Íslendingur


Íslendingur - 13.03.1979, Side 3

Íslendingur - 13.03.1979, Side 3
Afkoma atvinmireksrarins - Afl þess sem koma skal Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgst hefur með gerðum hinnar svokölluðu „vinstri stjórnar" Ólafs Jó- hannessonar, hve atvinnurekst urinn í landínu virðist skipta þá háu herra sem í henni sitja litlu máli. Eins og óvita börn, sem gera sér litla grein fyrir athöfn- um sínum, gera þeir sér enga grein fyrir þýðingu hans fyrir afkomu þjóðarinnar. t t ■ . . stærstur hluti þingmanna okkar hefur ekki migið í saltan sjój i Auknar álögur á álögur ofan eru lagðar á atvinnurekstur- inn, þó svo vitað væi að hann var að sligast undir þeim álög- um sem fyrir voru, auk sjálf- virkra kauphækkana á þriggja mánaða frestí, sem honum er gert að taka á sig svo til bóta- laust. En það er kannski ekki við þvi að búast, aðatvinnurekstur- inn njóti meiri skilnings en raun er á, frá ríkisstjórn sem svo mjög er undir sóstaliskum áhrif um Alþýðubandalagsins. Þá er þess að gæta, að stærstur hluti þingmanna okkar hefur ekki „migið í saltan sjó," eins og gömlu sjómennirnir hefðu orð- að það, og því alls ófærir um að rækja skyldu sína á Alþingi vegna ókunnugleika st'ns á at- vinnurekstri almennt. En orsakir hins mikla skiln- ingsleysis á gildi vel rekins at- vinnurekstrar, er kannski hægt að rekja tii skólanna fyrst og fremst. Þeir hafa brugðist skyldu sinni gagnvart þjóðfé- laginu, með því að uppfræða ekki nemendur sína betur um nauðsyn og gagnsemi atvinnu- rekstrarins. Nemendur koma úr skólanum með þá hugsun eina, að þjóðfélagið muni sjá fyrir öllum þeirra þörfum, og því engin raunveruleg ástæða til að þeir geri það sjálfir. Þó virðist það ekki gleymast, að uppfræða þá um réttindi sín í þjóðfélag- inu, en ekki um skyldur sínar gagnvart því. Um það ber vítni hinn mikli fjöldi nemenda sem þjóðfélagið hefur kostað til mennta, en fær svo ekki að njóta ávaxtanna af menntun þeirra að námi loknu, þó svo þess sé brýn þörf. Uppfræðslu um efnahagsmál er einnig litt sinnt í skólunum, og því hefur hlutlægur boðskapur vinstri- sinnaðra hugmyndafræðinga átt greiðan aðgang að þeim, sem óbilgjarnar kröfugerðir bera gleggst vitni. Hinir sterku ríkisfjölmiðlar, útvarp og sjónvarp, sem virðast undir vinstri áhrifum, hafa líka kynt undir andstæðu almenn- ingsáliti í garð atvinnurekstrar- ins með fréttaflutningi sínum, þegar eitthvað hefur úrskeiðis farið í atvinnurekstri. Öll hin hrikalega yfirbygging þjóðfélagsins og opinber eyðsla, byggist jú á að atvinnu- reksturinn gangi vel. Ef ekki eru jafnan nóg atvinnutækifæri fyr- ir alla landsmenn, minnka skatt tekjur ríkisins að sama skapi, og draga verður úr samfélagsleg- um verkefnum. § f . . . þó þeim vilji ekki skiljast hvaðan fjármagnið kemuri' M Það er að vísu ánægjulegt fyrir stjórnmálamennina okkar, sem virðast hafa eyðslu eina að atvinnu, að geta bent á með nokkru stolti, hve miklu þeír hafi komið til leiðar fyrir þjóð- ina. Svo sem með byggingu sjúkrahúsa, elliheimila, skóla, dagvistunarheimila, vega, brúa og hafnarmannvirkja, svo eitt- hvað sé tíundað, enda hælast þeir um og hljóta allan heiður- inn, þó þeim virðist ekki skilj- ast hvaðan fjármagnið kemur. En það er ekki minna afrek að veita öllum landsmönnum næga atvinnu, svoþeirgeti veitt sér þá sjálfsögðu hluti að eign- ast eigið húsnæði, bíl, innan- stokksmuni, klæði og fæði, en það virðast stjórnmálamenn- irnir ekki skilja, nema þeir álíti það einnig sín eigin verk, sem oft má skilja á tali