Íslendingur - 13.06.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi:
fíitstjóri og ábyrgóarmaóur:
Dreifing og afgreiðsla:
fíitstjórn og afgreiósh:
fíitstjórn sfmi:
Dreifing og augfýsingar:
Áskriftargjald:
Lausasala:
Prentun / offset:
fslendingur hf.
Gfsli Sigurgeirsson
Jóna Árnadóttir
Ráðhústorgi 9
21501
21500
kr. 1.000 á ársfjórðungi
kr. 100 eintakið
Skjaldborg hf.
Það gleymist oft
sem vel er gert
í orrahríð kosningabaráttu gtéymist oft að geta þess
sem vel er gert. Þráttað er því meira um það sem miður
fer eða látið er ógert. Þá er eitt hvimleitt fyrirbrigði
ísienskra sjórnmála að flokkar skipta um ham eftir því
hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu Nærtæk-
asta dæmið um þetta er Alþýðubandalagið. Nú leggur
það til að lækka vexti, lækka söluskatt, greiða fullar
verðlagsbætur á öll laun og halda genginu stöðugu. f
vinstri stjórn stóð þessi sami flokkur að vaxtahækkun,
söluskattshækkun, skerðingu verðlagsbóta á laun án
láglaunabóta og fleiri en einni gengisfeilingu, auk þess
sem sú stjórn fann upp gengissigið.
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur komið mörgu
til leiðar á kjörtímabilinu. Hér skal minnt á mikilvæg
dæmi:
• Að frumkvæði Sálfstæðismanna tók ríkisstjórnin
upp þá stefnu að færa landhelgina út í 200 mílur. Sigur
vannst í því máli og mun það hafa ómetanlega þýðingu
fyrir alla framtíðarafkomu þjóðarinnar.
• öryggi þjóðarinnar og varnir landsins hafa verið
treystar öfugt við það sem gerðíst í tíð vinstri
stjórnarinnar.
• Allir heilbrigðir menn hafa haft verk að vinna þrátt
fyrir efnahagsörðugleika sem stöfuðu af viðskilnaði
vinstri stjórnarinnar og áfalla í kjölfar olíukreppunnar.
• Viðskiptahalia við útlönd sem nam á núverandí
verðlagi um 40 milljörðum króna 1974 hefur verið snúið í
hagstæðan viðskiptajöfnuð á þessu ári skv. opinberri
áætlun þjóðhagsstofnunar.
• Gjaldeyrisvarasjóður er nú 6 milljarðar króna en
varð minni en enginn fyrir nokkru.
• Ríkissjóður hefur verið rekinn með þolanlegri
afkomu síðustu tvö árin. Greiðsluhalli hans varð um 12
milljarðar króna m.v. núverandi verðlag 1974.
• Stórkostleg uppbygging orkumála hefur átt sér
stað og gerbreytt aðstaða í því efni hér á Norðurlandi
eystra. Hitaveita Akureyrar var möguleg vegna þessarar
stefnu.
• Kjör þeirra sem minnst mega sín - þess fólks sem
einvörðungu hefur tryggingabætur sér til framfæris -
hafa verið stórbætt. Lífeyrir hjóna ásamt tekjutryggingu
hefur hækkað um 174% frá 1976 á sama tíma sem
verðlag hefur hækkað um 113%.
• Síðast en ekki síst má minna á að rauntekjur alls
almennings hafa aldrei haft meiri kaupmátt en nú.
Kaupmáttur rauntekna hefur vaxið meira frá 1972 en
þjóðartekjur. Þetta merklr að launþegar fá í sinn hlut
meiri skerf þjóðarteknanna en i tiö vinstri stjórnarinnar.
Við þetta má bæta að verulegur árangur hafði nððst f
því að hamla gegn verðbólgunni áður en kom til
kjarasamninga á síðasta ári. Versta afleiðing efnahags-
stefnu vinstri stjórnarinnar var að við settum margfalt
íslandsmet og raunar Evrópumet í verðbóigu. Hún varð
53% á árinu 1974. Tekist hafði að lækka hana í 27% 1.
