Íslendingur - 04.10.1977, Page 5
hingað
egir Jakob Þórðarson,
Dyrnar í verslun Kaupfélagsins
eru fjölmiðill íbúanna, en þar
eru settar upp auglýsinear oe
tilkynningar.
• Flestlr vinna við fisk-
veiðar eða fiskvinnslu
Um 250 af íbúum hreppsins
búa á Grenivík, og hafa lang-
flestir atvinnu af sjávarútvegi;
fiskveiðum, fiskverkun, beitn-
ingu eða annarri þjónustu í
sambandi við það. Einnig vinna
nokkrir í þjónustugreinum fyr-
ir íbúana.
- Það þyrfti að koma hér á
fót fleiri atvinnugreinum, sagði
Jakob, og uppi hafa verið
hugmyndir um léttan iðnað,
ekki ósvpaðan því, sem Sam-
bandið rekur á Akureyri. Ég hef
rætt það óformlega við Hjört
Eiríksson, hvort ekki væri
möguleiki á að Sambandið setti
hér upp nokurskonar útibú, en
ekki hefur fengist niðurstaða af
þeirri málaleitan ennþá, hvað
s**m verður.
• Iðnaðardeildin hefur
fengið margar slíkar
beiðnir
í þessu sambandi höfðum við
samband við Hjört Eiríksson,
forstjóra Iðnaðardeildar Sam-
bandsins, og spurðum hann um
hvaða undirtektir beiðni Greni-
víkinga hafi fengið hjá Sam-
bandinu.
- Það eru fleiri aðilar en
Grenvíkingar, sem hafa lagt
fi-m svipaðar beiðnir til okkar,
';ði Hjörtur. Það liggja senni-
jú fyrir um 30 beiðnir, ýmist
irá sveitarfélögum eða einstakl-
ingum, um allt land. Þar inni í
eru velflestir ef ekki allir þétt-
býlisstaðirnir við Eyjafjörð.
Það er því enginn vegur fyrir
okkur að leysa vanda þessara
sveitarfélaga, hvað sem verður.
Dýrtíðin og verðbólgan hafa
komið afskaplega illa við iðnað-
inn að undanförnu, þannig að í
dag erum við ekki tilbúnir til að
fara út í neinar slíkar íjár-
festingar, sem þessu yrðu óhjá-
kvæmilega samfara, sagði Hjört
ur að lokum.
• Talsvert um fram-
kvæmdir á vegum
hreppsins
- Heilt yfir er hér samt
nægileg atvinna, sagði Jakob. -
Jakob Þórðarson sveitarstjóri, ásamt Jónasl Karlessyni verkfræð-
ingi, sem sér um verkfræðistörf fyrir Grýtubakkahrepp á vegum
Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
Það er einna helst að það verði
uppihald við beitinguna, en t.d.
í frystihúsið vantar oft fleira
fólk. Á vegum hreppsins hefur
verið unnið við holræsagerð, en
þær framkvæmdir hófust í fyrra
og er nú að ljúka. Þá eru vatns-
veituframkvæmdir komnar vel
á veg, en þær eru fólgnar í
byggingu vatnsmiðlunartanks
upp á Grenivíkuríjalli og lagn-
ingu stofnæðar og dreifiæða í
þorpið. Þá má minnast á skóla-
bygginguna, sem framkvæmdir
eru loksins hafnar við, eftir
talsvert þóf við menntamála-
ráðuneytið, sagði Jakob að
lokum.
óðir -
gina
nágrennið. Takist þingmönn-
unum að berja þetta í gegn á
næstu árum, þá verður Eyja-
fjörður sá sterki byggðarkjarni,
sem þarf á móti Reykjavíkur-
valdinu. Sýnið nú hvað þið
getið þingmenn góðir, það eru
kosningar á næsta ári!'
gæludýr?
ur óþægindum, jafnframt því
sem það er ömurlegt að vita af
blessuðum skepnunum ganga
um sveltandi. Ég vil þó taka það
fram, að víðast hvar er hugsað
vel um dýrin, en samhliða því
sem þeim þeim fer fjölgandi, þá
fjölgar þeim tilfellum, þar sem
þau eru látin ganga að mestu
sjálfala. Það hefur verið bent á,
að hér sé til staðar reglugerð um
hundahald, en ég er hrædd um
að hún sé lítið annað en plaggið
eitt og hundar gangi lausir og
leyfislausir.
