Íslendingur


Íslendingur - 30.06.1977, Page 5

Íslendingur - 30.06.1977, Page 5
~r mót 1 — ramtíðinni? 28.7, knapi Birgir Árnason og Fauti Aðalsteins Kristinssonar varð þriðji á 28.7. í 800 m. stökki kepptu að- eins 2 hestar. Skörungur Ragn ars Sigurðssonar varð hlut- skarpari á 67.4 sek., en knapi var Hólmgeir Valdemarsson. Helmin'gur Auðbjörns Krist- inssonar náði aðeins 2 sekúndu brotum lakari tíma, 67.6. í 1600 m. brokki sigraði Jarpur Jóns Höskuldssonar á 3.55.9 sék. Hrefna Gylfa Gunn arssonar varð önnur á 4.04.0 sék. og Leysingur Sigtryggs Gíslasonar í 3. sæti á 4.11.2 sek. # Mót að Melgerðismelum árlegur viðburður í framtíðinni Það var Búnaðarsamband Eyjafjarðar, sem gaf verðlaun til kynbótasýninganna, en Búnaðaribanki íslands, Akur- eyrarútibú, gaf verðlaunin í gæðingakeppnina. Framkvæmd mótsins tókst með ágætum, en þetta var fyrsta mótið, sem félögin standa að sameiginlega á glæsilegu mótssvæði að Mel- igerðismelum. f mótsskrá segir Helgi Indriðason, formaður undixibúningsnefndar, að það sé von þeirra, sem stóðu að þessu móti, að í framtíðinni verði slík mót árviss atburður í lífi eyfirðinga og þingeyinga. Iráni, Kvöldroði og Iða, ásamt Trásmiðjan Fjalar hf. á Húsavík Framleiðir hurðir og innréttingar Það eru ekki allar trésmiðjur, sem hafa kvenfólk í vinnu. A fóstuitagmn var et'nt tu íonKynmngaruags a liusavm í beinum tengslum við rað- stefnu, sem Fjórðungssam- band Norðlendinga hélt þar á sama tíma. Meðal þeirra fyrirtækja sem skoðuð voru var Trésmiðjan Fjalar hf., sem er eitt stærsta iðnfyrir- tækið á Húsavík. Fram- kvæmdastjóri Fjalars er Ingólfur Helgason, en Helgi Vigfússon er verkstæðisfor- maður. — Aðaluppistaðan í fram leiðslu okkar er stöðluð framleiðsla á inni- og úti- hurðum, sagði Helgi í við- tali við blaðið. — Við selj- um framleiðsluna hér á Norðurlandi og til Austur- lands og talsverður hluti fer Ingólfur Helgason, fram kvæmdastjóri. á Reykjavíkurmar'kað. Við framleiðum einnig innrétt- ingar, en þar er ekki um staðlaða framleiðslu að ræða, heldur smíðum við þær samkvæmt teiknnigum og óskum kaupanda hverju sinni, sagði Helgi. Þá kom fram ' í viðtalinu við Helga, að trésmiðjan er að undirbúa framleiðslu á kantlímdum spónaplötum í 3 stærðum. Plöturnar er síðan hægt að festa saman með sér stökum járnum, sem trésmiðj an hefur á boðstólnum. Með þessu móti er hægt að út'búa hillur, borð ofl., allt eftir geð þótta og hugmyndaflugi hvers og eins. Plöturnar verð ur hægt að fá litaðar eða óunnar. Er þetta byggt upp samkvæmt danskri fyrir- mynd, svokallað „P-system“ sem margir hafa eflaust séð auglýst í dönSkum blöðum undir slagorðinu j.Gör det selv“. Sagði Helgi að ekki væri endanlega ákveðið Helgi Vigfússon, verk- stæðisformaður. hvenær framleiðsla hæfist á plötunum. Hjá Trésmiðjunni Fjalari vinna um 20 manns, en hún var stofnuð 1945. Árið 1973 flutti hún í nýtt eigið 840 fermsetra húsnæði. Jónas Jónsson Brekknakoti 99 Vér mótmælum allir44 Nýlega fengum við að sjé í sjónvarpinu „Blóðrautt sólar- lag“, íslenzka kvikmynd, sem tekin var á vegum sjónvarps- ins sumarið 1976. Líklega nýt ur myndin sín ekki í „svart ihvítu“, a.m.k. virðist hún ekki hafa vakið hrifningu hér nyrðra!! E.t;V. erum við hér „norðan við menninguna“ og 'höfum ekki vit til að meta list ina í verki þessu, en við átt- um von á einhverju fallegu og skemmtilegu á hvítasunnu hátíðinni og áttum rétt á því, en það brást algerlega. Við sundlaug tíkkar og í „potti“ hvar margir voru sam an komnir að venju daginn eftir, var þetta aðalumræðu- efnið. Síðan fór ég „í bæinn“ og átti tal við tugi manna og kvenna á ýmsum aldri: un*g- linga við götuhreinsun, fisk- iðjufólk, prentara, leikara, búðarlokur, bankastjóra, lög- regluvörð o.fl., og aðeins einn af þessum skara hrósaði sýn- ingunni — og það af móður- sýkiákafa! Allir hinir voru ýmist leiðir, Sárreiðir eða hneykslaðir. Almennt var verkið talið vitlaust, leiðin- legt, andstyg'gilegt eða öllum viðkomandi til ^kammar! „Hvað eigum við að gera við þá (útvarpsráð), sem bjóða Okkur, islenzkri þjóð, annað eins og þetta á hátíðinni?