ágúst 1977. Eftir kjarasamningana fór að síga á
ógæfuhliðina. Opínberar skýrslur herma að meta megi
launahækkanlr eftir kjarasamningunum samtals 102% á
einu og hálfu árí, bæði grunnkaups og verðbótahækk-
anir. Þessi launasprenging sneri verðbólguhjólinu ao
sjálfsögðu við. Þar eru laun hálaunamanna þyngst á
metunum. Fullyrða má að svona hefði ekki farið ef unnt
hefði verið að bæta kjör láglaunafólksins svo til
•invörðungu. Þar er ekki fólgið verðbólgumeinið.
Rfkisstjóminni bar skylda tH að snúast við þessum
vanda. Það gerði hún með lögum t febrúar, og st&ar
bráðabirgðalögum. Þelr sem gagnrýna þær ráðstafanir
mest, Alþýðubandalag og Alþýfiuflokkur, hafa oft gert
harfcalegri ráðstafanir f launa og efnahagsmálum svo
sem mlnnt hefur verið á, t.d. 1959 og 1974. Þeir aéttu að
lita I eigln barm.
4 - rSLEMDlNGUR
Verðbólgan bitnar fyrst á þeim lægst launuðu
- Innri gagnrýni vantar í samtökum launþega og atvinnurekenda - segir Halldór Blöndal í viðtali við blaðið
- Þú hefur lengi látið að þér
kveða í pólitík Halldór. Hvernig
stóð á því að þú barst út í hringiðu
stjórnmálanna og hvernig kannt þú
við að starfa á þeim vettvangi?
„Ég hef haft ánægju af því að
starfa í pólitík, því annars væri ég
ekki að því. Afskipti mín af pólitík
hófust í menntaskóla. Þegar ég
kom í Menntaskólann á Akureyri
óðu kommúnistar þar mjög uppi,
en þegar ég fór þaðan vorur þeir
lítill og máttlaus flokkur.
Ég hef alltaf litið svo á, að
sjálfstæðismál íslands og utanríkis-
mál væru þungamiðjan í íslenskri
pólitík. Afi minn, Benedikt Sveins-
son, tók mjög virkan þátt í
sjálfstæðisbaráttu íslands á önd-
verðri 20. öld. Hann var fremstur í
flokki landvamarmanna og á hans
heimili var oft talað um sjálfstæðis-
baráttuna. Ég skildi ungur að engin
þjóð og allra síst lítil þjóð - getur
unnið sjálfstæðisbaráttunar í eitt
skipti fyrir öll. Sú barátta er
ævarandi og við verðum ævinlega
að vera á verði til að gæta öryggis
þjóðarinnar, inn á við og út á við. í
þeim efnum erum við engin undan-
tekning frá öðrum þjóðum."
Ég held að á þessum
vikum mutii Sjálf-
stœðisflokkurinn
endurvinna traust
kjósenda
- Hvernig túlkar þú úrslitin í
nýafstöðnum kosningum, þar sem
stjórnarflokkarnir töpuðu verulegu
fylgi. Var þar kveðinn upp dómur
yfir ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson-
ar?
„Bæjar og sveitarstjórnarkosn-
ingarnar urðu okkur sjálfstæðis-
mönnum mikil vonbrigði. Sérstak-
lega að meirihlutinn í Reykjavík
skyldi hafa fallið og það urðu
okkur einnig mikil vonbrigði hér á
Akureyri, að við skyldum ekki
a.m.k. halda 4 bæjarfulltrúum.
Þessar niðurstöður verða ekki
skoðaðar öðruvísi en þannig, að við
höfum nú misst það fylgi, sem við
fengum í kosningunum fyrir 4
árum, þegar vinstri stjórnin var
lögð að velli. Fylgisaukningin hefur
farið til baka. Það er enginn vafi á
því, að það hefur vaidið vonbrigð-
um, að Sjálfstæðisflokknum skuli
ekki hafa tekist að leggja verðbólg-
una að velli. Til þess var ætlast, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn, sem hefyur bolmagn til
þess. Ég held að á þessum næstu
vikum muni Sjálfstæðisflokkurinn
endurvinna traust kjósenda, eftir
að búið er að túlka ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar á réttan hátt og
áróðurskenndar yfirlýsingar eru
hættar að vera yfirgnæfandi í
opinberum fjölmiðlum um þetta
efni.‘
«... meðal annars hjá
hástéttarkonunni
frú Soffíu Guð-
mundsdóttur
- Á seinni árum hefur verið
talað um að virðing Alþingis og
um leið fyrir alþingismönnum fari
þverrandi frá því sem áður var.
