Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1981, Blaðsíða 8

Íslendingur - 01.04.1981, Blaðsíða 8
Auglýsingar 21500 Bænaskjal til bæjar- stjómar Stofnfundur FORELDRA- SAMTAKANNA Á AK- UREYRI var haldinn í Al- þýðuhúsinu, þriðjudaginn 24. mars s.l. Um eitt hundrað manns sóttu fundinn. Áfund inum var flutt ávarp undir- búningshóps og kynnt starf- semi foreldrafélaga víðs veg- ar að. Umræðuhópar ræddu markmið og starfshætti sam- takanna, baráttumál þeirra og drög að lögum. Ennfrem- ur var rædd þátttaka sam- takanna í væntanlegum landssamtökum foreldra, er stofna á þann 26. mars. Fundarmenn voru þeirrai skoðunar að eitt brýnasta baráttumál samtakanna væri dagvistarmál, en mikill skortur er á dagvistarrýmum á Akureyri. Var af því tilefni undirritað BÆNASKJAL TIL BÆJARSTJÓRNAR, þar sem skorað er á bæjar- stjórn við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar, sem nú stend- ur yfir, að gera verulegt átak í þeim málum. Annað brýnt verkefni er að beita sér fyrii stofnun fleiri foreldrafélaga við skóla og dagvistir og stuðla að auknum tengslun: milli heimila, skóla og dag- vista. Á fundinum var kosið stjórn og samþykkt lög fé- lagsins. ÁskeU Öm sigraði á Skákþingi Akureyrar Skákþingi Akureyrar er ný- lokið. í karlaflokki sigraði Áskell örn Kárason með miklum yfirburðum en hann hlaut 9 vinninga af 9 mögu- legum. Annar varð Gylfi Þórhallsson með 6.5 vinn- inga. í þriðja til fimmta sæti voru jafnir þeir Jakob Krist- insson, Jón Árni Jónsson og Sigurjón Sigurbjörnsson all- ir með 5.5 v. f unglingaflokki sigraði Arnar Þorsteinsson eftir mjög spennandi einvígi við Finn Sveinbjörnsson. Báðir hlutu þeir 9 v. af II. Þriðji varð Eymundur Eymunds- son með 8.5 v. Hraðskákmót Akureyrar var haldið þann 18. mars. Úrslit urðu sem hér segir: Karlaflokkur: 1. Áskell örn Kárason 17.5 v. af I9. 2. Gylfi Þórhallsson 17 v. af 19. 3. Jón Björgvinsson 16.5 v. af 19. 4. Jón Árni Jónsson 15 v. af 19. Ritstjórn 21501 Lögfræðiþjónusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL. Hafnarstræti 94 - Sími 24602 RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Slrnar: 23257 og 21B67 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Islendingur „Gleraugnaþjónustan" opnuð Svo sem fram kom í síðasta blaði hefur Karl Davíðsson, gler- augnasmiður, opnað verslun undir nafninu „Gleraugnaþjón- ustan“ að Skipagötu 7 á Akureyri. Verður þar veitt alhliða gleraugnaþjónusta og úrval er þar á boðstólum. í tilefni opnunarinnar bauð Karl gestum að skoða hina nýju verslun s.l. laugardag. Innréttingar, sem eru afar glæsilegar eru hann- aðar af Aðalsteini Júlíussyni, tæknifræðingi, og smíðaðar hjá „Aðalgeir og Viðar“, en Þórarinn Torlacíus annaðist máln- ingu. A myndinni sést Karl bjóða gesti velkomna. Ljósm.: H. Hansen. V erkamannabústaðir afhentir á Blönduósi Kostnaður 85% af áœthiðu verði „BÚRIГ opnað á morgun Á morgun, fimmtudag, verður opnuð ný verslun „BÚRIГ að Strandgötu 37 (gamla Kristjáns bakarí). Verður það sérverslun með kjöt og fisk frá Reykmiðstöð- inni. Matkaup í Reykjavík sá um innréttingar í hina nýju verslun en umsjón með fram- kvæmdum hafði Bjarni Magn- ússon. Verslunarstjóri verður Sóley Sigdórsdóttir og sagði hún meg- intilgang hinnar nýju verslunar vera að auka fjölbreytni og framboð á fiski og kjöti. Þá gat hún þess að ætlunin væri að hafa sem nánast samband við viðskiptavini og leita til þeirra um hugmyndir að uppskriftum og vöruvali. Háir tækjaskortur snjómokstri á Múlavegi? S.l. laugardag var haflnn mokstur á Múlavegi sem þá hafði verið lokaður í hálfan mánuð. Heldur þótti Ólafsfirðing- um hægt ganga og var um helgina aðeins eitt moksturs- tæki frá Ölafsfirði að vinnu á veginum. Hefur því vaknað sú spurning hvort Vegagerðin sé svo vanbúin tækjum að það þurfi að taka marga daga að opna veginn þá loksins veður leyfir og Ólafsfirðingar búnir að vera svo lengi vegasam- bandslausir sem raun ber vitni. Laugardaginn’28. 