Íslendingur


Íslendingur - 13.03.1979, Blaðsíða 8

Íslendingur - 13.03.1979, Blaðsíða 8
í lok sl. árs voru kynnt ar hugmyndir að skipu lagi Miðbæjarins á Akureyri, sem unnið var að. Þá var rætt um að afgreiða skipulagið frá bæjarstjórn fljótt eftir áramót, þannig að tryggt væri að hægt yrði að hefja fram- kvæmdir samkvæmt skipulaginu í sumar. Ekki hefur skipulagið þó verið afgreitt í bæj- arstjórn ennþá. Hvenær má búast við að miðbæjarskipu- lagið verði endanlega frá gengið? Tryggvi Gíslason, formaður skipulagsnefndar, svarar: - Við stefnum að því að tillögur skipulagsnefndar um miðbæjarskipulagið á Akureyri verði lagðar fyrir bæjarstjórn fyrir næstu mánaðamót. Verði það þá vonumst við til að bæjar- stjórn verði búin að sam- þykkja skipulagið endan- lega í apríl. Síðan verður það sent til Skipulags- stjórnar ríkisins, sem þarf að leggja yfir það blessun sína. Vonir standa því enn til að miðbæjarskipulagið verði tilbúið fyrir vorið, þannig að framkvæmdir geti hafist samkvæmt því á miðbæjarsvæðinu strax í sumar. í skipulagsnefnd höfum við orðið varir við áhuga frá ýmsum aðilum, sem hafa leitað eftir lóðum á miðbæjarsvæðinu til byggingar. Lóðarumsókn fyrir Glerárkirkju fékk synjun Aðalfundur Lögmanns- hlíðarsóknar í Akureyrar- prestakalli samþykkti á að- alsafnaðarfundi sínum í sumar að sækja um lóð undir kirkju og safnaðar- heimili á ásnum norðan Harðangurs í Glerárhverfi. Höfðu verið gerðar tillögu- teikningar af byggingun- um. Var erindið sent til skipulagsnefndar, sem nú hefur synjað því, þar sem nefndarmenn telja að þessi staður henti ekki, landrými sé ekki nægilega mikið, hvorki fyrir byggingar eða bílastæði. Þá telja nefndar- menn að aðkomuleiðir verði erfiðar og ekkert svig- rúm til að auka við lóðina í framtíðinni. Lögfræðiþjónusta Benedikt Ólafsson hdl. Hafnarstræti 94 - Sími 24602. “ngrvnaRGLER ISPAN HF. • FURUVÖILUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 íslendingur Landsmót íslenskra barnakóra á Akureyri 600 börn taka þátt í mótinu Landsmót íslenskra barnakóra verður haldið í íþrótta- skemmunni á Akureyri laugardaginn 17. mars. 16 barnakór- ar, alls rúmlega 600 börn, taka þátt í mótinu. Frá Akureyri eru 3 kórar; kór Barnaskóla Akureyrar, kór Glerárskóla og kór Lundaskóla. Hinir kórarnir eiga um langan veg að fara. 4 koma frá Reykjavík, 3 úr Árnessýslu og frá Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Rangárvallasýslu, Akranesi, Tálknafírði og Húsavík kemur einn kór frá hverjum stað. 1977 og þótti þátakast mjög vel. Þátttaka er talsvert meiri nú og Landsmót íslenskra barna- kóra var haldið í Reykjavík Vísitöluþakinu lyft af hjá Akureyrarbæ er ánægjulegt til þess að vita að svo mörg börn skuli leggja á sig löng og kostnaðarsöm ferðalög til þess að kom'a saman og syngja fyrir hvert annað ogfyrir Norðlendinga. Tvennir tónleikar verða í Skemmunni laugardaginn 17. •mars. Hinir fyrri kl. 14.00 og hinir síðari kl. 17.00. 8 kórar syngja á hvorum tónleikum og aðgöngumiðasala verður við innganginn. Þess má geta að Akureyrarbær hefur veitt stuðn ing við framkvæmd mótsins, m.a. með því að fella niður leigu af íþróttaskemmunni. Rabbfundur um Félagsmála- stofnun Sjálfstæðisfélag Akureyrar heldur rabbfund um Félags- málastofnun Akureyrarbæj- ar í félagsheimili flokksins að Kaupvangsstræti 4, fimmtu- daginn 15. mars n.k. Til fundarins er boðið fulltrúa félagsmálastjóra, nefndar- manni Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði og bæjarfull- trúum Sjálfstæðisílokksins. Fundurinn er liður í umræð- um um hina ýmsu mála- flokka bæjarfélagsins, en slíkir fundir voru teknir upp sl. vetur og gáfu góða raun. Að undanförnu hafa verið miklar umræður um starf- semi Félagsmálastofnunar- innar og er allt áhugafólk um félagsmál hvatt til að koma á fundinn og kynnast málefn- um og starfsvettvangi stofn- unarinnar. 