Hefur þetta við rök að styðjast og
hver heldur þú að sé ástæðan?
„Virðing fyrir alþingismönnum
hefur verið mjög mismunandi í gegn-
um tíðina. Ein meginástæðan fyrir
minnkandi virðingu nú er sú, að
innan þjóðféagsins eru öfl, sem
gangast fyrir því að grafa undan
þessari stofnun. Um leið eru þessi
sömu öfl að grafa undan lýðræðinu
í landinu, af ásetningi er óhætt að
segja. Þar á ég við Alþýðubanda-
lagið. Það hefur komið fram í ræðu
og riti, meðal annars hjá hástéttar-
konunni frú Soffíu Guðmunds-
dóttur, að það sé markmið Al-
þýðubandalagsins, að breyta þjóð-
félaginu ' til sósíaliskra stjórnar-
hátta. Það hefur líka komið fram í
Þjóðviljanum, m.a. í greinum pró-
fessors Ólafs Ragnars Grímssonar,
að Alþýðubandalagið eigi að beita
sér innan verkalýðshreyfingarinnar
fyrir því að stofna Alþingi götunnar
og þannig í rauninqi að gera
löggjafarsamkunduna máttlausa.
Skipulögð starfsemi af þessu tagi,
þegar henni er fylgt eftir með því
fjármagni, sem Alþýðubandalagið
hefur yfir að ráða, og ekki hefur
verið skýrt hvernig fengið er, hlýtur
að hafa áhrif og það á megin
þáttinn í því að grafa undan
virðingu Alþingis. Nú er það háleitt
mark allra lýðræðissinna á íslandi,
að endurvinna virðingu Alþingis.
Það kemur í hlut Sjálfstæðisflokks-
ins að hafa forystu í þeirri baráttu."
Hvorki Jón Helg
son, Þórir Daníels-
son, né menn eins og
Helgi Guðmundsson
- Halldór, þú hefur látið verka-
lýðsmál mikið til þín taka og m.a.
setið þing ASÍ og BSRB. Nú horfir
ófriðlega á vinnumarkaðnum í
framhaldi af efnahagsaðgerðum
ríkisstjórnarinnar. Er verið að
misnota verkalýðshreyfinguna í
pólitískum tilgangi eða er hér um
faglega baráttu að ræða að þínu
mati?
„Þegar þessi ríkisstjórn tók viÖ
völdum voru allir sammála um það,
að atvinnuvegirnir gætu ekki risið
undir því kaupgjaldi, sem þá var i
landinu. Þetta viðurkenndu for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinn-
ar einnig á þeim tíma. Vorið 1977
var svo komið, að það var unnt að
bæta kjör landsmanna verulega,
landinu hafði verið það vel stjórn-
að', að verulegur bati hafði orðið í
efnahagslífinu. f því ljósi voru
sólstöðusamningarnir gerðir. En
það verður að viðurkennast sem
rétt er. Á þeirri stundu brugðust
ttðflar vínnumarkaðarins, bpeðí
launþegahreyfingin og atvinnurek-
endur, að því leyti, að þeir spenntu
bogann of hátt og knúðu fram
kjarabætur, sem atvinnuvegirnir
gátu ekki risið undir til langframa.
