Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1977, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.04.1977, Blaðsíða 4
íslendingur Gtgefandl: íslendingur hf. Ritstjóri og ðbyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir. Dreifingarstjóri: Steinunn Guðjónsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Ráðhústorgi 9, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Bjöms jónssonar. Askriftargjald: 200 kr. ð mðnuði. Lausasala: 60 kr. eintakið. Vegaáætlun fyrir næstu ár Alþingi afgreiddi fyrir skömmu veg- áætlun fyrir árin 1977 tii 80. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að verja alls tæpum átta þúsund milljónum króna til nýbyggingar vega í sumar og næstu tvö ár, þar af rúmlega 1 þúsund milljón- um króna innan Norðurlandskjördæmis eystra. Athyglisvert er að í þessari veg- áætlun er stefnt að því að auka raun- gildi viðhaldsf jár þjóðvega, einkum vetr- arviðhalds vegna breyttra reglna um snjóruðning, en þessar nýju reglur eru umtalsverð réttarbót fjr- ir þau byggðarlög, sem búa við snjóþyrigsli og samgönguerfW- leika af þeim sökum. Fjarri fer þó því að þessar nýju reghir séu viðunandi lausn alls staðar. Þess má til dæmis geta að einungis er gert ráð fyrir því að ryðja snjó af Múlavegi einu sinni í viku hverri á sama tíma og gert er ráð fyrir að moka veginn til Bolungarvíkur og Siglufjarðar tvisvar í viku, en þau byggðarlög eru svipað í sveit sett og Ölafsfjörður. Hin nýja vegaáætlun er gerð í samræmi við nýsett vegalög. I þeim lögum er flokkun vega breytt. Felldar eru niður hrað- brautir en upp tekinn nýr flokkur vega svonefndar stofnbrautir. 1 þeim flokki eru allir aðalvegir landsins milli byggðarlaga en í þjóðbrautaflokki eru innansveitavegir. Með vegaáætlun nú er stefnt að jafnari áherslu en áður á uppbyggingu aðalvegakerfis- landsins — stofnbrautanna — í stað þess að fyrr meir sátu hraðbrautir mjög einhliða í fyrirrúmi — og einnig er stefnt að því að auka það hlutfall af nýbyggingafé sem fer til þess að gera innansveitarvegina — þ. e. . s. svonefndar þjóðbrautir. Samkvæmt vegáætlun fyrir árin 1977 til 80 er gert ráð fyrir því að auka verulega fé til nýbygginga vega á Norðurlandi eystra. f fyrra var varið tæplega 300 millj. króna alls til ný- bygginga vega í okkar kjördæmi og eru þá verktakalán með- talin. 1 sumar er heimilt að verja 426 millj. króna til vegagerð- ar, en þar af nema verktakalán 80 millj. Fyrirhugað er að ráðast nú í eitt af þrem stærstu verkefnum í vegagerð hér í kjördæminu, þ. e. a. s. veg um Víkuskarð yfir Vaðlaheiði. I framkvæmd er heimilt að verja um það bil 80 millj. króna næsta sumar og verður það stærsta verkefni í vega- gerð í kjördæminu. Stefnt er að því að Ijúka þessum vegi eigi síðar en 1980. Áfram verður haldið vegagerð í Ölafsfirði og norðan Akureyrar, hafin uppbygging á vegi um Hámundar- staðaháls við Dalvík og yfir Mývatnsheiði og fram haldið vega- gerð ufir Sléttu og í Þistilfirði. Þá er ætlunin að byggja upp það sem eftir er að snjóaköflum á öxnadalsheiði næstu 3 ár. Af öðrum stórverkefnum í vega