'mars var síð- asta íbúð af sex afhent eigend- um í nýjum verkamannabústöð- um á Blönduósi. í hófi sem haldið var að því tilefni flutti formaður bygginganefndarinn- ar, Grétar Guðmundsson, ávarp og kom þar fram að nú eru rétt tvö ár liðin frá því að skipað var í nefndina og byggingarfram- kvæmdir hafnar samkvæmt lög- um um verkamannabústaði. Tvær íbúðanna eru 97 ferm. og kosta um 330 þúsund og fjór- ar eru um 75 ferm. og kosta um 250 þúsund. Enn er þó eftir að ganga frá lóðum og ýmsu öðru utanhúss. Framkvæmdir voru boðnar út í áföngum og voru allir byggingaáfangar unnir af verktökum á Blönduósi. Eins og kostnaður er nú er hann rétt um 85% af áætluðu verði sem Hús- næðismálastofnun hafði gefið upp. AfinæU Sjötug verður 5. apríl n.k. Laufey Tryggvadóttir. Hún tekur á móti gestum að heimili sínu Helgamagra- stræti 2 laugardaginn 4. apríl. Kiwanismenn selja páskaegg Félagar úr Kiwanisklúbbnum Kaldbak munu ganga í hús vikuna 6.-H. apríl og bjóða Akureyringum páskaegg til kaups. Svo sem verið hefur undanfarin ár mun ágóði söl- unnar renna til þeirra er hallir standa en meginstyrktarverk- efni klúbbsins á undanförnum árum hefur verið Sjálfsbjörg, (-------------------^ „Getrauna- gróði66 hjá Leikfélagi Blönduóss Á Blönduósi er verið að æfa gamanleikinn . „Getrauna- gróði" eftir Philip King. Leik- stjóri er Jill Brooke Árnason, en með aðalhlutverk fara Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Birna Sigfúsdóttir og Sturla Þórðarson. Æfingar hófust í byrjun mars og áætlað er að frumsýning verði 11. apríl. Stefnt er að því að fara með leikritið víðar og verður meðal annars sýnt á Hvammstanga. Formaður leikfélagsins á Blönduósi er Sigurður ÞorJ steinsson. Þá má geta þess að fyrir for- göngu leikfélagsins hefur ver- ið fest kaup á Ijósaborði í fé- lagsheimilið. Er það sænskt og talið mjög fullkomið. Auk leikfélagsins leggja önnurfélög sem aðild eiga að félagsheimil- inu fé til kaupanna. Samdráttur í byggingariðnaði kemur fyrst niður á innrettingaframleiðendum Hagi h.f. á Akureyri hefur sér- hæft sig í smíði innréttinga ýmis konar. fslendingur leitaði til Hauks Árnasonar, fram- kvæmdastjóra, um hvernig framleiðsla og sala gengi um þessar mundir. Haukur hafði eftirfarandi að segja: „Það má segja að deyfð sé yfir þessu. Það er dauft yfir byggingaframkvæmdum og at- vinnulífinu yfirleitt og því ekki eins mikil ásókn í framleiðslu- vörur okkar og endranær. Það eru auðvitað mörg ný hús sem á þessu þurfa að halda en fólk treystist ekki til að taka þá pen- inga að láni, sem þarf til, auk þess sem þetta eru hlutir sem koma til á siðasta hluta bygg- ingarframkvæmda ogfólklætur fremur bíða heldur en að auka frekar á skuldabyrðarsínar. Við verðum því mjög varir við allar slíkar sveiflur í byggingariðnaði og ef til vill koma þær fyrst fram á þeirri vöru sem við fram- leiðum. Hins má þó geta að þegar daufir tímar hafa verið í ný- byggingum hefur vinna við við- hald á eldra húsnæði oft aukist, en það er vinna sem við önnum ekki alltaf þegar nóg er um verk- efni við nýbyggingar." Aðspurður um innflutning á innréttingum sagðist Haukur í raun ekki vera hræddur við hann og hann væri að sumu leyti til bóta þar sem fólk hefði þá úr meiru að velja, sem ekki væri nema gott eitt um að segja, þar sem hann teldi íslenska fram- leiðslu fullkomlega samkeppnis hæfa bæði hvað verð og gæði snerti. „Hins vegar viljum við gjarn- an að stjórnvöld létu okkursitja við sama borð og aðra aðal- atvinnuvegi landsmanna s.s. með afnámi launaskatts og öðr- um sérgjöldum. Þá er þess að geta að við verðum að greiða tvölfaldan söluskatt af raforku og ýmsum rekstrarvörum sem leggst á fyrirtækin og þetta verður óneitanlega að greiðast í gegnum verðlagninguna, sem síðan er greiddur fullur sölu- skattur af. Launaskattur er okk- ur líka býsna þungur í skauti en sjávarútvegur og landbúnaður eru lausir við hann og einnig er aðstöðugjald lagt á iðnaðinn þannig að um verulega mismun- un er að ræða á milli atvinnu- greina. Þá má síst gleyma þeim vöxt- um sem greiða verður af því rekstrarfé sem okkur er nauð- synlegt til þess að geta fram- leitt með þeim aðferðum sem hinir erlendu samkeppnisaðilar gera. En vextirnir nú eru orðnar hrikalegar upphæðir.“ FASTEIGNASALA Strandgötu 1 Símar: 21820, 24647 Sölumaður: Stefán Gunnlaugsson Heimasími: 21717 1ÖN BIBRNBSON / ÚRSMIDUR Kaupvangsstrntl 4 - Slml 24175 - Akurayrl Nýjustu gerðir af QUARTZ-ÚRUM eru komnar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.