Þegar kom fram á þetta ár var
sýnilegt, að til einhverra ráðstafana
yrði að grípa. Lögin frá I. mars
eru mjög umdeild og ég var til
dæmis ekki sáttur við það, að fullar
vísitölubætur skyldu ekki þá þegar
koma á dagvinnutekjur í lægstu
Taunaflokkum. Lýsti ég því meðal
annars yfir á fjölmennum fundi
láunamanna á Hótel KEA, sem
haldinn var um þær mundir, en það
olli mér miklum vobrigðum þá, að
hvorki Jfón Helgason, né fram-
kvæmdaátjóri Verkamannasam-
bands íslands, Þórir Daníelsson,
hvað þá menn eins og Helgi
Guðmundsson, skyldu á þeirri
stundu ekki vera menn til að lýsa
því yfir, að eins og komið var, væri
það úrslitaatriðið að tryggja þeim
lægst launuðu verðbætur í sam-
ræmi við sólstöðusamningana.
• Pólitísku sjónar-
miðin báru hin fag-
legu ofurliði
Nú ér komið I ljós, að efnahags-
aðgerðirnar frá 1. mars. hafa borið
árangur.- Það lýsir sér m.a. í því, að
ríkisstjórnin hefur nú treyst sér til
þess, að greiða fullar verðbætur á
dagvinnutekjur hinna lægst laun-
uðu. Það þýðir í raun, að hagur
þeirra er nú betri heldur en ef
samningarnir frá 1977 tækju gildi.
Þetta er augljóst mál og raunar
óskiljanlegt, að forystumenn lægst
launaða fólksins skuli ekki hafa
viðurkennt það í umíjöllun- sinni
um 'bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar. Mín skoðun er sú, að ef
atvinnuvegirnir fá að starfa ótrufl-
aðir, muni batinn í efnbahagslífinu
halda áfram og þá verði unnt að
halda áfram á sömu braut, nú í
sumar eða í haust,- þannig að fullar
verðbætur muni koma á allar
almennar launatekjur.
Ég varð þess greinilega var í
samnandi við verkfallsaðgerðirnar
I. og 2. mars, að hin pólitísku
sjónarmið báru hin faglegu ofurliði
í afstöðu þessara manna til launa-
málanna. Það kom m.a. skýrt fram
í afstöðu Jóns Ingimarssonar hér á
Akureyri, en hann ákvað að mæla
ekki með ólöglegum verkfallsað-
gerðum þessa daga.“
• Þessháttar menn,
sem gera það sér til
hugarhœgðar, aðfara
ofan í vasa hjá hverj-
um einasta vinnandi
manni í landinu
- Hefur ríkisstjórnin „kauprænt"
launþega með þeim ráðstöfunum,
sem, hún hefur gripið til í efnahags-
málum?
„Það sem ríkisstjórnin er að
gera, er að hamla á móti verðbólg-
unni. Það liggur ljóst fyrir, að
verðþólgdn kemur þeim fyrst og
freptst til góða, sem mestar hafa
tekjurnar, en bitnar á láglaunafólk-
inui’ Þegar þannig er haldið á
májurn, að þess er umfram allt gætt,
að full atvinna sé í landinu, að
lágfaunafólk sitji fyrir um láuna-
upþbætur, en hinir komi á eftir, þá
eru það að sjálfsögðu öfugmæli, að
kauprán hafi átt sér stað gagnvart
þesfcu fólki. Það er að vísu rétt, að
enn sem komið er, eru fullar
verðbætur ekki greiddar á eftir og
v0Ebrvinnu, nb bónus hinna læg*
launuðu, en þess verður ekki langt
að blða, að það verði gert.
„Kauprán“ er orð afskaplega þægi-
legt i áróðri. Það skírskotar til þess,
að nú sitji í ríkisstjórn vondir menn.
Þess háttar menn, að þeir geri sér
það til hugarhægðar, að fara ofan í
vasa hvers einasta vinnandi manns í
landinu, að ástæðulausu, og til að
skapa sér óvinsældir rétt fyrii
kosningar. Það sjá náttúrlega allir,
að fullyrðingar af þessu tagi eru út i
hött.