“ sagði einhver. „Svona mann (þ.e. höfund og leikstjóra) ætti að hafa „undir lás og slá“ sagði annar. „Það er alltof dýrt, þjóðin þarf bara að eiga gálga og nota hann í svona tilfelli“ bætti einn um, en þes; skal getið, að hann kom beint úr „pottinum" og þar verða margir „heitir"! Svo er okkur sagt, að þetta eigi að flytja út og selja, sýna það erlendis, til þess að kynna íslenzkt þjóðlíf á 20. öldinni! Hvað -ætli Dagblaðið hafi að segja um þann útflutning? Ekki eru bændur þar að verki. Sumir tala um að „selja Fjall konuna“ í öðru sambandi. Er þetta nokkru betra? „Hvað sjáið þið jákvætt við þetta?“ spurði ég suma. Einir tveir bentu á, að myndin gæti verið til aðvörunar fyrir ung- linga. En skyldi svo vera? Mun ekki hitt sterkara, að þarna eru að verki þjóðfrægir menn, oft mikilsmetnir leikar ar? Það er ekki skömm að því að lí'kjast þeim: reykja, drekka, bölva, klæmast, brjóta, skemma, skjóta og drepa! Góður skóli það!! Qg hvað kostar svo „lista- verkið“? Auk höfundar og að- alleikara eru í dagskrá til- nefndir 15 „hjálparkokkar", aðstoðarfólk, — og fleiri enn koma við sögu. Það er nokk- urs vert að fá áð sjá nafnið sitt á skjánum, þótt launin séu þá ekki há! Aumingja höfundur Njálu, og aðrir slíkir, sem ekki komu sínu eigin nafni á framfæri með verki sínu, hvað þá þeirra, sem slátruðu kálfinum, hrærðu í blóðinu eða skáru fjöðurstafinn fyrir þá!! Og hverjir eiga svo að „borga brúsann“? Þú og ég, hvort sem laun okkar eru 75 þús. á mánuði, eða ein milljón. Þetta á að vera fyrir ok'kur gert. Fróðlegt væri — og reyndar nauðsynlegt — að geta hlerað viðhorf alþjóðar til þessa há- tíðarréttar sjónvarpsins okk- ar. Mitt úrtak nær skammt, en mun þó sýna nokkuð rétta mynd héðan og úr grennd. Margir yrðu til að skrifa und- ir: „Vér mótmælum allir“ — að fé tíkkar — og alþjóðar — sé varið til slíks, og alveg frá- leitt að senda annað eins hrat úr landi og kynna út um „hinn menntaða heim“, að selja þar logna skrípamynd af Fjallkon unni og börnum hennar í öm- urlegu, hrollvekjandi um- hverfi. Júdas fékk 30 silfur- peninga, hvað eigum við að setja upp? Þótt hér séu til höfundar og leiklistarmenn, sem geta feng ið sig til að eiga hlut að svona lygilíku og fáránlegu athæfi og ölæði — Delerium tremens — það er annað mál, þeirra mál. En stundum er jafnvel betra að láta satt kyrrt liggja. „Brekknaktíti“, Akureyri* 31. mai ’77. Jónas Jónsson. Frá aðalfundi KEA ..en ekki leggja út hálar brautir erlendrar stóriðju „Aðalfundur KEA, haldinn á Akureyri 9. og 10. júní 1977 ályktar eftirfarandi: Fundurinn lítur svo á að stóriðja á vegum útlendra fyrirtækja sé mjög óæskileg hér við Eyjafjörð. Hér um slóðir hefur á undanförnum áratugum skapast traust og farsælt atvinnulíf meðal annars fyrir tilstilli samvinnu- félaga landsmanna. Þessu atvinnulífi yrði allmikil röskun og hætta búin ef efnt yrði til slíkra stórframkvæmda sem t. d. álverksmiðja er. Auk þess fylgja slíkum stór- iðjuverum einatt margir aðrir ókostir, til dæmis mengun umhverfis, sem fremur er hægt að sneiða hjá eða ráða við þegar smærri fyrirtæki eiga í hlut. Þess vegna ber að halda áfram fyrri stefnu í atvinnumálum hér en ekki að leggja út á hálar brautir erlendrar stóriðju.“ ÍSLENDINGUR — 5

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.