Íslendingur - 13.06.1978, Blaðsíða 1
22. TÖLUBLAÐ . 63. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 13. JÚNÍ 1978
VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTl 104-AKUREVRI
* VERZLAR í' VÖRUSÖLUNNI
'fcS----- --------------
I fyrramálið kemur fjölmennur
norskur blandaður kór, „Vinjes
songlag", í heimsókn til Akureyrar,
en kórinn mun síðan dvelja á Norð-
urlandi í fjóra daga. Með kórnum
eru undirleikarar, þjóðdansaflokk-
ur og einsöngvarar.
Það eru fjögur kvenfélagasam-
bönd, sem standa að heimsókninni
og annast móttökurnar, hvert á
sínu svæði. Fyrsta söngskemmtun
kórsins verður á Dalvík annað
kvöld. 15. júní syngur kórinn að
Breiðumýri og 16. júní í Míðgarði í
Skagafirði. Allar söngskemmtan-
irnar hefjast kL 9 og verður að-
gangur seldur á kr. 1.500. 17. júní
verður kórinn síðan á Akúreyri og
syngur þar í sambandi við þjóð-
hátíðardagskrána. Daginn eftir fer
hann síðan til Reykjavíkur, þarsem
kórinn dvelur í 2 daga.
i
■
I
■
I
■
I
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
;
Hestamannafél ögin við Eyjafj örð: Léttir, Akureyri, Funi, Eyjafirði, og Þráinn,
Grenivík, gengust fyrir hestamannamóti á Melgerðismelum um helgina. Tókst
mótið framar vonum, þrátt fyrir aftakaveður, rok og rigningu, fyrra dag |
mótsins. En blíðuveður á sunnudaginn bjargaði málunum og þá tókst að ljúka í
mótinu. Myndin er af seinni sprettinum í 250 m skeiði. Það er Matthías Eiðs-
son, sem er á Hrímni nær á myndinni, en þeir lentu í 2. sæti á einu sekúndubroti |
lakari tíma en Hremsa og Sævar Pálsson, sem eru fjær á myndinni. Nánar
verður sagt frá mótinu í næsta blaði.
Norskur
kór í
heimsókn
Iðnskólanum slitið:
92 braut-
skráðust
Jón Sigurgeirsson
lœtur a fskólastjórn
92 iðnnemar brautskráðust frá Iðn-
skólanum á Akureyri þegar skól-
anum var slitið 30. maí sl., en í vetur
stunduðu 253 nemendur nám við
skólann, þar af 9 konur. Kennt var
í 15 bekkjardeildum og í vetur
stunduðu konur í fyrsta skipti nám í
Iréiðnadeild og bifvélavirkjun. Jón
Sigurgeirsson, sem starfað hefur í
28 ár við skólann, þar af 26 ár sem
skólastjóri, lætur nú af st örfum við
skólann, eftir mikið og heilladrjúgt
starf.
Við skólaslitin töluðu Halldór
Arason, formaður skólanefndar
Iðnskólans, og Skúli Magnússon,
kennari. Þökkuðu þeir Jóni ötula
forystu og ánægjulegt samstarf og
Skúli færði honum málverk að gjöf
frá samkennurum.
Það kom fram í ræðu skólastjór-
ans við skólaslitin, að fastráðnir
kennarar við skólann í vetur voru
12, auk skólastjóra, og 15 stunda-
kennara. Kennt var í 15 iðngrein-
um. Langflestir nemendur voru í
húsasmíði, 51, en næstirogjafnfjöl-
mennir voru bifvélavirkjar, ketil-
og plötusmiðir og rafvirkjar, 21 í
hverri grein.