Atvinnurekendur
hugsið meira um starfsfólkið
- Þaö má ekki gera vinnustaðina að stimpilklukkuþrœlabúðum
Verkakona hringdi:
Mig langaði að koma á fram-
færi ábendingu til allra atvinnu-
rekenda, sem mættu flestir
leggja sig meira fram um að
hafa starfsfólk sitt ánægðara.
Nýlega varð Útgerðarfélag Ak-
ureyringa 20 ára. í því tilefni
bauð félagið öllu starfsfólki
sínu upp á kaffi og tertur, sem
var allt vel útilátið. Þetta fannst
mér vel til fundið hjá stjórn-
endum fyrirtækisins og vil nota
tækifærið til að koma þakk-
læti mínu á framfæri. Þetta
mæltist vel fyrir hjá starfs-
fólkinu, sem kunni að meta
þetta og hefur áreiðanlega
gengið ánægðara til starfa á
eftir. Ég vann áður hjá öðru
stóru fyrirtæki hér í bæ. Þar
máttum við þakka fyrir að fá að
taka örlítið lengri kaffitíma
þegar litlu-jólin voru haldin, en
þá gerði starfsfólkið sér sjálft
dagamun og fékk sér meðlæti
með kaffinu. Við fengum ákúr-
ur fyrir þetta hjá stjórnendum
fyrirtækisins og gengum leiðar
til starfa. Það má ekki gera
vinnustaðina að algerum stimp-
ilklukkuþrælabúðum.
Að þessu sinni birtum við vísur
eftir Angantý Jónsson frá Mar-
landi í Skagafirði, en hann er nú
búsettur í Grindavík. Þökkum
við honum fyrir stökurnar og
viljum enn hvetja hagyrðinga til
að senda okkur nýjar eða áður
óbirtar vísur.
Þó lífið hér sé stundum strítt,
og stefna hver á reiki.
Alltaf gerist eitthvað nýtt,
alit er veruleiki.
Vilji mæða mótsnúin,
að mínum gæðum þjaka.
AUtaf glæðir anda minn,
ágætt kvæði og staka.
Vekur yndi og veitir þrótt,
vinalyndið sanna.
f öllum myndum eyðast hljótt,
æskusyndir manna.
Elli sporin yljar senn,
unaðs-borinn hugur.
Þegar vorar veit ég enn,
vex mitt þor og dugur.
Eru tötrar aumingjans,
ofnir fjötrum sorgar.
Liggja fötin mæðu-manns
meðfram götum borgar.
Vísnaskáldið víðfrægt er,
og vinnur þjóðar-hylli.
En Atómskáldið ekkert ber
álit eða snilli.
Veikist dugur dvínar senn,
dáð í hugum granna.
Geislaílug er óljóst enn,
yfir tugum manna.
Þó að Iengi stund og stað,
starfs á vegi hálum..
Víða þrenfjír eitthvað að
okkar gengis-málum.
Ljóða vakir listin þá,
lífs með taki settu.
Meðan stakan stendur á,
stuðla-blaki réttu.
Það er mein hvað mannkyn er,
mynd af hreinu lasti.
Enga skeinu enn ég ber,
þó ýmsir steinum kasti.
Okkar stutta ævileið,
er á mörkum tjalda.
Fárra verður gatan greið,
þó geri lífi halda.
Keyrt framá Keflavíkurgöngu í
vor:
Mikla þröng hér megum sjá,
menn í löngum hrönnum.
Harðna föngin heldur hjá,
Hungurgöngu-mönnum.
Vart er hægt að vinna bug,
á verstu Gróusögum.
Mönnum dettur margt í hug,
misjafnt nú á dögum.
Örlög skapast illa hér,
auðnu-tap sem veldur pínum.
Stöðugt glapin stefnan er,
stjörnu-hrap á vegum mínum.
Lífs ástandið virðist valt,
vina bandið gegnum sneiðir.
Mér finnst anda afar kalt,
auka vandann nýjar leiðir.
Utan-dyra oft þó hér,
andi kuldi napur.
Gleymist það ef inni er,
indæll félagsskapur.
ISLENDINGUR - 5