Íslendingur


Íslendingur - 25.07.1978, Qupperneq 7

Íslendingur - 25.07.1978, Qupperneq 7
rv! * - ? Frá Sjálfsbjörg, Akureyri. Félagar, velunnarar. Munið áður auglýsta skemmtiferð um Kelduhverfi og Axarfjörð 5. og 6. ágúst. Gleymið ekki að panta far fyrir 1. ágúst svo að hægt verði að fá bílakost til - ferðarinnar. Fjölmcnnum. Nefndin. Munka þverárklausturskirkja Erindi um kirkjuna sunnu- daginn 30. júlí kl. 13.30. Kirkjukórinn syngur. - Sóknarprestur. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn n.k. kl. 17. Almenn sam- koma. Söngur, vitnisburður. Allir velkomnir. Friðbjarnarhús, minjasafn I.O.G.T., Aðalstræti 46. Opið á sunnudögum kl. 14-16.30. Brúðhjón. 22. júlí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju. Ungfrú Katrín Hallgrímsdótt- ir og Einar Sólonsson, bifvéla- virkjanemi. Heimili þeirra er að Rofabæ 27, Reykjavík. f'ri; 23. júlí voru gefin saman í ; k hjónaband í Akureyrarkirkju. V Ungfrú Fjóla Sigurlína |, Traustadóttir og Jón Stein- dórsson, stýrimaður. Heimili þeirra er að Barðstúni 5, Ak- ■ ureyri. Sama dag voru gefin saman brúðhjónin. Ungfrú Kristín Jójannsdóttir og Vilhjálmur Kristinn Andrésson, aðstoð- V arlæknir. Heimili þeirra er að , Tjarnarlundi 13c, Akureyri. Æskulýðsmót Framhald af forsíðu. Grenjaðarstaðakirkju og var mót- inu slitið þar í lok messunnar. Mót þettatókstíalla staðimjög vel og hélst veður stillt og þurrt allan tímann, sem kom sér vel því þátttakendur sváfu í tjöldum. Var þetta fjölmennasta mótið sem haldið hefur verið við Vestmanns- vatn og verður vonandi hvatning til allra þeirra sem vilja starfa að æskulýðsmálum innan kirkjunn- ar. - Mótsstjóri á þessu móti var sumarbúðastjórinn, Magnús Björn Björnsson, cand. theol. Venus - Venus Tískuverslunin Venus er flutt í nýtt húsnæði að Strand- götu 11 (andspænis BSO). Allt nýjar vörur: • Blússur • mussur • bolir • pils • kjólar • skokkar • peysur Lítið inn í Strandgötu 11 Tískuverslunin VENUS Jakobma Jónsdóttír Fædd 15. janúar 1925 - Dáin 5. júlí 1978 Kveðja frá vinum Huggun veitir Herrann Jesús, helgan frið á kaldri storð. Titri hjartað, tregaþrungið, talar náð hans kærleiks orð. Hún, sem kvödd er hér með tárum, hafði séð Guðs náðar hönd, liðsemd hans og líkn í þrautum, Ijúf var hvíld, er þreytt var önd. Hng hún meðtók elsku Drottins, öðrum hana vildi tjá. Geislum með frá glöðu hjarta gaf hún bending himin á. Stóð hún vörð, en stormar næddu, styrk í trú á frelsarann, átti kærleiks eld í hjarta, ávöxt bar því fyrir hann. Fús að starfa, fórna, stríða, fyllt Guðs Anda kærleiks glóð hvetja vildi hermenn Drottins, helguð fyrir Jesú blóð. Ykkur bauð hún, ungu vinir: „Orði krossins lyftið hátt, heiðrið Drottin, hart er stríðið, Herrann gefur undramátt.“ Gráta skal ei, Guð er nærri, greinum helgan söngva hreim. Jarðlíf deyr, en Jesús lifir. Jakobína er komin heim. JÓHANN SIGURÐSSON. AKUREYRARBÆR Umsóknir um skóladagheimili 1. september n.k. tekur til starfa skóladagheimilið að Brekkugötu 8. Er því ætlað að vera athvarf skóla- skyldum börnum útivinnandi foreldra. Opið frá kl. 8.00 til 17.00 virka daga. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. ágúst n.k. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR, sími 21000 Félagsstarf aldraðra Farið verður í dagsferð um Skagafjörð um Varma- hlíð fimmtudaginn 27. júlí. Brottför frá Ferðaskrifstofunni kl. 9.00 og komið verður til Akureyrar um kl. 18.00. Veitingar verða á Sauðárkróki, en auk þess eru þátt- takendur beðnir að hafa með sér nesti. Þátttökugjald er kr. 1.000. Þátttaka skal tilkynnt í síma 21000. Þátttaka skal tilkynnt í síma 21000, Félagsmálastofn- un, kl. 9-12.00 á miðvikudag. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR. ATKVÆÐASEÐILL í KJÖRI ÍSLENDINGS UM VIN- SÆLASTA KNATTSPYRNULIÐIÐ OG KNATT- SPYRNUMANNINN Á NORÐURLANDI EYSTRA SUMARIÐ 1978. Lið mitt er: ................................ Leikmaður minn er: ...................... Nafn sendanda: .............................. Heimili: .................................... Póstnr. og byggðarl.:........................ Sími:...................................... Hverja vantar vinnu" Verkamenn Verkamenn óskast til lyftubyggingar í Hlíðar- fjalli. Upplýsingar veitir ívar Sigmundsson í síma 22930 og 21720 á kvöldin. Lausar stöður Við dagvistarstofnanir Akureyrarbæjar eru lausar stöður: á Pálmholt frá 1. september. á Árholt nú þegar (hlutastaða) og 1. september. á skóladagheimilinu Brekkukoti frá 1. septem- ber (m.a. kennarast.). Umsækjendur með fóstrumenntun ganga fyrir um störf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Akureyrar, Geislagötu 5. Umsóknum skal skilað fyrir 10. ágúst. FÉLAGSMÁLASTOFNUN AKUREYRAR Þjónustufyrirtæki á Akureyri óska að ráða fólk til Skrifstofustarfa 1. Starfsmann til ýmissa skrifstofustarfa, eink- um við bókhald. Einhver starfsreynsla æski- leg. Nokkur umsjón fylgir starfinu fljótlega. Góðir framtíðarmöguleikar. 2. Starfsmann til almennraskrifstofustarfa. Vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. 3. Starfsmann til bókfærslustarfa. Verslunar- skólamenntun eða hliðstæð menntun æski- leg Allar ofanskráðar stöður eru lausar nú þegar eða eftir samkomulagi. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Umsóknir skal senda á skrifstofu okkar eigi síðar en 31. júlí. Nánari upplýsingar veitir Hermann Árnason virka daga kl. 14-16 á skrifstofu okkar og í síma 21838. Björn Steffensen & Ari 6. Thorlacius endurskoðunarstofa sf. OLÍS-húsi við Tryggvabraut, Akureyri. Ibúðir Eigum eftir eina fjögurra herbergja íbúð, fjórar þriggja herbergja íbúðir og tvær tveggja herbergja íbúðirvið Keilusíðu. íbúðirnarseljast tilbúnar undir tréverk. Athugið að nú fer hver að verða síðastur að kaupa á gamla verðinu. Fast og endanlegt verð. Þinur sf. Fjölnisgötu 1 - simi 22160 Símnotendur Akureyri Ný símaskrá fyrir Akureyri er komin út. Verður afhent í símtalaafgreiðslunni næstu daga. Umdæmisstjóri fSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.