35 m. kr. rekstrarafgangur
Bókfœrður stofhkostnaður félagsins á árinu nam 561 m. kr.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga
var haldinn á Akureyri sl. f östudag
og laugardag. Rétt til fundarsetu
h öfðu 228 fulitrúar frá 25 félags-
deildum. Af þeim mættu 220 frá 22
deildum. Auk þess sátu að venju
margir starfsmenn félagsins og
ýmsir félagsmenn fundinn. - I
skýrslu Vals Arn þórssonar, kaup-
félagsstjóra, kom fram, að rekstur
félagsins hafði gengið vel á sl. ári.
Heildarvelta jókst um 180 millj. kr.
Rekstrarafgangur til ráðstöfunar á
aðalfundi var 35.6 millj. kr.
Formaður félagsins, Hjörtur E.
Þórarinsson, Tjörn, minntist lát-
inna félagsmanna og starfsmanna
Kaupfélagsins og vottuðu fundar-
menn þeim virðingu sína og þökk
með því að rísa úr sætum. Síðar
flutti formaður skýrslu stjórnar-
innar fyrir liðið ár. Þar kom m.a.
fram, að fjárfestingar félagsins á
liðnu ári höfðu numið 355 milljón-
um króna í fasteignum, vélum o.fl.
Auk þess voru nú færð til stofn-
kostnaðar vélakaup undangeng-
inna ára vegna nýju mjólkurstöðv-
arinnar, 206 millj. króna, þannigað
bókfærður stofnkostnaður félags-
ins á árinu var alls 561 millj. króna.
Kaupfélagsstjórinn, Valur Arn-
þórsson, las reikninga félagsins og
gerði grein fyrir rekstri þess. Heild-
arvelta félagsins og fyrirtækja þess
jókst um 43.2% frá fyrra ári, eða úr
11.8 milljörðum króna í tæplega
16.9 milljarða króna. Heildarlauna
greiðslur félagsins og fyrirtækja
þess á s.l. ári námu röskum 1.9
milljarði króna, en fastir starfs-
menn í árslok voru 788.
Til ráðstöfunar á aðalfundi var
rekstrarafgangur að upphæð 35.6
milljónir króna, en fjármunamynd-
un ársins var alls u.þ.b. 180 millj.
krófta. Aðalfundurinn samþykkti,
pð úthluta og leggja í stofnsjóð
félagsmanna 3% af ágóðaskyldri
út^ekt þeirra 1977 og að leggja
skyldi 4 milljónir króna af rekstrar-
Skjaldhamrar
í Samkomu húsínu
í tilefni Listahátíðar hefur Leik-
félag Reykjavíkur boðið Leikfé-
lagi Akureyrar að sýna í Iðnó og
var fyrsta sýningin á sunnudaginn á
Galdralandi eftir Baldur Georgs. I
kvöld verður sýning á Hunangsilmi
og eru fyrirhugaðar 3-4 sýningar á
því verki. En þetta verður gagn-
kvæm heimsókn, því um helgina
kemur leikhópur frá Leikfélagi
Reykjavíkur til Akureyrar og sýnir
Skjaldhamra Jónasar Árnasonar í
Samkomuhúsinu. Verður fyrsta
sýningin á sunnudaginn, en sú síð-
asta 24. júní.
Skjaldhamrar hafa
slegið öll fyrri sýningarmet hjá Leik
félagi Reykjavíkur og er þetta 3.
leikárið, sem verkið er í sýningu hjá
félaginu. Einnig hefur verkið verið
sýnt hjá áhugamannafélögum víðs
vegar um land, í Ólafsfirði, Húsa-
vík, Skagaströnd, Bíldudal og ef-
laust víðar.
afgangi í Menningarsjóð KEA að
meðtöldum tekjuafgangi frá Efna-
gerðinni Flóru. Ennfremur sam-
þykkti fundurinn að úthluta og
greiða út 4% arð af úttekt félags-
manna í Stjörnu Apóteki.
