Íslendingur - 04.10.1977, Page 4
íslendingur
Útgefandi:
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Dreifing og afgreiðsla:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Ritstjórn sfmi:
Dreifing og augtýsingar simi:
Áskriftargjald:
Lausasala:
Prentun i offset:
Islendingur hf.
Gís/i Sigurgeirsson
Jóna Árnadóttir
Ráðhústorgi 9
21501
21500
kr. 250 á mánuði
kr. 80 eintakið
Skjaldborg hf.
Verkaskipting
ríkis og
sveitafélaga
Þrátt fyrir aö kappsamlega hafi verið unnið af
hinum ýmsu aðilum, að því verkefni að endur-
skoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, hefur
órangur þess starfs orðið sára lítill í framkvæmd.
Þó menn séu sammála um mörg veigamikil
atriði, þó virðist sem alla samstöðu vanti meðal
sveitastjórnamanna um að benda á raunhæfar úr-
bætur og framkvæmdir ríkisvaldsins á undanförn-
um árum, er lúta að þessum málum, hafa verið svo
handahófskenndar að þær hafa heldur aukið á
samkrull ríkis og sveitafélaga en hitt.
Láta mun nærri að um 50 fjárhagsliðir geti
varðað hvert sveitafélag á fjörlögum og kostnaðar
hlutfall ríkissjóðs í framkvæmdum sveitafélaga
mjög misjafn og erfitt að átta sig á að þar hafi
nokkru sinni ríkt ákveðin stefna. Það er Ijóst að það
er ríkisvaldið eða löggjafarvaldið sem hefur ráðið
því að mestu hvernig verkefnunum hefur verið
skipt.
Hugmyndir sveitastjórnarmanna miðast að þvf
að draga úr sameiginlegum verkefnum ríkis og
sveitafélaga og að ákvörðun um framkvæmdir og
ábyrgð á greiðslu verði hjá sama aðila. Til þess að
slíkt verði raunhæft, þarf að gera sveitafélögunum
kleift að hafa þá tekjustofna, sem til þarf. Einnig
þarf stærð sveitafélaga að vera slfk, að þau séu
raunhæfar rekstrareiningar.
Það er Ijóst, að þrátt fyrir að tiltölulega auð-
velt yrði að framkvæma tekjustofnabreytingu,
sem sveitafélögum er nauðsynleg til þess að mæta
nýjum verkefnum og skyldum, þá virðist sem sam-
runi sveitafélaga f stærri einingar sé það vandamál
sem erfitt er að leysa.
Nefnd var skipuð árið 1966 tii þess að endur-
skoða skiptingu landsins í sveitafélög með það
fyrir augum að sameina sveitafólög, einkum hin
smærri. Frá þeim tfma hafa verið settar nýjar
reglur um tekjustofna og breytingar gerðar á
kostnaðarhlutfalli ríkis og sveitafélaga í einstök-
um framkvæmdum og óhætt að fullyrða að enn er
verið að leggja fram lagafrumvörp (sbr. frumvarp
að framhaldsskóla) sem fela í sér óvissa skiptingu
útgjalda.
A landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sl. vori var
gerð sórstök ályktun í sveitastjórnarmálum. Þó
ýmislegt megi að þeirri ályktun finna, þá er það
Ijóst að sveitastjórnarmenn sætta sig ekki lengur
við þennan seinagang og þessi auknu samstarfs-
verkefni rfkis og sveitafélaga.
Sveitastjórnarmenn hafa lagt fram margvís-
legar hugmyndir og tillögur sem athygli hafa
vakið, þó ekki hafi náðst um þær samstaða. Teija
verður þvf eðlilegt, að af fengnum tillögum frá
sveitastjórnarmönnum og samtökum þeirra, að
ríkisvaldið hafi frumkvæðið í því að raunhæfar
tillögur komi fram, sem miði að því að einfalda
verkaskiptinguna og gera smærri sveitafélögin að
starfhæfum rekstrarmyndum. Slíkartillögur verða
þó ekki að veruleika nema til komi samstæður vilji
fyrir því að breytingar nói fram að ganga.
Fólk vill flytja I
- en húsnœðisskortur kemur í vegfyrir að úr því verði, st
sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, í viðtali við blaðið.
f hvaða hreppi er Grenivík, var einu sinni spurt í lesenda-
getraun í fslendingi. Grenivík er sem kunnugt er í Grýtu-
bakkahreppi og er um að ræða eitt og sama sveitarfélagið.
