Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1981, Blaðsíða 6

Íslendingur - 01.04.1981, Blaðsíða 6
Iþróttir Umsjónarmenn: RAGNAR ÞORVALDSSON EINAR PÁLMI ÁRNASON WSSm** KjSlK Lið KA er öðlast hefur setu í 1. deild. KA I' FYRSTU DEILD Sigruðu Tý 15-14 í íþróttaskemmunni um helgina Eftir síðustu umferðina í 2. deild- inni er Ijóst að KA-menn hafa náð því langþráða takmarki að vinna sig upp í fyrstu deild. Síðasti leikur liðsins í deildinni var hérna í íþrótta skemmunni á föstudagskvöldið gegn Tý úr Vestmannaeyjum og endaði á sama hátt og aðrir heima- leikir KA í vetur með sigri. Eftir ft;emur óvænt úrslit helgarinnar í öðrum leikjum, þar sem Breiðablik, ÍR og Týr töpuðu fyrir mótherjum sínum er augljóst að engu liði nema ÍR tekst að ná KA að stigatölu en þeir eiga leik eftir gegn Tý. Tvö efstu liðin flytjast upp í 1. deild. Það urðu Haukar í Hafnarfírði, sem féllu í 2. deild ásamt Fylki. Leikur KA á föstudagskvöldið bar þess engin merki í upphafi að þar væri topplið á ferð. Spil liðsins var fálmkennt og lítt ógnandi og gengu Vestmannaeyingar á lagið. tóku forustu og juku hana jafnt og þétt. Á töflunni mátti sjá tölur eins og 5-2 og 9-4 Tý í vil og höfðu þeir forustu 11-6 í leikhléi. KA leik- mennirnir tóku sig saman í andlit- inu í leikhléi. Þeir mættu sem annað lið inn á í síðari hálfleikinn og tóku nú leikinn fastari tökum. Smám saman unnu þeir upp forskot gest- anna, vörnin var góð og við það batnaði markvarslan og ér sjö mínútur voru til leiksloka höfðu þeirjafnað leikinn 13-13 og aðeins fengið á sig tvö mörk i síðari hálf- leiknum. Forustu náði liðið skömmu síðar í fyrsta skiptið í leiknum með marki Magnúsar Guð mundssonar 14-13, en Ólafur Lárus son jafnaði 14-14. Ásíðustu mínút- unni skoraði síðan Gunnar Gísla- son sigurmarkið er tryggði KA 18 stig og setu í 1. deiid næsta keppnis- tímabil. KA-liðið sýndi á sér tvær hliðar í þessum leik og fóru leik- menn liðsins ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik. GunnarGíslasongat ekki hafið leikinn fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleik þar sem flugi seinkaði, en hann er við nám við íþróttakennaraskólann og kemur norður i leiki liðsins, en við komu hans batnaði spilið og leikmenn fengu aukið sjálfstraust. Vest- mannaeyingar geta sjálfum sér um kennt hvernig' fór. þeir héldu ekki haus þegar mest reið á og misstu um leið þá von að flytjast upp milli deilda. Nú er aðeins að bíða og sjá hvað KA kemur til með að gera í 1. Hafði í huganum sett þetta dæmi upp ~ • Jr í i '44 'A r r við Iþrottasiðuna Eftir leiki þá er leiknir voru i 2. deild Íslandsmótsins í handknattleik á laugardag varð Ijóst að lið K A hafði tryggt sér sæti í fyrstu deild á næsta keppnistimabili. Þetta eru merk tímamót í sögu félagsins og af því tilefni ræddi íþróttasiðan lítiilega við þjálfara liðsins, Birgi Björnsson. Það skal tekið fram að eftir tvö töp KA fyrir sunnan um fyrri helgi varð ljóst að þeir leikir sem eftir voru, yrðu að spilast liðinu í hag, eins og sagt er á iþróttamálinu fræga. ,,Ég hafði sett þetta dæmi upp í huganum en átti þó síður von á úr- slitum sem þessum," sagði Birgirog var að vonum í sjöunda himni. Birgir Björnsson. „Þetta hefur verið erfiður vetur og á ég þar sérstaklega við þá erfið- leika sem skapast hafa vegna sam- gangna og bitnað hafa mest á KA- liðinu. Ég tel slæma útreið úm síð- ustu helgi vera fyrst og fremst þessu að kenna