í skýrslu Menningarsjóðs KEA
kom fram, að úthlutað hafði verið 8
styrkjum að upphæð samtals 1.4
millj. króna á nýafstöðnum fundi
sjóðsstjórnarinnar. Voru styrkirn-
ir veittir ýmsum aðilum, einstakl-
ingum og félögum á félagssvæði
KEA.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin.
Fjórði bekkur var nú kenndur
við skólann í síðasta sinn sam-
kvæmt gamla kerfinu. Brautskráð-
ust úr honum 58 nemendur og
nokkrir eiga ólokið einstökum
námsgreinum. Hæstu einkunn
hlutu Vigfús Sigurðsson, húsa-
smiður, 9.12, sem er ágætiseink-
unn, og Skarphéðinn Sigtryggsson,
bifvélavirki, 8.72.
Einnig brautskráðust nú í fyrsta
sinn 34 nemendur úr 3. áfanga nýja
kerfisins. Hæstu einkunn þarhlutu
Hringur Hreinsson, húsasmiðurog
Kristján Jóhannesson, vélvirki, báð
ir með 8.8.
Framhald á bls. 7.
Stefán gagnrýnir
eigin ríkisstjórnir
f rammaklausu á forsíðu Dags
getur að líta dæmigerða fram-
sóknarr ökfræði sem Stefán
Valgeirsson bregður stundum
fyrir sig. Þar er reynt að láta
líta svo út að núverandi fjár-
málaráðherra og ef til vill for-
sætisráðherra beri einir
ábyrgð á ríkisbúskapnum frá
því núverandi ríkisstjórn var
mynduð!
Sjálfstæðismenn hafa aldrei
sagt að öll skuld ríkissjóðs,
sem hann er í við Seðlabank-
ann hafi myndast í tíð vinstri
stjórnarinnar. Þeir hafa sagt
eins og satt er að TVÖ Síð-
USTU ÁRIN hafi tekizt að
rétta ríkisbúskapinn við og
ríkissjóður rekinn með þolan-
legri afkomu, þrátt fyrir ýmsa
aukapinkla sem á hann hafa
verið lagðir utan fjárlaga, t.d. í
tengslum við kjarasamninga.
Skuld ríkissjóðs við Seðla-
bankann var orðin 4187 millj.
króna í árslok 1974. Þetta
jafngildir 13-14 milljörðum
króna á núverandi verðlagi.
Vitanlega stafaði þessi skuld
algjörlega af ráðslagi vinstri
stjórnarinnar því ríkisbú
skapnum er ekki unnt að
kippa í liðinn á nokkrum mán-
uðum. Það er rétt hjá Stefáni
að ekki tókst heldur að reka
ríkissjóð hallalaust á árinu
1975. Ástæðan fyrir því ætti
ekki að dyljast Stefáni Val-
geirssyni sem stjórnarþing-
manni. Áföll þjóðarbúsins af
völdum olíukreppu og versn-
andi viðskiptakjörum komu
þungt niður á ríkiskassanum.
Valið stóð á milli samdráttar
og atvinnuleysis eða reka ríkis
sjóð með halla. Á árinu 1976
og 1977 tókst samt að jafna
metin betur. Þetta er í hnot-
skurn það sem Sjálfstæðis-
menn hafa að segja um þetta
mál.
Niðurstaða: Stefán Valgeirs
son ber fulla ábyrgð á skulda-
söfnun ríkissjóðs bæði í vinstri
stjórn og stjórn Geirs Hall-
grímssonar. Hann studdi báð-
ar ríkisstjórnirnar og ráðherra
Framsóknarflokksins í þeim
báðum. Honumláhinsvegará
að koma höggi á núverandi
samherja sína. Þess vegna sást
hann ekki fyrir. Um hann má
segja: „Ekki sér hann sína
menn . . . svo hann ber þá
líka!“
KIÖRBUD !Bj)£IQftE>áI HF
2-3802 3*19810
KAUPANGI
STÆRRI BÚD
MEIRA VÖRUVAL - BETRI ÞJÓNUSTA