og brúargerð sem stefnt er að á síðari hluta áætlunartímabilsins á Norðurlandi eystra má nefna brýr á Ölafsfjarðarvegi yfir Þorvaldsdalsá og Svarfaðar- dalsá. I þjóðbrautarverkefnum er mesta fjárveitingin í áætl- uninni til vegarins frá Víkurskarðsvegi áleiðis til Grenivíkur. Fleiri verkefni mætti að sjálfsögðu nefna sem fyrirhuguð eru á Norðurlandi eystra, en nánar vísast til sérstakrar fréttar í blað- inu um það efni. Unndan farin erfiðleikaár I efnahagsmálum hefur ríkisstjórn- in orðið að gæta aðhalds á öllum sviðum útgjalda þjóðarbús- ins. Þetta hefur komið niður á framkvæmdum hins opinbera ef frá eru talin orkumál. Rauntekjur vegasjóðs hafa einnig minnkað vegna bensínhækkunar og rýrnandi bensínsölu. Með tilliti til þeirra brýnu verkefna í vegagerð, sem eru lífshags-( munir margra byggðarlaga, verður að taka til endurskoðunar tekjustofna vegasjóðs og fjárveitingar til vegamála strax og rofar til í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að þetta skuli gert þegar á næsta hausti. L. J. 4 — ÍSLENDINGUR vin, og þegar dælt hafði verið um 150 tonnum úr nótinni og aflinn orðinn um 400 tonn, bætti hann við: „Konan mín var búin að segja mér að við ftengjum afla og hún veit það ævinlega upp á hár.“ Eigin- kona Baldvins er Björg Finn- bogadóttir, af miklum sjó- mannsættum. Það voru engin grið gefin og kastað var í fjórða sinn um kl. 16.50. „Það eru einhver kvikindi inni,“ sagði Baldvin eftir að hafa þreifað fyrir sér með asticnum, en það er leitar tæki, sem leitar lárétt frá Skip inu og gefur mögulei'ka á að fylgjast með torfunni sem ver ið er að kasta á. • Þá var farið í steikina. Kl. 6 var gefið matarhlé eft ir stanslausa törn frá hádegi. Menn tóku hraustlega til mat ar síns, en kokkurinn var með gómsæta lambasteik á borð- um. Þegar við vorum rétt bún ir að koma okkur notalega fyrir við sjónvarpið kom kall- ið, „klárir“ og matsalurinn tæmdist á augabragði. Þegar búið vrr að landa úr 5. kastinu kl. rúmlega 7, sagði Baldvin: „Það stóð glöggt, hefðum við fengið bara örlít- ið meira hefði það verið nóg til að fylla“. Við vorum þá komnir með 620 tonn, vantaði aðeins 20 tonn upp á fullfermi. Baldvin kannaði lítillega möguleikana á að ná þessum 20 tonnum, en síðan var stefn an tekin í land. • Þröng á miðunum. Þrjú skip voru á miðunum út af Bjarginu eins og áður sagði, Súlan, Loftur og Hákon. Voru þau nánast á sama blett inum því þau voru öll að veiða úr sömu torfunni. Þetta gekk þó slysalaust. Loftur BaldVins son fékk um 400 lestir og Hákon 300. • „Allt saman úrvalsmenn“ Auk Baldvins eru Skipverj - ar á Súlunni í umræddri veiði ferð þessir: Gísli Jóhannsson, 1. stýrimaður, Kristján Garð- arsson, 2. stýrimaður, Björg- vin Jónasson, 1. vélstjóri, Framhald á bls. 6. „Tekið í blökkina“. Sigurður Leósson, háseti. „Allt saman úrvalsmenn44 Loðnuveiði okkar íslendinga hefur aukist ár frá ári. Næstum árlega eru bætt fyrri aflamet og með tilkomu loðnuveiðanna úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum sl. sumar hefur ársaflinn enn aukist. Það sem af er þessu ári, gefur