Lúðvík Jósepsson
er þá kaupránsmaður
og Eðvarð Sigurðs-
son sömuleiðis
Það var nauðsynlegt að gera
efnahagsráðstafanir. Ríkisstjórnin
skoraðist ekki undan því, jafnvel
þótt kosningar væru í nánsd. Þegar
til lengri tíma er litið munu þessar
ráðstafanir ‘bæta hag allra laun-
þega, bæði lágtekjufólks og há-
tekjufólks. Þær töflur, sem Alþýðu-
sambandið hefur haft uppi um
launatap þessa fólks eru meira og
ntinna falsaðar og I algjöru ósam-
ræmi við þá hagfræði, sem Ás-
mundur Stefánsson, hagfræðingur
ASÍ, kennirf fræðsluþáttum sínum
í sjónvarptnu, sem við höfum séð.
Að lokum vil ég segja í þessu
sambandi, að ef við getum sagt nú.
að núverandi ríkisstjórn sé kaup-
ránsríkisstjórn, þá getum við með
sama hætti sagt að vinstri stjórnin
1974 hafi verið kaupránsríkis-
stjóm. Lúðvík Jósefsson er þá
kaupránsmaður og Eðvarð Sigurðs
son sömuleiðis."
- Hefur verið vikist að opinber-
um starfsmönnum með því að
skerða vísitölubætur til þessa
nokkrum mánuðum eftir að fjár-
málaráðherra skrifaði undir kjara-
samningana? Ógilti hann þannig
sína eigin undirskrift?
„Allir stjórnmálaflokkar hafa
staðið að samskonar ráðstöfunum
gagnvart opinberum starfsmönn-
um og það var eitt síðasta verk
vinstri stjórnarinnar að gera það
1974. Munurinn nú og þáersáeinn,
að þá oppaði hvorugur sin munn,
Kristján Thorlacius eða Haraldur
Steinþórsson. Má raunar segja að
þeir hafi verið í herfjötrum öll
vinstri stjórnarárin, höfðu ekki
rænu á að fylgja samningsréttar-
kröfunni fram af neinum krafti og
kjör opinberra starrfsmanna fóru
síversnandi öll árin borið saman við
•aðrar stéttir.
Opinberir starfsmenn vita vel, að
bætt réttarstaða þeirra í samninga-
gerð er öll knúin fram af fjármála-
ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.
Opinberir starfsmenn vita líka vel,
að hagur þeirra fór mjög batnandi
eftir að viðreisnarstjómin tók við og
samningarnir í haust skiptu sköp-
um um þeirra kjör miðað við aðra
launahópa.
Þetta hafa ýmsir forystumenn
opinberra starfsmanna viðurkennt
við mig í einkasamtölum, þótt
þeir kjósi að þegja yfir því opinber-
lega nú. Ég spái því, að ef ný vinstri
stjórn verður mynduð muni sagan
endurtaka sig. Forystumenn opin-
berra starfsmanna muni þá sjá álíka
mikið eftir Matthíasi Á. Mathiesen,
sem viðsemjanda f.h. ríkissjóðs,
eins og þeir sáu eftir Magnúsi
Jónssyni eftir að síðasta vinstri
stjórn var mynduð.
Efnahagsráðstafanirnar í vetur
voru ekki nauðsynlegar vegna
opinberra starfsmanna. Það er
alveg rétt. Það er lengi hægt að
greiða þeim hærri laun með því að
hækka skattana að sama skapi, Það
sem gerði ráðstafanirnar nauðsyn-
legar var rekstrarafkoma atvinnu-
veganna, én augljóslega þolir heil-
brigður rekstur ekki taumlausa
verðbólgu. Og vitaskyuld kom ekki
til greina, að skerða launin á hinum
frjálsa vinnumarkaði, en halda
þeim óskertum í opinberri þjón-
ustu, eins og ýmsir stjórnarand-
stæðingar virðast vilja."
• Sigur okkar í land-
helgismálinu var
fyrst og fremst Geir
Hallgrímssyni
að þakka
- En ef þú litur til heildarinnar
Halldór, ert þú þá sáttur við stefnu
samsteypustjórnar Sjálfstæðis-
flökksins og Framsóknarflokksins
síðasta kjörtímabil?
