngri, léku sér kringum bíl skúr Georgs Jónssonar og feingu að rótta honum hjálp arhönd. Þann 13. maí 1930, sem var mánudagur, ræðst hann til Kristjáns Krist- jánssonar á B.S.A. Hafði Bragi oft orð á því að hvorki talan þrettán eða mánudagur væru sér til óheilla. Við B.S.A. verkstæði starfaði Bragi allt til síð- asta dags, eða í tæp 47 ár og er fátítt að menn eigi jafnlangan starfsaldur hjá sama fyrirtæki, en hann gerðist einn af eigendum þess eftir andlát Kristjáns. Bragi var dulur og fá- skiptinn en tryggur þeim sem hann tók, og öruggt er að margir eru þeir sem ejga honum mikið að þakka. Maður sem hefur unhiíj við bifreiðaviðgerðir sl. 47 ár hefur lifað tímana tvenna. Fyrst svo tii allsleysi og síð an allar þær framfarir sem orðið hafa bæði á bifreið- um og öðru þeim viðkom- andi. Oft í góðum hópi D.29.mars 7977 sagði Bragi sögur frá fyrri tíð og getum við sem eftir erum margt af því lært, þeg ar ékkert var til að gera hlutina með en samt varð að gera þá, og reyndi þá bæði á hugmyndaflug og hagleilk. Við þessi skilyrði ólst Bragi upp og hafa sennilega fáir náð lengra í þessu starfi. Bragi tók ekki mikinn þátt í félagsmálum, en hafði þó sínar fastmótuðu skoðanir á málum. Eitt fé- lag naut þó krafta hans en það er Flugbjörgunarsveit- in á Akureyri. Má með sanni segja að hann hafi fcamið bílaflota sveitarinn- ar á laggirnar, og var það gert í minningu Jóhanns M. Helgasonar flugmanns, en þeir voru góðir vinir. Bxagi var tVíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Loftsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Stefán Braga, sem er búsettur hér á Ak- ureyri og starfað hefur með föður sínum undanfarin ár, og Steinunni Þóru, hús- freyju í Bláhvammi í Reykjahverfi. Guðný lést árið 1966. Síðari kona hans er Sigurlaug Stefánsdóttir og lifir hún mann sinn. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Svanlaugur Ólafsson. Ótal hér áttu sporin, æviveg gekkstu hljóður, íhugull, ætíð þorin, alltaf jafn ráðagóður. Brást þér ei höndin haga, hugkvæmur gekkst að verki, líf þitt er listar saga, lífsverkið ber þess merki. B. S. A. breytt er sviðið, Bragi er horfinn sýnum, birtist þó líf hans liðið, ljóst fyrir sjónum mínum. Hjá þér Var létt að læra, Iéstu þér annt um hina, þakkir ég fús vil færa fyrir hönd samstarfsvina. Ingi Þór Jóhannsson. 2 — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.