og minni á í því sambandi að leikir þessir áttu að fara fram á miðju tímabilinu en trekk ofan í trekk hefur mátt fresta leikjunum á síðasta snúning ef svo má að orði komast." Aðspurður um liðið sjálft, taldi Birgir liðið ekki jafn sterkt og það var í fyrra. Aftur á móti væri breiddin meiri og að ungir strákar væru á næsta leyti. „Það er ljóst að mikill getumunur er á liðum fyrstu og annarrar deildar og því nauð- synlegt að fá nokkra nýja leikmenn ætli liðið sér að leika áfram í fyrstu deildinni," sagði Birgir. Þá vaknaði spurningin um Alfreð Gíslason og án nokkurrar fullyrð- ingar í því sambandi komust Birgir og blaðamennirnir að þeirri sam- eiginlegu niðurstöðu að Alfreðgæti allt eins hjálpað sínum gömlu félög- um að tolla í deiidinni eins og að bjarga KR frá falli í aðra deild. Að endingu var svo Birgir spurð- ur um þjálfun liðsins á næsta keppnistímabili og sagðist hann ekkert geta sagt í þeim efnum að svo stöddu. 6 - ÍSLENDINGUR deildinni, þeir sýndu það á dögun- um er þeir léku gegn Víkingi, að liðið getur komið á óvart næsta ár, ef rétt er haldið á málum. Mörk KA: Þorleifur 5, Magnús 4, Gunnar 2, Friðjón 2, Erlingur og Jóhann eitt mark hvor. Mörk Týs: Sigurlás 5, Ólafur 4, Kári 2, Logi 2, Magnús 1 mark. Keppendur frá Akureyri á íslandsmót í fímleikum Fimleikaráð Akureyrar sendi þrjá keppendur á Fimleikameistaramót íslands er haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipt- ið sem Akureyringar senda kepp- endur á fslandsmótið og lofar ár- angur þeirra góðu. Haraldur Páls- son náði fjórða sæti í gólfæfingum, Aðalgeir Sigurðsson varð fjórði í stökki á hesti og Herbert Halldórs- son, sem tók þátt í mótinu af tilefni þess að tiu ár eru liðin frá því hann varð íslandsmeistari í fimleikum, sýndi að hann hefur sannarlega engu gleymt, náði verðlaunasæti í báðum Jreim greinum er hann tók þátt í. Á tvíslá varð Herbert í öðru sæti og í æfingum í hringjum hreppti hann þriðja sætið. íslands- meistari varð Heimir Gunnarsson, Ármanni, í karlaflokki og í kvenna- flokki sigraði Brynhildur Skarp- héðinsdóttir frá Fimleikafélaginu Björk. Næstkomandi föstudagskvöld fer fram hin árlega fimleikasýning Fimleikaráðs Akureyrar í íþrótta- húsi Glerárskóla og hefst kl. 20.00. Á sýningunni koma fram unglingar á öllum aldri og eru unnendur fimleika hvattir til að fjölmenna. íslandsmótið 2. deild - Þór 18 - Týr 17 Þórsarar kvöddu með sigri Þórsarar léku síðasta leik sinn í 2. deild Islandsmótsins í hand- k> .rttleik á laugardag er þeir mættu Vestmannaeyjaliðinu Tý. Það er skemmst frá því að segja, að heima- menn sigruðu í leiknum með 18 mörkum gegn 17 og má með sanni segja að þessi fyrsti sigur liðsins hafí með engu móti getað komið öllu seinna. Þórsarar kveðja því aðra deild á sama tíma og fyrsta deildin heilsar KA-mönnum og er því vel við hæfí að vitna aftur til orða þess er þá var nefndur velunnari íþrótta á Akureyri er hann fyrr í vetur lét þau ummæli falla að á næsta keppnistímabili yrðu bæjarbúar loks lausir við 2. deildina. Heimamenn byrjuðu leikinn með miklum krafti og náðu fljótlega tveggja marka forustu 5-3. Þá kom í heimsókn sá er allt of oft hefur verið félagi þeirra Þórsara í vetur en við skulum kalla „slæma kaflann". Týrarar gerðu næstu fjögur mörk og virtist því allt útlit fyrir enn eitt tapið. Þórsarar voru þó skammt undan og greinilega ákveðnir í að kveðja deildina með sigri. í hálfleik skildi liðin aðeins tvö mörk, Týr 11, Þór 9. í seinni hálfleiknum sýndi Þórsliðið, með þá Ragnar mark- vörð og Árna Gunnarsson sem bestu menn, klærnar og var strax ljóst að umjafnan ogspennandi leik yrði að ræða. Sú varð líka raunin, úrslitamarkið kom þegar aðeins 10 sek. voru til loka leiksins er Bene- dikt innsiglaði sigur.