„Þetta er samsteypustjórn
tvcggja flokka og við Sjálfstæðis-
m^nn getum ekki vænst þess að slík
ríkisstjórn stjórni eingöngu eftir
markmiðum og stefnu okkar. í
slíkri stjórn verður alltaf að koma
tiLmálamiðlun. í sumum tilfellum
er ég mjög ánægður. Ég tel að siguf
okkar í landhelgismálinu sem er
fyrst og fremst að þakka Geir
Hallgrímssyni, sé tímamótasamn-
ingur og viðburður í þjóðarsög-
unni. Ég tel einnig að það sé í
rauninni undravert að það skyldi
takast að halda uppi fullri atvinnu í
landinu, eins og ástandið var þegar
þessi ríkisstjórn tók við völdum.
Það sem skyggir á er fyrst og fremst
að ekki hefur tekist að kveða niður
verðbólguna. En þar er við fleiri að
sakast. Eins og þjóðfélagið er byggt
upp og örðugt að koma því við, ef
stór hagsmunasamtök eins og
Alþýðusamband íslands og Vinnu-
veitendasámband íslands hafa eng-
an skilning á því né vilja til þess að
ráðast gegn vandanum. Innri gagn-
rýni innan beggja þessara samtaka
er nánast engin, forystumennirnir
leggja línuna og bregðast illa við, ef
imprað er á minnstu gagnrýni. Ég
hef orðið þess var, að hinn almenni
launamaður er mér sammála um
þetta. Honum er vel ljóst, að
stundum er gripið til takmarkaðra
vinnustöðvana eða truflana á vinnu
markaðnum af pólitískum ástæð-
um, en ekki faglegum.
Þá fer það h eldur ekki fram hjá
neinum, að lægst launaða fólkinu
hefur verið att fram.“
Mér kemur fyrst í
hug Norður-Þingeyj-
arsýsla
- En ef við snúum okkur frá
þessu máli málanna og förum heim
í hérað. Hver eru þá stærstu málin
að glíma við á þeim vettvangi?
„Það er af mörgu að taka ogyrði
of viðamikið að tíunda það allt.
Mér kemur fyrst í hug Norður-Þing
eyjarsýsla. Atvinnuástand á Þórs-
höfn hefur verið mjög slæmt og
Raufarhafnarbúar urðu fyrir miklu
áfalli í vor, þegar togari þeirra
strandaði. Nú er verið að athuga
um kaup á togaranum Dagnýju til
þess að tryggja næga hráefnisöflun
og styrkja rekstrargrundvöll frysti-
húsanna.
Afkoma landbúnaðarins er
ótrygg. Bændur hafa orðið fyrir
búsifjum undanfarin ár vegna
dýrtíðarinnar, auk þes sem sú
stefna, sem við höfupi fylgt I
landbúnaðarmálum hefur að sumu
leyti gengið sér til húðar og verður
ekki lappað upp á hana með
vandræðaráðstöfunum eins og fóð-
urbætisskatti. Sannleikurinn er sá,
að bændur hafa aldrei haft land-
búnaðarráðherra eins og Ingólf
Jónsson, enda Iagði hann grund-
völlinn að þvíi, sem bændur byggja
rekstur sinn á í dag.
í sambandi við opinberar fram-
kvæmdir ríður á miklu að stórátak
verði gert í vega- og hafnarmálum.
í sambandi við vegamálin hafa
Sjálfstæðismenn nú sett fram til-
lögur um Qáröflun i því skyni, sem
koma til með að breyta öllum
viðshorfum í þeim efnum og flýta
vegalagninur í landinu. Um hafn-
irnar er það að segja, að með
tilkomu fleiri báta og vaxandi
skipastóls hafa vandræðin aukist.
Er þörf úrbóta nú svo brýn, að ekki
verður hjá því komist að taka þau
mál fastari tökum en áður.
Ég vil einnig bæta því við í
sambandi við þetta, að þenslan á
vinnumarkaðnum hefur verið svo
mikil, aað af þeim sökum var
óverjandi að auka alhliða opinber-
ar framkvæmdir. Höfuðáherslan
var lögð á orkumálin, til þess að vi
yrðum sem est sjálfum okkur nógir
með innlendum orkugjöfum. Má í
því sambandi sérstaklega minnast á
Hitaveitu Akureyrar, en eins og
menn muna, þá var vinstri stjórnin
dragbítur á hitaveituframkvæmdir
víðsvegar um landið. Á þessum
siðustu árum höfum við arið
gífurlegum fjárhæðum til margvís-
legra framkvæmda á sviði orku-
mála. Sumir segja of miklum. Við
skulum láta það liggja milli hluta.