þeirra. Verksmiðjurekstur, útgerð, fiskvinnsla, landbúnaður, iðn- rekstur, verslun og þjónusta er eitthvað sem þá varðar ekkert um, þó svo þar sé að finna þá uppsprettu auðsins í landinu sem þeir ráðsmennskast með. Það er illt til þess að vita, að þeir viti ekki hvar er að finna afl þeirra hluta sem gera skal. g jAtvinnuleysi er eitthvað það versta, sem getur hent mennl Í En ef ekki á að fara verr fyrir þjóðinni en orðið er, verða ráða- menn og reyndar allur almenn- ingur að láta sér skiljast að at- vinnureksturinn er slagæð þjóð félagsins. Ef honum er ekki gert að starfa við arðsemisaðstæð- ur, er Ktil von til þess að lífs- kjörin í landinu batni. Árlega bætist mikill fjöldi vinnandi handa á vinnumark- aðinn, og er það þjóðfélagsleg skylda að skaffa öllum þeim fjölda vinnu. Sú kynslóð sem nú er á uppvaxtarárum veit ekki, sem betur fer, hvað atvinnu- leysi er, en það vita margir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Atvinnuleysi er eitthvað það versta sem getur hent menn, en því verður ekki bægt frá dyrum ef áfram verður haldið sem horfir í málum atvinnurekstr- arins. Góður búmaður minnkarekki gjöfina við kýrnar sínar til að auka í þeim nytina, heldur eyk- ur hann fóðurgildi töðunnar sem mest hann getur, og gefur fóðurbæti með. Þannig verðum við líka að fara að gagnvart atvinnurekstrinum. Við verðum að skapa honum betri skilyrði til að starfa við, svo hann geti aukið framleiðnina, jafnframt því sem hann byggir sig upp til meiri átaka, því atvinnurekstur- inn er eina uppsprettan sem við eigum allt okkarkomið undir, og byggjum allt á. § f . . . því erfitt er að ímynda sér að ástandið geti versnað i i. En ef svo illa er komið fyrir okkur, að enginn skilningur er fyrir hendi hjá núverandi stjórn arflokkum á uppbyggingu at- vinnurekstrarins, og þeir láta áfram reka f reiðileysi til sam- dráttar og atvinnuleysis, verð- ur fólkið í landinu að rísa upp til andsvars fyrir atvinnurekstur- inn Akureyringar munu ekki horfa upp á það aðgerðarlausir, að hvert stór-fyrirtækið af öðru reki í strand, með afleiðingum fjöldauppsagna starfsfólksins, svo sem við blasir. Við munum krefjast afsagnar ríkisstjórnar- innar; því erfitt er að ímynda sér að ástandið geti versnað meir en raun ber vitni. Gólfteppi Nýlegt ca. 30 m2 ullar- gólfteppi til sölu. Teppi sem er skemmt af vatni. Er til sýnis að Rauðu- mýri 19. Selst ódýrt. Norðlensk Trygging hf. Sími21844 AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Geymsluhúsnæði óskast Hitaveita Akureyrar óskar eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði fyrir efni í dreifikerfislagnir. Æskileg stærð 200-300 ferm. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Hitaveitunn- ar Hafnarstræti 88 b, sími 22105. HITAVEITA AKUREYRAR. BILARAFMAGN ÖLL ÞJONUSTA VARÐANDI RAF- KERFI BIFREIÐA TKHXATOHAll norðurljós sf. RAFLAGNAVERKSTÆÐI FURUVÖLLUM 13 SÍMI 21669 fbúðir til sölu Erum að hefja byggingu á fimm íbúða raðhúsi við Arnarsíðu 8, íbúðirnar eru 4-5 herbergja plús bíl- skúr og seljast fokheldar. Aðeins 2 íbúðir óseldar. Teikningar og upplýsingar á verkstæðinu við Lauf- ásgötu, sími 24750. - Á kvöldin í síma 21175. KJÖRVIÐUR SF. Kynning Kynnum nýja International Harvest- er B-484 52 hö. m. hljóðeinangruðu húsi. sýningarvéi á staðnum. Ennfremur höfum við til sýnis B-444 47 hö. sími 22997 og 21400 <4Þvéladeild UTIHURÐIR m SVALAHURÐIR • BÍLSKÚRSHURÐIR Gerum verðtilboð NRKVR SF Óseyri 6 sími 21909 ÍSLENDINGUR - 3

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.