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps er Jakob Þórðarson, en
hann tók við því starfi vorið 1976. Fyrirrennari hans í starfi
var Sverrir á Lómatjörn, en Sverrir var oddviti og um leið
sveitarstjóri um margra ára skeið. Jakob er Höfðhverfingur í
húð og hár, en hafði verið búsettur á Akureyri um 10 ára
skeið er hann tók við sveitarstjörastarfinu. - Starfið er
aðallega fólgið í því, að sjá um daglegan rekstur hreppsins,
reikningshald og skýrslugerð, sagði Jakob, er blaðamaður
fslendings ræddi við hann á Grenivík fyrir skömmu. - Einnig
annast ég umsjón með framkvæmdum á vegum hreppsins og
sé um verkstjórn við alla verkamannavinnu við þær fram-
kvæmdir.
• fbúum fer fjölgandi, en
húsnæðí vantar
tilfinnanlega
íbúar í Grýtubakkahreppi voru
397 1. desember s.l., en að sögn
Jakobs er íbúatalan nú komin
vel yfir 400. - Það virðist vera
hreyfing í þá átt, að fólk vilji
koma hingað, sagði Jakob, en
okkur vantar húsnæði. Nú eru í
byggingu 4 raðhúsaíbúðir á
vegum hreppsins, i samvinnu
við Húsnæðismálastofnunina,
en það hrekkur ekki til.
Þeir voru að spjalla saman Knútur Karlsson og Ásgeir í Höfða. - Ég veit bara ekki til þess að nokkur
kona sé ófrísk hérna núna, sagði Geiri. - Nei, það hefur verið lítið um það, síðan þær voru í kolanum
hjá mér um árið, sagði Knútur. - Þá var þeim svo kalt þegar þær komu heim á kvöldin, að þær urðu að
fá hlýju hjá bóndanum - og árangurinn lét ekki á sér standa.
:
■i
:
Lesendur
leggja
orð í
Hér kemur þátturinn,
„Lesendur leggja orð í
belg“, en við biðjum vel-
virðingar á því, að hann
hefur fallið niður að und-
anförnu og bréfín því
orðin nokkuð gömul og
enn bíða nokkur birtingar.
Við minnum lesendur á
þessa þjónustu blaðsins.
Liggi ykkur eitthvað á
hjarta, þá hringið í rit-
stjórnina, sími 21501, eða
skrifíð. Nafn verður alltaf
að fylgja með til ritstjórn-
ar, en við birtum greinar
undir dulnefni, sé þess
sérstaklega óskað.
Þingmenn g
malbik á ve
Vegfarandi hringdi:
Mér leikur svolítil forvitni á
að vita, hversvegna malbikun-
artæki Akureyrarbæjar hafa
ekki verið notuð meira í sumar,
en raun ber vitni. Hefði t.d.
mátt nota þann tíma, sem
bærinn þarf ekki á þeim að
halda, á meðan verið er að
leggja hitaveituna, til að mal-
bika þjóðvegina út frá bænum,
sem búið er að undirbyggja fyrir
varanlegt slitlag. Hvað t.d. um
veginn frá Dvergasteini út á
Moldhaugnaháls? Eða stóra
hluta af veginum út Svalbarðs-
strönd? Fleira mætti tína til og
ég er sammála Bjarna Einars-
syni, sem telur rétt að mal-
bika allt frá Akureyri til Dalvík-
ur. Það kæmi til með að hafa
ótrúleg áhrif, það er ég viss um.
Ég held að blessaðir þing-
mennirnir okkar ættu nú að
beita sér fyrir því, þagar þing
kemur saman, að strax næsta
sumar verði hafíst handa um að
leggja vegina frá Akureyri út
fjörðinn, beggja vegna, varan-
legu slitlagi. Það er enginn að
biðja um allt í einu, en ef hrað-
inn á að vera í líkingu við það,
sem verið hefur við malbik-
unina hérna út að Dverga-
steini, þá kem ég ekki til með að
lifa að sjá góða vegi hér um
Sveltandi
Húsmóðir í Birkilundi hringdi:
Mig langaði að koma á fram-
færi ábendingum til viðkom-
andi aðila, þar sem ég held að
talsvert sé um að „gæludýr“
gangi um og hreinlega svelti.
Hjá mér hefur talsvert borið á
því, að hundar og kettir rífa gat
á ruslapokana við húsið og
dreifa sorpinu um allt og éta
það sem ætt er - jafnvel það,
sem maður hefði ekki álitið
manna- eða skepnufóður. Þetta
er afskaplega hvimleitt og veld-
4 - ISLENDINGUR