Ég held að við getum að minnsta
kosti sagt, að okkur hafi tekist að
byggja upp orkuver og hitaveitur,
sem í framtíðinni munu skila
miklum arði. Til frambúðar getum
við fslendingar ekki bætt lífskjör
okkar verulega, nema við nýtum þá
Drku, sem býr í fallvötnum og
iðrum jarðar.
Ekki einungis í
verka/ýðshreyfing-
unni, heldur einnig
í skó/um landsins
- Að lokum Halldór, um hvað
verðnr kosið I kosningunum 25.
núní n.k.?
Sjálfstæðisflokkurinn verður
Ifram ráðandi afl í: stjórnmálum,
eða hvort ný vinstri stjórn verðúr
6ett á laggirnar. Málflutningúr
Alþýðubandalagslns hefur verið
með þeim hætti fyrfr þessar kosn-
íngar, að það er greínilegt að þeíb
stefna að því, að brjóta niður frjálst
framtak í landinu og stofna öryggi
landsins í tvísýnu með þvfað sflta
okkur úr tengslum við aðrar
lýðræðslegar þjóðir í varnarmál-
um. Þess er skemmst að minnast,
að vinstri stjórn tók við góðu búi
viðreisnarstjórnarinnar. Á þrem
árum tókst henni ekki einungis að
sólunda ðllw því, sem aflað hafði
verið í margvíslega sjóði, heldurvar
svo komið, að þjóðfélagið var
komið á vonarvöl og veruleg
kjaraskerðing óhjákvæmileg sem
snerti allar stéttir í landinu. Menn
geta svo rétt ímyndað sér hvernig
ástandið yrði, ef vinstri stjórn
kæmist að völdu nú, eins vandröt-
úð og sú leið er, sem við þurfum nú
að þræða í efnahagsmálum okkar,
éf ekki á illa að fara. Á síðustu
misserum hafa línurnar skýrst í
íslenskum stjórnmálum. Á vinstri
væng sækir fram ófyrirleitinn hóp-
ur öTgamanrw, sem leynt og Ijost
beitir sér fyrir því, að tlokkspólitísk
viðhorf nái að festa rætur,. ekki
einungis í verkalvðshreyfingunni,
heldur einnig í skólum landsins, eins
og ályktun ungra Alþýðubanda-
lagsmanna frá fundi hér á Akureyri
á s.l. hausti ber með sér. Og
markmiðið er ljóst. Það er að koma
sósíalískúm stjórnarháttum á fs-
landi. Gegn þessu verða allir
lýðræðissinnaðir íslendingar að
berjast og eina leiðin til þess að
árangur náist er að styðja Sjálf-
stæðisflokkinn til meiri og öruggari
áhrifa i íslenskum stjórnmálum.
Eina flokkinn, sem ber hagsmuni
allra stétta fyrir brjósti, sem trúir
þvf að islensku þjóðfélagi famist
þá best, er við búum saman í sátt og
samlyndi og byggjum þannig upp
okkar atvinnuvegi, að allir megi
njóta, háir, sem lágir.
Halldór Blöndal skipar 3. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra við alþingiskosningarnar 25. júní nk. Halldórer fæddur
og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA og hefur lengst af búið
á Akureyri síðan. Halldór hefur verið í baráttusveit sjálfstæðismanna frá ungl-
ingsárum, fyrst meðal ungra sjálfstæðismanna, þar sem hann var m.a.
formaður Varðar FUS og varaformaður SUS. Halldór er núverandi formaður
Kjördæmisráös Sjálfstæöisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og á sæti i
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur hann starfaö mikið að kjaramálum,
t.d. fyrir kennara og situr nú í varastjórn Félags verslunar og skrifstofufólks á
Akureyri og í nágrenni. Halldór er kvæntur Kristrúnu Eymundsdóttur.
(SLENDINGUR - B