55 Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt að greiða starfsmönnum Akureyrarbæjar fullar verðbæt- ur á laun frá 1. janúar í sam- ræmi við úrskurð kjaradóms og framkvæmd fjármálaráðherra á þeim úrskurði. Þetta þýðir að vísitöluþakið, sem sett var með bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar um kjaramál frá 1. september er þar með úr sög- unni. Caroline Rest“ húsið verður rifið Ekki óeðlilegt að Hestamanna- félagið Léttir njóti eignanna Merkur áfangi í skipulagsmálum Akureyrar Skipulagsstjóri verður ráðinn - Vonast til að hann geti byrjað í sumar Bæjarráð Akureyrar og skipulagsstjórn ríkisstjórn hafa samþykkt reglugerð, sem greinir á um skipu- lagsmál Akureyrarbæjar. I reglugerðinni felst að stofnuð verður sérstök skipulagsdeild á vegum bæjarins og ráðinn sér- menntaður maður í skipu- lagsfræðum í stöðu skipu- lagsstjóra. - Þetta er mikið fagnaðar- efni fyrir Akureyrarbæ og stórt skref í skipulagsmálum, sagði Tryggvi Gíslason, formaður skipulagsnefndar, í viðtali við blaðið. Með þessu er Akureyr- arbær búinn að fá framkvæmd skipulagsmála í sínar hendur og ég vonast til að þetta verði endanlega samþykkt á bæjar- stjórnarfundi í dag. Þaðætti því ekki að líða á löngu þar til embætti skipulagsstjóra verður auglýst og ég geri mér vonir um að hann geti hafið störf í sumar, sagði Tryggvi að lokum. Nú hefur bæjarráð Akureyrar ákveðið að fara út í niðurrifs- starfsemi í orðsins fyllstu merk- ingu. Ráðið samþykkti á fundi sínum 8. mars að fela húsa- meistara að láta rífa húsin „Caroline Rest“ við Kaupvangs stræti, Glerárgötu 2 og Glerár- götu 4. „Caroline Rest“ húsið er senmlega sögufrægast af þess- um húsum, en það er gefið Akureyrarbæ á sínum tíma með því skilyrði, að þar yrði aðstaða fyrir hesta þeirra sem væru gest- komandi í bænum. Nú hefur húsið löngu lokið því hlutverki sínu, en ekki væri óeðlilegt miðað við tilgang gefandans á sínum tíma, að „Caroline Rest“ sjóðurinn verði látinn renna til Hestamannafélagsins Léttis ásamt sanngjörnu verði fyrir húsið. Hvítasunnuferð til ísrael 29. maí 29. maí nk. verður haldið af stað í Hvítasunnuferð til ísrael og stendur ferðinn til 12. júní. Ferðin er undirbúin af sr. Frank M. Halldórssyni, sem jafnframt verður fararstjóri. Dvalið verð- ur í Jerúsalem, Galíelu og Tel- Aviv. Farið verður í skoðunar- ferðir um ýmsa þekkta sögu- staði, m.a. Betlehem, Jeríkó, elstu borgar í heimi, árinnar Jórdan, Olíufjallsins, Gólan- hæða, bátsferð á Genesaret- vatni og komið verður til inn- flytjendabæjarins Asdod, en þar er ein besta baðströndin í Israel. Áætlað veð er 260-270 þús. miðað við skráð ferðamanna- gengi og verðlag í ísrael í nóv. 1978. Frú Sólveig Ásgeirsdóttir og sr. Pétur Sigurgeirsson veita upplýsingar um ferðina og taka á móti ferðapöntunum á Akui- eyri. Vandrœða- holan Kostnaðurinn losar 100 millj. kr. Ekki er ennþá ljóst hvað fæst af vatni úr nýjustu borholunni að Laugalandi, en eins og komið hefur fram hafa orðið miklir erfileikar við að bora holuna. Samkvæmt upp- lýsingum Gunnars A. Sverris- sonar, hitaveitustjóra, þá er verið þessa dagana að vinna við að ná síðustu borstöng- unum og borkrónunni úr holunni. Ef að það tekst, þá ætti að skýrast um eða upp úr helginni hvað holan gefur. Vildi Gunnar engu spá um árangurinn, þar sem holan getur hugsanlega verið í sama vatnskerfi og þær holur, sem nýttar eru fyrir á Laugalandi. Kostnaðurinn við holuna mun vera farinn að losa IOOm. kr., að sögn Gunnars. Að Laugalandi fást nú um 120 sek.l., sem nægir fyrir þau hús, sem hafa verið tengd hita- veitunni. Óvirkjaðar eru tvær holur á Tjarnarsvæðinu og þessi hola sem verið er að ljúka við að Laugalandi. Sagði Gunnar að ef þær lukkuðust vel og allt gengi að óskum ætti að vera fengið um 2/3 hlutar af heildarvatnsþörf hitaveit- unnar miðað við stærð bæjar- ins í dag. eierlspeglon iYBí *SIW1(96: GARDÍNUBRAUTIR TRÉSTANGIR og allir fylgihlutir Ibúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.