vonir um eitt met- árið enn. Svokallaðri vetrarloðnuvertíð, sem hófst í janúarbyrj- un, er að ljúka og aldrei hefur veiðst meira. Heildaraflinn er orðinn tæp 550 þúsund tonn. Það var svo fyrir um viku síðan, að loðna fannst utarlega í Eyjafirði. Nokkur skip fengu þar afla, en síðan gerði brælu og loðnuskipin héldu í höfn. Þegar brælan gekk niður létu skipin úr höfn aftur. Þar á meðal var Súlan EA 350. Baldvin Þorsteinsson, skipstjóri, var svo vinsumleg- ur að leyfa blaðamanni íslendings að fljóta með í eina veiði- ferð. Að vísu leist skipshöfninni ekki allt of vel á tiltækið, þegar blm. mætt um borð. Hafa hugsað sem svo: Þessir blaðamenn eru ekkert annað en fiskifælur og ekki góðs viti að hafa slíkan um borð. Þetta afsannaðist þó þegar leið á túrinn og sumir höfðu jafnvel á orði, hvort blaðamaðurinn gæti ekki verið með áfram. arssyni, sem nú er s'kipstjóri á Guðmundi RE. Á vetrarloðnunni í fyrra fékk Súlan um 7 þús. tonn og á sumar- og haustloðnunni fyrir norðan og vestan rúm 10.000 tonn. Einnig fékk Súlan um 2Í20 tonn af suðurlandssíld, en það var sá kvóti sem skip- unum var úthlutaður. # Baldvin varð kvenhrædd ur og flúði á sjóinn. Baldvin er fæddur Höfð- hverfingur, en alinn upp í Hrís ey. • Blaðam. taldi því líklegt, að hann hafi ungur byrjað að stunda sjóinn. — Nei, nei, það er mesti mis skilningur, að ég hafi byrjað snemma, sagði Baldvin. Ég ætlaði mér aldrei að verða sjó maður. Ég ætlaði að verða íþróttaktennari og lærði til þess. Síðan ætlaði ég að fara að kenna og skólinn sem ég átti að kenna við var kvenna- skólinn á Blönduósi. En ég Veit ekki hvað kom yfir mig, sennilega hef ég orðið svona fcverihræddur. Allavega flúði ég og fór á sjó og við sjó- mennskuna hef ég mest verið síðan, en þá var ég 18 ára. # Kræðan hefur aukist. Á leiðinni ut fjörðinn lóðuð um við á tatsverðar torfur, sem voru alveg við botn. Bald vin sagði að þetta væri „kræða“ (smásíld), sem alltaf hefur verið nokkuð um í firð- inum, en hún hefur aukist á sl. árum, enda friðuð. Á Grenivík tókurn við stýri manninn, Gísla Jóhannsson, og þá var allt klárt til að halda á miðin. Kókkurinn var tilbúinn með matinn og var dýrindjs sjó- sigin ýsa á borðum. Tóku skip verjar hraustlega til matar síns. Ndfckrir hásetanna kenndu mikils þorsta Og höfðu í gamanmáli, að hann væri einkennilegur þessi þorsti, fyrst eftir landlegur og síðan aftur þegar þeir færu að nálg- ast land eftir langar útilegur. Að vísu ekki sami þorstinn, en ekki ósvipaður. # „Jæja, strákar, klárir!“ Kl. rúmlega 12 vorum við komnir á miðin útifyrir Hvann dalabjargi, sem er á milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Þar voru fyrir Hákon frá Grenivík og Loftur Baldvins- son frá Dalvík. Var Loftur bú inn að kasta og var að draga, en það gekk hægt enda hafði hann fengið 250 tonn í kast- inu. Skipstjóri á Hákoni er Nótin rifnaði og þá varð að rimpa í gatið. Adolf Oddgeirsson, sem er að sögn Súlumanna einn elsti „kapteinninn“ í flotarium og jafnframt einn sá harðasti. Kl. 12.30 tilkynnti Baldvin; „jæja, strákar, klárir.