Þórsarar með góðu marki úr hraðaupphlaupi. Mörk Þórs: Sigtryggur 7 (5), Árni G. 5, Sig. Sig. 4 og Benedikt 2. Hjá aðkomuliðinu var það Ólaf- ur Lárusson sem var langatkvæða- mestur, gerði alls 12 mörk. Heyrst hefur að Handknattleiks- deild Þórs ætli að leggja meistara- flokk félagsins niður næstu tvö árin og verður tíminn einn að skera úr um hvaða áhrif slíkt gæti haft t för með sér. Hitt er aftur á móti Ijóst að ekki þurfa þeir að kvíða framtíðínni eins og best sést á yngri flokkum félags- ins, sem allir léku til úrslita á Is- landsmótinu. Það hefur löngum verið vitað að ungir og efnilegir- íþróttamenn eins og þeir er nú leika í yngri flokkum Þórs þurfasérfyrir- mynd og vaknar því sú spurning hvert þeim beri að leita, leggi meistaraflokkur félagsins upp laup- ana. e.p.á. Þórsararnir komust suður Yngri flokkar Þórs lögðu land und- ir fót um síðustu helgi og óku sem leið lá til Reykjavíkur í úrslita- keppni íslandsmótsins í handknatt- leik. Misjafnt var gengi flokkanna og náðu þeir ekki að hreppa ís- landsmeistaratitil að þessu sinni. Fjórði flokkur karla undir stjórn Arnars Guðlaugssonar náði þriðju verðlaunum. Þriðji flokkur kvenna varð í fjórða sæti. Fimmti og þriðji flokkur karla urðu í fimmta sæti í sínum aldurshópi, en I öðrum flokki kvenna vaV ekki hægt að leika um síðudtu helgi vegna landsleikja kvennalandsliðsins. Það sem mest þótti koma á óvart var að þriðji flokkur karla sigraði Val, er þótti hafa mjög svo frambærilegu liði á að skipa. Valur hafði ekki tapað síðustu tuttugu og níu leikjum, en urðu að lúta í lægra haldi fyrir ÞÓr 11-9 og varð þess valdandi að þrjú lið urðu jöfn í efsta sæti og þurfaað leika að riýju. Björn og Asdís sigr- uðu á Hermanns- mótinu um sl. helgi Um helgina fór fram í Hlíðarfjalli Hermannsmótið, en þetta er punkta mót og því með stærri mótum vetr- arins. Hermannsbikarinn hlaut að þessu sinni Björn Víkingsson, sem í vetur virðist til alls líklegur. Helgu- bikarinn svonefnda hlaut að þessu sinni Ásdís Alfreðsdóttir, Reykja- vík. Úrslit á mótinu urðu sem hér segir: Svig karla: 1. Björn Víkingsson A 99.03 2. Elías Bjarnason A 99.64 3. Helgi Geirharðsson R 102.16 Svig kvenna: 1. Asdís Alfreðsdóttir R 93.15 2. Ásta Ásmundsdóttir A 95.62 3. Hrefna Magnúsdóttir A 97.29 Stórsvig karla: 1. Einar Valur Kristjánss. í 139.00 2. Haukur Jóhannsson A 139.45 3. Björn Víkingsson A 140.26 Stórsvig kvenna: 1. Nanna Leifsdóttir A 122.97 2. Guðrún Björnsdóttir R 128.65 3. Hrefna Magnúsdóttir A 128.79 Alpatvíkeppni karla: 1. Björn Víkingsson A 2. Elías Bjarnason A 3. Einar Valur Kristjánsson í Alpatvíkeppni kvenna: 1. Ásdís Álfreðsdóttir R 2. Hrefna Magnúsdóttir A 3. Nanna Leifsdóttir A Haukur Jóhannsson á fullri ferð um helgina. Þá var í fyrsta skipti í 12 ár haldið Akureyrarmót í göngu og urðu helstu úrslit þessi: 20 ára og eldri - 10 km.: mín. 1. Ingþór Eiríksson 50.10 15-16 ára - 7.5 km.: I. Haukur Eiríksson 26.18 13-14 ára - 5 km.: I. Jón Stefánsson 23.34 11-12 ára: 1. Ásgeir Guðmundsson 18.30 8 ára - 1.5 km.: 1. Jóhann Þorsteinsson 8.06

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.