“ Stuttu síðar tilkynntu þeir til baka; „klárir“. Við hringsóluðum um svæðið og álitlegar torfur komu fram á dýptarmælinum, en þær stóðu djúpt. Loks komst Baldvin í tæri við eina álitlega og þá bom öskrið, sem erfitt er að lýsa á prenti, og nótin byrjaði að renna í sjó- inn. Aðeins um 40 mín. síðar var nótin komin inn aftur, ásamt 60 tonnum af loðnu. — „Þefcta eru gríðarlega falleg síli,“ sagði Baldvin, „en aðeins lítið brot af torfunni sem við köstuðum á.“ Samkvæmt upp- lýsingum loðnunefndar, er loðnan, sem veiðst hefur fyrir Norðurlandi 4—4.7% að fitu- magni, sem er mjög gott. # Svo kom stóra kastið. Eftir fáeinar mínútur var kastað aftur. Einhvemveginn hafði óreyndur blaðamaðurinn það á tilfinningunni að þetta væri stóra kastið. Það brast hærra í geilinni og snurpuvírn um þegar verið var að draga og brúnin virtist vera farin að léttast á strákunum. „Það er eirihver heillingur í þessu,“ sagði Baldvin, „það er allt að fara staut niður“. Það gekk seint að draga, þvi loðn- an lá þungt í og sagðist Bald- vin aldrei hafa kynnst öðru eins. Það gekk þó um síðir og rúmlega 200 tonn fengust úr kastinu. # „Konan mín var búin að segja mér að við fengj- afla.“ Nótin var ekki fyrr komin um borð, en Baldvin kallaði „klárir“ og sfuttu síðar var nótin komin í sjóinn aftur. „Hún er inni,“ sagði Bald- Baldvin Þorsteinsson tilkynnir komutíma í Krossanes. # Aflinn kominn í rúm 14 þúsund tonn. Við létum úr Akureyrar- höfn kl. tæpl. 9 laugardags- morguninn 2. apr. Að vísu var meiningin að fara fyrr, en þá vantaði kofckinn og enginn vildi kokklaus á sjó. Súlan hefur veitt rúmlega 14 þúsund tonn af loðnu síðan 6. janúar sl. Verðmæti þess afla er rúm ar 100 millj. kr., en það gerir um 2.2 millj. í hlut, þó ekki sé það komið í vasann, því skatt- urinn hirðir sitt — venjulega um 40%. Mörgum finnst það dágóðar tekjur á 3 mánuðum, en sá tími er fljótur að lengj- ast þegar farið er að reikna hann út í 40 stunda vinnu- viku. Úthaldið hefur verið nær stanslaust frá því að veið arnar byrjuðu og eina hVíldin á meðan verið er að stíma í land og út aftur. Kom það fram í spjalli við hásetana á Súlunni, að það sem þeim þyk ir einna erfiðast við loðnuveið arnar, eru þessi löngu úthöld og oft langar vökur því sam- fara. # Súlan mikið happaskip. Nótin dregin um borð. Hvanndalabjarg í baksýn. „Konan mín sagði mér, að við fengjum afla. Hún veit það allt- af upp á hár,“ sagði Baldvin. Og hér er hún Björg Finnboga- dóttir mætt á bryggjunni og fagnar bónda sínum. Með þeim á myndinni er Lára Pálsdóttir, eiginkona Leós Sigurðssonar, út- gerðarmanns og eiganda Súlunnar. Súlan kom til landsins í des embermánuði 1967 og hefur alltaf verið happaskip. Skipið var fljótlega lengt um 5 m. og fyrir nokkrum árum var byggt yfir þilfarið. Baldvin Þorsteinsson, núverandi skip- s'tjór, var með skipið fyrsta ár ið. Síðan veiktist hann og var í landi í 2 ár. Eftir veikindin var Baldvin í afleysingum á nokkrum skipum, þar til 16. janúar 1973, að hann tók við Súlunni aftur af Hrólfi Gunn- ÍSLENDIN GUR — 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.